Morgunblaðið - 07.08.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.08.1966, Blaðsíða 12
r 12 MORGUNBLAÐIÐ SúnnUctáguc 7. ágúst 1966 Hálfsannleikur er eitur í beinum stærðfræðinnar IWatthías Johannessen ræðir við dr. Sigurð Helgason prófessor I Gray Goose Fram, Jaffrey, N.H. ÞEGAR dr. Sigurður Helgason, prófessor við MTT-háskólann í Cambridge, var einhverju sinni í heimsókn í Reykjavík, skrapp hann inn í bókabúð Máls og menningar, því e/ ki gat hann staðizt freistinguria þar frekar en annars stuðar. í verzluninni hitti hann Kr'st- in Andrésson, sem ekki væri í frásögur færandi ef Krist'nn hefði ekki undið sér að hon- um og sagt: „Þú ert alltaf í Ameríku. Þú rekst víst ekki á margar bókaverzlanir þar“. Mér er sagt að Sigurði hafi brugðið nokkuð í brún, en ekki þykir mér líklegt að harin hafi farið að reyna að sam- færa Kristin um, að við e:tt torgið í bænum sem hann býr í, Cambridge, séu eitthvað um fimmtán bókaverzlanir. Sigurð ur þekkir of vel rökfræði til að vita að sum dæmi ganga aldrei upp. Kristinn Andrésson er eitt þeirra. Þegar við Sigurður vorum að skoða bækur inni í einni af þessum bókaverzlunum um daginn, tók hann mikinn doð- rant úr hillu, rétti mér og sagði að hann hefði skriíað þessa bók. Það var mikið rétt. Og auðvitað fjallar hún um stærðfræði, ekki þessa stærð- fræði sem er kennd heimr í menntaskólum — að tvisvar tveir séu fjórir — heldur um „æðri“ stærðfræði sem ég væri líklega síðastur allra til að kunna skil á. í bókinni sá ég varla nokkra tölu, heldur not- að sérstakt „letur“ sem stærð- fræðingar einir kunna að lesa. Bókin heitir „Differential Geo- metry and Symmetric Spaces“ og var útgefin 1962. Hún er um 500 síður, og stærðfræðing- um þykir hún eftirsóknarvert lestrarefni. Hún er kennd við háskóla hér vestra og nýtur vinsælda. Hún minnti mig á nótnabók. Ekki treysti ég mér til að lýsa melódíunni, en hún hljómar víst vel í eyrum stærðfræðinga. Þannig er þessi veröld okkar saman sett úr mörgum ólíkum „heimum“ sem nota hvert sitt tungumál. Það er alltaf eftirsóknarvert að kynnast nýjum „heimum“, blanda geði. Bók Sigurðar hefur verið þýdd á nokkrar tungur, að svo miklu leyti sem þarf að þýða slík rit, og þar á meðal rússnesku. Rússneski þýðand- inn, sagði hann mér, bað hann að skrifa nokkur formálsorð og gerði hann það. En þegar bókin kom út, höfðu Rússar bætt við smávægilegu áróðurs- poti neðanmáls, þ.á.m. á einum stað staðhæft að tveir Rússar hefðu leyst flókið dæmi sem Sigurður minnist á, en segir í formálanum að sé óleyst verk- efni. Áður en bókin kom út, höfðu Rússar lagt nokkuð til málanna til lausnar dæminu, en nú sögðust þeir hafa leyst það. Engin sönnun var færð fram — og segir Sigurður að enn bóli ekki á henni. Aftur á móti hefur vinur hans Indverj- inn Harish-Chandra leyst dæm ið síðan bókin kom út. En Rússum virðist það metn- aðarmál að sýna fram á ágæti sitt. Þannig getur pólitikin jafnvel hlaupið í stærðfræð- ina, þegar minnst varir, þó ótrúlegt sé. En kommúnisminn í Sovétríkjunum er fyrst og síðast þjóðrembingsstefna, og oft og tíðum heldur barnaleg. Því er nú ver, því vafalaust er ýmislegt með ágætum