Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 18
18 MORGUNB LAÐIÐ Fimmtudagur 25. ágúst 1966 Öllum ættingjum mínum, venzlafólki og vinum sem minntust mín á 75 ára aldursafmæli mínu 23. þ.m. með blómum, heillaskeytum og góðum gjöfum sendi ég hjartans þakkir og beztu kveðju. Sólveig Ásgiímsdóttir. Hugheilar þakkir öllum þeim til handa sem heiðruðu mig með gjöfum, heimsóknum, heillaskeytum og annarri vinsemd á sjötugsafmæli mínu 17. ágúst s.i. I Albert í Gróttu. Innilegar þakkir og alúðarkveðjur sendi ég öllum þeim sem auðsýndu mér vinsemd á sjötugsafmæli mínu. Yngvi Jóhannesson. Hjartanleg þökk og hugheilar blessunaróskir til allra þeirra, sem glöddu mig á sjötugsafmælinu. Sesselja Christiansen. t, Faðir okkar og bróðir GUÐMUNDUR RUNÓLFSSON trésmíðameistari, andaðist að Elliheimilinu á ísafirði þriðjudaginn 23. þ.m. — Jarðarförin ákveðin síðar. Sigríður Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og systkini hins látna. Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir og bróðir INGI ÓLAFUR GUÐMUNDSSON frá Böðvarshólum, sk rifstofumaður, Njálsgötu 90, andaðist í Landsspítalanum 22. ágúst síðastliðinn. Jenný Jóhannesdóttir, Guðmundur Snævar Ólafsson, Ingibjörg Vigfúsdóttir, Halldór Guðmundsson, Páll Guðmundsson. Maðurinn minn GUÐBRANDUR JÓN SIGURBJÖRNSSON sem lézt 19. þ.m. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni laugardaginn 27. ágúst kl. 10,30 f.h. Ástríður Eggertsdóttir. Eiginmaður minn BJARNIJÓNSSON frá Galtafelli, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 26. ágúst kl. 13:30. Sesselja Guðmundsdóttir og fjölskylda. Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir ÁSGEIR KRISTJÁNSSON Grafarnesi, sem andaðist 17. þ.m. verður jarðsunginn í Grafarnesi föstudaginn 26. ágúst kl. 2 e.h. Þórdís Þorleitsdóttir, börn ©g tengdabörn. Sonur okkar og bróðir HINRIK ELDBERG HINRIKSSON sem andaðist 18. þ.m. verður jarðsunginn í Grafarnesi föstudaginn 26. ágúst kL 2 e.h. Ragnheiður Ásgeirsdóttir, Hinrik Eldbergsson og systkini. Útför dóttur minnar UNNAR MAGNÚSDÓTTUR Lambhól, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. þ.m. kl. 13,30. Fyrir hönd aðstandenda. Sigurlína Ebenezerdóttir. Þökkum Öllum þéím, sem auðsýndu samúð og vinar- hug við andlát og útför föður okkar HÖSKUI-DAR SIGURÐSSON AR frá Djúpavogi. Margrét Höskuldsdðttir, Marta Imsland, Stefán Höskuldsson, Arnleif Höskuldsdóttir. Bifreiða- eigendur Opnum í da" vcrzlun að Hverfisgötu 64 (horn Hverfisgötu og Frakkastígs) sem verzlar með sætaáklæði í allar tegundir bif- reiða. Þetta eru hin viðurkenndu áklæði frá Altika-verksmiðj- unni í Danmörku, sem framleiðir einhver vönduðustu og falleg- ustu áklæði, sem nú eru á markaðnum í Evrópu. Margar gerðir og fjölbreytt litaúrval. Einnig hnakkapúðar og sætapúðar í sama lit og áklæðin. Fjölbreytt úrval af mottum í allar tegundir bifreiða. Motturnar eru úr ullareínum og kókos. Kynnið yður hinar viðurkenndu Altika-vörur og litið inn um leið og þér akið inn Hverfisgötu. ALTIKA - BLÐIIM Hverfisgötu 64 (horn Hverfisg./Frakkastíg). Ólöf Sigurðardóttir — Kveðju Fædd 7. ágúst 1943. Dáin 22. maí, 1966. Ó faðir gjör mig lífið Ijós um lífs míns stutta skeið, til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefir villzt af leið. Elsku frænka mín, aðeins ör- fá, fátækleg kveðjuorð. Aldrei hefi ég skilið eins vel þau orð, að svo lengi sem líf er, þá von. Við vissum öll, að hverju dró, en samt neituðum við að trúa, því það var svo óra fjarri öllum, sem þig þekktu að láta sér koma í hug, að viðskilnaðurinn væri á næsta leiti. Að þú værir á förum héðan, — þú sem trúir á lífið og alltaf varst svo dugleg og bjartsýn. Við dauðlegar manneskjur, vit- N auðungaruppboð Eftir kröfu lögfræðings Hafnarfjarðarbæjar fer fram nauðungaruppboð fimmtudagmn 1. september 1966 kl. 14, að Vesturbraut 9 Hafnarfirði. Selt verð- ur Bene-kæliborð og Biro-kjötsög. Talið eign Vesturbúðar h.f. — Greiðsla fari fram við hamars- högg. Bæjarfógetinn í HafnarfirSi. Vélgæzlumenn Óskum eftir að ráða nokkra menn til vélgæzlu- starfa. Góð vinnuskiiyrði. Mötuneyti á staðnum, ódýrt fæði. Væntanlegir umsækjendur tali við Halldór Sigurðsson. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. ,t, um lítið og ráðum enn minna, um ráðstafanir þess örlagavald- ar, sem okkur er hulinn. Okkur finnst sárt að sjá ástvini í blóma lifsins hverfa bak við tjaldið stóra, en kannske er það ekki eins ömurlegt og virðist, kannske ert þú sæl, að hafa ekki lifað vonbrigðin, kulda élin og vonskuna, sem fíestir komast í kynni við, sem lengra lífs er auðið hér í heimi. ■ Við soknum þin sáót Ólöf min, en við tfúum því, að þín bíði himnarnir opnir og þökkum þér fyrir þíha stuttu ævi og geym- pm huglúfar minningar. Elsku Ólöf, þakka þér fyrir allt. Ó faðir gjör mig styrkan staf, að styðja hvern sem þarf. unz allt það pund, sem guð mér gaf ég gef sem bróður arf. Valgerður Bára. Þökkum innilega sýnda samúð við andlát og jarðarför móður minnar og tengdamóður KATRÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Sauðholti, Kárastíg 11. Sérstakar þakkir færum við Þórarni Guðnasyni lækni og starfsfólki Hvítabandsins. Halldór Pétursson, Bergþóra Jónsdóttir. ATHUGIÐ! Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.