Morgunblaðið - 09.08.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.08.1966, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 9. Sgftst 1966 MORCU NBLAÐID 21 Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum gerðist það í Texas sl. mánudag að ungur háskólastúdent, Charles J. Whitman, skaut 14 manns til bana í æðiskasti, m.a. konu sina og móður. Mynd þessi er frá útför eiginkonunnar, sem gerð var frá Needville í Texas á fimmtudag. Handbók sveita- stjórna nr. 4 kotniÖ Guðríður Jóns- dóttir - Minning — Seyðisfjörður Framh. af bls. 15 völ varið til íþessarar nýbýla- stofnunar, og stórum betur held- ur en til mikils sem nú er að- hafst á nýbýlasviðinu. Þetta vœri raunhæf stofnun nýbýla. ' En fæst nokkur til að stjórna slíku búi, búa á slíku nýbýli? Því verður að treysta að sú hlið imálsins sé viðráðanleg — leys- anleg, að efast um það, er dauða- dómur yfir öllum mjólkurfram- leiðslubúskap hér á landi. En betra er nú ástandið í þeim mál- um ekki, en svo, að rétt mun að reikna með útlendum (dönskum) fjósamönnum fyrsta sprettinn. Slíkt er engin nýlunda. En mjólkurframleiðsla á veg- um kaupstaða hefir verið reynd og gefizt illa. Þess eru dæmi frá Siglufirði, ísafirði og Vestmanna- eyjum. Kúabúskapur þessara kaupstaða var samt réttmætur á sínum tíma, og *stórum meiri manndómur heldur en að una mjólkurskorti. Og nú er völ rneiri úrræða en þá var, nýrrar tækni margvíslegrar. Ég nefni að byggja að sænskri fyrirmynd. I slíkum tæknibúskap með fyllstu vélvæðingu gera Svíar ráð fyrir 5 daga vinnuviku og allt eftir því, um aðbúnað við þá sem vinna að mjólkurfram- leiðslunni. Hér verður að horf- ast í augu við hið sama, og allt þar eftir. VI. Bændum um land allt ætti að vera það mikil auáúsa og fengur að 60—100 kúa nýbýli væri stofn- að við Seyðisfjörð, svo sem ég nú hefi iætt um. Framleiðsluráð landbúnaðarins og Stéttarfélag bænda ætti sannarlega að ýta fast á eftir að slík „tilraun" væri gerð. Þótt ég segi tilraun — í gæsalöppum — er í raun og sannleika ekki um neina tilraun að ræða, aðeins blátt áfram um sjálfsagða hagræna framkvæmd. En það sem bændurnir um land allt vinna, og sér í lagi þeir sem stunda framleiðslu mjólkur til sölu, við að umrætt bú verði stofnað, er, að þar fengist óve- fengjanleg reynsla um hvað það nýtízku háttum, fyllstu tækni, og kostar aff framleiffa mjólk með án þess þrældótns sem nú er svo mjög rætt um aff sé samfara öll- um kúabúskap. Sá fróðleikur væri bændum þaríur, og raunar þjóðinni allri. Um framtíð Seyðisfjarðar er erfitt og óþarft að efast, og að þar megi nokkru til kosta á fleiri sviðum en síldarinnar. Ein- hverntima rís þar upp iðnaður annar en vinnsla síldar á frum- stæðasta hátt. Einhverntíma vaknar fólkið á Austurlandi til þeirrar vitundar um eigin hagi, aff þaff krefst, svo ekki verður á móti staðiff, aff Lagarfljót verffi virkjaff, og þá gæti aflfrekur iðnaður hafizt á Seyðisfirði. Fólkið austur þar sefur sig inn í dauðann með Grímsárdúsuna illfrægu í munninum, það hlýtur að vakna. Og Norðlendingar hljóta