Morgunblaðið - 09.08.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.08.1966, Blaðsíða 28
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins 178. tbl. — Þriðjudagur 9. ágúst 1966 Síldarsöltun á Raufar- höfn 22351 tunnur 10 jbús. funnum meira en á sama tima i fyrra Raufarhöfn, 8. ágúst. HAFÖRNINN, hið nýja síldar- flutningaskip SR, er nú kominn á miðin við Jan Mayen og byrj- aður að taka síld úr skipum, sem það flytur til Siglufjarðar til bræðslu þar. Skipið hefur þó Mikil ölvun n Þjóðhótíð FANGAKLBFAR lögreglunn- ; ar í Vesbmannaeyj'um voru • fullskipaðir drukknum mönn- ■ um alla Þjóðhátíðina. Litið : var um óspektir, en mjög mi'k ■ ið um ölvun. Tók lögreglan : úr úmferð þá verstu og lét þá I sofa úr sér vímuna í fanga- ; klefunum, sem em átta tals- ! ins. Fjórir lögreglulþjónar úr ■ Reykjavik komu Vestmanna- : eyjalögreglunni til aðstoðar | yfir helgina. • lestað lítið af síld enn sem kom- ið er, enda skammt síðan það hélt á miðin. Hér á Raufarhöfn hefur nú verið saltað í 22.351 tunnu af sild og mun það um % af allri söitun á landinu. Magnið skiptist iþannig niður á söltunarstöðvarnar hér: Norð- ursíl'd 5.015 tunnur, Borgir hf. 4.181, Síldin hf. 3.860, óðinn hf. 3.279, stöð Óskars Halldórssonar 2.529, Björg hf. 2.265, Hafsilfur 1.210 og Möl sf. 32 tunnur. Á sama tíma í fyrra höfðu ver- ið saltaðar á Raufarhöfn 12.800 tunnur síldar, eða tæplega 10.000 tunnum minna en nú. I bræðslu hafa farið um 30.000 tonn og er það talsvert meira magn en á sama tíma í fyrra. Frétzt hefur af nokkrum skip- um í dag á leið til Raufarhafnar með söltunarsíld, og er vitað um þessa báta: Sigurð Bjarnason, Skarðsvík, Lóm og Oddgeir. Ek'ki er kunnuigt um afla neins þessara Framhald á bls. 11. 5 á slysavarðstofu eftir harðan árekstur MJÖG harður árekstur varð á sunnudagskvöld á móts við Dval arheimili aldraðra sjómanna, og varð að flytja fimm manns á Slysavarðstofuna, og tvö þaðan á Landakotsspítala. Árekstur þessi varð um kl. 7, og með þessum hætti: Sendi- ferðabifreið kom akandi út úr útkeyrslunni við DAS, og var komin nokkuð út á Brúnaveginn þegar Skodabifreið kom á mik- illi ferð upp Brúnaveginn. Skipti engum togum — bifreiðarnar Bjarni Ingólfur Gunnar Jón Stefán Héraðsmót á Siglufirði, Sauðárkróki og Tjarnarlundi U M næstu helgi verða haldin þrjú héraðsmót Sjálfstæðis- flokksins, sem hér segir: Siglufirði, föstudaginn 12. ágúst kl. 21. Ræðumenn verða Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, séra Gunnar Gíslason og Stefán Jónsson, bóndi. Sauðárkróki, laugardaginn 13. ágúst kl. 21. Ræðumenn verða Bjarni Benediktsson, forsætisráð herra, séra Gunnar Gíslason og Steingrímur Blöndal, erindreki. Tjarnarlundi, Daiasýslu, sunnudaginn 14. ágúst kl. 21. — Ræðumenn verða Ingólfur Jóns- son, ráðherra, Jón Árnason, al- þingismaður og Kalman Stefánsson, bóndi. Hljómsveit Magnúsar Ingi- marssonar skemmtir á héraðs- mótunum með því að leika vin- sæl lög. Hljómsveitina skipa Magnús Ingimarsson, Alfreð Al- freðsson, Birgir Karlsson og Vil- hjálmur Viihjálmsson.. Söngvar- ar með hljómsveitinni eru Anna Vilhjálms og Viihjálmur Vil- 'hjálmsson. Þá munu leikararnir Bessi Bjarnason og Gunnar Eyj- ólfsson, flytja gamanþæitti. Enn- fremur verða spurningaþættir, sem fram fara með þátttöku gesta á héraðsmótunum. