Morgunblaðið - 07.08.1966, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 7. ágúst 1966
I
\ \
;!
, i
um og teikningum. Þar eru
nokkrar nýteiknaðar stúlku-
myndir og þar að auki ljós-
lifandi andlit á Jóni bónda í
Möðrudal.
LEIÐIN heim að Stóru-
Tjörnum er krókótt og
skemmtileg. — Vegurinn
hlykkjast eftir ávölum mel
Ihólum. Milli þeirra eru
djúpar lautir, sumar með
seftjörn í botninum, aðrar
vaxnar reyr og lyngi og
öðrum þingeyskum ilm-
gróðri. Bærinn sjálfur ligg-
ur hálfgert í leyni á bak
við hólaþyrpinguna, og fá-
ir veita honum athygli,
þegar þeir fara þjóðveg-
inn. Enn færri vita, að þar
eiga heima fimm systkini,
hvert öðru hagara og list-
fengara. Bæjarhúsið, stórt
og myndarlegt, er hvort
tveggja í senn, íbúðarhús
og safnhús margs kon-
Heimilisfólkið á Stóru-Tjömum. Fullorðna fólkið í aftari röð (frá vinstri):
fríður, Sigurfljóð, Sigurður, Sigríður, Skúli, Aðalgeir, Kristján.
Kristbjörg, Hólm-
(Ljósm.: Sv. P.)
Listfengu systkinin í
Ljósavatnsskarði
Stutt heimsókn að
ar listaverka, sem þau syst-
kinin hafa gert í tómstund-
um sínum frá búskapnum.
Mig forvitnaði að sjá þessi
listav-erk eigin augum og lagði
því leið mína heim að Stóru-
Tjörnum einn sunnudagsmorg
un um daginn. Systkinin fimm
og skyldulið þeirra tóku okk-
ur af stakri alúð og vinsemd
og fyrirgófu frekjuna. Þau
eru öll komin yfir miðjan
aldur, börn hjónanna Krist-
jöinu Kristjánsdóttur og Hall-
dórs Bjarnasonar, sem lengi
bjuggu á Stóru-Tjörnum. Syst
umar heita Kristbjörg og
Hólmfríður, en bræðurnir
Kristján, sem lengi var úr-
smiður á Akureyri, en er
fluttur austur á bernskuslóð-
irnar fyrir nokkrum árum,
Sigurður og Aðalgeir. Látin
eru Sigurveig Bóthildur, syst
ir þeirra, og Bjarni, bróðir
þeirra.
Stofur og gangar stóðu okk
ur opin, og hvarvetna blöstu
við handverk systkinanna,
óræk vitni um fegurðarskyn
þeirra, hugkvæmni og list-
fengi. Einna fyrst tek ég eft-
ir útsaumaðri mynd uppi á
vegg, sem sýndi margar ís-
lenzkar plöntur í eðlilegum
litum og sveitabæ I miðju, en
inn í myndina voru greyptar
ljósmyndir af systkinunum
sjö og foreldrum þeirra. Aðalgeir.
— Aðalgeir teikaði mynztr-
ið fyrir mörgum árum, sagði
Kertastjaki (engill) eftir
Skrínið góða.
Kristbjörg, — en Sigurveig
heitin systir okkar saumaði
síðan ofan í. Þetta er bærinn,
sem faðir okkar reisti hér
árið 1900.
— Eitthvað hafið þið syst-
urnar nú gert fleira áf falleg-
um hannyrðum, þykist ég
vita.
— Eitthvað kann til að tín-
ast, en flest smátt, svarar
Kristbjörg af hógværð sinni,
en dregur síðan upp úr skúffu
forkunnarfagran upphlutsbol.
Boðungarnir voru með bald-
éruðum blöðum og rósaverki,
ailir saumaðir gull- og silfur-
þræði, svo jafnt og snilldar-
lega sem steypt væri. Perga-
ment hafði verið lagt undir.
Handbragðið var allt óvenju-
legt að ágæti.
— Hvaða greinar listiðju
stundið þið aðallega hvert um
sig?
— Það er svona sitt af
hverju, svarar Aðalgeir. —
— Ég geri nú mest að því að
mála og teikna og skera út,
Sigurður smíðar ýmsa hluti og
gripi, og Kristján málar, sker
út og smíðar. Annars fáumst
við meira og minna við þetta
allt saman aillir. Systurnar
stunda svo alls konar sauma
og hannyrðir.
