Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 4. ágúst 1966 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 105.00 1 lausasöiu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. BATNANDI SAMKOMUBRA GUR ^lmennt mun talið að batn- andi bragur hafi verið á samkomuhaldi um þessa síð- ustu verzlunarmannahelgi. — Víðsvegar um land fóru sam- komur fram með hinni mestu prýði, friðsamlega og án þess að ölvunar gætti. Á einstök- um stöðum höfðu unglingar þó áfengi um hönd, svo að til vanza og lýta verður að telja. Það er vissulega dapurleg staðreynd, að margir íslenzk- ir unglingar skuli þurfa á á- fengi að halda til þess að geta skemmt sér á fegurstu stöð- um landsins um hásumarið. Gegn því siðleysi og þroska- skorti verður að vinna af al- efli. En eins og áður var sagt fóru verzlunarmannahátíða- höldin nú víðast hvar fram með meiri menningarbrag en undanfarin ár. Því er vissu- lega ástæða til að fagna. Sérstök ástæða er einnig til þess að vekja athygli á því að í umferðinni um síðustu helgi gætti mjög viðleitni almenn- ings til þess að beita varúð við akstur. Má óhikað þakka þeirri viðleitni að mjög lítið var nú um umferðarslys og umferðin fór yfirleitt mjög skipulega og vel fram. Hafa aðvaranir og áskoranir um- ferðarstjórnar og slysavarna þannig borið greinilegan ár- angur. Yfir þessu er ástæða til að gleðjast. Jafnframt verður að leggja áherzlu á að íslenzkir ökumenn haldi á- fram að vanda akstur sinn og framkomu á hinum þröngu og tiltölulega ófullkomnu ís- lenzku vegum. Til þess ber lífsnauðsyn. Ökuslysin eru eins og öll slys hörmuleg. En þau eru ákaflega oft sjálf- skaparvíti, sem auðvelt er að forðast. Veðrið um verzlunarmanna helgina var dásamlegt. ís- lenzk náttúra skartaði sínu fegursta og fólkið naut sum- ars og sólar í ríkum mæli. Og vissulega hefur fólkið, sem situr inni á skrifstofum eða vinnur í verzlunum megin- hluta sumarsins ríka þörf til að njóta útivistar og upplyft- ingar. En að því verður að stefna að þessi helgi útivistar og ferðalaga veiti fólkinu sanna gleði, andlega og líkam lega hressingu í stað þess að vera dagar svalls, óreiðu og óhappa. ENN BRYNNA ÞEIR MÚSUM rpíminn og leiðtogar Fram- sóknarflokksins halda á- fram að brynna músum yfir pólitískri einangran sinni. í gær spyr Tíminn hvenær ríkisstjórnin eigi að fara. — Þeirri spurningu er fljótsvar- að. Ríkisstjórn í lýðræðis- landi fer frá völdum þegar hún hefur beðið ósigur í al- mennum þingkosningum og misst þann meirihluta, sem hún hefur stuðzt við á lög- gjafarsamkomunni. Þá er eðlilegt að ríkisstjórn segi af sér. Ríkisstjórn, sem hefur hins vegar hlotið traustsyfirlýs- ingu hjá kjósendum í almenn um þingkosningum hlýtur að fara með völd áfram. I síðustu aXþingiskosning- um hlaut Viðreisnarstjórnin greinilega traustsyfirlýsingu íslenzkra kjósenda. Stjórnar- flokkarnir juku fylgi sitt hjá þjóðinni úr 54,9% í haust- kosningunum 1959 upp í 55,6% sumarið 1963. Jafn- framt hélt ríkisstjórnin starf- hæfum þingmeirihluta og hef ur síðan starfað af festu og dugnaði að framkvæmd marg víslegra þjóðnytjamála á þessu kjörtímabili. Ekkert er þess vegna eðlilegra en að ríkisstjórnin sitji út kjörtíma- bilið og mæti síðan dómi ís- lenzkra kjósenda, og hlíti honum. En flest bendir til þess að Framsóknarflokkur- inn og kommúnistar hafi ekki aukið traust sitt meðal al- mennings á íslandi með hinu ábyrgðarlausa uppboðshjali sínu og viðleitni til þess að kynda elda verðbólgu og dýr- tíðar í landinu. En Framsóknarmönnum leiðist ósköpin öll eftir átta ára stjórnarandstöðu og póli- tíska einangran, sem er ávöxt ur hrekkjarbragða þeirra og óheilinda. Þess vegna halda leiðtogar hans og blað stöð- ugt áfram að brynna mús- um. — A RÍKIÐ AÐ STYRKJA STJÖRNMÁLA- FLOKKA ? ¥ Vestur-Þýzkalandi