Morgunblaðið - 09.08.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.1966, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADIÐ Þriðjudngur 9. ágúst 1968 Wyssinski kardínáli: Opinber afkristnun gegn hagsmunum þjóðar og ríkis Lomza, Austur Póllandi, 7. á,súst (NTB). Wyszinski kardináli, yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í Póllandi, ávarpaði á sunnudag 20 þúsund manns, sem saman voru komnir á útihátíð við dómkirkjuna í Lomza, fæðingarborg Wyszinskis Sagði hann þar m.a. að hið opin- hera gæti ekki tekið trúna frá Pólverjum, þótt það reyndi að koma á guðleysi. —. Við höfum átt trú vora í tíu aldir, við óskum að fá að halda henni. Allar tilraunir til að koma á guðleysi með valdi, og sérstaklega opinber afkristn- un með valdbeitingu, eru rang- ar og stríða gegn hagsmunum þjóðar vorrar og ríkis, sagði kardínálinn. Jafnframt hvatti Wyszinski til ■ Lítil síldveiði í Giindavíkiusjó SÍLDVEIÐI var mjög treg á Selvogsbanka um helgina. Fékk einn bátur um 30 lestir, sem hann landaði í bræðslu í Grindavík í morgun. 3 aðrir bátar fengu 6-8 lestir á svipuðum slóðum. Sjómenn létu illa af síldveið- um við Hrollaugseyjar aðfara- nótt sunnudags, en þar var sæmi legur afli á laugardag, Fengu Keflvíkingar fyrstu síldina á þessu sumri af Hrollaugseyja- miðum, samtals 273 tonn. Þessi síld er öll ósöltunarhæf og fór í frystingu eða bræðslu. Nokkr- um erfiðleikum veldur það við veiðamar, að síldin er þarna á mjög grunnu vatni. Luci gift LUCI Johnsson, hin 19 ára dóttir Bandaríkjaforseta gekk á laugar- dag sl. að eiga Patri'ck Nugent í rómversk-kaþólsku kirkjunni The Shrine of the Immaculate Conception. Við athöfnina voru 700 gestir, 12 brúðarmeyjar, 12 brúðarsveinar, hringberi og 100 radda kór. Gífurlegum fjölda bjallna var hringt yfir borgina til þess að tilkynna giftinguna. Leyniþjónustumenn höfðu mik- inn viðbúnað til þess að koma í veg ffyrir mótmælagerðir and- stæðinga stefnu Bandaríkja- stjórnar í Víetnam. Johnson leiddi dóttur sína upp * að aitarinu og tók gangan jafn iangan tíma og sjálf athöfnin. Meðan á athöfninni stóð fékk Lynda Bird sem var brúðarmær systur sinnar, smávægilegt að- svif, en hresstist brátt. Brúðhjónin héldu í brúðkaups- ferð til Bahamaeyja. einingar meðal þjóðarinnar. — Tíðarandinn krefst þess af kirkjunni að hún ræði það, sem sameinar oss, ekki það sem skil- ur oss sundur. En kirkjan verð- ur að slá hring um frelsið, og rétt mannsins á sannleika, rétt- læti, kærleika og virðingu. Meðan Wyszinski flutti ávarp sitt við dómkirkjuna, stóð hið opinbera að mikilli íþróttasýn- ingu þar skammt frá, og tóku m.a. þátt í henni margi^ beztu hjólreiðámenn Póllands. Bæði þessi útimót eru liðir í hátíða- höldum til minningar um að þúsund ár eru liðin um þessar mundir frá kristnitöku í Póllandi og stofnun sjálfstæðs ríkis þar. Tillögur á nýjum grundvelli vísitölu framfærslukostn aöar Byggðar á nýjum neyzlurannsóknum t FRÉTTATILKYNNINGU frá Hagstofu íslands er frá því skýrt, að Iagðar hafi verið fram tillög- ur að nýjum grundvelli vísitölu framfærslukostnaðar, sem byggð ar eru á nýjum neyzlurannsókn- um, sem hófust í janúar 1965. Við undirbúning neyzlurann- sóknarinnar var stuðzt við til- högun hiiðstæðra rannsókna á Norðurlöndum, einkum þó við rannsókn dönsku hagstofunnar 1964. 