Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Fimmludagur 4. ágúst 1966 FÁLKAFLUG EFTIR DAPHNE DU MAURIER — Hugsaðu þér. Ég hef haft svo mikið kvef að ég hef ekki komizt út fyrir dyr í fjóra daga. Hann hóf augu sín til himins 1 uppgerðar örvæntingu og tal- aði svo í símann. — Ert það þú, lögreglustjóri? Ég vona, að ég hafi ekki haft af þér hádegismat inn. Þetta er Donati, hérna, Aldo Donati. Gott og vel, þakka þér fyrir. Ég hef verið órólegur út af orðrómi, sem hér hefur verið á sveimi, og Jacopo, þjónn inn minn, sagði mér, að gamla barnfóstran mín, Marta Zamp- ini, sem virðist hafa verið sakn- að í nokkra daga, geti reynzt vera þessi kona, sem myrt var í Róm ........ Já....... já....... Nei, ég er mjög önnum kafinn, eins og þú veizt, og lít sjaldan í blað, og að minnsta kosti hef ég ekkert séð á þetta minnzt .....Gighi-systkinin...... já, hún hefur átt heima hjá þeim í nokkra mánuði.........Ég skil .....já...... Hann leit til mín og kinkaði kolli. Hræðsla greip mig. Þetta ætlaði að reynast satt og ég var ennþá flæktari í það. — Nú, svo það er þá enginn vafi á því lengur? Það þykir mér leiðinlegt. En hún var nú orðin hreinasti ræfill, skilurðu. Ég hafði hana hérna meðan það var hægt. Gighi-systkinin geta nátt- úrulega ekkert upplýst, eða hvað? En hvers vegna til Róm- ar? Líklega einhver hugdetta .....Ég vona, að þú getir bráð lega tekið einhvern fastan. Gott, gott! Þakka þér fyrir. Ég væ'ri þér afskaplega þakklátur ef þú vildir láta mig vita, ef eitthvað skyldi gerast í málinu. En þetta er allt einkamál I bili. Þakka þér fyrir. Hann lagði frá sér símann. Svo tók hann óopnaða öskju af vindlingum upp og fleygði henni til mín. — Vertu rólegur, þú sleppur bráðum út úr þessari pínu. Þeir búast við að taka einhvern fast- an innan sólarhrings. Það, að hann tók það sem gef- inn hlut, að áhyggjur mínar stöf uðu eingöngu af hræðslu um sjálfan mig, minnti mig svo mjög á afstöðu hans til mín áð- ur fyrr, að mér fannst ekki taka því að koma með mótbárur. Sek ur um að stinga peningym í höndina á faenni og koma svo ekki aftur. Sekur um að hafa skágengið hana. Þessi kvalda samvizka mín eggjaði mig til áhlaups. — Hvers vegna fór hún að drekka? sagði ég. — Sástu ekki nógu vel um hana? Mér hnykkti við ákafanum 1 svari hans. — Ég fræddi faana og klæddi og lét henni líða vel, en hún féll saman af einhverj- um innri ástæðum. Hversvegna? Spurðu mig ekki, faversvegna. Hún hefur sennilega snúið aftur til uppruna síns, drykkfellds bændafólks. Þegar einhvern lang ar til að fremja sjálfsmorð, þýð- ir ekkert að aftra því. Aftur kall aði hann á Jacopo. Þjónninn kom inn _og tók burt kaffibakk- ann. — Ég er ekki heima, hver sem kann að spyrja, sagði Aldo. — Við Beo erum að vinna upp aftur þessi tuttugu og tvö ár. Og það tekur meira en stundar- korn að þurrka þau út. Hann leit á mig og brosti síð- an. Stofan, sem nú var orðin mér kunnug vegna þess, sem inni 1 henni var, luktist um mig. Ég bar ekki legur ábyrgð á öllu því, sem aflaga fór í heiminum. Aldo ætlaði að taka hana á sig. 11. kafli. Við sátum þarna og töluðum og létum daginn líða. Stundum kom Jacopo inn með nýtt kaffi og gekk út aftur án þess að segja orð. Stofan fylltist af vind lingareyk, og það var frá minum vindlingum en ekki Aldos. Hann