Morgunblaðið - 09.08.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagut 9. Sgúst 1965 BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDUM IVIAGIMUSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir lokun sími 40381 Volkswagen 1965 og ’66. BíLALEIGAN ALUR RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 bifreiomZigan crCZZiáovm 33924 ,,, ^ÞRBSTUR^ 22-1-75 PILTAR ' ÉFÞfÐ Elölf) UNMUSTií ÞA Á EG HRINGANA WMt Aför/#/? te/M/sx(sso/?\ 'y. '—r. BOSCH Þurrkumótorar 24 volt 12 volt 0 volt Brœðurnir Ormsson JLágmúla 9. — Sfmi 38820. Ferðalög Um fátt er nú meira tal- að en ferðalög — nema ef vera skyldi drykkjuskap og drykkju læti. Þótt Bakkus sé oft heið- urs-félaginn í mörgum hópn- um, þá er hann yfirleitt íil lítis gagns á ferðalögum, ge-ir fólk ekki færara um að njóta útiverunnar og íslenzkrar nátt úru — og er jafnvel ekki not- hæfur til þess að taka í siyr- ið og létta þreyttum ferðalöng- um aksturinn. í sumar ferðast íslendingar sennilega meira um landið en nokkru sinni fyrr — fyrst og fremst vegna þess, að aldrei hafa jafnmargir bílar verið í þessu landi. Margir, sem áður voru bíllausir og hikuðu við að ferðast með langferðabíl- um, geta nú ráðið förinni sjálf ir — í eigin bíl. Þetta er mjög ánægjuleg þróun — og væri enn ánægjulegri, ef hægt væri að njóta þess fram í fingur- góma að aka íslenzka þjóðvegi. ÍT Vegirnir Næst Reykjavík eru veg- irnir oft afleitir, enda er um- ferðin þar meiri en nokkurs staðar annars staðar á landinu. Ég hef það eftir allgóðum heim ildum, að tæknilega sé mjög erfitt eða ófært að halda aðal- vegunum frá Reykjavík í góðu ástandi úr því sem komið er: Bílafjöldinn og umferðin er orðin meiri en venjulegir mal- arvegir þola. Aðrir vegir eru misjafnlega góðir, fer yfirleitt eftir því, hvernig veðráttan hefur verið og hve langt er síðan heflað var. Annars eru vegheflarnir stöðugt á ferðinni og ef heppn- in er með er hægt að komast alla leið til Akureyrar á mjög sæmilegum vegi. Þetta lánað- ist Velvakanda í sumar. Að vísu var vegurinn víða mjög grófur, öll fínni mölin rokin út í veður og vind — og hnulll ungarnir einir eftir. Samt gat það verið verra. — En nýr bíll, sem farið er á í hálfs mán aðar ferðalag út á land, er ekki lengur nýr. Það er alveg ljóst. Og á meðan svo er verð- um við auðvitað að miða að því að gera vegina betri. Ef að líkum lætur mun bílaum- ferðin aukast ár frá ári — og þess verður ekki langt að bíða .að í algert óefni verði komið. ^ Flugleiðir Og það er ekki aðeins bílaumferðin sem ber þess vott, að aldrei hafi verið ferð- azt jafnmikið um landið — að aldrei hafi jafnmargir skoðað landið á einu sumri og einmitt nú. Loftflutningar hafa líka vaxið, enda hefur þjónusta Flugfélagsins tekið stórfelldum framförum við tilkomu nýju vélanna. Minni flugfélögin hafa líka elfzt og stækkað — og fjöld- inn allur af einkavélum bætist í flotann á hverju ári. Með öðrum orðum. Vöxtur virðist í alls kyns flutningum, einkabílar, einkaflugvélar — langferðabílar, vöruflutninga- bílar og stærri flutningavélar eru keyptar. Eini aðilinn, sem virðist hafa farið á mis við stöðuga aukningu í flutning- um, er Skipaútgerð ríkisins. — Tillögur Framhald af bls. 2 rannsókn dönsku hagstofunnar 1964. Ákveðið var, að rannsóknin skyldi taka til eftirfarandi laun þega í Reykjavík: Verkamanna, sjómanna, iðnaðarmanna, opin- berra starfsmanna og verzlunar- og skrifstofumanna í þjónustu einkaaðila. Auk þess að tilheyra þessum starfsstéttum, var þátt- taka í rannsókninni bundin við hjón með börn innan 16 ára