Ég renni nú augunum um
stofuna. Veggina prýða mörg
málverk eftir Aðalgeir,
marga rammana hefir hann
líka sjálfur smíðað og skorið
út. Þar eru kyrralífsmyndir,
landslagsmyndir, dýramyndir
og teikningar, svo að eitt-
hvað sé nefnt, en mest ber þó
á andlitsmyndum, máluðum
og teiknuðum, m.a. er þar
afbragðsvel gerð sjálfsmynd.
Ljósakrónurnar í húsinu hafa
þeir bræður smíðað sjálfir.
Bæði hér inni og á nokkrum
öðrum stöðum í húsinu eru
listilega vel útskornar vegg-
hillur úr ýmsum viði, svo
sem íslenzku og amerísku
birki og mahogný, og bera
hillur þessar ýmislegar ris-
myndir á framhlið. Margt
fleira er hér inni, sem athygli
vekur, en hér verður ekki
talið, en þó förum við ekki
út héðan án þess að virða
fyrir okkur og dást að fögrum
kertastjaka í engilsmynd,
máluðum smekklegum litum.
Stjakinn er allur skorinn úr
viði, einnig fóturinn. Ber
engillinn allur hreinan og
helgan jólasvip.
Næst förum við inn í vinnu
stofu Aðalgeirs, þar sem hann
vinnur aðallega að málverk-
— Með hverju teiknarðu
þessar myndir, Aðalgeir?
— Ég hef nú til þess kol,
það er að segja brenndan
vínvið, sem ég fæ frá Amer-
íku, hann fæst ekki hér. Hann
er til í þremur hörkum og er
mjög skemmtilegt efni við að
fást. — Nú, svo er hér mynd
af Jóni á Laxamýri, en hún
er ekki fullgerð. Mér þykir
langskemmtilegast að gera
andlitsmyndir, hvort heldur
sem ég mála með olíulitum
eða teikna. — Nú, þessa lampa
fætur skar ég og steypti í
gibs hér á árunum og „fram-
leiddi“ talsvert af þeim. Aska
hef ég skorið eina 30 eða
40, mest úr íslenzku birki,
þeir eru komnir hingað og
þangað.
Um leið og við förum út
úr herberginu, kem ég auga
á lítið veðurhús á vegghillu.
Það hús ásamt karli og kerl-
ingu hafði Aðalgeir einu sinni
gert að gamni sínu.
Þegar við höfum skoðað
hvern krók og kima á efri
hæðinni, þar sem hvarvetna
voru heimafengin málverk á
veggjum, heimagerðir lista-
og smíðisgripir og margt
annað fallegt, héldum við
niður á neðri hæðina, þar
sem Krstján ræður riikjum.
Hann er elztur bræðranna og
orðnn heilsuveill. Fljótlega
verður séð, að hér býr lærður
úrsmiður, því að hér standa
á gólfi miklar og merkilegar
klukkur, sem hann hefir
smíðað, það er að segja bræð-
urnir allir hafa hjálpazt að
við kassana, en Kristján séð
um gangverkið. En fleira
fangar auga gests, sem inn
kemur. Er þar fyrst að nefna
vegghillu eina hlaðna inn-
bundnum úrvalsbókum, og
hefir Kristján skorið hilluna
og smíðað að öllu leyti. Er
hún alsett álfasögum á fram-
hlið, en á hillunni miðri er
mikil og fögur álfakirkja.
Stafn kirkjunnar er á hjör-
um, svo að auðvelt er „að
opna bergið“ og skyggnast inn
í hulduheimana. Þá birtist
önnur mynd, og við verðum
vottar að hátíðlegu álfabrúð-
kaupi inni í kirkjunni. En
efst upp við loftið, ofan á bók
unum, er lítið tréspjald með
skorinn og málaðri mynd úr
hlóðaeldhúsi, þar sem kona
situr og kyndir undir potti.
Á veggjum öllum eru mál-
verk eftir Kristján, flest hug-
myndir, en þó gnæfir Herðu-
Framhald á bls. 19
FjöLskyldumyndin.