Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 20
20 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudaf'ur 4. ágúst 196C Með glasi af mjólk eða bolla af tei eru 4 Limmits Crackers full máltíð, er inniheldur þó aðeins 350 kalóríur. — Léttist án erfiðis — — Grennist án hungurs — Limmits Crackers fást í næsta Apóteki. HeildsölubirgðLr G. Ólafsson hf. Sími 24418. Guðrún Jónsdóttir Stykkishólmi - Kveðja Kynslóðir koma kynslóðir fara. allar sömu æfigöng. Og þó er eins og maður sé aldrei viðbúinn að taka á rnóti þeim sannleika. Okkur er ann- að betur lagið en sætta okkur við hlutina þegar því er að skipta. Jafnvel þótt starfsdagur- inn sé orðinn langur og kraftar þrotnir þá er eigingirni manns- ins þannig farið að hann kvíðir þegar skarðið er autt. Eitthvað svipað þessu var mér í huga er lát Guðrúnar barst mér til eyrna. Eg fann strax að þar var skarð fyrir skildi. Sérstök gæða- kona horfin úr hópnum yfir móðuna miklu og þvi kom sökn uður í hugann. Guðrún hefir líka verið mér og mínum einstök síðan ég steig fæti mínum í Stykkishólm. Ég var ekki búinn að vera þar lengi þegar hús þeirra hjóna stóð mér opið og þangað var indælt að leita og margar stundirnar voru þar skemmtilegar svo gleymdist bæði stimd og staður. Þessar minningar blessa ég nú þegar ég með örfáum orðum minnist þessarar góðu konu þeg ar leiðir skiljast í bilL Hún var fædd hér í Stykkis- hólmi’4. ágúst 1879 og því tæpra 87 ára er hún lézt hinn 25. þ.m. Aila æfi átti hún heima í Stykk- ishólmi og er mér ekki kunnugt að hún hafi gert það víðreist um dagana, en þeim mun betur Stýrimaður óskar eftir góðrí atvinnu í landi. Tilb. sendist afgr. Mbl., merkt: „Ábyggi- legur — 3988 — 4796“. Búlgaría 26 daga ferð. 13. ágúst til 7. sept. Verð kr.: 16.500,00. Fararstjóri: Gestur Þorgrímsson. Farið verður með flugvél til Osló og dvalist þar í dag, en síðan siglt með skipi frá Osló til Kaup- mannahafnar og komið þangað morgunin 15. ágúst og dvalið fram á morgun 16. ágúst en þá verður flog ið til Sofía og dvalist þar í 2 daga og farið í Rilaklaustur og Vitouskafjall. Frá Sofía verður flogið til Burgess og ekið tii Nessebuv og dvalist á baðströndinni „Sunny beaeh" tíl 5. sept. á meðan á dvölinni stendur gefst tækifæri til að fara með skipi í tveggja daga ferð til Istanbul gegn aukagreiðslu, en auk þess eru fjöldi annarra ferða innanlands, lengri og skemmri að ógleymdri flugferð til Aþenu og Odessa. Frá Nessebuv verður farið til Varna 5. sept., og flogið þaðan til Kaupmannahafnar og höfð viðdvöl þar í einn dag, en síðan sigit til Osló og komið þangað 7. sept., en þá verður flogið seint um daginn til Keflavíkur. í tveim siðustu tbl. „Vikunnar" er sagt frá þessu undurfagra landi, þjóð og lifn aðarháttum. — í ferðaskrifstofu okkar getið þér fengið allar upplýsingar um ferðina. — Örfá sæti eru laus enn. — En ferðinni verður lokað laugardaginn 6. ágúst. — Hafið því samband við okkur strax, því mikil aðsókn hefur verið fram að þessu í ferðir til Búlgaríu. Feriaskrifstofan LA N O S VIM uaugavegi 54. Símar 22875 og 22890. þekkti hún sína heimahaga, mat þá og naut þeirra. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Sigurð ardóttir og Jón Magnússon hrepp stjóri. Hún missti móður sína 11 ára og þá var henni komið til Hjartar Jónssonar læknis sem hér var þá dáður og metinn af öllum og náði sú aðdáun langt út fyrir Hólmann. Hans ágæta kona frú Ingibjörg Jensdóttir spillti þá ekki fyrir, enda bundust Guð rún og hún æfilöngum tryggðar- böndum og þegar Hjörtur lézt er Guðrún var um fermingu fylgdi hún konu hans áfram og var með henni unz hún giftist Skúla Skúlasyni frá Fagurey, hinn 30. nóv. 1901. Þau lifðu saman í nær 50 ár en Skúli lézt 1950. Guðrún var tíguleg kona. Það fór ef til vill ekki mikið fyrir henni, en eftir henni var tekið hvar sem hún kom. Hún hafði hreinar og fastmótaðar skoðanir á lífinu. Börnum sínum var hún sönn móðir, vandaði uppeldi (þeirra svo sem manndómur þeirra hvers og eins ber vitnL Stórt var jafnan hennar heimili og Skúli skipstjóri maður henn- ar oft fjarri að leita fanga, en hann var lengi skipstjóri á þil- skipum Ásgeirssonverzlimar á Isafirði. Kom þá í hlut Guðrún- ar að sjá fyrir öllu heima og það gerði hún annað með sóma. Hún átti marga og góða vini, og allir sem kynntust henni mátu mannkosti hennar. Annað var ekki hægt. Aldrei heyrði ég annað en hún leggði öllum góð- um lið og var drjúgur málssvari réttlætis og skyldurækni. Guðrún bjó með Hólmfríði dóttur sinni 2 ár eftir lát manns síns, en þá flutti hún til Sigur- borgar dóttur sinnar og Víkings Jóhannssonar og þar fékk hún hina beztu umönnun til hinstu stundar og seinustu ósk sína uppfyllta að fá þar á meðal hinna elskulegu dætra að ljúka starfssömum æfidegi. Börn Guðrúnar og Skúla eru Sigurður kaupmaður í Reykja- vík kvæntur Soffíu Sigfinns- dóttur frá Akri í Dölum, Mál- fríður gift Sigurði Ingimundar- syni, Margrét, gift Bjarna Sig- urðssyni trésmíðameistara, Ásta gift Kristjáni Sigurgeirssyni starfsmanni í Stjórnarráðinu, Ingibjörg starfandi á Lands- spítalanum, öll í Reykjavík og Sigurborg, gift Víking Jóhanns- syni skólastjóra í StykkishólmL Hólmfríður sem fyrr er nefnd einnig í Stykkishólmi. Upp- komna stúlku Lovísu misstu þau hjónin og einnig dreng í bemsku Jarðarför frú Guðrúnar var gerð í Stykkishólmi 30. júlí. Var hún fjölmenn og bar vinsældum þessarar góðu konu fagurt vitnL Sóknarpresturinn hér séra Hjalti Guðmundsson jarðsöng. Margir voru aðkomnir. Sól og fagurt veður var og hressandi andvari sendi blæ sinn yfir byggðina. Mér fannst þetta táknrænt. Það var alltaf hressilegur blær i fylgd með Guðrúnu. Hún hafði lag á því að útiloka allt annað en sólskinið og það bezta í líf- inu og þó að hvessti í lífi hennar stóð það skamma hríð. Það birti alltaf upp. Og nú blasir við henni hin eilífa lifsbirta sem hún tileinkaði sér í byrjun sinn- ar lífsgöngu. Megi guð blessa henni það líf sem aldrei deyr né dvínar. Stykkishólmi 31. júlí 1069 Árni Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.