Morgunblaðið - 09.08.1966, Page 18

Morgunblaðið - 09.08.1966, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ i I>riSjur!agur 9. ágúst 1966 LAXÁ í AÐALDAL hefur löngum notið álits sem ein frægasta laxveiðiá íslands. Gjöful hefur hún verið með afbrigðum og af bökkum henn ar hafa stærstu Iaxarnir ver- ið dregnir. 20—30 punda lax ar eru þar algengir og það var úr henni, sem Jakob Haf stein dró 36 punda laxinn, sem fræet er orðið. Undirritaður hefur alizt upp við veiðisögur frá mönn- um, sem sótt nafá í Laxá sum ar hvert ura 15—20 ára skeið sér til ánægju og hressingar og jafaah snúið heim sem Yeiðiheimiiið að LaxamýrL nýir menn, uppfullir af ævin- týrasögum, sem hafa haldið í þeim lifinu þá næstum 365 daga, sem liðu þar til lagt var upp í næstu yeiðiferð. Ég greip því legins hendi tækifærið er mér bauðst að dvelja einn veiðidag í þess- ari paradís laxveiðinnar, kynnast ánni og lífinu þar af eigin raun og reyna að skrifa greinarkorn um það sem á daginn dreif. Ég hef aldrei lifað það að draga lax á inn þá vikuna var að kveðja. Aflinn hafði verið misjafn. Jakob Hafstein var hæstur með 14 laxa, en hann hefur nú líka skrifað bók um Laxá og ætti því að vita hvar laxinn heldur sig. Þeim bar saman um að nú væri rétti tíminn til veiða, því að laxinn væri að ganga í ána og Jón á Laxa- mýri sagði að það væri sko haugalax í ánni. Veiðiheimilið að Laxamýri er engin lúxusvilla eins og að allt húsið er einstaklega hlýlegt og ekki er hægt annað en að láta sér liða vel á þess- um fallega stað. í eldhúsinu réð ríkjum ráðs konan Ragnheiður Söe.beck og henni til aðstoðar Anna Guðjónsdóttir. — Þær köll- uðu nú á mannskapinn, sem kominn var, inn í borðstofu til að þeir gætu fengið sér hressingu áður en haldið yrði til veiða. Alls var von á .12 mönnum, en komnir Jón Sigtryggsson með fyrsta laxiim. stöng, aðeins nokkra silunga sem strákur úr Hólsá í botni Sigluf jarðar og ég hugsaði með mér að ekki væri ólík- legt að ég fengi að grípa í stöng og því skyldi laxinn ekki geta slysazt á færið hjá mér sem einhverjum öðrum. Við renndum í hlað á Laxa mýri e.h. mánud. í s.l. viku og stóð Jón óðalsbóndi á Laxa mýri í hlaði og heilsaði komu mönnum. Veðrið var eins og bezt varð á kosið. Glampandi sólskin og heiðskírt og Aðal- dalur skartaði sínu fegursta. Vikuna á undan hafði verið norðaustan foráttuveður, kuldi og rigning svo að vart sá út úr augum og suma daga svo slæmt að ekki þótti ver- andi við veiðar. Veiðihópur- mörg veiðiheimili hér á landi eru nú. Það var upphaflega skemma, sem síðar var inn- réttað sem veiðiheimili. Ég hygg að þrátt fyrir að húsið sé gamalt þá þjóni það til- gangi sínum betur enn nokk urt annað veiðiheimili. Húsið er tvær hæðir. Gengið er upp hálfgerðan hænsnastiga upp á svefnloftið þar sem rúm eru fyrir 16 menn í fjórum her- bergjum Niðri eru rúmgóð borðstcfa og setustofa ásamt eldhúsi. Einnig er þar stór forstofa með stórum ofnum þar sem veiðimennirnir geta þurrkað fötin sín að kvöldi veiðidags Þessir ofnar komu blaðarr.anni að góðum notum, en víkium að því síðar. En það sem mikilvægast er, er voru m.a. Sæmundur Stefáns son ,forstjóri, Ólafur Þor- steinsson. iæknir á Siglufirði, Jón Sigtryggsson, tannlæknir, Kolbeinn Jóhannsson, endur- skoðandi, allt menn, sem stundað hafa ána um árabil, skattstiórmn ' í Reykjavík, Halldór Sigfússon og tveir heildsalar úr Reykjavík, þeir Sveinn Helgason og Páll Þor geirsson. Lundin var létt og brandar arnir fuku óspart yfir