var hættur að reykja, sagði hann -— langaði ekki lengur í það. Ég hafði upp úr honum, með spurningum sitt úr hverri áttinni, sögu hans á árunum eft- ir styrjöldina. Hvernig hann hefði gengið í lið með skærulið- unum eftir vopnahléið. Jafnvel þá hafði hann ekki hugmynd um þetta örlagaríka símskeyti, sem hafði sagt okkur látið hans, og hann taldi okkur halda, að hann væri stríðsfangi einhversstaðar. Það var ekki fyrr en hann kom aftur til Ruffano, nokkrum mán- uðum eftir brottför okkar það- an með yfirforingjanum, að hann fékk að vita sannleikann hjá Mörtu. En svo höfðu þau aftur heyrt, að á leið okkar áleið is til austurrísku landamæranna hefði lestin orðið fyrir sprengju árás, og við mamma hefðum týnt lífinu. Veröld okkar hvers um sig hafði þannig leystst upp, á sinn hátt hjá hvorum. Hann ,ungur maður tvítugur og ég, tólf ára krakki, hvor okkar varð að horfast í augu við heiminn. Fyrir mér var þetta að horfa, viku eftir viku, á konu, sem var orðin rótlaus, sem varð æ yfirborðskenndari og dóm- greindalausari, úr sér gengin og leiðinleg — en hjá honum var það hinsvegar að muna hana, eins og húp var þegar hún kvaddi hann, í síðasta fríinu hans, hjartahlýja, ástríka, fulla af fyrirætlunum um næstu fundi þeirra — en svo átti þetta allt að hrynja í rúst, þegar Marta og aðrir kunnugir 1 Ruffano sögðu honum frá endalokum hennar. Kjaftasögurnar, sem um þetta gengu, skömmina og hneykslið. Einn eða tveir höfðu séð hana aka burt hlæjandi, við hliðina á yfirforingjanum, en ég veifaði hakakrossflaggi út um gluggann á bílnum. — Og það var síðasta spjóts- lagið, sagði Aldo — þú með hakakrossflaggið. Ég tók að lifa þetta upp aftur, og gegnum augu ihans hafði smán hennar orðið mín smán, Og ég þjáðist vegna hennar. Ég afsakaði mig. En það vildi hann ekki hlusta á. — Það þýðir ekkert, Beo, ég vil ekki hluta á það. Hvað, sem hún kann að hafa gert í Frank- furt eða Torino, hvernig sem hún kann að hafa búið að þess- um manni, honum Fabbio, sem þú kallar stjúpa þinn, hvort held ur hún var sjúk eða óhamingju- söm — það er sama um það allt. Fyrir mér dó hún daginn sem hún lagði af stað frá Ruffano. □----------------□ 32 □----------------□ Ég spurði hann, hvort hann hefði séð leiði föður okkar. Það hafði hann. Hann hafði komið í fangabúðirnar, þar sem hann var grafinn. Einu sinni. Aldrei aftur. Hann vildi heldur ekki ræða það frekar. — Hann hangir þarna á veggn um, sagði Aldo og benti á mynd ina, — og það nægir mér. Það og svo húsgögnin héma í stof- unni. Og svo sem arfleifð allt það, sem hann gerði í hertoga- höllinni. Ég ásetti mér að taka við þar sem hann faætti, en eins og þú sérð, hef ég meiri völ en hann hafði nokkurn tíma. Það var mitt markmið. Hann talaði með einhverri und arlegri beizkju, rétt eins og þessi ár hefðu farið í ekki neitt, þrátt fyrir núverandi stöðu hans og það hve fljótt hann komst til metorða. En eitthvað vantaði hann enn. Ekki fullnæging per- sónulegrar metorðagirndar, né heldur fé eða frægð. Hann talaði stöðugt um sjálfan sig í liðinni tíð. — Mig langaði í þetta. Mig langaði í hitt. Ég ásetti mér að koma hinu eða þessu í fram- kvæmd. Aldrei talaði hann í nú- tíð eða framtíð. Seinna í samtali okkar, sagði ég við hann. — Hefurðu ekki hugsað þér að giftast? Eignast börn? Til