Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 19
Flmmtudagur 4. Sgúst 1966 MORGU N BLAÐIÐ 19 Afli Grænlandsfaranna varð um 300 bleikjur Sú stærsta var 11,5 pund Sæluvika húsmæðra i Laugagerbisskóla 10. - 21. júlí ANNAR hópur orlofskvenna úr Reykjavík dvaldi í Laugagerðis- skóla á Snæfellsnesi dagana 10.—21. júlí, unáir forustu frú Steinunnar Finnbogadóttur. Ég sem þetta rita, var svo iheppin að fá að dvelja í hópi þeirra kvenna. Slíkar vikur sem þessar, eru nú haldnar víða um land og er enginn vafi á, að hér er um mjög merka þjóðfélagsnýjung að ræða. Ég hygg að það hefði þótt harla einkennilegt fyrin- bæri fyrir 30—40 árum ef stór hópur húsmæðra hefði tekið sig upp um há hjargræðistímann og farið á einhvern fallegan stað í sveitinni til að dvelja þar í 10 daga í algeru fríi og allt gert til að láta manni líða sem allra hezt. En tímarnir eru breyttir. Á mörgum sviðum ríkir nú víð- sýni, þar sem áður var þröng- sýni ríkjandi, sem betur fer. En framkvæmd laganna, um orlof húsmæðra hófst 1061, en sú ný- breytni í starfseminni var tek- in upp sl. sumar, að Orlofsnefnd ir Reykjavíkur-, Kópavogs- og Gullbringu- og Kjósarsýslu tóku á leigu skóla og ráku sameigin- lega orlofsheimili, þá að Laug- um í Dalasýslu, sem er nýtt og veglegt skólahús í sínu sérstæða umhverfi, og tókst þessi ný- breytni í alla staði mjög vel, svo áfram hefur verið haldið á sömu braut og nú í sumar hefur Iiaugagerðisskóli á Snæfellsnesi orðið fyrir valinu. Allir, sem gist hafa þann skóla hljóta að dást að þessu nýja, vandaða skólahúsi, sem mun vera eitt fremsta í sinni röð á öllu land- inu þar hefur stórhugur ráðið, og er vonandi að skólinn eigi eft ir að verða menningarstofnun héraðsis í framtíðinni. Skó!a- stjórinn Sigurður Helgason er ungur og upprennandi mennta- maður, sem hægt er að bera gott traust til. begar litið er aftur til þess- ara daga og rifjað upp það helzta, sem séreinkenni settu a vikuna, þá er margs að minnast, því í sannleika sagt var sjaldan setið alveg auðum höndum, þó í fríi væri. Þessi stóri kvenna- hópur 45 konur, bundust strax vínáttuböndum og var margt sér tii gamans gert, og yfirleitt finnst mér það einkennandi fyr- ir svona stóra hópa, hversu marg ar geta lagt til skemmtiefni, ef vel er stjórnað. Ég get ekki sagt hvað hæst ber á í minningunni. Það var af býsna mörgu að taka: sundlaugin gönguferðir og yfir- leitt útivist í íslenzkri sveit 1 júlí-mánuði eða voru það kvöld- vökurnar, skemmtilegar og vel undirbúnar hafnar með „kvæði kvöldsins“, söng, sögulestri og mörgum fleiri skemmtiatriðum eða voru það kannske hughvifin? Það er mikill vandi að stjórna og leiða saman hugi svona margra kvenna og að engin verði utan við, en þar sýndi frú Steinunn einmitt sína sérstöku hæfileika, því henni er það sann arlega lagið að stjórna skemmti lega og fá ætið það bezta fram hjá hverjum einstakling, svo all ir geti notið sín, en enginn set- ið hjá óvirkur eða aðgerðarlaus. Vegna alls þessa munum við konur, sem þarna vorum saman- komnar, minnast dvalarinnar í Laugagerðisskóla í sumar með þakklæti og birtu í huga. Sigríður Björnsdóttir. Á MÁNUDAGSKVÖLD kom tU Réykjavíkur um 50 manna hóp- ur íslendinga. sem dvalizt hafði við bleikjuveiði við Eiríksfjörð í sex daga, undir leiðsögn Þor- steins Jónssonar, flugstjóra, og ffeiri. Kom