103 fjölskyldur tóku þátt í neyziurannsókninni og reyndust 100 skýrslur nothæfar til úr- vinnslu. Rannsóknin var bund- in við hjón með börn innan 16 ára aldurs eða barnlaus og skyldi heimilisfaðir vera fæddur á ár- unum 1899—1940, þ.e. vera á aldursbilinu 25—66 ára 1965. Þátttakendur skiptust þannig í starfsstéttir: 26 verkamenn, 3 sjómenn, 23 iðnaðarmenn, 30 opinberir starfsmenn og 18 verzl- unarmenn og skrifstofumenn í þjónustu einkaaðiia. Öflun upplýsinga var með tvennum hætti: Annars vegar voru þátttakendur í viðtölum beðnir um að láta í té allná- kvæmar upplýsingar um útgjöld sín á árinu 1964. Hins vegar héldu þeir búreikninga um 4ra vikna skeið. Við uppsetningu hins nýja vísi tölugrundvallar hefur aðeins fá- um og þýðingarlitlum útgjöld- um verið sleppt og í honum eru miklu fleiri vörutegundir en í hinum eldri. Þá hefur verið tal- ið rétt að fella beina skatta úr grundvellinum. Fréttatilkynning Hagstofunnar fer hér á eftir í heild; „í samkomulagi ríkisstjórnar- innar, Alþýðusambands íslands og samtaka vinnuveitenda 5. júni 1964 var m.a. ákveðið að mæla með því við Kauplagsnefnd og Hagstofuna, að háfin yrði endur skoðun á grundvelli vísitölu framfærslukostnaðar. Þessi end- urskoðun hófst í janúar 1965 og niðurstöður hennar lágu fyrir í apríllok 1966. Um gildistökutíma hins nýja vísitölugrundvallar fer eftir ákvörðun Alþingis, enda er núverandi framfærslu- vísitala lögbundin, sbr. 2. málsgr. 4. gr. laga nr. 1/1959, um niður- færslu verðlags og launa. Auk neyzlurannsóknar á árun um 1953 og 1954, sem núverandi framfærsluvísitala er byggð á, fór fram hliðstæð athugun á neyzlu launþega í Reykjavík á tímabilinu júlí 1939 til júní 1940. Var framfærsluvísitala me'ð grunntíma janúar—marz 1939, sem í meginatriðum gilti fram að marz 1959, byggð á þeirri athugun. Undirbúningur nýrrar neyzlu- rannsóknar hófst í janúar 1965 og var gert ráð fyrir, að niður- stöður hennar lægju fyrir á fyrri helmingi árs 1966. Fyrr gat það ekki orðið, þar eð öflun frumgagna hlaut að taka a.m.k. eitt ár og til úrvinnslu þurfti að gera ráð fyrir hálfu ári til viðbótar, enda er hún mikið verk. Við undirbúning neyzlurann- sóknarinnar var stuðzt við til- högun hliðstæðra rannsókna á Norðurlöndum, einkum þó við Framhald á bls. 4 Endurvarpsmastrið tekið niður í dag HÆÐIN yfir Grænlandi er nú orðin langlíf og lægðirnar halda sig sífellt fyrir austan og sunnan land. í gær var þó nokkuð bjartara yfir Norður- um nónbil. landi en fyrr, og náði sölin áð brjótast gegnum skýin inni í fjörðum og dölum. Á miðhá- lendinu var glaðasólskin, og hitinn var 11° á Hveravöllum I GÆR átti að taka niður sjón- varps-endurvarpsmastrið, s e m stendur á Stóra-Klifi í Vest- Mannaeyjum og með því hindra, samkvæmt boði Póst- og síma- málastjórnarinnar, að Vestmanna eyingar horfi á sjónvarp. En eins og frá hefur verið skýrt í Mbl. var stöðvarstjóranum í Eyjum falið