Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 1
28 siður
53. árgangur
192. tbl. — Fimmtudagur 25. ágúst 1966
Prentsmiðja Morgunblaðslna
Lof tleiðaf undurinn
hefst í Khöfn í dag
Frá fundi utanríkisráðherra Norðurlanda. Yzt til vinstri er Torsten Nilsson, utanríkisráðherra
Svía, þá John Lyng frá Noregi, næstur Per Hækkerup, utanríkisráðherra Dana, þá Gmil Jóns-
son og yzt til hægri er Ahti Karjalainen, utanríkisráðherra Finna.
Fundi ufanríkisrá5herra Nor5urlandanna lokið:
Aukin samvinna
almannatrygginga
Næsti fundur þeirra haldinn á Islandi
i april /967
a
sviii
Kaupmannahöfn og Ála-
borg, 24. ágúst (NTB)
■ár LOKIÐ er í Álaborg tveggja
daga ráðstefnu utanríkisráð-
herra Norðurlandanna fimm, ís-
lands, Noregs, Danmerkur, Finn-
lands og Svíþjóðar, — Verður
næsti utanríkisráðherrafundur
haldinn á íslandi í apríl nk.
* í FUNDARLOK gáfu ráð-
herramir út sameiginlega yf-
irlýsingu um árangurinn, og kem
ur þar m.a. fram að ákveðið hef-
ur verið að stuðla að aukinni sam
vinnu landanna á sviði almanna-
trygginga.
EINNIG ræddu ráðherrarnir
sameiginlega afstöðu land-
anna í ýmsum helztu málunum,
sem búast má við að rædd verði
á næsta Allsherjarþingi Samein-
uðu þjóðanna. Lýstu þeir einhuga
stuðningi við U Thant, fram-
kvæmdastjóra SÞ, og kváðust
vona að hann gæfi kost á sér til
endurkjörs í haust.
Varðandi almannatryggingar er
það að segja að hinn 15. septem-
ber 1955 var undirritaður samn-
ingur um samvinnu milli land-
anna, sem meðal annars gerði
það að verkum að sá, sem rétt
átti á ellilaunum í einu landanna,
naut sömu hlunninda þótt hann
settist að í öðru landi. Með samn-
ingnum, sem nú var gerður, verð
ur samvinna þessi víðtækari, og
á að tryggja borgara landanna
gegn missi öryrkja- og ekkna-
launa við flutninga frá einu Norð
urlandanna til annars. í fram-
kvæmd yrði það þannig að ör-
yrki eða ekkja héldu styrk sín-
um frá landinu, er þau flyttu frá,
þar til þau uppfylla skilyrði til
bóta í landi því, sem flutt er til.
Gilda réttindi þessi minnst í
fimm ár eftir flutninga, og ef um
flutninga til heimalands er að
ræða, gilda réttindin þar til elli-
U Thant í framboði?
Sameinuðu þióðirnar,
New York 24. ágúst
(AP—NTB).
FRAMKVÆMDASTJÓRI Sam-
einuðu þjciðanna, U Thant, mun
hinn 1. september n.k. tilkynna
fulltrúum allra aðildarríkja sam-
takanna hvort hann gefur kost
á sér til endurkjörs í fram-
kvæmdastjóraembættið þegar
yfirstandandi kjörtímabil hans
rennur út í haust. Verður ákvörð
un framkvæmdastjórans birt
samdægurs en fulltrúar fjöl-
margra þjóða, þeirra á meðal
Norðurlandanna fimm, hafa skor
að á U Thant að taka embættið
að sér næsta fimm ára kjörtíma-
bil, sem hefst 3. nóvember n.k.
Haft var í dag eftir heimildum,
sem taldar eru áreiðanlegar, að
U Thant muni ekki gefa kost ó
sér að nýju. Áslæðan á að vera
sú að hann telji aðildarríkin
ekki hafa veitt honum né em-
bætti hans eins og þeim hafi
borið til verndar friði í heim-
inum.
Aðrar heimildir herma að
Öryggisráðið muni koma saman
innan sólarhiings frá því að
framkvæmdastjórinn hefur til-
kynnt ákvörðun sína, og að full-
trúar í ráðinu telji Öruggt að
þeim takist að fá U Thant til
að gegna embættinu áfram.
Kjörtímabilið er fimm ár, en
ekkert er því til fyrirstöðu að
stytta það eitthvað ef U Thant
óskar þess. Bent er á í þessu
sambandi að fyrsti framkvæmda-
stjóri samtakanna, Norðmaður-
inn Tryggve Lie, var endurkjör-
inn til þriggja ára.
launaaldri er náð. Sérreglur eru
um Svía, því í Svílþjóð er elli-
iaunaaldur lægri en á hinum
Norðurlöndunum.
Að öðru leyti snerust umræð-
Framhald á bls. 27
Kaupmannahöfn, 24. ágúst.
Einkaskeyti til Mbl.
Á MORGUN, fimmtudag, hefjast
viðræður í Kristjánsborgarhöll
milli fulltrúa íslands og Norður-
landanna þriggja, Danmerkur,
Noregs og Svíþjóðar, um réttindi
Loftleiða til farþegaflutninga til
Norðurlanda og frá. Af íslands
hálfu mæta til viðræðnanna
Gunnar Thoroddsen, sendiherra,
Niels P. Sigurðsson, deildarstjóri
í utanríkisráðuneytinu, Agnar
Kofoed Hansen, flugmálastjóri,
og Birgir Möller, sendiráðsfull-
trúi. Kristján Guðlaugsson,
stjórnarformaður Loftleiða, mæt
ir sem áheyrnarfulltrúi.
