Morgunblaðið - 04.08.1966, Side 4

Morgunblaðið - 04.08.1966, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagiir 4. ágúst 1966 BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDUM MAGIMÚSAR SKIPHOITI21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 ,|HI 3-11-60 m/iiFim Volkswagen 1965 og ’66. RAUÐARÁRSTÍ6 31 Sl’MI 22022 „ LITLA bilaleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. tf'ÞRBSTUR^- 22-1-75 Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, GuSmundar Péturssonar Aðalstræti 6. S.: 1-2002, 1-3202 og 1-3602. B08CH SPENNUSTILLAR 6 VOLT 12 VOLT 24 VOLT Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. Sími 3-88-20. ^ Rússneska benzínið Félagi í FÍB skrifar: „Rússar eru nú venjulega alltaf fyrstir, en í þetta sinn hefur rússneskur sérfræðingur, hr. Monzachin, sem sagður er vera vara-aðal-tæknifræðingur í einni stærstu bifreiðaverk- smiðju Rússlands, verið heldur, síðbúinn að birta þá niðurstöðu sína í rússneskum blöðum, að rússneskt benzín væri (vélum) skaðlegt, ónýtízkulegt og bein- linis hættulegt! Sumir vissu þetta fyrr, og hafa hugleiðing- ar um þessi mál ítrekað birzt á prenti, m.a. í leiðara Mibl. nokkuð nýlega. Gagnrýni þessi hefur vakfð athygli (og undr- un), en hr. Monzachin heldur því fram, að 66 oktan benzín sé sá gæðaflokkur, sem gera megi ráð fyrir sem (beztri) markaðs- vöru þar, — benzíngæði, sem varla nægi elztu gerðum hreyfla. Sami hr. M. hugleiðir og, hvernig takast megi að fá þá 500—600 þús. hreyfla FIAT- bíila, sem nú hefur verið samið um smíði á (með framleiðslu- leyfi í Rússlandi til að snúast! „Lærið af vestrinu", segir þessi sami framtíðarmaður. Aðeins, ef reikna mæitti méð 85 oktan benzíni, yrði sparnaðurinn 16,7 milljarðar íslenzkra króna inn- an næstu 5 ára. Og ekki er virð ingin meiri fyrir smurningsolí- unni, en rússnesk smurnings- olía hefur minna þjáð íslenzka bíleigendur en benzínið. Loks kemur svo röðin að hemlavökva og frostleginum, en þar virðist vilja svo einkennilega til, að hvort tveggja frjósi í kulda, en gufi upp í hita. Er nú ekki kominn tími til, að samninganefndir og innflytj- endur (dreifendur) benzíns hætti að skella skollaeyrum við? Menn vita nú mætavel, að almennt er krafizf um 93 oktan benzíns fyrir nýjustu hreyifla, í Evrópu er mest selt af benzíni frá 93—98 oktan, og nokkuð yf- ir 100 oktan benzín er á mark- aði og er nauðsynlegt fyrir hina nýrri, háþrýstari benzínhreyfla. Hið nýlega Rússa-benzín or- sakar tugmilljóna skemmdir á dýrum bilum, og lélegar olíur á sama hátt, einnig á öðrum bún- aði. Óhæfur hemlavökvi er lifs hættulegur. Nú koma upplýsingar frá Rússa, háttsettum í Rússlandi sjálfu, og er m.a. heimildir að finna á bls. 17 í eintaki af Poli- tiken, miðvikud. 27. 7. 1966. Fél. nr. 33, FÍB“. 0 Leitin og leitendurnir Vesturbæingur skrifar: Vel er það, að blöðin styðji prestana í starfi þeirra, en ekki með frómum vaðli, innihalds- lausri mælgi, heldur með kenni mannlegum hugvekjum, og nota ég þá orðið í þess réttu merkingu. Vaðallinn vekur engan til hugsunar, en kenni- mannleg ræða er fræðandi. Nokkrar slíkar hugvekjur eftir síra Jón Auðuns hefir Morgun- blaðið flutt nú að undanförnu. Slíkt lesa hugsandi menn með ánægju, en hitt láta þeir helzt ólesið. Hugvekjan í blaðinu síðast- liðinn sunnudag (31. júlí) hlaut að falla þeim mönnum í geð, sem eiga leitandi huga. Hún rifjaði upp fyrir mér fjórar ósköp óbrotnar vísur, er maður um áttrætt, hversdagslegur al- múgamaður, kvað í rúmi sínu að morgni þess 18. júilá, eða fyrir réttum hálfum mánuði. Eins og allir aðrir í húsinu hafði hann átt vökunótt sökum þess áð fólkið á hæðinni fyrir neðan hann var að halda svo hressi- lega „þjóðihátíð" að lögreglan varð að skerast í leikinn. Frá þessum „gleðileik" vildi gamli maðurinn leiða hugann og gerði til þess téðar vísur, er svo hljóða: Leitaði’ ég vissu, er veikan grun vakna fann í sinni. Leitinni naumast lokið mun þó Ijúki hérvist minni. Minn var grunur sífellt sá, að sálin þroska stærri mundi héðan farin fá við.fegurð æðri og hærrL Mun ég senn ei leitarljós langtum skærri finna? spyr ég nú, við yzta ós ævidaga minna. Svars að krefjast of snemmt er, en ég hygg það fáist, og það sem dylst í móðu mér við meiri birtu sjáist. Láti svo dómprófasturinn þær koma sem flestar hugvekjurn- ar. Ég er ekki viss um að á öðru sé þjóðinni nú meiri nauð- syn, en vaktir séu hugir sem flestra landsmanna til hleypi- dómalausrar íhugunar sem flestra alvarlegra mála. V esturbæingur". 