Morgunblaðið - 07.08.1966, Page 5
SunnuJagflf 7. ágúst 1966
MORCU N BLAÐIÐ
5
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
í TILEFNI af vaxandi áhuga
fyrir „sumarleyfisferðum“ til
hinna suðlægari landa, sneri
Morgunblaðið sér til Eim-
skipafélagsins og innti eftir
l»ví, hvort félagið væri með
nokkrar nýjungar á döfinni
að því er „Guillfoss“ viðvíkur.
Blaðið fékíc þær upplýsingar,
að undanfarna mánuði hafi
Eimskipafélagið verið að at-
huga möguleika á þvi að
senda m.s. Gullfoss í eina eða
tvær ferðir suður til Kanarí-
eyja í janúar og febrúar nik.,
en þá er veður þar eins og
bezt gerist að sumrinu á ts-
landi, og ennfremur í ferð
vestur tU Montreal í Kanada
í tilefni ai heimssýningunni,
sem opnuð verður þar í apríl
1967. Félagið hefur ekki enn-
þá auglýst þessar ferðir, þar
sem fullnaðarákvörðun hefur
ekki verið tekin um þær í
einstökum atriðum, en í ráði
er, að haga ferðunum til
Kanaríeyja þannig, að far-
þegar fari milli Reykjavíkur
og Lissabon, ýmist með skip-
inu eða flugleiðLs, en búi að
öðruleyti um borð í skipinu
meðan ferðirnar standa yfir.
Ætlunin er að haga fyrri
ferðinni þannig að skipið fari
frá Reykjavík, væntanlega í
•m
:
Úr einum sal Gullfoss.
Gullfoss til Kanaríeyja í jan. og febr.
Einnig til Montreal í tilefni
heimssýningarinnar í Kanada
byrjun janúar, til Lissabon,
Casablanca, Las Palmas Mad-
eira og síðan aftur til
Lissabon þar sem skipsferðin
endar og farþegar fara flug-
leiðis til London og Reykja-
víkiur, með tveggja til þriggja
daga viðstöðu í London.
Síðari ferðin er gert ráð
fyrir að verði flugleiðis frá
Reykjavík til Lissabon, síð-
ustu dagana í janúar og þar
fari fanþegarnir um borð í
Gullfoss og haldi ferðinni síð-
an áfram með skipinu, eftir
tveggja til þriggja daga við-
dvöl í Lissabon, til Casa-
blanca, Las Palmas, Madeira,
London og Reykjavíkur.
Báðar verða ferðirnar með
sama fyrirkomulagi, nema að
því er viðkemur ferðinni milli
Reykjavítour og Lissabon.
Gera má ráð fyrir, að þetta
fyririkomulag mælist vel fyrir.
Viðstaða erlendis er áeetluð,
í Lissabon 3 dagar, í Casa-
blanca 1—2 dagar. í Las Palm-
as 4 dagar, í Madeira 1—2
dagar og í London 2 dagar.
í öllum þessum höfnum verða
ferðir í landi fyrir farþegana,
lengri eða skemmri eftir því
sem aðstæður leyfa og óskað
verður eftir, og mun íslenzk-
ur fararstjóri aðstoða farþega
við skipulagningu ferðanna.
I>á er ráðgert að ýmislegt
verði gert til stoemmtunar
fyrir farfþegana um borð í
skipinu, svo sem hljómlist og
dans og fleira. Ennfremur
verður læknir með í ferðinni,
hárskeri o. fl. og aðstaða bætt
til þess að farþegar geti þveg-
ið flíkur og pressað föt sín.
Farmiðaverð hefur ekki
verið ákveðið ennþá, en reynt
verður að gera ferðirnar sem
ódýrastar svo flestir geti tek
ið þátt í þeim, en ferðirnar
verða að siálfsögðu bundnar
því skilyrði, að nægileg þátt-
taka fáist. Farþegar verða að
eins fluttir á 1. og 2. farrými
með jöfnum aðgangi að söl-
um 1. farrýmis fyrir alla far-
þegana, einnig þá sem eru á
2. farrými. Má því segja að
aðeins eitt farrými verði á
skipinu og munu þægindi her
bergja ráða verðmun far-
miða.