líka að vakna til vitundar um, að þeir þur^a sjálfir alla þá orku sem fæst úr Láxá, ekkert af henni á að leiðast til Austur- lands. Þótt byggð og athafnir á Seyð- isfirði margfaldist verður ekki vant ræktunarlands til þess að sjá fólki þar sæmilega fyrir mjólk á þeim tíma árs sem Fjarðarheiði lokast. Nýbýlin um- ræddu, hið fyrsta norðan fjarðar hjá Dvergasteini og annað síðar sunnan fjarðar, eru aðeins byrj- unin, til þess að leysa það öng- þveitið sem þjakar heimilin á SeyðisfirðL Síðar koma aðrir dagar og meiri ráð. Vegur til Loðmundarfjarðar út fyrir nes frá Brimnesi er engin fjarstæða, fjarri því. Þá opnast Loðmund- arfjörður, sú gullfallega og frjóa sveit. Þaðan brunar mjólkurhíll- inn daglega til Seyðisfjarðar, einnig þegar Fjarðarheiði er ófær til slíkra flutninga. Brattahlíð, 23. júlí 1966. Árni G. Eylands. Skipulagsstjórn ríkisins og Samband íslenzkra sveitarfél- aga hafa sameiginlega gefiff út Handbók sveitarstjórna númer 4 og eru í henni birt skipulag- lög og erindi, sem flutt voru á ráffstefnu, sem þessir aðilar efndu til um skipulags- og bygg ingarmál 29. marz til 1. apríl 1965. f handbókinni skrifar Páll Líndal, borgarlögmaður um skipulagslögin nýju, Zophonías Pálsson skipulagsstjóri um sam- skipti byggingarfultrúa og skipulagsins og Sigurjón Sveins son bygingarfulltrúi um hina nýju byggingarsamþykkt fyrir fyrir Reykjavík. Þá er grein eftir Jón Bergsson verkfræðing um störf byggingarfulltrúa, Har aldur Asgeirsson verkfræðingur skirfar um byggingarefnarann- sóknir, Gústav E. Pálsson borg- arverkfræðingur um steinsteypu og Jóhannes Zoega hitaveitu- stjóri um upphitun og einangr- un húsa. Þóroddur Th. Sigurðs- son vatnsveitustjóri skrifar um vatnsveitur, Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri um frárennslis- kerfi og Bárður Daníelsson verk fræðingur um brunavarnir. Birt er ávarp er Hörður Bjarnason formaður Skipulagsstjórnar rík- ÞAR sem góðir menn ganga eru guðis vegir. Þessi orð koma í hug ann þagar Guðríðar Jónsdóttur er minnzt. Hún var fædd á Geir- mundars'töðum á Skarðsströnd við Breiðafjörð, dóttir hjónanna er þar bjuggu, Magðalenu og Jóns. ólst hún upp þar og dvaldi með foreldrum sínum til 23 ára aldurs, en þá fór hún í vist til Styklkishólms og var þar eitt ár. Þar kynntiat hún etfirlifandi manni sínum, Bjarna Gíslasyni, útgerðarmanni frá Hafnarfirði. Til Hafnarfjarðar fluttist hún 1017 og 'bjó þar síðan alla tíð. Þau hjónán eignuðust 4 börn, þrjá syni og eina dóttur. Dóttur- ina misstu þau á fyrsta ári, en syhirnir eru á lífi, alldr mestu sæmdarmenn, tveir búsettir í Hafnarfirði og einn í Reýkjaivik. Guðríður var ein af þesisum ágætis konum, sem miðla sam- isins, flutti við fundarsetningu. Formála að handbókinni skrif ar Páll Líndal borgarlögmaður, fulltrúi Sambands íslenzkra sveitarfélaga í Skipulagstjórn ríkisins. Segir þar m.a. um út- gáfuna: „Skipulagsmál hafa til skamms tíma ekki notið þess skilnings sem þau verðskulduðu, hvorki hjá valdamönnum eða almenn- ingi. Meðal annars þess vegna hafa víða orðið slæm