austur þar — og þá ekki sízt fólkið. Ef það fengi bara einhvern tíma að vera í friði — fyrir „sönnununum“. En sem sagt: þetta fór aug- sýnilega í taugarnar á Sigurði, svo notað sé fínt mál og al- þýðlegt. ★ ★ Sigurður Helgason er ungur maður, innan við fertugt. Hann er stærðfræðiséní og nýtur virðingar hér vestra. Hann fékk gullverðlaun Hafnarhá- skóla fyrir stærðfræði-ritgerð eins og kunnugt er. Hann varð mjög ungur prófessor við MIT, fékk frí fyrir um tveimur ár- um og starfaði þá við rann- sóknarstofnun Princeton-há- skóla í stærðfræði, en er nú aftur kominn til Cambridge. Hann er íslendingur í húð og hár — og meira en það. Hann er Akureyringur. Stundum er sagt að vont sé að missa menn eins og Sigurð úr landi. Hann vill ekki taka undir það, að hánn sé „glatað- ur sonur“, þvert á móti finnst honum eðlilegt að hann sé í Bandaríkjunum, þar sem hann nýtur beztu starfsskilyrða sem hugsast getur. Heima á íslandi mundi ákveðinn hluti mennt,- unar hans og þekkingar fara í súginn, glatast bæði okkur sem öðrum. Við höfum ekki upp á að bjóða neina stærð- fræðistófnun sem heitið getur. Hví þá ekki leggja land undir fót? Hvr þá ekki vera góður fulltrúi íslands þar sem menntunin kemur mest að gagni. Bera hróður lands af heim allan. ★ ★ Þegar við Sigurður fórum að tala saman, komst ég von bráðar að raun um, að hug- myndir mínar um stærðfræði áttu meira skylt við hindur- vitni en þekkingu. Ég hélt til dæmis að við hefðum verið að læra stærðfræði í menntaskól- anum, en það er víst á mis- skilningi byggt. Það sem mað- ur hélt að væri stærðfræði í máladeild fimmta bekkjar mentaskólans er víst einhvers konar stjörnufræði, eða eitt- hvert sambland af stjörnu- fræði og stórutöflunni. Sigurð- ur sagði að stærðfræðikennsla í Evrópu og þar á meðal í menntaskólanum á íslandi (til að taka sæmilega virðuleg dæmi að. heiman) byggist ein- göngu á vitneskju sem til var fyrir 300 árum, þó kenrisluað- ferðirnar sjálfar hafi verið bættar frá því sem var. En þó eingöngu sé kennd miðalda- stærðfræði, vill svo vel til, að stærðfræði þessi er nokkurn veginn brúkleg fyrir verk- fræðinga. En hún á ekkert skylt við „æðri“ stærðfræði. Þetta voru satt að segja nýjar upplýsingar fyrir mig — en: merkilegt mundi það þykja og ekki heilsusamlegt, ef einung- is væri kennd miðaldalæknis- fræði í háskólanum heima. Þá sagði Sigurður að nauð- synlegt væri, ef stærðfræðin á að geta þróazt eðlilega, að endurbæta kennsluaðferðirnar stöðugt. Annars tekur of lang- an tíma að komast að takmörk- um þess sem þekkt er, eins og hann komst svo „stærðfræði- lega“ að orði. En til hvers er þá stærðfræð- ln? Hún er rökhugsun á æðsta stigi. Hún leitar eftir sannind- um — hálfsannleikur er eitur í beinum hennar. Hún fer að orðum Ara fróða. Mörg stærð- fræðisannindi koma ekki að gagni fyrr en löngu eftir að sönnunin liggur fyrir. Þegar Newton fann þyngdarlögmálið, gerðu merin sér ekki strax grein fyrir afleiðingum þess, eða hver vísindaleg bylting hafði átt sér stað. Vísindin færðu sér uppgötvun hans, ef svo mætti segja, ekki í nyt fvrr en löngu síðar. Nú er öldin að vísu önnur. Vísindalegar upp- götvanir