Morgunblaðið - 07.08.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.08.1966, Blaðsíða 1
28 síður Martin Luther King sýnt banatilræði Kynþáftaóeirðir í Chicago Chicago, 6. ágúst, NTB, AP. HNÍFI var kastað að blökku- mannaleiðtoganum Dr. Martin L.uther King í Chicago í Chicago í gærkvöldi í kynþáttaóeirðum þeim er þar urðu. Er blökku- menn höfðu yfirgefið hverfi hvítra manna sem óeirðirnar áttu sér stað í gerðu þúsundir æstra hvitra manna aðsúg að lögreglu- mönnum, sem voru þarna um 1200 talsins og léku þá grátt. Hnífurinn sem kastað var að Dr. King hitti ekki í mark en straukst framhjá höfði hans og lenti í hnakka pilts eins hvíts, þar var nærstaddur og var það allmikið sár. Var hann fluttur í sjúkrahús en fékk að fara heim til sín síðar um nóttina er gert hafði verið að sárum hans. Óeirðirnar hófust er baráttu- menn fyrir réttindum blökku- manna héldu inn í hvít'ra manna í Chicago fylktu liði, í sexfaldri röð en fyrir göngunni fór hóp- ur hvítra unglinga og hafði uppi fána. Andstæðingar göngumanna komu sér fyrir í trjám meðfram götunni, köstuðu niður grjóti og hrópuðu ókvæðisorð. Ó eirðir þessar eru sagðar meiri en orðið hafa áður í Chi- cago en Dr. King lýsti því ótrauð ur yfir að hann og hans menn myndu koma aftur. „Og við kom um aftur og aftur meðan blökku menn geta ekki verið óhultir í Chicago", sagði King. Framselja Portúgalar þræla til S-Afríku? New York, 6. ágúst, NTB. PORTÚGAL var í dag ákært fyrir að láta S-Afríku í té þræta til vinnu samkvæmt sérstökum viðskiptasamningi milli land- anna. • ODi SUUUUUdg VvlU UIH «1U lb" ■ | lenzkir ferðalangar staddir í j ; Brattahlíð við Eiríksfjörð í " j Grænlandi, en til Eiríksf jarð j j ar fór hópurinn aðallega til : ■ veiða, en að sjálfsögðu var j j komið við í hinum fornu fs- : ; lendingabyggðum í Bratta- j j hlíð og Görðum. Meðal þátt- j ; takenda í ferðinni voru hjón- I j in Marteinn Kristjánsson og j ; Olga Benediktsdóttir. Frú : j Olga hafði með sér íslenrkan j j þjóðbúning til Brattahlíðar, : j og þar var þessi mynd tekin j j af henni og grænlenzkri konu ; ; í þjóðbúningi við rústir fornr j I ar kirkju frá miðöldum. Má j ; með réttu segja, að hér sé j j um sögulega og óvenjulega j j mynd að ræða. (Ljósm. Mbl.) : Samstaða um loftferða- samninga við ísland Kaupmannahöfn, 6. ágúst. Einkaskeyti frá Rytgaard. FULLTRÚAR utanríikis- og samgöngumálaráðuneyta Dan merkur og Svíþjóðar sitja nú á rökstólum til að reyna að samrýma sjónarmið land- anna þriggja varðandi vænt- anlegar samningaviðræður lönsýningin 7966 opnar 30. ágúst TJNDIRBÚNINGUR fyrir Iðn- sýninguna 1966 er nú vel á veg komin, en ráð gert er að sýning- in, sem jafnframt verður kaup- stefna, verði opnuð þann 30. ágúst næstkomandi í Sýningar- ©g íþróttahöllinni í Laugardal. Vinna er hafin við lagningu felífðargólfs á hið viðkvæma „parkett" gólf sýningarhallarinn- ®r og næstu daga verður byrjað að reisa milliveggi og skilrúm sýningarstúkanna. Málun þilfleka hófst fyrir nokkru, en sýnendum var gefinn kostur á að velja um þrjá mismunandi liti. Strax og sýningarstúkur hafa verið reistar og gengið