Morgunblaðið - 07.08.1966, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.08.1966, Qupperneq 14
14 MOHGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 7. ágúst 1966 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 105.00 1 lausasöiu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kr.istinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti S. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ÞARF AÐ DEILA UM STAÐREYNDIR ? «BfJ UTAN ÚR HEIMI AÐ undanförnu hafa verið uppi miklar deilur milli Spán verja og Breta um framtíð Gíbraltar. Vilja Spánverjar að Bretar skili þeim aftur Gíbraltar, sem Bretar hlutu að launum fyrir aðstoð í erfðastríðunum spönsku með friðarsamningunum í Utrecht 1713. En Bretar eru ekkert áfjáðir í að láta Gíbraltar af hendi, og íbúar nýlendunnar hafa með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða samþykkt að lúta áfram brezkri stjórn. í rauninni er Gíbraltar að- eins stór klettur, sem skagar út í Miðjarðarhafið, sums- staðar kjarri vaxinn, ug tengdur Spáni með stuttu, flötu og gróðurlausu eiði. Og mesta lengd Gíbraltar er að- eins rúmir þrír kílómetrar. Gíbraltar Bitbein Breta og Spánvecrja Margar stórborgir geta státað af stærri almenningsgörðum. En þótt lýsingin sé ekki beinlínis þessleg að menn fýsi til að setjast þarna að, hefur Gíbraltar verið afar þýðingarmikill liður í brezka heimsveldinu. Þaðan hefur verið unnt að stjórna inn- siglingum til Miðjarðarhafs- ins. Og Gíbraltar hefur sér- stöðu. Þetta er eina nýlend- an í Evrópu, og fastir íbúar klettanýlendunnar, sem eru um 2 þúsund ,vilja að svo verði áfram. Ástæðan fyrir því að Bret- ar náðu Gíbraltar á sitt vald var sú, að í byrjun 18. aldar var sem oftar styrjöld á Spáni. Hófst sú styrjöld ár- ið 1701 og stóð í þrettán ár. Orsök þessara styrjaldar voru deilur Habsburg- og Bourbonættanna um spænsku krúnuna. Studdu Bretar, Austurríkismenn, Hol lendingar og Prússar Habs- burg-ættina, en Frakkland, Spánn, Bayern og Köln Bour bon-ættina. Árið 1704 gerðu Bretar og Hollendingar árás á Gíbraltar, og náðu virkinu. Við friðarsamningana að stríðinu loknu fengu svo Bretar að halda Gíbraltar „um alla eilífð“. Síðan hafa Spánverjar þrisvar reynt að hertaka Gí- braltar, en aldrei tekizt, Lengst var umsátrið, er hófst 1779, en það stóð í orjú ár. Spánverjar viðurkenna yf- irráð Breta yfir Gíbraltar í þrennum samningum, sem gerðir voru eftir Utreeht samningana 1714, en síðan hafa Bretar lagt undir sig smám saman hálft eiðið, sem tengir klettinn við Spán Þar hafa þeir byggt flugvöll, og telja yfirráð sín yfir eiðinu nú byggjast á hefð, þótt eng- ir samningar séu til um það atriði, og sérfræðingar í al- þjóðalögum séu ekki á t-inu máli. Spánverjar hafa lengi haft hug á að ná aftur yfirráðum yfir Gíbraltar, og hafa gert íbúunum marga skáveifuna í þeim tilgangi. Þeir hafa einn- ig torveldað mjög alla um- ferð frá Spáni til Gíbraltar, svo ferðamenn þurfa oft að bíða klukkustundum saman eftir vegabréfaskoðun. Og það síðasta er að nú hafa spænsk yfirvöld bannað brezk um herflugvélum að fljúga yfir spænsk landsvæði. Tor- veldar þetta mjog alla her- flutninga til og frá Gíbraltar. Búast má við að Gíbraltar komi nokkuð við sögu á næst unni, því svo virðist sem ný- lendan sé að verða að hita- máli milli Breta og Spán- verja. ¥Tm margt er deilt í íslenzk- ^ um stjórnmálum ,og þyk- ir almenningi oft furðu gegna hvað stjórnmálamenn endast til að deila um einföld mál. Einkennilegast