Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fifnmtudagur 4. ágúst 1966 Jón Pálsson dýralæknir: Landsmót hestamanna að Hólum í Hjaltadal Steíraiileyss, þekk- íngar!eysi, hlutdrægni Eftlr landsmót hestamanna, sem haldið var í Skógarhólum 1962 ritaði ég grein, sem birtist í Morgunblaðinu 22. sept. sama ár. Grein þessi var yfirlitsgrein um þau landsmót, sem þegar höfðu verið haldin. Þar sýndi ég fram á, að um flest væri um afturför að ræða, frá fyrsta landsmótinu, sem haldið var 1950 á Þingvöllum á leirunum innan þjóðgarðsins. í greininni benti ég á að yfir fyrsta mót- inu hefði verið reisn, sem síð- ari mótin hefðu lifað á en ekki náð. Þar var allur undirbúning- ur til hinnar mestu fyrirmynd- ar og mótið fór í alla staði vel fram, en það er því miður ekki hægt að segja um þau mót, sem síðar hafa verið haldin. Á fyrsta mótinu var hross- unum raðað eftir dómsniður- stöðu, dómurinn skráður á spjald, sundurliðaður fyrir hvert einstakt atriði, sem hross- in voru dæmd fyrir, spjaldið síðan bundið við gjörð, sem girt var um hestinn, en hestunum síðan raðað eftir stigafjölda. í þetta skipti ætla ég aðeins að ræða um einn þátt mótsins að ógeðslegum og óeðlilegum hvöt- um haturs, gegn mest ræktaða hestastofni landsins, Svaðastaða hestinum. Hvað gerðist á sunnudagsmorg uninn á Hólum þegar verðlaun voru afhent? Það var ekki klapp að fyrir heiðursverðlaunahest- inum Roða! en það var klappað fyrir Svaðastaðahestinum Herði frá Kolkuósi. Hver var dómur sýningargesta? Voru þeir að dæma Roða, hrossaræktarráðu- naut og dómnefnd úr leik? Sá hestur sem kemur næst Roða er Hörður frá Kolkuósi, settur neðar en Roði vegna þess að kynfesta að dómi dómnefnd- ar „ekki meira en í meðallagi“. A mótinu hélt hrossaræktarráðu nauturinn Þ. B. mikla lofræðu yfir mér sem hrossaræktarmanni og sagði í þeirri ræðu að ég hefði sýnt sér fallegan samstillt- an trippahóp undan Herði. Ræð- unni vil ég líkja við reiðmennsku riddarans, sem rekur vinstri hæl í síðu reiðhrossins til þess að örfa það en klappar því á hægri bóg til þess að róa það. Nóg um það. 1 sýningarskránni eru 3 folar * 4 7 Stjarni Bjarna Eggertssonar. Hólum, dóminn á kynbótahross- unum. Á landsmóti hestamanna að Hólum nú í ár, fær Roði frá Ytra-Skörðugili, 1. heiðursverð- laun. Þessi hestur, sem nú er 15 vetra hefur áður verið dæmd ur, en fyrst nú hlotið góðan dóm. Á landsmóti hestamanna í Skógarhólum ‘62, þá er hann 11 vetra, fær hann 1. verðlaun B fyrir afkvæmin. Þar er hann sjö- undi hestur af afkvæmadæmd- um hestum, en aðeins 2 tald- ir lakari en hann. Faðir Roða er Jarpur, móðír Rauðka (af Glaumbæjarstofni). Um ætt hans er ekki meira vitað. Þetta er því ættlaus hestur. — En fermingarárið tekur hann þess- um ógnar framförum og fær nú heiðursverðlaun. Það er fyrst nú, sem þessi hestur, að dómi ráðunauts og dómnefndar, er tal- inn glæsilegur undaneldishest- ur. Nei, hér liggur annað á bak við. Hér er ekki verið að vinna til gagns fyrir hrossaræktina i landinu, ekki verið að leiðbeina mönnum um val á kynbótahest- um, heldur