frá raf- og símalögnum munu sýnendur hefjast handa um að koma sýn- ingarmunum fyrir og skreyta stúkur sínar. Verður það vænt- anlega upp úr miðjum ágústmán- uði. Upphaflega var ákveðið, að sýningarsvæði yrði einnig utan húss, en nú hefur verið frá því horfið vegna dræmrar þátttöku. Nýtízkuleg sýningarskrá Iðnsýningarnefnd gefur út myndarlega og nýtízkulega sýn- ingarskrá (18x18 sm), sem verð- ur um 160 blaðsíður. í henni verða umsagnir um öll fyrirtæki Framhald á bls. 27 við íslendinga um nýja loft- ferðasamninga, sem hefjast 25. þ. m . Að loknum fyrsta viðræðu- fundinum var ákveðið að full trúarnir kæmu næst saman hinn 16. þ.m., og sennilega verðrr þriðji fundurinn hald- inn áður en viðrðurnar við í-'endinga hefjast. Hans Jespersen, fulltrúi danska utanríkisráðuneytisins, sagði í dag að ekki væri neinna upplýsinga að vænta af þessum viðræðum fyrr en fundir hefjast með fulltrúum íslands. En haft er fyrir satt að meiri líkur séu fyrir því nú en fyrir fyrri við- ræðum að Norðurlnödin þrju komist að algjöru samkomulagi um afstöðuna gagnvart íslandi. En í fyrri viðræðum hefur margskonar ágreiningur komið í veg fyrir samstöðu ríkjanna. Nú er bent á að með samkeppni sinni hafi Loftleiðir skapað al- varlegt ástand hjá SAS, og þess vegna leggi ríkisstjórniinar á það áherzlu að samstaða náist hjá fulltrúum landanna. Það var fulltrúi Tanzaníu, Mtingwa, sem setti fram ákæru þessa á fun'di í sérlegri nýlendu- málanefnd SÞ. Þar lét fulltrúinn m. a. þau orð falla um Portúgal, að það væri fátækasta land í Evrópu, þar væri asninn enn mest notaða flutningatækið og þar hefðu landsmenn mestar tekjur af framleiðslu áfengra drykkja. Um nýlendur Portúgala í Afr- íku sagði fulltrúinn að lands- menn þar væru þrælar eða því sem næst og það væri ekki ein- asta að Portúgalar notuðu sjálfir vinnuafl þeirra heldur létu þeir einnig senda þá til annarra landa í Afríku. Sagði Mtingwa að Suður-Afríka fengi þræla frá portú'gölsku nýlendunum í Afr- íku samkvæmt sérstökum samn- ingi þar um sem gerður hefði verið milli landanna tveggja 1928 og síðar breytt nokkuð 1934 og 1940 en væri enn í gildi. Óeirðir í Kolkútta Kalkútta, 6. ágúst, AP. VERKAMENN í stáliðjuveri í Durgapur, um 160 km. norðan Kalkútta, lögðu niður vinnu á föstudagskvöld til áherzlu kröf- um sínum um hærra kaup og kom þá til óeirða er lögreglu- menn voru sendir á vettvang og særðust 14 manns í átökunum en 12 voru handteknir. Flugstjórinn lézt við stjórnvölinn — er þotan var í 50 metra hæð rétt fyrir lendingu Tókíó 5. ágúst — AP. FLUGSTJÓRI DC—8 f?r- þegaþotu frá hollenzka flugfélaginu KLM lézt við stjórnvöl þotunnar örfáum sekúndum fyrir lendingu á Tókíóflugvelli snemma í morgun, en aðstoðarflug- maðurinn tók þegar við stjórn og lenti þotunni án þess að farþegarnir hefðu nokkra hugmynd um hvað gerzt hafði, að því er KLM tilkynnti hér í morgun. Er flugstjórinn, G.H. Groot, 48 ára að aldri, svaraði ekki aðstoðarmanninum, C. G. de Jager, rétt fyrir lendinguna leit sá síðarnefndi til hliðar og sá fl'ugstjórann sitja mátt- Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.