Morgunblaðið - 09.08.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.08.1966, Blaðsíða 14
14 MORG U N B LAÐIÐ T>riðjudagur 9. ágúst 1966 fltagtiitlMfafrffr Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 105.00 1 lausasöiu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalsitweti 6. Aðalstræti 8. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. LANDSAÆTLUN ♦ formála, sem Geir Hall- grímsson, borgarstjóri Reykjavíkur, skrifar fyrir bókinni um aðalskipulag Reykjavíkur 1962—1983, varp ar hann fram þeirri hug- mynd, að gerð verði lands- áætlun um sennilega þróun byggðar í öllu landinu, sem miðist við, að landið al'lt verði nýtt á sem hagkvæm- astan hátt. Um þetta segir hann: „Aðgerðir stjórnvalda til jafnvægis í byggð landsins, sem flestir eða allir stjórn- málaflokkar fylgja, bera þó því aðeins jákvæðan árang- ur, að horfst sé 1 augu við vandamálið á raunsæjan hátt. Full þörf virðist vera á því, að slíkar aðgerðir séu ekki sundurlausar og tilvilj- unarkenndar, meira og minna sprottnar af pólitískri hentistefnu líðandi stundar, heldur samræmdar á kerfis- bundinn hátt, eins og nú er stefnt að. Full ástæða er til þess, að gerð verði landsáætl- un um sennilega þróun byggð ar í öllu landinu, er miðist við að landið alilt sé nýtt á sem hagkvæmastan hátt. Slík landsáætlun mundi leggja grundvöll að aðalskipulagi ’höfðuborgarsvæðisins sem annarra byggða í landinu, en ekki ber að gera óumbreyt- anlega og setja e.t.v. allt traust sitt á stirðnaða lands- áætlun, frekar en líta má á aðalskipulag Reykjavíkur sem óumbreytanlegt valdboð borgaryfirvalda hvernig sem forsendur breytast eða stefna þróunar verður í framtíðinni. Nytsemi landsáætlunar er sú, að hún yrði viðmiðun opin- berra aðgerða og hlyti ávallt að taka breytingum í sam- ræmi við framtíðarþróun." Á síðustu árum hafa fram- Jívæmdaáætlanir fyrir ein- stök sveitarfélög og lands- Muta rutt sér til rúms, og má í því sambandi nefna Vestf jarðaráætlunina svo- nefndu, sem þegar er komin til framkvæmda og Norður- landsáætlun, sem nú er í und irbúningi. Þessar áætlanir eru miðaðar við framkvæmd ir einstakra verkefna. Tillaga Geirs Hallgrímssonar er hins vegar sú, að gerð verði „lands áætlun um sennilega þróun byggðar í öllu landinu,“ en slík áætlun mundi gefa upp- -lýsingar um framtíðarþörf á hinum ýmsu sviðum, svo sem samgöngumálum, skóla- byggingum, atvinnuuppbygg ingu og mörgu fleiru. Byggðamálin hafa oft reynzt okkur harla erfið við- fangs, og fólksstraumurinn hefur legið til suðvesturhluta landsins og sérstaklega til höfuðborgarsvæðisins. Á síð- ustu árum hafa komið upp nýjar hugmyndir um byggða mál, eins og t.d. tillögur þær, sem Valdimar Kristinsson, viðskiptafræðingur, hefur sett fram um byggðakjarna í öllum landshlutum. Allir munu vera sammála um nauðsyn þess, að landið verði nýtt sem kostur er, og að byggðin dreifðist sem jafn ast um það allt, en safnist ekki öll saman á eitt horn landsins. En til þess að stuðla að því er tími til kominn að byggðamálin verði ekki leng- ur fórnardýr pólitískrar henti stefnu, heldur verði teknar upp nútíma starfsaðferðir til þess að stuðla að jafnari byggð landsins alls. Til’laga borgarstjóra um landsáætlun stefnir að því, og er vissu- lega þess verð að henni verði hrint í framkvæmd. STEFNUBEYTING- IN LAUNÞEGUM JÁKVÆÐ ¥ forystugrein Framsóknar- ■*■ málgagnsins sl. sunnudag eru birtar tölur um lækkun á vísitölu kaupmáttar frá árinu 1960—1964, og sýna þær töl- ur, að vísitala kaupmáttar