mistök, sem erfitt verður að bæta úr. Það er hins vegar hygginna hátt ur að læra af reynslunni og láta eigin víti og annarra til varn- aðar verða. Til þess að koma fyrir frek- ari mistök er eitt virkasta ráð- ið að auka fræðslu um skipu- lags- og byggingarmál. Ráð- stefnan, sem áður getur, var til- raun til að bæta úr að þessu leyti. Eg vonast til þess, að sömu aðilar muni, áður en langur tími líður, boða að nýju til ráð- stefnu um þessi mál og styrkja þar með þann grundvöll, sem þegar hefur verið lagður, að bættum starfsháttum um með- ferð skipulags- og byggingar- mála á íslandi." ferðafólkinu af ríkidæmi 'hjarta síns, ástúð og kærleika. Hún tók ríkan þátt í kjörum nágranna sinna og vina. Á gleðistundiuim var hún glöðust allra, en á sorg- arstundum kom hún l'í'ka fóm- fús og örugg til að líkna og veita nýjan kjark. Þannig held ég að við vinir hennar, tungir sem gamilir, minnumst hennar ætíð og okkur finnst sem bærinn okk ar hafi misst eitthvað af svip sínum og fegurð við fráfall henn ar. Sennilega hafa heilladísir hins breiðfirzka hásumars setið við vöggu hennar og gefið henni gjafirnir góðu, sem hún var svo rí'k af, og flutti með sér hvar sem hún fór, sem sé kær- leika og fómarLund. Allir sem þekktu Guðríði sakna hennar sárt, en mestur er harmur kveðinn að manni hennar og sonum og sonarböm- um. Guðríður var mikil trúkona og leit á lífið hér á jörð sem upp- haf á öðru og meira og fu’llkomn ara. Ég efast ekki um að henni verði að trú sinni, að Drottinn lýsi henni með kærleiksljósi sínu á hinni nýju leið. Þar eilífð í árdagsljóma, fyrir augum sálar skín] við kærileiks klukknahljóma Kristur heim til sín kal'lar áldna og unga ég oki létti af þér, sefa sorgahþunga sjúkdóms lækna drunga, hér dagur ljóss og lífsins er. Kæra vinbona. Farðu í frið4. Friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir aili't og allt. Sigurunn Konráffsdóttir. - 2/0 Framhald af bls. 5. Sighvatur Davíðsson Brekku. Verðlaun úr Verðlaunasjóði Jóna Eiríkssonar hlutu að þessu sinni hjónin Benedikt Bjarnason og kona hans Steinunn Aradóttir, Tjöm á Mýrum, fyrir góða og smekklega umgengni á heimili sínu. — Gunnar. JAMES BOND James Bond BV IAN FLEMING DRAWING BY JOHN McLUSKY —>f“ Eftii IAN FLEMING Kúlan frá skammbyssu Nash’s hafði lent á sígarettuhylkinu mínu. Hann hélt, aö ég væri dáinn. Um leiff og hann rétti fram höndina til að drepa Taníu, sem lá í eiturvímu, JÖMBÖ — ~K— -~-K~ tók ég hnífinn úr ermi minni og rak han^. í Nash af öllum kröftum. Teiknari: J. MORA Er Júmbó og félagi hans nálgast gulu stráin, sem bærast í vindinum finnst þeim þeir sjá veru á akrinum. Skyldu þorpararnir vera komnir á fætur? Þeir fela sig í skyndi bak við runna. — Farðu nú varlega, segir Júmbó, viff verffum að komast að hver þetta sé. Ör- lítill hávaffi, og það er úti um okkur ..™ Þeir liggja grafkyrrir en hættan er á næstu grösum. — (jpp með nenuur eoa eg skýt!, kveð- ur við skipandi raust aff baki þeim. — Við höfum gengið í gildru, kveinar Júmbó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.