Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 4. ágúst 1966 MORGUNBLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM ur að bað væri mannmargt þarna í víkinni. Hvarvetna upp við bergið lá fólk í sand inum og sleikti sólskinið. Þarna voru íturvaxnar ung- meyjar, mæður með barna- hóp, karlmenn með ákaflega mismunandi vaxtarlag — öil með sama takmark í huga — „að fá á sig lit." Já, hún er annars skrítin þessi árátta minna hvítu jarðarbúa — þeir keppast við að baða sig í sólinni til þess að missa sinn upphaflega hörundslit, því að það þykir minna á andlegt og líkamlegt heilbrigði. Samt eru ekki nema nokkrir tugir ára frá því, að allar hefðar- frúr í hinum vestræna heimi mökuðu alls kyns kremum og smurningum á andlit sér til þess að blessuð sólin kæm- ist þar hvergi að. í*á þótti nefnilega fínast að hafa húð- ina hvíta sem mjöll. Stund- um virðist manni tízkan breytast örara en tímarnir. Við gengum niður að flæð- armálinu, þar sem börnin busluðu í sjónum af mikilii ákefð. Þarna skammt frá okkur stóð lítill piltur, sem hafði vafið sig kyrfilega inn í handklæði, og skalf og nötr aði í kapp við glamrið í tönn unum. „Sjórinn kaldur?" spurðum við. Fóstrur úr Barónsborg á leið í Nauthólsvík með hóp fjögurra ára barna. enda og buslara. Þegar við vorum komnir miðja vegu eft ir flugvallarveginum ókum við framá fjórar ungar döm- ur, sem roguðust þar með stóra vindsæng á milli sín. Það fór því ekki milli mála, hvert för þeirra var heitið, og því stöðvuðum við bíl- inn, eins og sönnum riddur- um sæmir, og buðum þeun far með okkur. Þetta voru þær Kristín, Guðlaug, Eygló og Fjóla, sennilega á aldrinum 10—12 ára, en við kunnum reyndar ekki við að spyrja þær að aldri, þar sem það þykir víst lítil kurteisi, þegar kvenfólk er annars vegar. Við notuðum þó tækifærið og spjölluðum lítillega við þær það sem eft- ir var leiðarinnar. „Hafið þið farið áður í Nauthólsvíkina í sumar, stúlk ur?“ „Já, við fórum fyrir svona mánuði — allar nema Guð- laug. Þetta er í fyrsta skipti sem hún fer‘, svaraði ein þeirra. „Og þykir ykkur gaman að synda þarna?“ „Við syndum nú lítið", svar aði Kristín, „við vöðum aðal lega, og látum okkur fljóta á vindsænginni. Við skiptumst á að vera á henni — það er langmest gaman." „Hvaðan komið þið úr borg inni?“ „Við erum ekki frá Reykja vik. Við komum úr Hafnar- firði með strætó núna áðan.“ „Úr Hafnarfirði? Það er <á enginn svona baðstaður þar?“ „Nei, ekki nema Hvaleyr- arvatn. En það er alltof djúpt og kalt fyrir okkur." Nú vorum við komin á leið arenda, stúlkurnar stukku út úr bílnum, og hlupu í átt að búningsklefanum til þess að hafa fataskipti, en við fórum í gönguferð um baðstaðinn. Við gengum fyrst að sölu- tjaldi, sem hefur verið komið fyrir þarna á staðnum. „Er mikið af fólki hérna núna?“ spurðum við konuna, sem afgreiðir í tjaldinu. „Já, það hefur verið mik- ið fjölmenni hérna undan- farna daga í góða veðrinu,“ svaraði hún. „Mikið að gera?“ Kristín, Guðlaug, Eygló og Fjóla komu alla leið úr Hafnar- firði til þess að busla í Nauthólsvík. „Já, alltaf þegar sól er — í rigningu er ekkert af fólki hérna, og Þýðir því ekkert að hafa opið. En á sólskins- dögum höfum við opið frá því um hádegi og fram til kl. 6. Já, það voru engar ofsög- „Brrrr, já. S... .v... .a.... kal... .eg... .a kald....ur.“ Og við fengum það síðan upp úr honum, að hann hefði leg- ið á einni vindsænginni þarna, og látið sér líða vel, þegar einhverjar stúlkuó- Framhald á bls. 21 Ragnheiður Gunnarsdóttir tvítug að aldri í Nauthólsvík. (Ljósm. Mbl. O.K.M.) buslara í Nauthólsvík „HVERX er ferðinni heitið?" spurði leigubílstjórinn, sem ók okkur, um leið og hann skipti úr öðrum yfir í þriðja. Og þar sem það var sann- kallað sumarveður í Reykja- vík, og við vorum á leit að einhverju ofurlítið sumarlegu efni í blaðið, svöruðum við etfir stutta umhugsun: — „Nauthólsvík — ætli það sé ekki bezt.“ Jú, leigubílstjóranum leizt dæmalaust vel á það, „það er örugglega allt fullt af fólki þar að« sóla sig núna,“ sagði hann, „veðrið getur líka varla verið betra". Þar með var það ákveðið, við ók- um sem leið lá í Nauthólsvík- Það er nauðsynlegt að hafa björgunarhringi á baðstöðum, en það getur líka verið smellið ina — til griðastaðar sóldýrk að taka myndir af sóldýrkendum í gegnum hann. Meðal sdldýrkenda og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.