Morgunblaðið - 09.08.1966, Side 10

Morgunblaðið - 09.08.1966, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjutlagur 9. ágúst 1966 Mikil háfíð á litlum stað ÞAÐ ITEFUR löngum verið krunkað í Herjólfsdal í Vest- mannaeyjum. Fyrst fara sög- ur þaðan af hrafni, sem var í eigu Vilborgar Herjólfsdótt- ur og ét jafnan úr hendi þeirr ar ágætu konu. En dag einn þegar Vilborg kom út úr eld- húsinu með góðgæti í hönd- um sér og kailaði á krumma: krunk, krunk — þá vildi sá svarfjaðraði ekki éta úr lófa fóstru sinnar heldur hoppaði jafnan undan og krunkaði raunalega. Vilborgu fannst undarlegt tiltæki vinar síns en fylgdi honum samt eftir með útréttar hendurnar í þeirri von að hrafninn fengi matarlystina. Þá heyrðust skyndilcga drunur miklar í fjallinu. Dalfjallið skalf, en skriða fór af stað frá efstu brún fjallsins og gróf bæinn Herjólfsdal í grjóti og mold. Allir í bænum fóruzt, en Vil- borg og hrafninn góði lifðu eftir — spakur hrafn og fyrsti og góðan siurk af brennivíni á undan og eftir og þó meira á eftir, og sungu siðan fram eftir nóttunni, drukku og sungu þar til grár morguninn kom yfir Litluklif og út úr Hundrað manna helli og sagði að tími væri til kominn að fara í háttinn. Og rétt um það leyti vöknuðu litlu börnin og fengu leyfi hjá mömmu til að fara niður að tjörninni þar sem ennbá stóð rauður loginn út úr flrekanum í vatninu og kaupa i opvatn æsku sinni sam kvæmt og rauðar blöðrur til að sýna þeim sem enn voru á ferli, höfðu gleymt því að dansleiknum lauk klukkan fjögur, og böfðu áhyggjur yf- ir kyrrð morgunsins. Upp úr hádeginu á laugar- dag skriðu menn og konur út úr tjöldum sínum, litu á feg- urð hiininsins, bölvuðu gær- deginum og fengu sér annan. Skattstjóri héit hátíðarræðu klukkan tvö, fjölskyldurnar Hérna er unga fólkið að spóka sig í góða veðrinu. Ungi mað- urinn til hægri er í köfióttum buxum eins og nítjándu aldar enskur aðalsmaður; stúlkan Iengst til vinstri er íslenzk út- gáfa af Birgittu Bardot með stráhatt. söngvari í dalnum þar mik- ið var sungið nú um helgina í tilefni Þjóðhátíðarinnar, ekki kannske hrafnavísur til lofs lífinu heldur drykkjusöngvar til dýrðar „dauðanum“, í óeig inlegri merkingu þess orðs. Þótt margir Vestmannaey- ingar „flýðu Iand“ um hátíð- ardagana, fóru ennþá fleiri inn í Herjólfsdal, fluttu þang að búferlum og settust að í hústjöldum sínum með kon- ur og börn og flesta hús- muni aðra en sjónvarpstækin, enda hátíðarfagnaður jafnvel skárri en boðsvara gerviaug- ans. Reyktur lundi, svið, söl (oj, bara) voru á hvers manns borði í hústiöidunum því þó brennivín sé vinsælastur allra hluta um gleðidagana þá má ekki gieyma hátíðarmatnum. Veltusund, eins og nafnið bend ir til, var vinsælast allra gatna í Eyjaborg, einkum þeg ar skyggja tók. Þá fóru Eyja- menn í heimsóknii yfir í tjald ið til hans Páls, Jóns eða Gísla og fer.gu sér lundabita sátu upp í brekku honum til vinstri handar og hlustuðu, en á bletíinum fyrir framan ræðustclinn steig rauðhærður maður í duggarapeysu dans við sjálfan sig og hafði marga áhorfendur þótt reikull væri í spori og sjálfsagt í mörgu færari en listdans. Þegar hann var fallinn á jörðina fengu menn áhuga á öðrum hlut ekki ómerkilegri. Einhver hafði séð uppi í þorpi brúðu- mynd af Vilhjálmi Þ. Gísla- syni, útvarpsstjóra, feita í kinnum og fótstóra, sem ein- hver seglæfður snillingur hafði saumað og sagzt ætla að brenna upp á Fjósakletti