þess að láta þó eitthvað eftir þig þeg ar þú ferð? Hann hló. Hann stóð þá úti við gluggann og horfði á fjöllin í fjarska. Úr glugganum mátti sjá Monte Cappello, sem við höfðum ekið framhjá um morguninn. Nú, þegar leið að kvöldi stóð það kryppuvaxið og bar við himin, blátt eins og mandarínakápa. — Manstu? sagði hann. — Þegar þú varst ofurlítill, largði ég stundum mikið á mig til að byggja spilahús á borðinu í borð stofunni, borðinu sem við borð- uðum við í dag. Mig langaði til að þekja borðið alveg — ég hlýt að hafa notað marga spilapakka. En svo rann upp sigurstundin, þegar ég blés öllu saman um kóll í einu lagi. Ég mundi þetta vel. Þessi við kvæmu spil skulfu þarna eins og risavaxið musteri og áhrifin þeg ar síðasta spilið komst á sinn stað, voru mikil og falleg í aug um barnsins, sem glápti á bygg inguna. — Já, sagði ég. — En hvað kemur það spumingunni minni við? — Allt, svaraði hann. Hann gekk að veggnum, tók niður eina flugvélateikninguna, sem þar hékk. — Þetta var ekki min vél, en hefði eins vel get- að verið það. Svona sá ég hina fara. Félaga, sem höfðu flogið við hliðina á mér. Mín vél brann ekki strax, því tg gat komizt út úr henni, en svo datt hún til jarðar, eins og flugdreki í björtu báli. En það sem bjargaði mér var það, að um leið og flugvélin fékk í sig skotið — og þá var ég á uppleið — þá varð sprenging- in um leið og ég losnaði, eða því sem næst, og þessi sigur- stund var ólýsanleg. Það var hvorttveggja í senn dauðinn og valdið. Sköpun og eyðilegging samtimis. Ég hafði bæði lifað og dáið. Hann hengdi myndina upp aft ur. Mér var enn ekki ljóst, hvað þetta kom við giftingu og stofn- un fjölskyldu, nema það væri þá að þessi eldraun, sem hann hafði lent í, hefði gert alla hluti ein- skisverða. Að það að hafa reynt dauðann og glaðst yfir honum, gerði lífið einskisvert. Aldo leit í klukkuna. Hana vantaði kortér í sjö. — Ég verð nú að yfirgefa þig, sagði hann, — því að ég þarf að fara á fund í hertogahöllinni. Það kann að vera, að faann taki ekki nema klukkustund. Það eru framhalds umræður um hátíðina. Við höfðum alls ekki minnzt á hátíðina, allan daginn. Og held ur ekki á núverandi starfsemi hans. Við höfðum verið allir í fortíðinni. — Ertu upptekinn á eftir? spurði hann. Ég brosti og hristi höfuðið. Hvað ætti ég að hirða um það, nú þegar við höfum hitzt. — Gott. Þá ætla ég að fara með þig til kvöldverðar með þig til kvöldverðar með Liviu Butali. Hann gekk að símanum og hringdi. Og samstundis stóð ég í huganum úti fyrir gamla hús- inu okkar í Draumagötu. Ég heyrði í slaghörpunni — það var enn Chopin og tónlistin þagnaði snögglega, og ég sá konuna ganga yfir gólfið og fara í sím- ann, sem hún hafði verið að bíða eftir allan daginn, að hringdi. Aldo talaði í símann. — Já, við verðum tveir. Segjum korter yfir átta. VÖRUHAPPDRÆTTI S.I.B.S. Á morgun verður dregið um 1400 vinninga að fjárhæð samtals kr. 2.238.000,00. Endurnýjun lýkur á hádegi á morgun S. t. B. S. [NATIOMAt L Hj-topJ v'WiM 'Tíd W,ohM LHí-TopJ •4r«o^ h,'T0* IMATIOIMAL RAFHLÖÐUR Aukið ánægjuna í sumarleyfinu. , Notið National í ferðatækin. Öruggustu rafhlöðurnar á markaðnum. Heildsölubirgðir: G. Helgason & Melsteð hf. - Kauðarárstig 1. — Sími 11644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.