Morgunblaðið - 09.08.1966, Blaðsíða 26
26
MORCUNBLAÐIÐ
l
f>rlðjuc7agur 9. ágást 1966
Meistaratitillinn
blasir við Val
Unnu Akurnesinga 1:0
fslandsmeistaratitillinn blasir
nú við Valsmönnum. Á sunnu-
dagskvöld sigruðu þeir Akurnes-
inga með 1-0 og hafa nú 11 stig
eftir 8 leiki. Hafa þeir þremur
stigum fram yfir næsta félag en
að vísu einum leik færra eítir.
Valsmenn hafa möguleika á að
ná 15 stigum með því að vinna
Þrótt og Akureyringa, sem þeir
eiga eftir að leika við. Keflvík-
ingar og KR geta náð 14 stigum.
Eins og er virðast möguleikar
Vals beztir.
. En brautin er ekki greiðfar-
in. Ef Valur fengi þessa tvo-
leiki sem þeir eiga eftir nú
myndu þeir vera mjög sigur-
stranglegir, þvi gengi félags-
ins hefur verið gott að und-
anförnu. En nú kemur trufl-
un á hjá liðinu. Er það fyrst
leikirnir við belgísku bikar-
meistarana í . Bikarkeppni
Evrópu hér heima og í Belg-
íu og auk þess landsLeikur.
Þess eru því miður mörg
dæmj að góð lið hafi misst
„taktinn“ við slíkar truflanir
og því skal enn engu spáð um
lokaúrslit íslandsmótsins —
til þess eru efstu liðin of jöfn.
Leikur Vals og Akurnesinga á
sunnudaginn var leikur hinna
glötuðu tækifæra. í fyrri hálf-
leik áttu Akurnesingar mun meir
í leiknum og komust m. a. þrí-
végis einir og óvaldaðir inn fyrir
vörn — en mistókst að skora.
Valsmenn fengu vítaspyrnu en
misnotuðu hana. Eftir gangi
fyrri háifleiks hefði 3-1 Akur-
nesingum í vil ekki verið ósann-
gjarnt.
um fyrir það að misnota herfi-
lega mjög góð tækifæri.
Valsliðið náði góðum leikköfl-
um sem fyrr en á milli voru
miklar gloppur í leik þess. Aft-
asta vörnin var nokkuð örugg en
beztu kaflana sýndu framherj-
arnir þó þeim mistækist illa við
markið.
Ríkharður lék nú annan mið-
vörð í iiði Akraness og tókst vel
unz hann meiddist og vék af
velli. Liðið missti mikið við það,
enda er það óeðlilega mikið háð
honum. Einar markvörður var
bezti maður iiðsins en Bogi mið-
vörður átti og ágætan leik.
— A.St.
„Létt verk“
Rotaði Ryian London í 3. lotu
ÞAÐ reyndist „létt verk og
löðurmannlegt“ fyrir Clay að
sigra Brian London. Lá London
rotaður er 1 mín og 40 sek. voru
liðnar af 3. lotu leiksins um
Staðan
STAÐAN í 1. deild eftir leikina
1 síðari hálfleik voru tækifær- um helgina
in næstum öll Valsmanna en Keflavík — Akureyri 1:1
þeir misnotuðu þau öll — nema Valur — Akranes 1:0
eitt. Skoraði Hermann af stuttu KR — Þróttur 5:1
færi eftir fallegt upphlaup Gunn- Valur 8 5 1 2 18:11 11
steins varamanns og Ingvars upp Keflavík 7 3 2 2 14:9 8
hægri kant. Akureyri 7 2 3 2 11:14 7
Eftir öllum gangi leiksins var KR 6 2 2 2 12:9 6
sigur Vals verðskuldaður en Akranes 6 ‘222 8:7 6
bæði lið ollu vonibrigðum eink- Þróttur 6 0 2 4 6:19 2
Frakkar í tveim
efstu sætunum
/ bruni á heimsmeistaramóti
skiðamanna
HEIMSMETSTARAMÓT skíða-
manna cr hafið í Chile og var
keppt í bruni karla á sunnudag.
Austurríkismenn voru fyrir-
fram taldir sigurstranglegastir,
en Frakkar komu mjög á óvart
og skipuðu sér i tvö efstu sætin.
Sigraði Jean-Claude KiUy á
1:34,40 miu, en Laeroix varð 2.
á 1:34,80 mín. Þriðji varð Þjóð-
verjinn Vogier á 1:35,16, fjórði-
varð Auslurríkismaðurinn H.
Messner á 1:36,02 mín.
Brunbrautin var mjög hörð og
krefjandi. Mörgum mistókst illa
m.a. Banaar'kjamaðurinn Walt
er Falk, sem hlaut alvarleg höf
uðmeiðsli er hann flaug út úr
brautinni á sömu beygju og
landi hans á æfingu fyrir nokkr
um dögum og fótbrotnaði hann.
— Þetta er ánægjulegasti dag
ur lífs míns, sagði Killy eftir
keppnina. Þessi árangur okkar
Frakka er uppskera tveggja ára
erfiðis.
Frakkar hafa á alþjóðavett-
vangi ekki látið mikið að sér
kveða í bruni, en þar hafa Aust-
urríkismei.n verið ókrýndir kon-
ungar þar ril r.ú. Frakkar notuðu
nýja tegund franskra plastskíða.
Þess má geta að Killy var 42.
í bruni á OL í Innsbruck.