að láta taka niður mastrið, þar sem Ríkisútvarpið og Land- síminn álíta endurvarpið ólöglegt og hyggja nú á málarekstur gegn þeim aðilum í Eyjum, sem ann- ast rekstur endurvarpsins. Að því er Magnús H. Magnús- son stöðvarstjóri tjáði Mbl. í gærkvöldi verður framkvæmdum Jeppi enda- stakkst og valt í óiekstri MJÖG harður árekstur varð á gatnamótum Eiríksgötu og Bar- ónsstígs í r'yrrinótt. Þar rákust saman jeppabifreið, sem kom austur Eiiíksgötu og Fiatbifreið sem kom suður Barónsstíg með þeim afleiðingum að jeppinn endastakkst og valt síðan. — Skemmdist hann mjög mikið, en ökumaðurhm slapp ómeiddur. — Fiatbifreiðin skemmdist talsvert að frarnar við áð taka niður mastrið frestað þangað til í dag, þar eð Magnús bíður fyrirmæla frá Póst- og símamálastjóra varðandi lög- formleg atriði í málinu. Kvaðst Magnús ekki geta skýrt frá hverju þau væru fólgin, á þessu stigi málsins. Er sem sagt áform- að að gera sjónvarpstæki eyjar- skeggja óvirk í dag. Nýlega féllu skriður á þjóð- [ veginn skammt frá ferða- mannabænum Zermatt í j Sviss, og sjást hér nokkrir bílar, sem urðu fyrir skriðu- fallinu. M0LAR Tókió, 8. ágúst (AP). • Kommúnistaflokkurinn I Kína hefur fyrirskipað að ritverk Mao Tse-tungs, flokks leiðtoga, skuli verða gefin út í heild í 35 milljónum ein- taka. Hefur menntamálaráðu- neytinu verið falið að sjá ura útgáfuna. Frá þessú segir í málgagni flokksins í Peking í dag. Seg- ir blaðið að Kínverjar „nafi mikla ást á verkum Maos. Þau séu fæða þeirra vOpn og stýri, og leiðarljós í öllura gjörðum.“ Chamonix, 7. ágúst (AP), • Björgunarsveitir í Alpa- fjöllum fundu í dag lík þriggja svissneskra fjallgöngu manna í 2.500 metra hæð uppi í hlíðum Mont Blanc. Hafa þá alls fundizt sjö lík fjall- göngumanna á þessum slóð- um eftir viku storma. Beirut, Líbanon, 7. ágúst (NTB). O Abdel Rahman Bazzaz, forsætisráðherra íraks, baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á laugardag, og hefur Naji Talib, fyrrum ráðherra, verið falið að mynda nýja ríkisstjórn. Ók brott af slysstað AÐFARANÓT mánudags ók maður úr Rejkjavík utan í ljósa staur við Asgarð í Garðahreppi. Við áreksiurinn köstuðust tveir farþegar út úr bílnum, en öku- maður ók af stað með þann þriðja slasaðan. Kom í hlut Kópavogslögregl- unnar að leita uppi manninn og fann hún hann bráðlega ásamt hinum sær ða farþega, sem flutt- ur var á Siysavarðstofuna. Öku- maðurinn var settur í varðhald grunaður um ölvun. Misjöfn veiði humai- og dragnótabáta AFLI dragnótabáta hefur verið allgóður undanfarnar vikur. Stunda þeir veiðar aðallega í Faxaflóa og í JökuldjúpL Hefur afli nokkurra þeirra farið upp í 15—16 tonn í 2ja—3ja daga ferðum. Hefur aflli -dragnótabáta í Keflavík farið upp í 20 tonö, þegar bezt lætur Humarbátar hafa aftur á móti aflað treglega. Fékkst sæmilegur afli á Eldeyjarmiðum um mán- aðamótin sl., en nú sækja t. d. Suðurnesjabátar á mið Horna- f jarðarbáta á MeðallancLsbugt og Skeiðarárdýpi. Margir landa þeir í Þorlákshöfn og í Grindavík og er aflinn oft fluttur til Reykja- víkur og Hafnarfjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.