Morgunblaðið - 09.08.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.08.1966, Blaðsíða 24
24 MORGU N BLAÐIÐ ÞriSjuíagur 9. Sgúst 1966 FÁLKAFLUG EFTIR DAPHNE DU MAURIER heimili yðar. Og ég vil gjarna, að þér kunnið eins vel við yður hérna og hann bróðir yðar ger- ir. _ Ég þakkaði henni alla vinsemd hennar og benti henni á, að ef hún skyldi þurfa á að halda ein- hverri bók úr safninu, annað hvort handa sjálfri sér eða manni sínum, þá vseri ekkert annað en hringja til mín. — Það er fallegt af yður. Seinna í vikunni þarf ég að fara til Rómar. Ég skal láta yður vita. — Ég ætla að fylgja þér út, sagði Aldo. Fylgja mér út? en ekki fara, eins og ég. Þegar við gengum niður stigann og dyrnar á tónlist- arstofunni voru enn opnar, blaðraði ég einhverja vitleysu um það, hve oft hann hefði elt mig upp og niður þennan stiga. Ég vildi ekki, að frú Butali hugs aði.,... .þetta, sem hún var að hugsa. Að ég, litli bróðirinn, hefði fengið bendiorðið. Að sam kvæminu væri slitið. Aldo gekk með mér yfir garð inn og opnaði hliðið. Lampinn varpaði skugga út á götuna. Stjörnurnar blikuðu. — Viltu sjá? sagði hann og snerti handlegginn á mér. — Þarna koma þeir. Sérðu ekki Jjósin hjá þeim? Hann benti yfir dalinn langt fyrir neðan okkur, þar sem þjóð vegirhir lágu til Ruffano frá norðri og austri og voru alsett- ir ljósum, sem hreyfðust. Og skellirnir í skellinöðrunum fylítu loftið. —r Hverjír eru þetta? spurðx ég. V og H-stúdentarnir að koma aftur úr helgarfríinu sínu, sagði hann. — Bráðum heyrírðu þá skrölta eftir Múrveginum eins_ og villidýr. Þetta á eftir að standa í heilan klukkutíma enn, að minnsta kosti. Friðurinn í borginni var rof- inn.Sunnudagskyrrðin, sem áður lá yfir Ruffano, eins og klæði, var farin út um þúfur. —- Þú ert valdamaður hérna, sagði ég. — Hversvegna gerirðu ekki enda á þessu, ef það fer svóna afskaplega í taugarnar? Aldo brosti og klappaði mér á öxlina. — Það fer ekkert í mín- ar taugar, sagði hann. — Þeir mega freta eins og þeir vilja, fyrir mér. Þú ferð beint heim, er ekki svo? —í Já, sagði ég. — Vertu þá ekki að drolla úti, heldur farðu beint heim. Ég hitti þig aftur, Beo, og þakka þér fyrir í dag. Hann gekk aftur inn í garð- inn og læsti hliðinu. Andartaki síðar heyrði ég hann loka hús- dyrunum. Ég gekk niður af hæð inni og áleiðis til dvalarstaðar míns, og braut heilann um, hverskonar móttökur hann mundi fá, þegar hann hefði gengið upp stigann og inn í tón listarstofuna. Ég braut líka heil ann um það, hvort stúlkan, sem kom inn með matinn, svæfi í hús inu^ Þegar ég kom niður hæðina, voru stúdentarnir að koma úr öllum áttum inn á Lífstorgið. Litlir bílar og skellinöðrur smulhi Og drUndu. Tveir almenn ingsvagnar stönzuðu við súlna- göngin. Ég sá snöggvast vini mrína, Pasqualesystkinin, hlæj- andi og skrafandi við hóp ung- menna. Á morgun kannski, en ekki í kvöld. í kvöld varð ég að melta daginn, sem að baki lá. Ég gekk hratt, svo að þau skýldu ékki ná í mig og lædd- ust inn um dyrnar á nr. 24, hljóp upp, og inn í herbergið mitt. Meðan ég var að hátta, sá ég alltaf Aldo fyrir mér, standandi í Svefnherberginu okkar ásamt frú Butali. Skyldi hann, eftir að vera svo vanur því í núverandi mynd, nokkurntíma hugsa sér það eins og við þekktum það áð- ur og eins og ég sá það enn? Stúdent^rnir voru hlæjandi og syngjandi fyrir utan, lengst í burtu í strætinu, í nánd við mið borgina og hvæsið og skröltið f skellinöðrunum á heimleið gerði Ruffanobúum vart við, að Filistearnir voru komnir aftur. 12. kafli. Þegar ég kom niður til morg- unverðar, næsta dag, fékk ég há værar móttökur hjá stúdentun- um. Þeir stóðu allt í kring um borðið og drukku kaffi og skipt ust á sögum frá deginum áður. Þegar þeir sáu mig, varð al- mennur hávaði og Mario, sem ég mundi eftir frá fyrsta kvöld inu, sem mesta hávaðaseggnum, 36 veifaði brauðsneiðinni sinui og spurði, hvernig listaakandídat- inum hefði liðið yfir helgina. — í fyrsta lagi, svaraði ég, — höfum við bókaverðirnir ekki hálfan laugardaginn frían. Ég var að vasast í skruddum fram yfir klukkan sjö. Hálf-hæðnislegt og hálf með- aumkunarfullt, svaraði þessari athugasemd minni. — Þræla.... allt þrælar, sagði Gino.... — og bundnir við úrelt skipulag. Þetta er gott dæmi um stjóm- ina þarna uppfrá. En okkar höfðingi, hann Elia, hefur sem betur fer, svolítið vit í kollinum. Hann veit, að við gerum það, sem við getum, fimm daga vik- unnar, og gefur okkur svo frí í tvo sólarhringa