til þess að svala fjögra vetra og foli sex vetra skráðir með Herði. Af þessum hestum voru þó aðeins 2 sýndir með honum, en í stað hinna tveggja, voru sýndir 2.fimm vetra folar. Af hverju var hér breytt um? Mér er nær að halda að Dreyri og Léttfeti hafi þótt of líkir honum til þess að heppi- legt hafi þótt að sýna þá hlið föðurins. Kynfesta hefði þá sýnt sig of greinilega. Auk þeirra hesta sem sýndir voru með Herði á afkvæmasýning unni voru 4 folar sýndir undan honum, eða 8 óvanaðir hestar alls. Það mun einstakt um 9 vetra gamlan hest. Af eðlilegum ástæðum eru þessir hestar allir ungir og lítið tamdir. Einn þess- ara hesta fékk 1. verðlaun, 6 fengu 2. verðlaun og 1 fékk 3. verðlaun. Með tilliti til þess, að hestarnir eru allir ungir og dómararnir, samkv eigin yfir- lýsingu, treysta sér ekki til að dæma nema fulltamda hesta, þá má þetta kallast góður árang ur. Annars er það auðskilinn sannleikur að góðan reiðhest fær maður ekki nema þrír þættir séu fyrir hendi, þ.e. góðir erfða- eiginleikar, góð tamning og góð meðferð. Sem kynbótagildi hef- ur þó aðeins fyrsti þátturinn þýðingu, því tamrling og eldi erfast ekki. Þessa einföldu stað- reynd virðist dómnefndin ekki skilja. Ég vil nefna dæmi. Blesi frá Skáney er snyrtilegur 8 vetra reiðhestur, ganghægur og ágæt- lega taminn, en hann vantar reisn og skörungsskap. Ég efast um hann sem kynbótahest. Ég vildi heldur eiga folöld undan Blakk Guðmundar ólafssonar, Léttfeta Hólmjárns eða Stíg- anda Sigurmons, en þeir fengu allir 2. verðlaun, enda 2 þeirra fjögra vetra og 1 fimm og því lítið tamdir. Tamningarhæfi- leikar Marinós erfast ekki með Blesa til afkvæma hans. Einn stóðhestadómarinn Bogi Egg- ertsson sagði að hestarnir þyrftu að vera 7-8 vetra til þess að hægt væri að dæma þá. Mér er spurn, til hvers eru aumingja mennirnir að gefa sig fram sem leiðbeinendur. Fullþroskaða tamda hesta þurfa bændur ekki að fó dómara úr Reykjavík eða frá Akureyri til þess að segja sér neitt um það. Það eru ein- mitt unghestarnir sem þeir þurfa að geta fengið leiðbeiningu um, en nú; er kastað í þá steinum fyrir brauð. Með Roða voru sýnd ir 2 átta vetra og 2 sex vetra hestar. Allir þessir hestar eru fulltamdir og virðast sæmilegir reiðhestar, en enginn þessara hesta er það líkur honum að um kynfestu geti verið að ræða, samanber dóm frá 1962. Auk þessara 4 hesta, sem með honum voru sýndir, kom enginn hest- ur undan honum á sýninguna. Heima fyrir virðist hann í furðu lega litlu áliti. Hörður frá Kolkuósi kom fyrst fram á landsmótinu í Skógar- hólum 1962, þá sem 5 vetra foli. Þá þegar vakti hann at- hygli mína og fjölda annarra sýningargesta, sem dáðust að þessum þróttmikla og glæsilega fola. Hann bar þá þegar með sér öll einkenni hins bezta í Svaðastaðastofninum og virtist verðugur fulltrúi sinnar ættar og ef til vill þess vegna, fær hann ekki náð fyrir augum dóm nefndarinnar. Honum var skip- að í fimmta sæti meðal fola sem ekki mættu með afkvæmi. Ég taldi þá að hann hefði átt að standa efstur og á þeirri skoðun voru áreiðanlega