ald- urs eða barnlaus, og heimilis- faðir skyldi vera fæddur á ár- unum 1899—1940, þ.e. vera á aldursbilinu 25—60 ár 1965. í neyzlurannsókn 1953—54 voru aðeins hjón með börn, en áð öðru leyti var hér í meginatrið- um fylgt sömu reglum og í neyzlurannsókn 1953—54. Þátttakendur í neyzlurannsókn inni voru fundnir á þann hátt, að tekið var í skýrsluvélum til- viljunarkennt úrtak 300 fram- teljenda á skattskrá Reykjavíkur 1964. Áttu þeir að fullnægja öll- um skilyrðum þátttöku í rann- sókninni, nema skilyrðinu um aldur barna. Ur þessum hópi voru teknar allar fjölskyldur með börn eldri en 15 ára, svo og fjölskyldur, sem höfðu flutt burt úr Reykjavík eða misst heimilis- föður. Margir aðrir heltust úr lestinni, yfirleitt ekki vegna þess að þeir neituðu þátttöku, þótt þess væru nokkur dæmi, heldur t.d. vegna þess að ættingjar bjuggu hjá fjölskyldunni éða leigjandi var í fæði hjá henni. Einnig hurfu menn úr hópnum, ef það kom í ljós við nánari at- hugun, að eiginmaður eða eigin kona rak sjálfstæða atvinnu. Ýmislegt fleira kom hér til sem leiddi til þess, að ekki gat orðið um að ræða þátttöku í rannsókninni. Niðurstaðan varð sú, að af hin um 300 fjölskyldum í upphaflega úrtakinu tóku 103 þátt í rann- sókninni. í byrjun hafði verið gert rá’ð fyrir, að neyzluútgjöld 100 fjölskyldna kæmu til fullnað arúrvinnslu, en til þess þurftu þátttakendur að verða eitthvað fleiri en 100, svo að vanhöld Skrifstofuhúsnæði Til leigu 3 skrifstofuherbergi við I.augarveg 18A. Upplýsingar gefur Páll Sæmundsson, símar 14202 og 14280. Hún tapar milljónum, eða millj ónatugum á hverju ári — og ætlar nú að fara að losa sig við eitthvað af skipunum. Rekstur hennar virðist ekki hafa tekið stórfelldum breytingum síð- ustu áratugi þrátt fyrir allar þær framfarir og breytingar sem orðið hafa í þjóðfélagi okk ar á sama tíma. ^ Allt fyrir ferðamanninn Og af því að við minn- yrðu ekki til þess, að talan færi niður fyrir hundrað. Þegar til kom, reyndust 100 af 103 skýrsl- um fullnothæfar til úrvinnslu. Þessir 100 þátttakendur skiptust þannig á starfsstéttir: 26 verka- rnenn, 3 sjómenn, 23 iðnaðar- menn, 30 opinberir starfsmenn og 18 verzlunarmenn og skrif- stofumenn í þjónustu einkaað- ila. Til samanburðar skal þess getið, að samkvæmt atvinnu- merkingu á skattskrám Reykja- víkur, Kópavogs og Seltjarnar- ness 1965 skiptust kvæntir karl- framteljendur 25—66 ára í þess- um starfsstéttum sem hér segir, í hundraðshlutum: Verkamenn 26,7; sjómenn 4,4; iðnaðarmenn 21,5; opinberir starfsmenn 30,9 og verzlunar- og skrifstofumenn í þjónustu einkaáðila 16,5. Verð- ur þannig ekki annað sagt, en að hlutfallsleg skipting þátttak- enda í neyzluathuguninni komi vel heim við raunverulega skipt ingu kvæntra karla á þessar starfsstétbir. í nýja vísitölugrundvellinum eru 3,98 einstaklingar, þ.e. 1,98 barn auk heimilisföður og heim ilismóður. Meðalaldur hans er 38,9 ár, en hennar 35,7 ár. í núverandi vísitölufjölskyldu eru 4,22 einstaklingar. Öflun upplsýinga frá þátttak- endum í neyzlurannsókninni var með tvennum hætti. Annars veg ar voru þeir, í viðtölum, beðnir um að láta í té allnákvæmar upp lýsingar um útgjöld sín á árinu 1964. Var þar um að ræða hús- næðiskostnað og öll önnur neyzlu útgjöld, nema útgjöld á kaupa á matvörum og óáfengum drykkj arvörum. Viðskiptafræðistúdent- ar voru fengnir til að eiga þessi viðtöl vfð þátttakendur í neyzlu rannsókninni, og færðu þeir all- ar upplýsingar jafnóðum á sér- stakt reikningsform undir ársút- gjaldaskýrslur. Hins vegar héldu þátttakendur búreikning