hópurinn til baka með 281 bleikju, sem voru frá 1 til 1114 pund að þyngd. Þrátt fyrir að veðurguðirnir væru um tíma ekki hliðhollir, og hefðu þannig áhrif á veiðina í heild,, virtist fólkið, sem í ferð þessa fór, mjög ánægt með hana, enda hópurinn samhentur. Tíðin í Eiríksfirði var mjög rysjótt í júlí að því er bæði Græn lendingar og Danir þar segja. Hefur rig'nt þar óvenju mikið, en undanfarin sumur hefur sól- skin og blíða verið ríkjandi á þessum tíma. Josef Mossfeld, bóndi í Görðurn, telur, að vætu- tíðin stafi af því, að veturinn hafi verið mjög mildur á þess- um slóðum. Ugglaust er það veðurfarið, sem því olli, að nú reyndist bleikjan i Eiríksfirði haga sér á annan hátt en hún hefur gert á undanförnum árum. í stað þess að vera mest í sjón- um, reyndist veiðin mest í án- um, þveröfugt við það, sem hef- ur verið á þessum tíma. Eins og fyrr greinir veiddust alls 281 bleikja. Stærsta fiskinn 11% pund, veiddi Kristleifur Jónsson, þann næststærsta 8 pund, veiddi Jónas Halldórsson, og þann briðja stærsta, 7 pund, Baldur Jénsson. Hópnum var skipt í fjóra flokka og víxlað milli staða und- ir leiðsögn fjögurra leiðsögu- manna. Hóparnir heimsóttu og allir Garða og skoðuðu minjar fslendingabyggðarinnar þar, og ennfremur var farið í Bratta- hlíð. Þar sýndi Jikup Davidsen, djákni, rr.önnum leifar bæja Eiríks rauða, Þjóðhildarkirkju o.fl. Þótt mikil rigning væri í tvo daga lauk svo, að á sunnudag og mánudag hafði hópurinn skín andi veður. Á sunnudag mældist 27 stiga hiti í forsælu í botni Eiríksfjarðar, og á mánudag, síð asta daginn sem hópurinn var þarnei, var svipaður hiti í Narssarssuaq, logn og sól. Var hitinn í sólinni þá um 40 stig. Almenn ánægja ríkti með ferðina, enda þótt veiðin mis- skiptist nokkuð á menn, eins og stundum vill verða. Var ekki annað á mönnum að heyra í ferðalok en þeir hygðust fara aftur slíka ferð til Grænlands ef farin yrði — sumir höfðu meira að segja þegar lagt inn pöntun! 175. ártíð sr. Jóns Steingrímssonar ÞANN 11. ágúst n.k. eru 175 ár liðin frá andláti séra Jóns Steingrímssonar, sem prestur var i Vestur-Skaftafellssýslu frá 1760 — 1791, og um skeiö prófastur í öllu Skaftafellsþingi. Sem kunnugt er bar nafn hans hæst, er hann í Skaftáreldum hertist við hverja raun og átti meiri þátt í því en nokkur ann- ar maður að leiða söfnuð sinn í gegnum þær hörmungar, er þá dundu yfir héraðið og landið allt. Þann 7. ágúst n.k. verður hald in hátíð að Prestsbakka og Kirkjubæjarklaustri til minning ar um séra Jón Steingrímsson, og verður dagskrá hennar sem hér segir: 13:30 Safnast saman heima a Prestsbakka og gengið til kirkju. Kynþóttaóeirðir í Chicago Chicago, 2. ágúst — NTB TIL óeirða koan í Chicago í fyrra kvöld, í hverifi hvítra manna þar í borginnL Ré’ðust um 3000 hvítir menn þar með grjótkasti og flöskubrotum að baráttumönnum fyrir réttindum blökkumanna, og krveiktu síðan í um 30 bifreið- um baráttumannanna, sem kom- ið höfðu til hverfisins til að mót- mæla meintu misrétti í húsnæðis málum þar. Flestir voru hinir að komnu blökkumenn. Nokkrir blakkir menn og hvítir og lög- særðust í óeirðum þessum, bæði reglumenn höfðu ærinn starfa. Slóttur gengur vel í N-ís Þúfum, 2. ágúst. TÚNASLÁTTUR stendur nú sem hæst, og eru góðar horfur með heyfeng, því að alltaf er þurrkur daglega og mikið hirt af vel