Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 28
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 174. tbl. — Fimmtudagur 4. ágúst 1966 Langstærsia og fjölbreyttasta blað landsins Fjöp innbrot aöfara- nótt miövikudags INNBROTSÞJÓFAR voru at hafnasamir aðfaranótt miðviku dags sl. og brutust inn á fjórum stöðum í borginni. Brauzt sami maðurinn inn á tveimur stöðum og náði talsverðu fémæti í fyrra sinnið. Tvö innbrotanna eru enn óupplýst. Drukkinn maður brauzt inn í Múlakaffi á fyrrgreindum tíma og stal þaðan myndavél og 1000 kr. í peningum. Sami maður lagði því næst leið sína í húsa- kynni Axminster við Grensásveg, en hvarf iþaðan án þess að stela nokkru. Hins vegar skemmdi hann húsmuni, braut m. a. upp hurðir og mölvaði rúður. Vart varð við ferðir mannsins og greip lögreglan hann skömmu seinna. Sömu nótt var brotizt inn í verzlunina Ríma Austurstrœti 6 og stolið þaðan útstillingarsverði, forngrip nokkrum, og svonefnd- um bar, þ. e. vasapelar í leður- hylkjum. Einnig var gerð inn- Hundur beit framan ni fingri barns SÁ fáheyrði atburður gerðist í Kópavogi skömmu eftir há- degi í gær, að hundur beit framan af fingri 12 ára drengs. Nánari málavextir voru Kópavogslögreglunni ekki kunnir, en drengurinn var fluttur í Slysavarðstofuna og gert þar að sárum hans. Mun drengurinn missa fremsta köggul framan af fingrinum. Lögreglan hirti þegar hund inn og var hann aflífaður. Þess þarf vart að geta, að hundahald er bannað í Kópa- vogi, svo sem í öðrum kaup- stöðum landsins. ^ brotstilraun í skartgripaverzlun Jóns Sigmundssonar, en tilraun- in misheppnaðist og hvarf þjóf- urinn á braut við svo búið. Þessi innbrot eru ekki upplýst enn, enda er yfirheyrslum yfir áður- nefndum manni skammt á veg komið, en vera má að hann þekki þar einnig til mála. Fœr fufian butu ú ougum EINS OG skýrt var frá í Mbl. í gær særðist ungur piltur, Hall- dór Gísli Guðnason, á augum er drukkinn maður braut á honum gleraugun í Bjarkarlundi um sl. verzlunarmannahelgi. Blaðið hafði í gær samband við foreldra Halldórs á Þóreyjanúpi í Húnavatnssýslu og fregnaðist eftir líðan hans, en hann hélt heim til foreldra sinna i gær. Sögðu þau, að sonur þeirra mundi halda sjóninni, og væru ágætar líkur á, að hann fengi fullan bata aftur. Eins og fram kom í blaðafregnum kvaðst Hall dór ekki sjá lengur skömmu eft- ir, að illvirkið var framið. Suzy Wong á leið úr Reykjavíkurhöfn. (Ljósm. Sv. Þorm.j. Rak í tvo tíma á Faxa- flóa í norian stormi FÉLAGARNIR Ilafsteinn Sveinsson og Þórarinn Ragn- arsson lögðu af stað í hring- ferð sina umhverfis landið kl. 2 e. h. í gærdag. En eins og skýrt hefur verið frá í Mbl. mun ferð þeirra félaga taka hátt á þriðju viku og hafa þeir viðkomu á ýmsum stöð- um í landinu á leið sinni. Farkosturinn heitir Suzy Wong og hefur 72 ha. utan- borðsvél af Johnson-gerð. Get ur hann náð rúmlega 30 mílna hraða á klukkustund. Norðan bræla var er þeir félagar héldu af stað áleiðis til Keflavíkur. sem átti að verða fyrsti viðkomustaður þeirra. En margt fer öðruvisi en ætlað er. Útl á miðjum Faxaflóa bilaði ,/*tartari“ í mótornum og voru þeir félag- ar á reki í tvo klukkutima og tókst þá að koma ..startaran- um“ í lag. Héldu þeir síðan beint til Sandgerðis, þar sem þeir halda kyrru fyrir í nótt. Sýnt er að þeir félagar hafa staðið sig vel i fyrstu eld- rauninni, en norðan aftaka- veður geisar nú á þessum slóðum. Heyskapur mjög misjafn eftir landshlutum Blíðskaparveður er nú um þessar mundir á Suður- og Vest urlandi, að því er veðurstofan tjáði blaðinu í gær. Norðaustan átt hefur verið rikjandi í þess- um landshlutum frá 22. júlí sl. Allar líkur benda til að svipað veðurfar muni haldast enn næstu daga. Blaðið hafði samband við nokkra fréttaritara sína úti á landsbyggðinni og grennslaðist Vitað um garnaveiki á 15 býlum í Noriurárdal Greínargerð um garnaveiki og k>urra- mæði i fé