er þó, hve deilur um staðreyndir eru miklar hér á landi og virðist sem nægja ætíi að deila um þær ályktanir sem draga á af ákveðn- um staðreyndum, en að um ' staðreyndirnar sjálfar þyrfti ekki að deila. Þannig fara t.d. sífeldlega fram í blöðum og á málþing- um deilur um það, hvort kjör manna hafi batnað eða versnað á undanförnum ár- um. Út af fyrir sig ætti ekki að þurfa að deila um slí’kt mál. Þjóðfélagið allt ber merki vaxandi velmegun- ar, eigin híbý'li manna, bifreiðakostur og margt fleira gefur glögga vísbend- ingu u-m þá almennu og vax- andi velmegun, sem hér ríkir. Og útreikningar, sem ekki er hægt að draga í efa, benda til hins sama. Fyrir nokkru átti Eðvarð Sigurðsson, formaður verka- - mannaf élagsins Dagsbrúnar, viðtal við málgagn sitt „Þjóð viljann“, þar sem hann fjall- aði um kjarabætur verka- manna á sl. tveimur ár- um og viðurkenndi for- maður Dagsbrúnar í þessu viðtali að stytting vinnu- tíma og lenging orlofs á sL tveimur árum væri hið sama og 10%% kauphækkun. í því sambandi er vert að vekja athygli á því, að hér er raunverulega ekki aðeins um 10% % kauphækkun að ræða, heldur er kauphækkun in ti'l muna meiri, ef menn vinna sama vinutíma og áð- ur, sem mun vera nokkuð al- gengt, og þá á yfirvinnu- eða næturvinnutaxta. Formaður Dagsbrúnar vildi hins vegar halda því fram í Þjóðviljanum, að ef miðað væri við verðlag á neyzluvör um almennings á þessu tíma- bili, væri þessi kjarabót ekki svo mikil, en þeir útreikning- ar, sem Morgunblaðið hefur að undanförnu vakið athygli á hafa miðazt við framfærslu vísitölu. Staðreyndin er hins vegar sú, að sé miðað við vísi tölu neyzluvöruverðlags á tímabilinu maí 1964 til maí 1966 verður útkoman mjög svipuð. Á þessu tímabili hækk aði vísitala neyzluvöruverð- lags um 18,8%, en framfærslu vísitalan hækkaði um 17.1% Það er því ljóst, að þótt mið- að einungis við vísitölu neyzluvöruverðlags verður útkoman mjög svipuð. Þá taldi Eðvarð Sigurðsson í fyrrgreindu viðtali, að hús- næðisliður vísitölunnar væri ailtof lágt reiknaður. Stað- reynd málsins er hins vegar sú, að einungis innan við fimmti hluti kvæntra laun- þega býr við hlutfallslega dýr ari húsaleigu en áður. Það er ljóst að þessi takmarkaði hóp ur býr við mjög dýra húsa- leigu, sem byggist fyrst og fremst á því að þetta fólk hef- ur byggt yfir sig á allra sið- ustu árum eða leigir nýtt og dýrt húsnæði. Hins vegar er ljóst, að ekki er hægt að miða húsaleiguliðinn í vísitölunni við þennan minni hluta manna, heldur verður að miða hann við meginregluna. Þegar því málið er athugað ofan í kjölinn, kemur í ljós að efasemdir formanns Dags- brúnar um gildi þeirra út- rei’kninga, sem sýna að kaup- máttur launa hefur hækkað u-m 15-20% á sl. tveimur ár- um, fá ekki staðist, þótt lengi megi auðvitað deila um 1 eða 2% til eða frá. En það er sjálf sagt til of mikils mælst að málgagn formanns Dagsbrún- ar faMist á þessar staðreyndir. Stjórnmáladeilur hér á landi eru á því stigi, að sjálfsagt snúast þær enn um sinn í deilur um óhrekjanlegar stað reyndir. PUNDIÐ ER VALT ¥>laðaskrif erlendis um efna- hagvandamál Breta og ráðstafanir rí'kisstjórnar Har olds Wilsons, benda ' mjög ákveðið til þess að Bretlands- stjórn hafi ekki tekizt að sann færa menn um það, að þær efnahagsráðstafanir, sem nú hefur verið gripið til þar í landi, nægi til þess að sterl- ingspundið endurheimti traust sitt. í gær birti Morgun blaðið fregn, sem byggð var á skrifum þekkts blaðs í Banda ríkjunum, þar sem rætt