og þá megum við lifa og láta eins og við vilj- um. Flestir okkar fara heim til sín. Það gerir hann líka. Hann á villu við ströndina og þangað fer hann og hristir Ruffanoryk- ið af fótum sér. Frú Silvani, sem var að hugsa um kaffikönnuna, rétti mér bolla með morgunbrosinu sínu. — Fóruð þér í kirkjuna? spurði hún. — Þegar maðurinn minn sá, að þér komuð ekki til há- degisverðar, fór hann að velta því fyrir sér, hvað af yður hefði orðið. — Ég hitti kunningja, sagði ég. — og var boðinn í hádegisverð og svo var ég þar allan daginn. — Þá man ég það, að það kom hingað dama að spyrja um yður, séinnipartinn. Einhver ungfrú Raspa. Hún bað mig að biðja yður, ef þér kæmuð svo snemma heim, að líta inn til sín í nr. 5. Vesalings Carla Raspa! Eftir tvær árangurslausar tilraunir við Aldo ætlaði hún að leita til mín, heldur en ekki neitt! — Var einhver að tala um messu? spurði Gino. — Heyrði ég rétt, eða voru eyrun mín að blekkja mig? — Ég fór í kirkju, sagði ég. — Klukkurnar í Cyprianusar- kirkjunni kölluðu mig að ég hlýddi kalli þeirra. — Það er nú ekkert nema hjátrú, sagði Gino. — Prestarmr fitna á því, en enginn annar. — í gamla daga, sagði Cate- rina Pasquale, sem bættist nú 1 hópinn, — var ekkert hægt að gera annað en fara í kirkju. Það var morgunskemmtunin hjá fólki. Maður hitti kunningjana. En nú er svo margt úr að velja. Hvað haldið þið, að við Paolo höfum gert? Hún horfði á mig þessum stóru augum sínum og beit í brauðsneiðina um leið. — Segðu mér það, sagði ég og brosti á móti. — Við fengum lánaðan bílinn hans bróður míns og fórum til Feneyja. Við ókum eins og vit- leysingar og komumst það á fjórum tímum og kortéri betur Iþó. Þetta er að lifa! Finnst ykk- ur ekki? — Það gæti nú líka orðið að deyja, svaraði ég. — Það er nú einmitt helming urinn af gamninu, að leggja eitt hvað í hættu, sagði hún. Mario hermdi eftir tilburðum Caterinu við stýrið, tók beygjur og lét bílinn gera sem mestan hávaða og loksins rekast á. — Þú ættir að fara að eins og ég, sagði hann. — Fáðu þér skelli- nöðru með yfirkrafti og pína hana það sem hún kemst. — Já, sagði frú Silvani, — og vekja okkur öll með hávaðan- um. Enginn getur lengur sofið dúr á sunudagsnóttum. — Nú, heyrðirðu þá til okk- ar? sagði einn stúdentinn hlæj- andi. Við vorum að koma frá Fano, heill hópur og þú getur verið viss um, að við létum til okkar heyra. Við ætluðum að lífga ykkur svolítið upp með þessari hljómsveit okkar. Það er nú einmitt það, sem þið Ruffano búar þurfið — dálitla músík úr útblástursröri, til þess að bræða í ykkur eyrnarmerginn. — Þú hefðir átt að sjá okkur, þegar við fórum eftir Múrveg- inum, hringinn í kring um borg- ina, og skelltum ljósum okkar á gluggana í kvenstúdentagarð- inum ,svo að stelpurnar skyldu opna gluggana. — Og gerðu þær það? spurði Caterina. — Ekki aldeilis. Þær eru bundnar niður á dýnurnar sínar klukkan níu á kvöldin. Svo þutu allir út, hlaéjandi og skrafandi, en þó ekki fyrr en Caterina hafði litið um öxl og kallað til hans: — Ég sé þig í kvöld. Við þrjú gætum farið eitthvað út saman. Frú Silvani brosti til þeirra, og hristi höfuðið með umburð- arlyndisvip. — Þetta eru meiri krakkarnir! sagði hún. — Ekki með meiri ábygðartilfinningu en kornabarn! En bráðvel gefin, öll saman. Þér skuluð sjá, að eft ir ár taka þau öll próf með fyrstu einkunn, og svo fara þau í einhverja bankana út um land ið. Ég fór út og gekk áleiðis tll hertogahallarinnar, en sá þá, aS einhver var að bíða eftir mér fyrir utan nr. 5. — Góðan daginn, framandi gestur! sagði Carla Raspa. — Góðan daginn, ungfrú, sagði ég. — Ég hélt, sagði hún og slóst í íör með mér, áleiðis til hallar innar að við hefðum verið að tala um möguleika á því að hitt ast á sunnudag. — Víst gerðum við það, svar* aði ég . — Hvað varð úr því? — Ég var heima allan dag- inn, sagði hún og yppti öxlum. Þú þurftir ekki annað en koma til mín. — Ég var að heiman, sagði ég. — Ég tók upp á því að fara í Cyprianusarkirkjuna, og þar, rakst ég á ekki ómerkari per« sónu en rektorsfrúna, sem ég hafði farið til með bækur, nokkru áður. Svo gekk ég heim með henni og hún bauð mér upp á glas. Carla Raspa stanzaði og glápti. — Og þér hafið auðvitað þegið það, sagði hún, — og það get ég ekki láð yður. Eina vin- gjarnlega höfuðbendingu frá Liviu Butali, og maður þarf ekki meira. Það var engin von, að þér ÆÆÆtnX FJÖLHÆFASTA FARARTÆKID r A ( LANDj?* ^ROVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.