fleiri sem á sýningunni voru — nema dóm- nefndarmennirnir. Af einhverj- um ástæðum, sem mér voru þá ekki kunnar, mátti hann ekki hljóta það sæti, sem honum bar, enda hafði einn dómarinn Bogi Eggertsson lent í útistöðum við hestinn og lamið hann með keyri. Sem betur fer er Hörður ekki lengur „skapvondur“ sem bezt sýndi sig á þessari Hólasýningu. Eftir sýninguna í Skógarhól- um fór eigandinn heim með Hörð. Bændur þar nyrðra vildu eignast hann og talað var um félagsstofnun, en vegna þess dóms, sem hann fékk á sýning- unni, vildu þeir fá hann á það sem þeir töldu sanngjarnt verð. Af kaupum varð því ekki. Þegar hér var komið frétti ég hversu komið var um hestinn og vegna þess að ég óttaðist að hann ef tilvill yrði geltur, varð að sam- komulagi að við Páll Sigurðs- son keyptum hann. Sanakvæmt því sem á undan var gengið og ég þegar að nokkru hef lýst, var ég ákveðinn í að láta Hörð aldrei framar fara á sýningu, þar sem ég vissi að á meðan þess ir dómarar væru starfandi, Hóla- Stjarni. myndu þeir aldrei veita hon- um verðskuldaða viðurkenningu Þessari ákvörðun minni breytti ég fyrir eindregna áskorun, um að leyfa honum að fara, vegna þess að á sýningunni yrðu 8 graðhestar sýndir undan honum, en það mun einsdæmi um 9 vetra hest. Ég lét þó fyrst tilleið ast eftir eins og þegar hefir ver- ið tekið fram, að framkvæmda- stjóri mótsins, Sigurður Haralds son hafði gefið mér loforð um að hann yrði hafður í sérstöku tryggilega læstu húsi, þannig að hesturinn væru öruggur fyrir misþyrmingu. í siðuðu þjóðfélagi er þess krafist að dómarar séu ekki að- ilar að þeim málum, sem þeir dæma í. Málum er oft áfríað til æðri dómstóla. Ég krefst þess af ríkisstjórn, stjórn Búnaðar- félags íslands og stjórn Lands- sambands hestamanna að æðri dómstóll verði skipaður, sem dæmi milli Roða og Harðar. Kröfu mína byggi ég á því, :am þegar hefir verið sagt, en annfremur á því að Símon Teits- son, sýnandi Roða á sýningunni, er formaður Hrossaræktarsam- bands Vesturlands, en það er eigandi Roða, er aðili og því ekki dómhæfur. Að Einar Höskulds- son er eigandi að 2 stóðhestum, sem á sýningunni voru, er aðili og því ekki dómhæfur. Að Bogi Eggertsson er samkvæmt fram- anskráðu óstarfhæfur. Meiri- hluti dómara er því ýmist aðil- ar eða óstarfhæfir. Auk þess skortir ráðunautinn Þorkel Bjarnason nauðsynlega menntun í sínu fagi, til þess að hann geti talist geta valdið því og hefur það sýnt sig bæði fyrr og nú. Ég hef verið langorður um topphestanna, sem dæmdir voru með afkvæmum. Þriðji hestur- inn Þytur frá Akureyri, virðist vera geðslegur foli en þrátt fyr ir að hann er nú 12 vetra, er ekki hægt að finna 4 hross und- an honum, sem það vel tamin, að þau geti talist sýningarhæf, samkvæmt dómsskrá. í hópi þeirra hesta sem sýnd- ir voru án afkvæma mátti sjá marga efnilega fola. Skráðir voru 11 hestar sex vetra og eldri, 7 fimm vetra og 7 fjögra vetra. Af öllum þessum hóp bar Bliki frá Vatnsleysu, 3ja vetra, af og vakti ódulda eftirtekt allra sýn- ingargesta — og jfnvel dómnefd r!! Hann r talinn