0 Grettisgatan H. J. skrifar: „Hvort vakir þú, sem sef- ur? var sagt við mig í svefnin- um í nótt. Og þegar ég vaknaði í morgun sagði ég strax við sjálfan mig. Þú skrifar Velvak- anda Morgunblaðsins, góði, hann er gáfaður eins og þú. Vestast á Grettisgötunni höfðu blessuð börnin skrifað með krít á gangstéttina: Ljót gata. Þebta var falleg skrift, enda eru ÖU börnin í götunni falleg og góð. Það var engin furða þá börnunum blöskraði. Grettisgatan byrjar við tugt'hiús garðinn, þar er migildi í krókn- um, alltaf fullt af rusli og gler- brotum. Aumingjarnir koma þangað með hárvötn, brennslu- spíritus, möndludropa og fleira, sem þeir svo blanda og þynna með því, sem lekur úr vatns- pípunum. Svo borða þeir þarna lika matinn sinn, en henda um- búðunum. Grettisgatan er mjó, en sunn- anmegin er endalaus röð af bíI— um alla leið inn á Rauðarárstíg. Þetta eru bílar neðan af Lauga- vegi, á sunnudögum eru fláir bíl ar. Um götuna er stanslaus bíla umfei'ð, jafnt gangstéttina og akbrautina, sumir tveggja hæða, svona eins og timburhús- in gömlu við götuna. Og rrú eru burgeisarnir við Laugaveginn farnir að eignast útkeyrsiluleið- ir á Grettisgötuna. Og svo er Ölgerðin, heljarmikil fabrikka, sem hefir útkeyrslu til götunn- ar og Frakkastígs, þó hún sé staðsett við Njálsgötuna. Ég veit að blessaður borgar- læknirinn grætur, er hann ih.ug ar allan þann sóðaskap og ó- hollustu, sem þetta orsakar. Og umferðarnefndin hilýtur að há- gráta yfir slysahættunni. Eftir skipulaginu á Grettis- gatan að verða breið umferðar- gata, en ekki bakgata vfð Laugaveginn. Tugthúsið á að fara upp að Árbæ, enda hefir það löngu lokið sínu menning- arhlutverki. Því vil ég biðja máttarvöld borgarinnar, að renna sínum mildu náðaraug- um um Grettisigötuna og at- huga náðarsamlegasit, hvort ekki er hægt að lagfæra eitt- hvað. Og af því nú verða miklar frosthörkur í vetur, þá væri það miklu fallegra hugsað at Hitaveitunni, sem stendur beint í sambandi við þá í neðra, að athuga hitalögnina i götunni. Ég held hún sé alltof grönn, og flytji ekki nægilegt vatn. Og svo eru sum húsin við Lauga- veginn tengd við hitalögnina i Grettisgatunni, og það í gegn- um húsin. í frostum er því eng- an hita þar að hafa, ef húsin eru hærri en kjallari. Mikið hefi ég oft skolfið í húsinu, sem ég hefi unnið í nú í 27 ár, og jafnvel blótað okkar ágætu borgarstjórn, sem er alvitur oig almáttug, og ekkert nema mann gæðin. H. J.“. Happdrætti Dregið hefur verið í happdræt.ti U. M. F. Haúks í Leirár- og Melahreppi — þessi númer komu upp: 1. Sjónvarpstæki nr. 1572. 2. Vikudvöl í KerlingarfjölJum nr. 4092. 3. Ryksuga nr. 4043. 4. Skáldverk Gunnar Gunnarssonar nr. 3445. 5. Ferðaviðtæki nr. 2827. 6. Ferðaviðtæki nr. 4143. 7. Sýningarvél nr. 1708. 8. Myndavél nr. 1625. 9. Armbandsúr nr. 4446. 10. Veiðileyfi í Laxá í Leirársveit 8. ágúst nr. 1017. 11. Veiðileyfi í Laxá í Leirársveit 8. ágúst nr. 4888. 12. Stofuklukka nr. 4388. 13. 1 kg. æðardúnn nr. 2298. 14. Veiðistöng nr. 4497. 15. Stálborðbúnaður fyrir 6 manns nr. 3742. Vinninga má vitja til Erlings Guðmundssonar, Melum. Ullarvinna Vantar lagtækan, reglusaman kembinga- mann strax. — Upplýsingar í verk- smiðjunni. Lllarverksmið|an Framtíðin Frakkastíg 8. Sjómenn Höfum til sölu nokkra 10—12 tonna báta, nýlega með góðum vélum. Austurstræti 12. Sími 1-41-20, heimasími 3-52-59.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.