hafi lækkað úr 100 árið 1959 í 83 árið 1964. Tíminn legg- ur svo að sjálfsögðu út af þessum tölum og segir að þær sýni, að ríkisstjórnin hafi ekki „reynzt fær um að veita landsfólkinu réttlátan hlut . aukningu þjóðarteknanna í hinum miklu góðærum, sem yfir hafa gengið“. Svo sem vænta mátti hefur Framsóknarmálgagnið ekki séð sóma sinn í því, frekar nú en áður, að fara rétt með staðreyndir. Þær tölur, sem Framsóknarblaðið birti sl. sunnudag um lækkun á vísi- tölu kaupmáttar eru miðaðar við lægsta taxta Dagsbrúnar, en eins og öllum er kunnugt eru þeir launþegar nú sára- fáir sem fá greidd laun sam- kvæmt lægsta taxta Dags- brúnar. Ályktanir, sem dregn ar eru af þessum tölum eru því gjörsamlega marklausar. Hitt er svo annað mál, að ef litið er á vísitölu kaupmátt ar tímakaups verkamanna og miðað við alla taxta Dags- brúnar, þá lækkaði sú vísi- tala nokkuð 1961 eins og við mátti búast og stóð í stað til ársins 1963. En frá og með júnísamkomulaginu 1964 hef ur sú vísitala farið ört hækk- andi. Með júnísamkomulag- inu 1964 verður stefnubreyt- ing hjá verkalýðsfélögunum í kjaramálum. Þá er ekki lögð eins mikil áherzla og jafnan áður á beinar kaup- Nýtt lyf sem hindrar útbreiðslu krabbameins LÍFEFNAFRÆÐINGAR sem eru að störfum fyrir neðan snjóbreiður Himalayafjalla vonast til að geta gefið krabbanieinssjúkiingum um heim allan r.ýja von um bata. Þeir vínna að því að framleiða úr rótum lítillar jurtar lyf, sem hefur þf.nn eiginleika að það hindrar fjölgun krabba- meinsfrumanna. Sérfiæðingarnir, sem þarna starfa eru frá Pakistan og svissne^ka lyfjafyrirtækinu Sandoz. Eiga þeir við tvö meg in vandamál að stríða áður en þeir geta komið lyfinu á heimsmarkað. Annað vanda- málið er landfræðilegs eðlis. Jurtin. serr um er að ræða „Podophyllum Emodi“ þrífst aðeins jfan við 8000 feta hæð yfir siávarr'.éli og til þess að hún fái dafnað þarf rakt loftslag og skugga furuskóg- ar, er. bún >rex aðeins í slík- um sk’igga. Slík skilyrði er að finna í Indus Kohistan fjöllunum í N-Swat, sem er lít ið ríki í Norður Pakistan, en þar eru sérfræðingarnir að störfum í dag Miklir erfið- leikar munu verða í sam- bandi við verksrniðjubygging una í Swat Mikill hluti lands- ins, sem ofan er við 8000 fet er snarbrattur og erfiður yfir ferðar, fjallasléttur eru snævi þaktar mestan hluta ársins og furuskrgarnir eru mest í snarbröttum fjallshlíðunum. Ofan á þetta bætist svo að vegir eru fáir í landinu og vart ökuhæfir. Hitt megin vandamálið er að aðeins er hægt að vinna lyfið úr rótum jurtarinnar, sem nú hefir verið gefið vöru merkið „Poresid“. Ef ekki verður haft strangt eftirlit með tilraununum er mikil hætta á að jurtinni verði al- gerlega út.rýmt. að því er Sal im Sajjan sérfræðingur frá Sandoz sagði í viðtali við blaðamann frá brezka blað- inu Observer. Hann sagði þá m.a. „Slík yrðu einmitt örlög jurtarinn- ar „Rauwclfia Serpentina", sem sétíræðingar unnu úr lyf gegn hjartasjúkdómum. Lyfið var aðeins hægt að vinna úr rótum hennar. og það hafði í för með sér að hún var eyði- lögð og næ.tiim algerlega út rýmt. Við verðum að forð- ast að slíkt endurtaki sig“. Af þessum sökum hafa Pak istanstjórn og Sandoz lagt milljónir króna í að byggja upp tiíraunabúgarða þar sem gerðar eru tilraunir til að rækta jurtina í 4000 feta hæð yfir sjávarmáli. Furutré hafa verið gróðursett til að veita nauðsynlegan skugga, og með an beðið er þess að þau vaxt eru notaðar mílnalangar strigayfirbreiðslur til að vernda liina dýrmætu jurt