um 4ra vikna skeið. Til þeirra nota fengu þeir reikningshefti með leiðbeiningum um, hvernig reikn ingshaldinu skyldi hagað, og til frekara öryggis lét Hagstofan starfsmann sinn fylgjast með því, eftir því sem með þurfti. Búreikningar þessir voru færð- ir á tímabilinu marz-desember 1965, en hlé varð á reiknings- haldinu í júlí og ágúst vegna sumarfría. Færð voru á búreikn ing öll útgjöld á 4ra vikna reikn ingstímabilinu, en tilgangur þessa reikningshalds var annars fyrst og fremst sá að afla vitn- eskju um útgjöld til kaupa á mat vörum og óáfengum drykkjarvör um, enda voru þau ekki tekin umst á ferðamálin sakar ekki að geta þess að nýjasta úr heimi ferðamála: Frétt frá. Rússlandi þess efnis, að ferða- menn geti átt von á allt a<5 eins árs fangelsisdómi ef þeir fari út af leið þeirri, sem rík- isferðaskrifstofan hefur ákveð- ið að þeir fari. Ýmsum þætti full langt gengið, ef ferðaskrifstofa ís- lenzka ríkisins fengi heimild til þess að gefa út þvílíkar há heilagar ferðaáætlanir, sem ekki mætti bregða út af án þess að eiga ársfangelsi í vænd um. Ætli þeim fækkaði ekki erlendu ferðamönnunum, sem heimsæktu okkur. En þegar Rússar eiga í hlut þykir engum neitt athugavert við formúlurnar, því þaðan er alls og vænta. á ársútgjaldaskýrslu. — Ekki er ástæða til að ætla annað en að upplýsingar ársútgjalda- skýrslna og búreikninga séu raunhæfar og tæmandi eftir þvl sem orði'ð getur. Þátttakendur i neyzlurannsókninni virðast yfir- leitt hafa unnfð verk sitt sam- vizkusamlega. Við uppsetningu hins nýja vísi tölugrundvallar hafa útgjöld til kaupa á óáfengum drykkjum verið byggð á búreikningum. Út- gjöld til kaupa á hreinlætisvör- um og snyrtivörum hafa jöfn- um höndum verið byggð á bú- reikningum og ársútgjaldaskýrsl um, en önnur útgjöld hins nýja vísitölugrundvallar eru flest sam kvæmt ársútgjaldaskýrslum. Við uppsetningu hins nýja vísi- vísitölu á sínum tíma var ýms- um neyzhiútgjöldum sleppt, ann. að hvort vegna ófullkominna upplýsinga eða vegna örðugleika á að finna staðgönguvörur fyrir viðkomandi útgjöld i vísitölunnL Þannig voru t.d. ekki tekin í nú gildandi vísitölu útgjöld til kaupa á húsgögnum og ýmsum öðrum húsbúnaði, útgjöld vegna eigin bifreiðar o.fl. Vfð uppsetn ingu hins nýja vísitölugrundvali ar hefur aðeins fáum og þýðing- arlitlum útgjöldum verið sleppt, og það hefur aðeins verið gert, þegar örðugleikar hafa verið á að mæla verðbreytingar eða önnur sérstök atvik hafa verið fyrir hendi. Þá er nýi vísitölu- grundvöllurinn einnig frábrugð- inn hinum eldri að því leyti, að miklu fleiri vörutegundir eru 1 þeim nýja og á þetta við svo að segja alla vísitöluflokka. Þri'ðja aðalbreytingin er sú, að talið hefur verið rétt að fella beina skatta, þ.e. tekjuskatt .útsvar og kirkjugjaldsgjald, úr grundvell- inum. Beinir skattar voru teknir í núgildandi vísitölu haustir 1960 og mánaðarlegar vísitölur reiknaðar á ný frá grunntíma 1. febrúar 1959, en miklir tækni- legir örðugleikar hafa verið á að reikna þennan lið vísitölunnar og hefur af þeim sökum verið talið rétt að hafa ekki beina skatta í henni, eins og var alla tíð frá því að fyrst var farið að reikna hana og til hausts 1960. Opinber gjöld, sem ekki breytast méð tekjum, þ.e. al- mannatryggingagjald, sjúkrasam lagsgjald, námsbókagjald og kirkjugjald, eru hins vegar f nýja vísitölugrundvellinum, svo sem verið hefur, og sama gild- ir um fjölskyldubætur, en fjár- hæð þeirra dregst frá heildar- upphæð útgjalda vísitölufjöl- skyldunnar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.