frá Guðmundi Gislasyni lækni á Keldum skorti menn þrek til að fram- kvæma fjárskipti á þeim bæjum þar sem veikinnar hafði orðið vart en settu allt traust á bólu- setningu fjárins, sem þó var Framhald á bls. 3 eftir hvað heyskap liði og horf- urnar í þeim efnum. Virðist hey skapur mjög misjafn eftir lands- hlutum, og einna verst útlit í Þingeyjarsýslum. Hér á eftir fara umsagnir fréttaritaranna: Síðastliðna fjóra daga hefur verið góður þurrkur á Suður- landi. Blaðið átti í gær tal við Gunnar Sigurðsson í Seljatungu og sagði hann að flestir bændur væru önnum kafnir við að hirða í þurrhey, en þó sumir hverjir búnir með að ljúka við fyrri slátt. Heldur hefur verið hvasst í Flóanum undanfarna daga og hefur rok tafið bændur við hey- skap. Garðaspretta er með seinna móti í sumar, enda sáð seint vegna vorkuldanna. Lítið verður um seinni slátt í ár. Mun það, sem slegið verður, fara mest í vothey. Kífsá, 3. ágúst. Heyskapur hér í Eyjafirði hefur gengið mjög vel það sem Framhald á bls. 27 Lát piltsins í JÞórs- mörk enn írannsókn RANNSÓKNARLÖGREGLUNNI hefur ekkl enn borizt krufningar skýrsla Jóns G. Ingólfssonar, sem lézt um sl. verzlunarmanna- helgi. Er því enn ókunnugt um hvernig lát hans bar að höndum. Magnús Eggertsson rannsókn- arlögreglumaður, sem hefur rann sókn þessa máls með höndum ræddi í gær við unga stúlku úr Reykjavík, sem kvaðst hafa séð átök tveggja manna skamínt frá dansstaðnum í Þórsmörk, og taldi sig þekkja þar Jón heitinn. Hún lýsti klæðnaði hans, en mundi hins vegar ekki hvort at- burðurinn hefði átt sér stað á laugardags- eða sunnudagskvöld. Þá voru henni sýnd föt Jóns sem hann fannst í og kvað hún þau ekki vera hin sömu og fyrr greindur maður hefði klæðzt. Er því enn allt á huldu um hvað ollið hefur láti Jóns heitins. Hundar hafa drepið 18 kindur í Holfum Rætt við Magnús Gunnlaugsson bónda i Stúfholti EFTIRFARANDI greinargerð hefur blaðinu borizt frá Guð- mundi Gíslasyni. lækni á Keld- um: „Nýlega kom fram opinber til kynning um hindrun á fjárflutn ingum í Mýrarhólfi. Ekki er leyfi legt að flytja fé af austurhluta svæðisins vestur yfir Langá. — ETnnig er bannað að selja fé frá bæjuni þar sem garnaveiki hefur verið staðfest í búfé. í þessari tilskipun er ekkert nýmæli heldur er hún í fullu samræmi við gildandi lög um varnir gegn útbreiðslu næmra sauðfjársjúkdóma frá 10. marz 1956. Full nauðsyn er þó á því, að þessum lagafyrirmælum sé haldið á loft, því að oft hafa þau gleymzt og mikið er í húfi, bæði hvað snertir útbreiðslu garna- veikinnar og þurramæði (mæði veiki), en þessara sjúkdóma hef ur til þessa aðeins orðið vart á bæjum í austurhluta hólfsins. Garnaveiki barst í Mýrarhólf- ið með fjárskiptafé úr Eyjafirði haustið 1950 Veikin var fyrst upp götvuð í fé á Króki í Norðurár- dal og var öllu fé á þeim bæ slátrað haustið 1953. 35% af því reyndist garnaveikt, en þó tókst að útrýma veikinni á Króki með fjárskiptum. 1956 verður veik- innar vart á tveimur nýjum bæj um innan hólfsins og á þriðja bænum 1959. Á þessum árum EINS OG skýrt var frá í blað- inu í gær hafa fjölmargar kind- ur fundizt dauöar í Holtum, illa útleiknar eftir hunda, að því er fullvíst er talið. Mestum fjár- skaða hefur béndinu á Stúfholti, Magnús Gunnlaugsson, orðið fyr ir, en hann hefm nú þegar misst 13—14 kindur. Blaðið hafði samband við Magnús í gær og grennslaðist fyrir um tjón bænda í Holtum af völdum þessara vágesta. Sagði Magnús, að Eyjólfur Ágústsson refaskytta að Hvammi hefði skoð að verksummerkin á kindaskrokk unum og talið fullvíst að þau væru eftir einn eða fleiri hunda. Þá hefur fundizt eiri kind dauð í landi Skammabeinsstaða með sömu ummerkjum. í haglendi skammt þar frá fundust og tvö lömb dauð og var annað þeirra mjög illa leikið Kvað Magnús líkur á að annað þeirra væri frá sér, og ef svo er hefur hann Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.