var um hugsanlega gengisfellingu í Bretlandi á næstunni Sú staðreynd, að slíkar um- ræður fara fram þrátt fyrir harkalegustu aðgerðir, sem brezk ríkisstjórn hefur gripið til í þrjá áratugi, boðar ekki gott. Verði gengi sterlings- pundsins fellt. mun það ó- hjákvæmilega hafa mjög víð- tækar afleiðingar, ekki aðeins fyrir Breta. Auðvitað vona menn í lengstu lög, að svo fari ekki en full ástæða til að fylgjast vandlega með þró- un mála í Bretlandi næstu vikur og mánuði. KAPIT ALISMINN í SOVÉTRÍKJUN- UM C|ovétríkin hafa á ný undir- ^ ritað samninga við Fiat- verksmiðjurnar ítölsku um að reisa nýjar verksmiðj- ur í Sovétríkjunum og virð- ast þessir samningar vera lið ur í víðtækum aðgerðum Sov étstjórnarinnar til þess að afla erlends f jármagns til upp byggingar iðnaði í Sovétríkj- unum. Hér er um athyglisverðan atburð að ræða, sem bendir eindregið til þess að töluverð- ar breytingar séu í aðsigi á efnahagskerfi Sovétríkjanna enda hafa fregnir þaðan að undanförnu bent til þess, að kapitalisminn hefji nú inn- reið sína í Sovétríkin í vax- andi mæli. Ánægjulegt er til þess að vita, að þetta mikla stórveldi skuli nú hafa gért sér grein fyrir yfirburðum hins frjálsa þjóðfélags á Vest- urlöndum. — Brúðkaup Framhald af bls. 3. McAdoo árið 1914. Glæsí- legasta brúðkaup sem haldið hefur verið innan veggja Hvíta hússins til þessa er brúðkaup hinnar fögru Alice dóttur Theodores Roosevelt, og Nicholas Longworth árið 1906. Þykir frú Aliee glæst- ust allra brúða Hvíta húss- ins. Verður hún án efa gesiur er mesta athygli vekur við brúðkaup þeirra Lucyar og Pats. Nýja brúðurin í Hvíta hús- inu þykir ekki eins drottn- ingleg og frú Alice var forð- um. Luci Baines Johnson er falleg 19 ára stúlka, dökk- hærð og bláeygð. Áður en miklu oftar í sviðsljósinu en hún trúlofaðist var hún systir hennar, en nú hafa þær systur algjörlega skipt »un hlutverk. Luci hefur breytzt í alvörugefna og heimakæra stúlku, en Linda er nú hins vegar meira út á við og er nú, sem kunnugt er flækt í mjög svo umtalað ástarævintýri með kvik- myndaleikaranum George Hamilton. Þegar Luci varð 18 ára lét hún skírast til rómversk-kaþólskrar trúar þrátt fyrir harða gagnrýni landa sinna. Brúðguminn er einnig ka- þólskur. Hann 28 ára og verz.l unarskólagenginn. Foreldrar hans, sem ættaðir eru frá Lithauen, eru búsettir í Waukegan, Illinois, þar sem faðir hans veitir trygginga- fyrirtæki nokkru forstöðu. Ungu hjónin hafa þegar tekið á leigu litla íbúð í Austin í Texas, og munu þau greiða um 7000 kr. á mánuði í húsaleigu. Þau ráðgera bæði að stunda nám við há- skólann í Texas, hún hraðrit un og vélritun en hann fram kvæmdastjórn fyrirtækja. Þau verða að umbera mana úr leyniþjónustu Bandaríkj- anna yfir hveitibrauðsdagana, og annar slíkur mun búa í næsta húsi við þau er til Texas kemur. Luci ætlar að annast hússtörfin sjálf og segist þegar kunna að steikja kjúklinga og búa til salöt og sítrónutertu. Johnson-hjónin hafa lagt áherzlu á, að brúðkaupið sé fjölskylduviðburður en ekki einhver ríkisathöfn. En við- höfn reyndist óhjákvæmileg. Þykir brúðgumanum víst nóg um og hefur hann látið ummælt að honum fyndist öðru hverju að fámennt brúð kaup hefði getað ovðið skemmtilegt. En hvað sem öllu líður kemur sér vel fyrir Johnson forseta að vera um stund bara faðir brúðarinnar en ekki maður sá, sem ber hita og þunga kynþáttaóeirð anna í Cleveland og Chieago og styrjaldarinnar í Vietnam.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.