kaffi- bollunum. Þeir heimavanari miðluðu nýgræðingunum af vizku sinnj og sögðu drjúgir í bragði söguf af ó- hemjustúrum fiskum, sem menn höfðu misst umvörp- um yfir áiin í ánni, og var auðheyrt að mikill veiðihug- Halldór Sigfússon með 12 punda Iax, sem hann setti í í Ilálfvitaholunni ur var að færast í mannskap- inn. í síðustu sögunni var laxinn orðinn .fjórir og hálf- ur metri á lengd, en ékki var vitað um þyngdina, því að ekki tókst að koma honum á vogina. Menn fóru nú að tygja sig til brottfarar og var ákveðið að ég færi fyrst með þeim Jóni og Óláfi upp á efsta veiði svæðið, sem veiðimenn kalla Þanghafið, en þar mun frem- ur tregt urn veiði og svo reyndist einnig nú. Eina veið in, seni fékkst voru þrír smá urriðar og dró ég þann stærsta sem var 2 pund. Útlitið þar efra var semsagt ekki gott og ég ákvað að yfirgefa þá fé- laga og fara niður í Laxa- mýraland neðra, en þar voru þeir Kolbeinn og Halldór að veiðurn Þessi veiðistaður hef ur gefið mestan afla í sumar og geta menn verið nokkuð vissir með að fá veiði þar. Vegalengdir. milli efsta og neðsta veiðisvæðis er um 30 km. og er ég kom á staðinn sá ég þá Kolbein og Halldór á hinum bakka árinnar og stöng in hjá Halldóri var kengbog- in. Ég tók á sprett niður að ánni, stökk um borð í bót og réri lífróður yfir til að ná nú iriynd af viðureigninnL Myndinni náði ég og sagði Halldór að hann hefði sett í laxinn í Hálfholunni, sem öðru nafni er nefnd Hálfvita hola. Það nafn er komið frá Snorra Jónssyni kaupmanna á Húsavík. Hafði hánn ein- hverju sinni komið með lax þaðan, og er hann var spurð ur hvernig hann hefði sett/ i laxinn svaraði hann: „Ég sat þarna hara eins og hálfviti með færið í hylnum og laxinn bara tók“. En svo við snúum okkur aftur að laxinum hans Halldórs. Talsverður spölur er ofan úr hylnum sem fara þarf með laxinn áður en hægt er að landa honum og gekk á ýmsu áður en Halldór komst þá leið. Miðja vegu hrasaði hann og datt illa, en spratt samstundis á fætur aftur og laxinn var ennþá á. Stuttu síðar festist línan á steini úti í miðri á og voru nú góð ráð dýr. Halldór gafst þó ekki upp ráðalaus. Hann fékk Kolbeini stöngina og dembdi sér út í ána alvog upp að mitti, komst að steininum og gat losað lín- una. Var nú sýnt hver örlög laxins yrðu og Halldór land- aði honum stuttu síðar. Var hann 12 pund, nýgenginn og grálúsugur. Þeir félagar sögðust hafa séð talsvert af laxi stökkva í Breiðunni og upp fossana og auðséð að nokkur ganga var í ánni. Kolbeinn var búinn að fá einn en missa tvo og Hall- dór búinn að fá tvo en missa einn. Veðrið var nú heldur far ið að versna aftur, þokan var að skella vfir og hálfnapurt svona undir kvöldið. Kolbeinn réri nú yfir aftur en ég á- kvað að fylgjast með Hall- dóri og róa honum yfir á eft- ir. Halldór lét mig hafa stöng ina og sagði mér að halda á henni meðan hann jafnaði sig eftir viðureignina, og ég sat dágóða stund eins og hálfviti við Hálfvitaholuna, en laxinn leit ekki við mér og við á- kváðutn að halda yfir ána. Ég settist undir árar en Hall dór aftur í skut og lét öngul inn dragast með. Við rérum aðeins upp ána og í sama mund og ég sveigði bátinn að landi heyrð; ég Halldór taka andköf. um leið og stöngin svignaði alveg niður að vatns borðinu Hann var á. Ég reri bátnum í dauðans ofboði í land og stökk upp úr bátnum til að vera Halldóri til að- stoðar ef með þyrfti. En allt Sæmundur Stefánsson skyggnist eftir laxL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.