hefur það tíðkazt undanfarin ár að ríkisvaldið veiti stjórn- málaflofckum styrk til þess að halda uppi starfsemi þeirra. Af því tilefni hefur þeirri spurningu verið hreyft opinberlega í blaði hér á landi, hvort ekki gæti komið til mála að svipaður háttur yrði upp tekinn hér. í þessu sambandi ber að hafa það í huga að Vestur- Þjóðverjar þurftu að byggja u£ yMsm. f ViðgerSamenn vinna að því að gera við bilaðar rafmagns og simalinur i blokkumannahverfl Clevelandborgar eftir óeirðirnarsem þar urðu á dögunum og bafa bæði lögreglumenn og þjóð> t varðarlið sér til verndar. J. Edgar Hoover: Búast má við aukinni starísemi kommúnista í Bandaríkjunum Washington, 2. ágúst — NTB: — J. EDGAR Hoover, yfirmað- ur FBI, bandarísku leynilög reglunnar, segði á sunnudag að kommúnistaflokkur Banda ríkjanna myndi vafalítið hafa sig æ meira í frammi á næst- unni og rc-tt væri að menn gerðu sér þess Ijósa grein. Hoover komst svo að orði í ræðu er hann fiutti í einni af undirnefndum öldunga- deildar Bandaríkjaþings er hann gaf nefndinni skýrslu um starfsemi kommúnista- flokksins í Bandaríkjunum. Sagði Hoover það vera vegna þess að flokkurinn væri al- gerlega hollur erlendu stór- veldi, Sovétríkjunum og að- staða hans hefði batnað að mun fyrir þá sök að nú væri félögum hans ekki ekki leng- ur gert að láta skrá sig í dóms málaráðuneytinu eins og áð- ur. Hoover kvað kommúnista- flokkinn nú myndu færa sig upp á skaftið og auka starf- semina, reyna að telja menn á sitt band með því að full- yrða að lýðræðislegum stofn- unum og samtökum í Banda- rikjunum stafaði engin hætta af honum. Þá bendir Hoover og á það í skýrslu sinni að bandarískir kommúnistar hafi oft og einatt velt yfir því vöngum, hverju það sætti, að blökkumenn í Bandaríkjun- um skuli lítt sero ekki hafa snúizt til fvlgis við flokkinn og kvað það vera bandarísk- um blökkumönnum til ævar- andi heiðurs og æru að lang- flestir þeirra hefðu gert sér grein fyrir fláræði kommún- ismans og visað honum á bug. lýðræðisskipulag sitt upp frá grunni eftir hrun nasismans og þeirrar skelfilegu óstjórn- ar, sem hann leiddi yfir þýzku þjóðina. Allt þurfti að byggja upp frá rótum, ekki sízt nýja stjórnmálaflokka, sem færir væru um að taka að sér forustu um sköpun lýð- ræðisstjórnarhátta í landinu. Þess vegna mun hafa verið horfið að því ráði að láta ríkissjóð styrkja starfsemi flökkanna. Hér á íslandi munu áreið- anlega fáir verða til þess að mæla með opinberum styrkj- um til starfsemi stjórnmála- flokka. Hér stendur þingræði og lýðræði föstum fótum á gömlum grunni. Fólkið sjálft hefur skapað stjórnmálaflokk ana og ræður örlögum þeirra. Ný stjórn í Nigeríu Lagos, Nígeríu, 2. ágúst (AP - NTB). NÝ ríkisstjórn hefur verið mynduð í Nígeríu eftir bylting- una, sem gerð var í landinu á föstudag. Forsætisráðherra nýju stjórnarinnar er Yakubu Gowon, Það er fylgi fólksins, sem sker úr um það, hvernig stjórnmálaflokkum vegnar, í senn fjárhagslega og póli- tískt. Dómur fólksins í frjáls- um kosningum sker úr um það á hverjum tíma, hver á- hrif og aðstaða stjórnmála- flokkanna skuli vera ofursti, sem verið hefur formaður herráðsins frá því fyrri ríkis- stjórn Ironsis hershöfðingja tók við völdum í janúar sl. Um afdrif Ironsis er ekkert vitað. í upphafi var sagt að hann hafi verið handtekinn þegar byltingin var gerð, en í dag lýsti Gowon ofursti því yfir að Ironsi hafi verið rænt, og að óttazt væri um líf hans. Gowon ofursti er 31 árs að aldri. Hann er frá norðurhéruðum Nígeríu, þar sem Múhammeós- trúarmenn eru í miklum meiri- hluta, en uppalinn í kristni. Hann stundaði nám við Sand- hurst herskólann í Brétlandi, og hefur gegnt henþjónustu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Kongó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.