seinna urn nóttina. Margt var sagt manna á milli og mikið hlegið með málinu og á móti. Er kvötdaði horfðu Eyjabúar og aðkomumenn tíðum til Fjósakletts en engin brúða brann þar sem kvöldið áður fuðraði upp húsgafl og sló rauðum bjarma yfir hvít tjöldin í dainum. Eyjabúar hafa alltaf fengið l orð fyrir að vera samheldnir jafnt í blíðu sem stríðu og var sú samheldni augljós á hátíðinni. Margir Vestmanna- eyingar komu úr „útlandinu” til þess að skemmta sér yfir helgina, sýna sig og hitta gamla vini. Þeim þótti gam- an að koma á fornar slóðir, sjá höfnina þar sem fiskilykt- in legst í nefið og vitnar um erfitt starf gærdagsins og á morgun, sjá horn hraunsins til vinstri á leið inn í dal og þar gnæfa hátt prestsetrið með sjóinn fyrir neðan sig, reykinn úr Surtsey við hlið sér. Svo sögðu þeir klökkir að Eyíamaður væri alltaf Eyjamaður hvar sem hann byggi og myndi alltaf kalla Eyjarnar „heirna". * Útlendingarnir voru margir og bersýnilega hrifnir af lands laginu og hátíðahöldunum. Þó vakti mesta athygli þeirra ungu stnlkurnar, sem höfðu lagt leið sína á Þjóðhátíð til að komast frá pabba og mömmu og kynnast gæðum lífsins af eign raun. Nokkrar 15—16 ára stúklur gengu um hátíðasvæðið skömmu eftir hádegi á laugardag, drukku af stút og sungu klámvísur sér og öðrum til skemmtunar. Þær voru „klárar“, heims- dömur á einum degi og fundu ekki þörf á að hætta drykkju og söng þegar þjóðsöngurinn var sunginn. heldur héldu á- fram •'ölti meðal jafnaldra sinna, sem voru síður ókátari Allir inní dal, allir inní dal. Vörubílarnir höfðu nóg að gera yfirhátíðardagana að flytja fólk fram og til baka. Frá pöll- um þeirra heyrðist margur góður söngmaður kveða við raust. Þankar frá Þjóöhátíð í Eyjum margir hveijir og sáu enga ástæðu til að reyna á sín lúnu bein með því að standa upp í virðingarskyni fyrir „Ó, Guð vors lands“. — Agalega ertu púkó, sagði ein á að gizka fimmtán ára gömul, sem bað mig um brennivín og fékk neitun. .— Ég er hræddur um að pabbi þinn sjái mig gefa þér að drekka, sagði ég. — Ég er nefnilega lélegur slagsmála- maður. Klukkan var farin að ganga þrjú um nóttina. Hún hafði freknur. Hún hló. — Blessaður vertu, pabbi er í bænum. Þetta er allt í lagi, ég er ekkert full — ekkert full, hikk. Hún brosti eins og stúlka, sem hefur fengið 9,0 í kristni fræði í gagrifræðaskólanum í vor. — Þú ert ljótur og leiðin- legur, sagði hún engu víni og tveimur hikstum seinna. Hún rölti að danspallinum með pappahatt á höfðinu og út- brunna sígarettu í vinstri hönd. Við tjörnina stóð gamall sjómaðuc, Vestmannaeyzkur, og virti fyrir sér unga fólkið sem hópaðist í kringum dans- pallinn, nýju dansanna og hafði hátt. Hann var blár í andliti og lúinn maður með æðaþrútnar hendur, sem héngu niður með síðunum eins og fallhamrar úr notkun. — Aldrei hef ég verið á þjóðhátíð þegar jafnmargt hefur verið af krakkaskríl, sagði hann út í loftið eða kannski til mín. Mér skildist að hann hefði verið á mörg- um. — Þetta getur varla kallast hátíð Eyjamanna lengur, bætti hann við. Hann var svartsýnn. Frá hústjöldunum bárust ómar af íslenzku lagi, á danspallinum var verið að syngja „Day Tripper". — Nú fara æ fleiri Eyjabú- ar út úr landinu um hátíðina; æ fleiri aðkomumenn flykkj- ast í daiinn. Það ætti að steypa sumum þessarra krakka ofan eyinga. í baksýn eru tjöld aðkomumanna, sýnu óskipulegar sett upp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.