Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 3
j?immiuaagvtr agusi i»uo mvnuuifiitiMi/iv — Síldsn Framhald af bls. 28. Samtals tilkynntu 51 skip um afla, samtals 10,265 lestir. Þórður Jónsson EA Lestir 240 Gísli Árni RE 430 Ásbjörn RE 210 Stígandi 220 Guðbjartur Kristjáns IS 210 Sigurey EA 300 Loftur Baldvinsson EA 240 Helgi Flóventsson ÞH 220 Helga Guðmundsd. BA 225 Héðinn ÞH 320 Gjafar VE 300 Bjartur NK 280 ÞÆskan SI 120 Þorbjörn II. GK 140 Arnkell SH 140 Sæfaxi II. NK 55 Hafrún IS 170 Sveinbj. Jakobsson SH 135 Grótta RE 180 Kristbjörg VE 120 Árni Magnússon GK 235 Hafþór RE 130 ísleifur IV. VE 190 Viðey RE 170 Gullver NS 140 Jón Garðar GK 350 Guðrún Guðleifsd. IS 280 Elliði GK 190 Helga RE 260 Lómur KE (2 1.) 385 Anna SI 160 Keflvikingur KE 270 Björgúlfur EA 180 Örn RE 260 Dagfari ÞH 240 Sigurbjörg OF 100 Höfrungur III. AK 170 Jón Finnsson GK 260 Sólfari AK 110 Ól. Friðbertsson IS 200 Glófaxi NK 95 Ársæll Sigurðss. GK 250 Jón Kjartansson SU 180 Guðrún Jónsdóttir IS 150 Engey RE 170 Þráinn NK 125 Helga Björg HU 160 Kópur VE 120 Gunnar SU 180 Hólmanes SU 170 Sigurfari AK 140 Eins og greint var frá í gær er nýhafin smíði flugskýlis á Akureyrarflugvelli. — Verður aðeins bvggður fyrri áfangi skýlisins nú, en 1-að á að geta rúmað hvaða íslenzka flugvél, sem er. Mikil vöntun hefur verið á flugskýli á Akureyrarflugvelli undanfarin ár, en þetta kemur til með að leysa úr brýnni þörf. — (Ljósm. Mhl. Sv. P.) Á Akureyrarflugvellí: llnnið er þessa dagana að malbikun Akureyrarflugvallar og verða 500 lengdarmetrar teknir fyr- ir í fyrstu. — Síðar verða teknir fyrir 250 lengdarmetrar og er þá fengin sú lengd sem fjárveit- ing er fyrir. — (Ljósm. Mbl. Sv. P.) Heyskapur minni en í meöallagi Kartöflugrös víða fallin GERT er ráð fyrir að hey- skapur verði minni en í meðal lagi eftir þetta sumar. l»ó er ekki talin ástæða til að ör- vænta vegna ástandsins, því Viua er heyfengur sæmilegur og um mestan hluta landsins hafa hey verkast vel. Auk þess er enn of snemmt að spá um hina raunverulegu niður- stöðu, því miklum heyjum er enn hægt að ná, ef tíð helzt góð fram í september. Verra ástand er með jarðávexti, því um síðustu helgi kom frost- nótt sem felldi gras um vest- anvert, norðanvert og norð- austanvert landið. Undirvöxt- ur var þá með minna móti, því sáð var mun seinna í vor en venjulega sökum kulda og jarðklaka. Er því gert ráð fyr ir að víða kunni svo að fara að ekki borgi sig að taka upp. Við fengum þær upplýsingar hjá Búnaðarfélagi íslands að heildarheyskapur væri í lakara meðallagi. Hann er sæmilegur á Suðurlandi, þótt fremur seint eprytti sökum vorkulda. Hey- Bjcapartíð var einkar góð framan af sumri og náðust heyin því injög vel verkuð. Verst er 4- standið á Norðausturlandi. Blaðið hafði samband við noiíkra fréttaritara sinna 'og spurði þá um hagi í þeirra heima héruðum. Góð tíð í ágúst bjargaði Páll Pálsson á Borg í Mikla- holtshreppi sagði að tið hefði verið mjög góð nú í ágúst og þvi væri búið að ná inn öllum heyj- um. Ekki hefði verið byrjað að slá fyrr en 10.