af Vatnsleysu- kyni (á Vatnsleysu er Svaða- staðakyn). Á sýningunni fær hann önnur verðlaun og er tal- inn álitlegur foli. Fyrir bygg- ingu fær hann 8.10. Sörli frá Sauðárkróki 2ja vetra er talinn full lendstuttur með vinding á v. afturfæti, hann fær einnig 8.10 fyrir byggingu. — Dómnefnd er það kostur á honum að hann er lendstuttur og með vinding á fæti? Af þeim hestum, sem dæmdir voru án afkvæma og fá fyrstu verðlaun, er Blesi frá Skáney talinn beztur. Hann er nú 8 vetra. Um hann hefi ég nú þeg- ar nokkuð rætt. Umsögn dóm- ara: — Fríður, vel byggður, viljagóður gæðingur — ég hefði viljað bæta við — vantar reisn og skörungsskap. í fjölrituðu hefti ,sem dómnefnd 'gaf út, þar sem dómnum er lýst, er Léttir frá Vík og Stormsson taldir með þeim hestum sem fengu önnur verðlaun, en á síðustu stundu voru þeir án frekari skýringa færðir upp í hóp fyrstu verð- launahesta. Hins vegar var þess ekki gætt að í aðaleinkunn fengu þeir lægri vitnisburð en sumir þeir hestar sem fen°;u önnur verðlaun. Þannig fær Létt ir 7.90 en Stormsson 7.91 og fyrstu verðlaun, en Þokki frá Viðvík fær 7.98 og önnur verð- laun. Um Létti frá Vík segir: „Áseta ekki nægilega þægileg vegna of stífra kjúka, einkum á afturfótum.“ Hvernig getur nokkur dómnefnd látið svona vitleysu frá sér fara. Annars er Léttir mjög efnilegur undaneld- ishestur og á fyllilega skilið fyrstu verðlaun. Á sýningunni mætti mikill fjöldi af ágætum hryssum. M ð afkvæmi mættu 5. Af þeim var Gletta í efsta sæti, sem hún átti fyllilega skilið. Næst var Blesa frá Sauðárkróki. Um afkvæmi hennar segir dómnefnd: „Vilji glaður og fjörmikill á stundum". — Eru þau löt á stund um? Af hryssum sem mættu án afkvæma voru margar fagrar gæðingshryssur og fengu 26 fyrstu en 17 önnur verðlaun, en af unghryssum 4-5 vetra fengu 7 fyrstu verðlaun en 6 önnur verðlaun. Af þeim eldri hryss- um, sem fengu fyrstu verðlai n er það eftirtektarvert að su hryssa, sem var í öðru sæti, er af dómnefnd talin með „ekki réttar“ fætur. Það er eins og dómnefnd telji það til kostanna á sumum hrossunum, að þau séu með fótaskekkju, en því hef ég til þessa ekki vanist. í gamla daga þótti það góður kostur á verkamönnum, ef þeir kunnu að búa vel í hendurnar á sér. Ég héld að dómnefndit hafi ekki tileinkað sér þá list. Kynbótahrossunum var riðið (einu og einu) í belg og biðu um sýningarsvæðið í stað þess að skipa þeim í röð með litlu millibili og láta ríða þeim þann- ið. Nauðsynlegur samanburður fæst þannig beztur og verður ekki rétt dæmt með öðru móti. Með þeirri aðferð sem var við- höfð verða dómar alltaf hand?-, hófskenndir, eins og sýndi sig á Hólum. Til athugunar fæ ég birtar hér myndir af tveim landsþekkt um gæðingum, Hóla-Stjarna og Boga-Stjarna. Athugið muninn. Hóla-Stjarni hefur fínan vel reistan háls, Boga-Stjarni hef- ur kjölmikinn hjartarháls og getur því ekki borið höfuðið eins fagurlega og nafni hans. Lesandi góður, hvorum líkist óskahesturinn þinn? Selfossi í júlí 1966 Jón Pálsson, dýralæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.