Formaður viðræðunefndar
Norðurlandanna þriggja er H.
Kúhne, skrifstofustjóri danska ut
anríkisráðuneytisins. Viðræðurn-
ar hefjast klukkan 15, og er ætl-
að að þeim verði haldið áfram á
föstudag. Á fimmtudag koma
ferðamálará'ðherrar Norðurland-
anna þriggja saman til fundar í
Kaupmannahöfn til að ræða
vandamál í sambandi við flug-
ferðir í Sviþjóð, en talið að til
fundarins hafi einnig verið boð-
að í þeim tilgangi að auðveldara
yrði að ná til allra ráðherranna
saman, ef nauðsyn krefur vegna
samninganna við íslendinga.
— Rytgaard.
Hæstiréttur í öryggismálum
egypzka ríkisins hefur dæmt
Mustafa Amin, fyrrum ritstjóra
Kairóblaðsins „A1 Akhbar“ til
ævilangrar þrælkunarvinnu m.a.
fyrir þá sök að hafa „haft sam-
band við fulltrúa erlends ríkis“.
Dómstóll þessi dæmdi einnig
þrjá aðra menn til sömu refs-
ingar fyrir samsæri um að steypa
stjórn Nassers.
ER STJÖRNARKREPPA YFIR-
VOFANDI í V-ÞÝZKALANDI?
Þri5ji hershöfðinginn segir af sér í mótmælaskyni *
við stefnu stjórnarinnar í varnarmálum og stjórnar-
andstaðan verður æ harðskeyttari í garð Kai-tiwe
von Hassel varnarmálaráðherra
Bonn, 24. ágúst, NTB, AP.
ENN jókst vandræðaástandið
innan þýzka varnarmálaráðu-
neytisins í dag er þriðji hers-
höfðinginn í röð afhenti ráðu-
neytinu lausnarbeiðni sína í
mótmælaskyni við stjórn ráðu-
neytisins á varnarmálum lands-
ins. Fregnir herma að fleiri
háttsettir foringjar innan v-
þýzka hersins, sem óánægðir
séu með Kai-Uwe von Hassel
varnarmálaráðherra, kunni einn-
ig að segja af sér á næstunni.
Erhard kanzlari sem verið hef-
ur í sumarleyfi suður í Bayern
er væntanlegur til Bonn á
fimmtudag til viðræðna við
varnarmálaráðherrann.
Hershöfðingi sá er afhenti
ráðuneytinu lausnarbeiðni sína
í dag var yfirmaður eins hern-
aðarsvæða V-Þýzkalands, Gúnt-
her Pape, 59 ára gamall. Áður
höfðu eins og kunnugt er af
fyrri fréttum bæði yfirmaður
flughersins, Werner Panitzki og
yfirmaður v-þýzka hersins,
Heinz Trettner, sagt af sér.
Báðir hafa þeir Pape og Trettn-
er sagt ástæðuna fyrir uppsögn
sinni þá að varnarmálaráðherr-
ann hafi heimilað verkalýðs-
félögunum að taka í samtök sín
hermenn í v-þýzka hernum. Það
þykir þó deginum ljósara að
vandræðaástand það sem nú hef
ur skapazt í varnarmálum V-
Þýzkalands eigi sér rót í megnri
óánægju manna.með von Hassel
varnarmálaráðherra og nánasta
Framh. á bls. 27
Heinz Trettner.
Bannað að kaupa sér líkkistu fyrir andlátið og
vaka um nœtur við að skrifa elskunni sinni
Peking og Tókíó, 24. ágúst,
AP, NTB.
„RAUÐA varðliðið“ ungl-
inganna, sem nú ræður lög
um og lofum á götum Pek-
ing að því er fregnir að
austan herma, hefur kraf-
izt þess að höfuðborgin
verði skírð upp aftur og
látin heita Tong Fang
Hong eða „Austrið er
rautt“, eftir lofsöng einum
um Mao Tse-Tung og vilja
að sá söngur verði einnig
upp tekinn sem þjóðsöng-
ur Kína í stað þess sem nú
er. —
Sitthvað fleira mátti sjá á
kröfuspjöldum unglinganna,
sem fóru um götur Peking *
dag og meðal annars var þess
krafizt að bönnuð yrði sala á
gullfiskum, fuglum og forn-
gripum öllum auk allrar ;r-
lendrar vöru og brenndar all-
ar bækur sem ekki væru í
anda Maos. Þá var heimtað að
auðmenn sem af forsjálni
sinni hefðu keypt sér líkkist-
ur löngu fyrir andlátið skyldu
látnir skila þeim þegar í stað
og enginn fengi að kaupa sér
líkkistu í lifanda lífi. Einnig
vildu unglingarnir fá ókeypis
söluskírteini reiðhjóla og láta
banna greiðslu vaxta af lán-
um kapítalista og sömuleiðis
greiðslur allar til fyrri eig-
enda fyrirtækja sem nú eru
rekin í sameiningu af ríki og
einstaklingum.
Eitt kröfuspjald, stórt og
Framh. á bls. 2