þurri töðu. Laxveiðin hefur verið lítil, en hefur nú glæðst í Laugardalsá og Hvannadalsá. Laugardalsá í Laugardal er jafnan drjúg veiðiá. Jón Fannberg hefur látið sleppa töluverðu af laxa- iseiðum í Botnsá. Einnig var sleppt nokkru af laxaseiðum Heiðdalsá og er vaxandi áhugi fyrir fiskirækt í héraðinu. P. P. 14:00 Messa í Prestsbakkakirkju. Altarisþjónustu annast á- samt Biskupi íslands, fyrr verandi sóknarprestar Prestsbakkakirkju, þeir séra Óskar J. Þorláksson og séra Gísli Brynjólfsson. Sóbnarpresturinn séra Sig urjón Einarsson predikar. Kirkjukór Prestsbakka- sóknar syngur. 16:00 Útisamkoma í hinum forna kirkjugarði á Kirkjubæjar klaustri. Biskup íslands flytur ræðu. Kirkjukór Prestsbakkasóknar syngur. Að lokum verður sameig- inleg kaffidrykkja í Fé- lagsheimilinu að Kirkju- bæjarklaustrL Frá Færeyjum: Hvalurinn í sundlaugina, tjárlagafrumv. fyrir þing Einkaskeyti til Mbl. 2. ágúst. LANDSSTJÓRNIN í Færeyj- um hefur í dag lagt fram f járlagafrumvarp sitt fyrir ár ið 1967—68. Helztu tekjuliðir eru 35 milljónir króna af toll- um og öðrum álögum, en skattar eru 25 milljónir kr. Helztu útgjaldaliðir eru 5.2 milljónir króna til heilbrigðis mála, 9.1 milljón til s’kóla- bygginga og kennslumála, 11.9 til umferðarmála, 9.4 til fiskveiða og sjávarútvegs og 8.2 millj. til opinberrar fram- færslu. Enginn halli er á frumvarpinu og i niðurstöðu- tölur eru 60.2 milljónir króna. Víða um heim heyrist það haft á orði hversu villimannlegar séu aðfarir Færeyinga við grinda- drópið alkunna. Ekki hafa menn hér látið af grindadrápi fyrir það en nú bregður svo við að Fær- eyingar eru líka teknir að fanga grindina lifandi. í gær náðist tveggja metra hvalur, stæðileg- asta skepna, við grindadráp í Midlvaag, og var settur í sund- laug bæjarbúa. Má nú ekki á milli sjá hverjir kunna því betur, mannfólkið sem flykkist til Mid- vaag að skoða skepnuna eða hvalurinn, sem snýst þar í hringi í sundlauginni til að skoða fólkið og virðiat leika á als oddi. Fyrir nokkrum árum reyndi dýragarður í London, Flamingo Park, að ná lifandi hval við Færeyjar en tókst ekki. Hefur nú verið ákveðið að bjóða Flam- ingo Park þessa mannelsku, ný- fönguðu grind og er von á full- trúa frá dýragai'ðinum hingað til Færeyja á morgun að kanna hverjír möguleikar eru á að flytja hvalinn til London. — Arge. Kongóstjórn vísar ræðis- manni Belga úr landi Kinshasa og Brússel, 2. ágftst. — AP — NTB — KONGÓSTJÓRN hefur vísað úr landi aðalræðismanni Belga í Lubumbashi (fyrrum Elizabeth- ville). Er honum gefið að sök að hafa haft ótilhlýðileg afskipti af innanríkismálum Kongó. Belgíu- stjórn hefur mótmælt brottvísun inni og segir ásakanir Kongó- stjórnar á hendur aðalræðismann inum ekki á rökum reistar. Arekstui við Hafnarfjörð AÐFARANÓTT mánudags varð árekstur á Haf.narfjarðar- veginum við Asgarð. Rákust þar á Reyikjavfkurblll og Hafnar- fjarðarbíll. Tvennt var flutt á Slysavarðstofuna, en var ekki mikið slasað. Skömmu seinna varð annar árekstur á sama stað, en enginn slasaðist. Sendiherror hækkaðir RÍKISSTJÓRNIR íslands og Tékkóslóvakíu hafa, í því skyni að efla hverskyns samskipti landanna í milli, ákveðið að hækka sendiráð sín um stig, og verða sendiherrar þeirra fram- vegis ambassadorar. (Frá utanríkisráðuneytinu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.