berast milli manna með meiri hraða en áður. Og þær eru hagnýttar fyrr en áður þekktist. Samt bíður margt síns tíma — nú sem fyrr. Sigurður sagði mér frá þeirri hlið stærðfræðinnar sem snýr að inblæstrinum. Dæmi, sem hann hefur verið með í hug- anum og reynt að sanna árum saman, hafa ekki gengið upp — en svo allt í einu kannski um hánótt vaknar hann upp við að sönnunin liggur 1>Ó3 fyrir. Dæmið er leyst. En stundum gengur það aldrei upp. Þá er ráðlegast að leggja það til hliðar, já kanski bezt að fleygja því í pappírskörf- una, eins og ljóði sem aldrei er lokið. Þannig birtist sköpunarþrá mannsins í ýmsum myndum; sumir yrkja, aðrir leita að stærðfræðilegum sönnunum. Allt ber að sama brunni: „heimarnir" eru ekki eins ólík- ir og við höldum, því veröld- in er ein. Hún er málverk, þar sem einn litur gefur öðr- um líf. En menn geta ekki stytt sér leið í stærðfræðinni eins og listum. Það er ekki hægt að taka skref N nema hafa áður tekið skref N-l. Þannig mætti segja að stærðfræðin sé ein teg und af fjallgöngu. Til að kom- ast upp á tindinn verður mað- ur að ganga upp allt fjallið. Það er ekki hægt að stytta sér leið. Það er ekki fjallganga að fara up á tindinn — í þyrlu. En stundum getur það samt verið nauðsynlegt. Stærðfræði og ljóðlisi eru ólíkar greinar, þó kannski ekki eins ólíkar og við höld- um í fljótu bragði. En þó ljóð- skáldið byggi á arfi og þróun, reynir það ávallt að forðast að byggja ofaná, þ.e. reynir að forðast of mikið áhrif frá öðrum ljóðskáldum. Fæst ljóð- skáld finna nýjar leiðir, eign- ast persónulegan tón. Verk þeirra týnast eins og auglýs- ingar í dagblöðum. Stærðfræð- ingar kappkosta aftur á móti að byggja ofan á, finna sann- indi sem hægt er að treysta um allar aldir. Þar tekur hver við af öðrum. Stærðfræðin hleður pýramída, þar sem hver steinn verður að vera á sínirn stað. Annars hrynur húsið til grunna. Ég spurði Sigurð um aðstöðu stærðfræðinga hér vestra. Hann lét mjög vel af henni, sagði að þau gömlu sannindi: „visindin efla alla dáð“ væru ekki síður viðurkennd stað- reynd hér en heima. En vís- indamenn lifa rólegu lífi, bætti hann við. Þess er sjaldnast get- ið í blöðum hvað þeir gera, nema þá helzt ef þeir eiga ein- hvern hlut að geimferðum. Vísindamenn hér eru hvorki filmstjörnur né stjórnmála- menn, sagði hann. Ég veit ekki hvers vegna han nefndi þessar tvær manngerðir — og þó eiga þær kannski eitthvað sameig- inlegt. Spyrjið „hið nýja forseta- efni“ repúblikana — Ronald Regan! VANDID VALID -VELJIÐ VOLVO VOLVO Amazon Glæsilegri, þægilegri og vandaðri innrétting og stólar en áður hafa sézt Þér getið valið um: ★ AMAZON 2ja dyra. — ★ AMAZON 4ra dyra. ★ AMAZON með sjálfskiptin gu. — ★ AMAZON station. ★ AMAZON býður yður þægindi stórra og dýrra bifreiða — en sparneytni og lágan reksturskostnað lítilla bifreiða. AMAZON FAVORIT kostar aðeins kr. 227.000.00. Örfáar bifreiðir fyrirliggjandi. — Athugið greiðsluskilmála. — Komið, sjáið og akið VOLVO AMAZON — — Söluumboð á Akureyri: Magnús Jónsson c/o Þórshamar GLINIISIAR ÁSGEIRSSOIM H. F. Suðurlandsbraut 16. — Sími 35-200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.