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Magnúsar Ingi- marssonar leikur fyrir dansi og söngvarar hljómsveitarinnar koma fram. rákust saman með þeim afleið- ingum að Skodalbifreiðin hentist áfram eftir Brúnaveginum, upp í upphækkaðan garð, og skall þar á húshornið við Austurbrún 2. Er Skodabifreiðin talin ónýt á eftir, en talsverðar skemmdir urðu einnig á sendiferabifreið- inni. ökumenn beggja bifreiðanna, ásamt konu og tveim börnurn ökumanns sendiferðabifreiðarinn ar voru öll flutt á Slysavarðstof- una. Síðan voru ökumaður Skodabifreiðarinnar og konan flutt í Landakot til frekari rann- sóknar, en hvorugt þeirra mun vera alvarlega slasað. Þykir það mesta mildi, hve ökumaður Skodabifreiðarinnar slasaðist lít- ið. Stórárekstur á Melrakkasléttu Lítil slys á monnum Raufarhöfn, 8. ágúst. GEYSIHARÐUR árekstur varð á veginum um Melrakkasléttu síðdegis á sunnudag sl., milli tveggja Fordbifreiða. Báðar bif- reiðirnar gjöreyðilögðust, að sögn lögreglunnar á Raufarhöfn, en slys urðu sáralítil á mönnum. Áreksturinn varð skammt aust an við bæinn Blikalón á Mel- rakkasléttu, milli bifreiðanna Þ-326 og annarrar með G númeri úr Njarð'VÍkum. Munu báðir bíl- arnir hafa verið á 70 km hraða er áreksturinn varð. Lögregla og læknir komu þegar á staðinn og var þar gert að sár.um ökumanna og farlþega. Reyndisit enginn bein brotinn, en nokkrir voru illa skornir og marðir. Fólkið var síðan flutt til Raufarhafnar, en bifreiðunum var rutt út af veg- inum og rnunu þær bá'ðar gjör- eyðilagðar, eins og fyrr sagðL Ókleift er nú að komast á bifreið að árekstrarstaðnum, þar sem veginum verður lokað í dag vegna viðgerða. — Einar. Hœtti við kaup- in á bv Akurey án Jbess að gefa nokkra skýringu SKÝRT VAR frá því í Morgun- blaðinu fyrir skömmu, að togar- inn Akurey hefði verið seldur til Tromsö í Noregi. Líkur á mun meiri síldveiði í ágústfok Rætl við Jakob Jakobsson, fiskifræðing um borð í Ægi MBL. hafði í gærkvöldi sam- band við Jakob Jakobsson fiskifræðing á Ægi, sem staddur var fyrir Norður- landi á leið á djúpmiðin fyr- ir Norður- og Austurlandi. Fregnaðist blaðið eftir síldar- horfum þar nyrðra. Sagði Jakob, að þegar hefðu nokkur skip kastað á síld suður af Jan Mayen og fengið reytingsafla. Þá hafði einnig orðið vart við síld 90 mílum suður af Jan Mayen. Færeyingar og Norðmenn höfðu fengið veiði í reknet út af Langanesi og A astfjöið- um. Höfðu Færeyingar feng- ið nokkurt magn af síld 90 mílum austur af Skrúð. Er síldin því sýnilega mjög dreifð og fremur lítið af henni á hverjum stað, þótt stundum hlaupi hún í torfur, sagði Jakob. Hins vegar hafa veiðiskilyrði verið ákaflega slæm undanfarnar þrjár vik- ur vegna veðurs, og leitarskil yrði þar af leiðandi einnig lé leg. Þó sagði Jakob, að öll skilyrði væru fyrir því að góðar torfur mynduðust nær landinu síðari hluta mánað- arins, eða fyrri hluta næsta mánaðar. Kvað hann vel mætti við því búast, að veiði batni verulega á þessum tíma. Sagði Jakob, að að öllu sam anlögðu væri veiði svipuð og í fyrra, en býsna erfitt væri að gera sér grein fyrir horfun um vegna hins mjög óhag- stæða tíðarfars. Varðandi síld þá, sem nú veiðist á Selvogsbanka og við Hrollaugseyjar sagði Jakob, að það væri Íslandssíld, fremur smá og ósöltunarhæf. Ekki kvað Jakob unnt um það að segja á þessu stigi hvort síldveiði á þessum slóð um yrði áframhaldandi. Nú hefur Mbl. fregnað að kaup in hafi gengið til baka. Höfðu norski útgcrðarmaðurinn Bjarne Benediktsen og bæjarstjórinn á Akranesi átt viðræður um kaup in hér á landi, en endanlega var þó ekki ger.giS frá samningum. Framhald á bls. 11. Höfuðkúpubrotn- uði ú þjóðhútíð UNGUR Vestmannaeyingur, Ililmar Arinbiarnarson Kúld, höf uðkúpubrotnaði á þjóðhátíðinni í Eyjum á laugardagskvöld er þungur steinn féll í höfuð hans. Hilmar sat í brekku ásamt konu sinni í Herjólfsdal vestan- verðum er slysið vildi til. Er ekki vitað enn hvort um grjót- hrun var að ræða, eða hvort steininum var varpað í höfuð Hilmari. Var hann þegar flutt- ur til Reykjavíkur og er líðan hans eftir atvikum góð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.