gegn sumarhitunum. Sanduz starfrækir nú 3 slíka búgarða í Swat í hlíðum Mount Mankial, sem er 19000 fet á hæð, í Utror og í Fateh- pur, þar sem dalirnar breikka og myr.da auðugustu land- búnaðarbéruð Pakistan. Sajjan sagði: „Jurtin vex aðeins á tveim stöðum í heim inum. í döluro Himalayjafjall anna og í Bandaríkjunum. En það er aðeins hægt að fram- leiða lyfið úr tegundinni, sem vex í Himalaya. Þetta gefur okkur gilda ástæðu til að leggja fram allt það fjármagn sem þarf til tilraunanna". „Podophyllum Emodi“ hef- ur verið notað til lækningar um 200 ára skeið af héraðs- læknunum í Pakistan. Sandbzfyrirtækið leggur mjög mikla áherzlu á að Pore sid sé alls ekki töfralyf gegn krabbameini, heldur aðeins gagnlegt til að hindra út- breiðslu þess Lyfið er þegar í notkun í Evrópu, en verið er að gera tilraunir með það í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hvað sem öðru líður, er ljóst, að þessi litla Himalaya- jurt hjálpar vísindamönnum til að taka mikilvægt skref í baráttuuni gegn krabbameini. (OBSERVER, — öll réttindi áskilin). hækkanir, heldur viðurkenn- ir verkalýðshreyfingin það þýðingarmikla hlutverk, sem hún hefur að gegna til tak- mörkunar verðbólgunnar, og leggur meira upp úr ýmsum öðrum umbótum, félagsleg- um umbótum, lengingu or- lofs, styttingu vinnutíma og vísitölubindingu kaups. Frá því að þessi stefnubreyting verður, hefur kaupmáttur tímakaups farið ört hækk- andi, eins og Morgunblaðið hefur bent á. En á síðustu tveimur árum, frá júnísam- komulaginu 1964 hefur kaup- máttur tímakaups hækkað um 15—20%. Sá lærdómur, sem draga má af þessum staðreyndum er þessi: Meðan verkalýðs- hreyfingin beitti enn gamal- dagsaðferðum í kjarabaráttu sinni varð ekki jákvæður árangur fyrir meðlimi þeirra. Þegar hún hafði tekið upp raunsærri kjarastefnu í júní 1964, var þess ekki langt að bíða að kjör launþega bötn- uðu stórlega. TRÚARJÁTNING EYSTEINS ¥ Reykjavíkurbréfi Mbl. síð- -*■ astliðinn sunnudag var birt trúarjátning Eysteins Jónssonar í efnahagsmálum og vitnað í ýmis ummæli hans um þau efni. Þannig sagði þessi leiðtogi Framsókn arflokksins t.d. 15. apríl 1939: „Þessi skoðun að afnám haftanna geti orðið einhvers konar bjargráð fyrir þjóðina, er ákaflega einkennileg. — Erfitt er að hugsa sér, að þeir, sem raunverulega bera skyn á viðskiptamál haldi henni fram í fullri alvöru. Hitt er aftur á móti vitanlegt, að ýmsir menn hafa þá leiðin- legu ástríðu að berja höfðinu við steininn og neita stað- reyndum. Ýmsir slíkir menn hafa alltaf af þrjósku sinni neitað að viðurkenna nauð- syn þess að takmarka vöru- innflutning til landsim “ Og mörgum árum síðar segir Eysteinn Jónsson, til þess að forystuhlutverk Fram sóknarflokksins á sviði hafta- stefnunnar liggi ljóst fyrir: „Um leið og Framsóknar- flokkurinn hóf aftur þátttöku í ríkisstjórn 1947 var með starfsemi fjárhagsráðs og við skiptanefndar hert á ráðstöf- unum til að takmarka inn- flutning og gjaldeyrisnotkun. ..... Þau (innflutningshöft in) hófust 1931, náðu þó að- eins til fárra vöruflokka, og komu því ekki að þeim not- um sem skyldi, enda var ó- hagstæður verzlunarjöfnuður um 3,9 milljónir króna árið 1934.“ Þetta er trúarjátning leið- toga Framsóknarflokksins í efnahagsmálum. Fyrir þess- ari stefnu hefur hann barizt allan sinn stjórnmálaferil og þetta er kjarni þeirrar stefnu, sem hann hefur boðað á und- anförnum mánuðum og kall- ar hinu skoplega nafni „hina leiðina“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.