Nánari upplýsingar um
þessar ferðir verða veittar í
farþegadeild Eimskipafélags-
ins næstu daga og jafnframt
verða þar skrifaðar niður
pantanir þeirra, sem tryggja
vilja sér farmiða með ferðun-
um og mun afgreiðsla far-
miða siðar fara eftir þeirri
röð, sem farmiðapantanir ber
ast.
Um íerðina til Montreal,
sem áður er minnst á, er á
þessu stigi máls ekki mikið
hægt að segja um, enda er
undirbúningur að þeirri ferð
skammt á veg kominn. Þó er
gert ráð fyrir að hún verði far
in með vorinu, sennilega um
miðjan apríl og má telja víst
að hún verði lengri en hinar
tvær ferðirnar, sem sagt hef
ur verið frá. Verður nánar
skýrt frá þessari ferð síðar.
Þá niá geta þess, að vetrar-
ferðir „GuJlfoss", „Sumar-
aukaferðirnar", sem svo eru
nefndar, verða roeð sama fyr
irkomulagi í vetur og undan-
farna vetur, þegar undan eru
skilin þau frávik, sem að sjálf
sögðu verða vegna framan-
greindra ferða 5 janúar og
apríl Þegar eru tvær fyrstu
vetranferðirnar fullbókaðar
fanþegum, en nokkrum far-
þegarúmum hefur ekki enn-
þá verið ráðstafað í ferðinni
frá Reykjavik, 3. desember.
Úr þe.irri ferð kemur skipið
til Reykjavíkur 19. desember.
Að sinni veiður ekki sagt um
áætlun skipsins eftir nk. ára-
mót en bráðlega verður gerð
áætlun þess fyrir 1967 og mun
þá verða blrt nánar um það
síðar
Mercedes Benz
diezelvél 145 hö.
Eigum fyrirliggjandi 1 Mercedes Benz 145 hö.
Selst compl. með gearkassa, startara, dínamó
og olíukerfi. — Verð kr. 63.000,00.
Ennfremur 1 stk. Mercedes Benz 180 D. 43 hö.
Vélin er nýupptekin. — Verð kr. 30.000,00.
Stilliverkstæðið DIESILL
Vesturgötu 2 — (Tryggvagötumegin),
Sími 20-9-40.
í fjarveru minni, 8. ágúst — 8. október gegnir
Þorgeir Gestsson læknir
Háteigsvegi 1, sjúkrasamlagsstörfum mínum.
Stofutími hans er kl. 1—3 e.h.
Símaviðtalstími kl. 9—10 f.h. (í síma 37207).
Vitjanabeiðnir í sama sima til kl. 1.
KRISTJANA P. HELGADÓTTIR, læknir.
__*....- ...... ......
QsTERTnG
Peningaskápar
Fró Arbæjnrskóln
Innritun barna fer fram í skólanum þriðjudaginn
9. og miðvikudaginn 10. ágúst nk., kl. 13—17 báða
dagana. Skal þá gera grein fyrir þeim börnum, sem
búsett verða í skólahverfinu á komandi vetri.
Sími skólans er 60051.
Fræðsluskrifslofa Reykjavíkur.
Ingólfsstræti 1 A. Simi 18370.
tkiðjón Styrkársson
hæstaréttarlögmaður
Austurstræti 6. — Sími 18354.
holreí/
BIRGIK ISL. GUNMARSSON
Málflutningsskrifstofa
Lækjargötu 6 B. — Q. hæ8
Schannongs minnisvarðar
Biðjið um ókeypis verðskrá
0. Farimagsgade 42
K0benhavn 0.
Gluggahreinsun
Viljum ráða menn til hreingerninga á
gluggum Bændahallarinnar. —
Upplýsingar hjá hótelstjóra Hótel Sögu.
Sími 20600.