Fyrsta grein mótsins var svig
kvenna á föstudaginn var. Þar
sigruðu í rakkar emnig, Annie
Famose vnrð hcimsmeistari en
Marielle Gcitrehel önnur —
Þriðja varð Penny McCoy, Banda
ríkjunum.
heimsmeistaratitilinn á laugar-
dag. Hafði Clay algera yfirburði
og eru margir sérfræðingar
hneykslaðir á að Ciay skuli van-
virða svo hnefaleikaíþróttina og
heimsmeistaratitilinn að keppa
við mann sem stendur honum svo
langt að baki og Brian London
— en allt er gert fyrir peninga,
er skýringin að baki.
Clay sýndi yfirburði á öllum
sviðum hnefaleikanna og tók
lífinu mjög létt. Hann lék sér að
London, kannaði getu hans í
fyrstu, lét hann sækja og hörfaði
undan höggum hans á sinn meist
aralega hátt með bakbeygjum
og frábærri fótavinnu. Hvert
högg Londons varð þvi vindhögg
og þó örfá þeirra snertu Clay,
gerðu þau honum ekki mein
frekar en fluga settist á hann.
Clay hafði algera yfirburði í
fyrstu tveim lotunum og gerðu
það hin mörgu eldsnöggu högg
hans, sem sýndu hve gífurlegur
munur var á hraða keppendanna.
í 3. lotu lokaðist London inni
í einu horni hringsins og þar
dundu á honum 12-15 högg
vinstri og hægri handar. Áskor-
andinn kiknaði í hnjánum, seig
hægt niður og lá meðvitundar-
laus. Hann sýndi tilburði til að
Framihald á bls. 11.
Ríkhtnðui
citur með
■
■
■ RÍKHARfWR Jónsson er ekki
: mikið meiddur og verður inn
■ an skamms aftur í Akranes-
: liðinu, cftir því sem hann
■ sagði Mbl. í gærkvöldi.
: Ríkharður var borinn af
; velli í leik Akraness og Vals
: og fluttur á Siysavarðstofuna.
; Reyndist hann hafa farið úr
: liði á vinstri olnboga.
; Ríkharður hafði það eftir
: læknuni að hann hefði verið
; heppinn að ekkert brotnaði i
j handleggnum við óhappið en
; slíkt hendir oft ei menn fara
j úr liði um olnboga.
• Ríkharður kvaðst hafa runn
; ið á vellinum og fallið og
• höndin orðið svona illa undir.
Gunnar Fel. rýrði vonir
Þróttar um veru í 1. deild
— skoradi 4 mörk, en KR vann 5 :1
í blíðskaparveðri á Laugar-
dalsvelli í gærkvöldi gerðu KR-
ingar vonir Þróttara að halda
sæti sínu í 1. deildinni stórum
minni, en þeir fyrrnefndu sigr-
uðu með 5 mörkum gegn einu.
Maður dagsins hjá KR var Gunn
ar Felixsson, sem skoraði 4 mörk,
og hefur hann sjaldan verið eins
hreyfanlegur og liflegur, sem í
þessum leik.
Þróttur fé'kk sannkallaða
óskabyrjun í þessum leik, því að
þeim tókst að skora á 5. mínútu
leiksins. Kjartan átti skot á
markið, og hrökk knötturinn aft
ur út til Lárusar Hjaltested, sem
átti auðvelt með að renna knett-
inum í markið.
Það er ekki fyrr en 11. mín-
útum siðar að KR-ingum tókst að
jafna. Gunnari tókst að brjót-
aist í gegnum varnarvegg Þrótt-
ara og náði að skjóta. Guttorm-
ur var illa staðsettur og náði
ekki til knattarins.
Á 30. mínútu fengu Þróttarar
dæmda aukaspyrnu, sem Axel
framkvæmdi, en knötturinn
smaug utan hjá stöng. Upp úr
markspyrnunni náðu KR-ingar
góðu upphlaupi, og aftur tókst
Gunnari að hlaupa varnarmena
þróttar af sér, og skoraði með
fremur lausu skoti.
11 mínútum siðar skoraði
Gunnar svo þriðja mark sitt.
Hann fékk knöttinn út við enda-
markalínuna, og náði að skjóta.
Guttormur var mjög illa staðsett
ur, og^ tókst ekki að ioka mark-
inu, þannig að knötturinn lenti
í netinu. Ódýrt mark.
Fjórða mark KR kom svo
strax á annari mínútu síðari
hálfleiks. Gunnar fékk knöttinn
sendan í eyðu, og skoraði, en
Guttormur var alltof seinn á
móti. Leikurinn hafði verið til—
tölulega jafn fram að þessu, en
nú fóru KR-ingar stöðugt að ná
meiri tökum á leiknum, enda
virtust Þrótturum allur ketill
fallinn í eld. Á 19. mínútu kom
fimmta og síðasta markið. Ey-
Framhald á bls. 11.
Rvíkurmót í golfi
MEISTARAMÓT Reykjavíkur
í golfi verður í ár í fyrsta sinn
leikið sem höggleikur (72 holur),
en fram til þessa hefur það far-
ið fram sem holukeppni með út-
sláttarfyrirkomulagi.
Verður þátttakendum nú skipt
í 3 flokka eftir forgjöf, en síðan
raðað saman innan flokkanna
effir hvern keppnisdag eftir ár-
angri hvers og eins.
Hefst mótið á velli Golfklúbbs
Reykjavikur við Grafarholt í
kvöld, þriðjudag, kl. 18.00 stund-
víslega. En dregið verður út 1
riðia kl. 17.30. Verða i kvöld
leiknar 12 holur og siðan 12 hol-
ur á morgun, miðvikudag, og 24
holur á laugardag og sunnudag
(hvorn dag).
Völlur G.R. er nú í mjög góðu
ástandi, og hefur náð sér furðan
lega eftir hin óvenjulegu vor-
harðindi. Er því vænzt mikillar
þátttöku í þessari keppni, sem
er stærsta golfkeppni í borginni
á árinu.