—15. júlí. Talsvert minna gras er nú en var í fyrra, enda var þá óvenjugóð spretta. Þó munu allmargir fá svipað magn af heyi af fyrri slætti, en ekki er útlit fyrir að nein há spretti í sumar. Útlitið var ekki gott, en góð- viðriskaflinn i ágúst bjargaði þessu alveg hér hjá okkur. Það skyggir þó á, að stormar vorj hér á timabili, og urðu nokkrir skaðar af þeim sökum og fuku hey, einkum í Staðarsveit. Um heyskapinn í heild hér á miðsvæðinu vestanlands verður þó ekki annað sagt en að hann hafi gengið fremur vel, þótt hey- fengur verði að vöxtum með minna móti. Búist er við að eftirtekja verði lítil úr görðum á þessu hausti. Veldur því frostnótt, er gerði um síðustu helgi. Kartöflugras er víða fallið eða stórskemmt. f vor var sett niður hálfum mánuði til þremur vikum síðar en venju- lega og þeir, sem gáð hafa að undirvexti, segja hann lítinn. Góð tíð á Vestf jörðum Páll Pálsson í Þúfum við ísa- fjarðardjúp segir svo frá ástand- inu á Vestfjörðum: — Undangenginn tíma, júlí og ágúst, hefur veri'ð hin ákjosau- legasta veðrátta, ein sú bezta heyskaparveðrátta, sem komið hefur um árabil. Stöðugir þurrk- ar og hey hirt eftir hendinni allt til þessa dags. Heyskapur byrjaði yfirleitt einrii til tveimur vikum síðar en venja er og spretta var misjöfn. Vonir standa til að vel rætist úr eftir atvikum, vegna hinnar hagstæðu veðráttu. Víða eru allmiklar byggingarfram- kvæmdir, einkum útihúsa. — Jarðabætur eru víða miklar og skurðgrafa frá Vélasjóði er að verki. Dilkar sýnast vænir og fénaðarhöld voru ágæt. Mjóg víða eru komin ágæt fénaðarhus. sem hafa verið byggð og endur- bætt undanfarin ár. Berjaspretta er heldur lítil ennþá, en getur orðið sæmileg ef gott veður helzt eitthvað áfram. Garðávextir verða með minna móti, sökum þess hve seint klaki fór úr jörðu. Kalin tún í Húnaþingi Benedikt Guðmundsson á Stað arbakka í Miðfirði segir að hey- skapur megi teljast sæmilegur í Húnaþingi. Á nokkrum bæjum eru tún skemmd vegna kals, en ekki víða í sfórum stíl. Búið er yfirleitt að þurrka fyrri slátt og víðast er hey komið inn. Það spratt seint í vor, og kuldar hafa verið af og til í sumar, en góðir kaflar á milli. Heyfengur er minni en í meðailagi, nálgast það þar sem bezt er, en er langtum verri en í fyrra, enda var hann þá með sérstökum ágætum. Háar spretta verður mjög léleg og því verður heildarheymagn mun minna en í meðallagi. Hey hafa verkazt vel. Veiði hefur verið léleg 1 Mið- fjarðará í sumar, einhver hm versta um langt sþeið, ef ekki rætist úr eftir þetta. Svo mun viðar í ám hér á Norðurlandi. Slæmt ástand í Axarfirði Jón Sigfússon á Ærlæk , Axar- firði segir að spretta hafi verið þar sæmileg, en heyskapur geng- ið með eindæmum illa fram til þessa, rosatíð og kuldar þar til nú síðustu 4 daga. Hey hröktust því mikið og vegna ótíðar var sláttur dreginn og spratt gras því úr sér. Margir eru langt komnir með fyrri slátt. Magnið af heyi verður talsvert en heyið verður lplegt fóður. Ekkert verð- ur heyjað á úthaga. Þá er einmg dauft með háarsprettu, jafnvel þótt hey hafi verið klóruð upp eftir fyrri slátt Lítil von er um uppskeru garð- ávaxta, frost felldi kartöflugrós áðfaranótt sunnudagsins sl. Ágætur heyfengur í Breiðdal Páll Guðmundsson á Gilsár- stekk í Breiðdal hefur mun betri sögu að segja um heyskap og heyfeng þar. Spretta var ágæt í vor og óvenjugóð á úthaga, sem er þó lítið notaður til slægna. Heyskapurinn í sumar hefur gengið svo vel að engin tugga’ hefur hrakizt. Ha- verður þó litil, því seint var hægt að bera á í vor, vegna þess hve lengi vegir voru ófærir. Snjór var sem kunn ugt er feiknámikill og bjuggust menn jafnvel við að hann myndi alls ekki taka úr fjöllum í sumar þar sem hann var mestur. Þetta hefur þó farið á annan veg og er nú snjór horfinn úr hæstu fjöli- um. t, ★ Um suðaustanvert landið og i Skaftafellssýslum hefur heyskap ur verið góður, en í óveðrinu, sem ger’ði 23.24. júlí fauk talsvert af heyi í sveitunum við Horna- fjörð. Norður á Ströndum hefur lítið sem ekki sprottið i sumar og hei- ur því heyfengur þar verið mjog lélegur, þátt heyskapartíð hafi verið sæmileg. STAKSTEIWR Breyting d ílokka- skipun d þingi Þjóðviljinn segir í gær að bú- ast megi við „verulegri breytingu á flokkaskipan á þingi næsta kjörtímabili“. I þessum orðum eru fólgin meiri sannindi en yfirleitt er í skrifum kommún- istablaðsins. Eins og horfur eru nú í mál- efnum Alþýðubandalagsins bend- ir margt til þess, að það muni ekki ganga heilt til skógar í næstu þingkosningum, og er ekki ólíklegt að í þess stað verði nm tvö flokksbrot að ræða, fremur en „samfylkingu". Þingflokkur Alþýðubandalagsins hefur á yfir- standandi kjörtímabili veriS klofinn, raunar margklofinn, en þó fyrst og fremst í tvær and- stæðar fylkingar, og hafa styrk- ■* leikahlutföllin stundum breytzt vegna komu varamanna á þing. Oftar en einu sinni hefur það komið alvarlega til álita, að þingflokkur Alþýðubandalagsins yrði klofinn, og að samstarfsaðil- ar Sósíalistaflokksins í honum ryfu það samstarf og mynduðu nýjan þingflokk. Hjá þessu var með naumindum komizt á siðast- liðnum vetri, en þær erfiðu fæð- ingarhríðir, sem stóðu yfir áður en hið nýja Alþýðubandalagsfé- lag í Reykjavík var stofnað og þeir atburðir, sem þar hafa gerzt síðan benda mjög eindregið til þess að þessir aðilar muni ekki eiga langa samvinnu fyrir hönd- um. Skrif Einars Olgeirssonar eru auðvitað örvæntingarfull til- raun til þess að ná aftur í sinar hendur þvi frumkvæði, sem hann t hefur fyrir löngu misst, en ljóst er að báðir hinir striðandi aðilar í Alþýðubandalaginu taka ekkert mark á því sem frá Einari kemur. Hann er jafnáhrifalaus gagnvart samstarfsaðilum Sósíalistaflokks- ins sem þeim er nú ráða raun- verulega yfir flokksvél Sósíal- istaflokksins, þ. e. a. s. hinum ofstækisfullu kommúnistum, sem stjórna Sósialistafélagi Reykja- viaur. Sambandsleysi við umheiminn Það liggur við að menn finni til vorkunnsemi með Framsóknar mönnum við lestur Tímans í gær, en þar segir m. a. „Ætlist ríkisstjórnin til þess að fá samvinnu þjóðfélagsafl- anna um að framfylgja óbreyttri stefnu í efnahags- og atvinnu- málum, getur hún eins sagt af sér strax. Slíkt samkomulag mun aldrei fást“. Ja, miklir menn er- um við Hrólfur minn. Það á vissulega við um þessi ummæli Framsóknarmálgagnsins, sem tel- ur sig nú greinilega geta talað fyrir munn verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnurekenda og hefur þó ekki farið mikið fyrir áhrifum þeirra í þessum sam- tökum fram til þessa. Framsókn- armenn munu vafalaust komast ' að því fyrr en varir, að forustu- menn verkalýðsfélaganna á Is- landi og samtaka atvinnurekenda hafa ekki nú fremur en áður hugsað sér að láta Framsóknar- flokkinn stjórna gerðum sínum. Þeir munu miða þær við hags- muni félagsmanna sinna og með hliðsjón af þeirri ábyrgð sem þeir hafa í þjóðfélaginu, sem forustumenn áhrifamikilla hags- munasamtaka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.