Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 26
•r> vnwwlvwibMi/atr x-iiiijjituuagm z.o. agust ii*öt> Veður spillti al- þjdöiega mdtinu ÞÁTTTAKENDUR frá þremur löndum voru á „aukamóti“ í frjálsum íþróttum í Laugardal í fyrrakvöld. Veðurguðirnir lögðu siður en svo blessun sína yfir þetta „alþjóðlega" mót, eins og mót með slíkri þátttöku yrði t. d. kallað á Norðurlöndum. Veðurskilyrði settu sinn svip á mótið en þrátt fyrir þau náðist dágóður árangur í ýmsum rgein- am. Hlaupararnir urðu mest að gjalda veðursins. Kanada- maðurinn Van der Waal setti kanadískt met í 1500 m hindrun- arhlaupi á 4:17.4 og var fyrir- fram öruggt um met þar sem vegalengdin hefur ekki verið hlaupin af þarlendum mönnum. Halldóri Guðbjörnssyni tókst ekki að veita honum neina keppni, fékk 4:20.8. Þorsteinn Þorsteinsson KR náði 51.6 í 400 m hlaupi. í 100 m hlaupi sigraði Halldóra Helga- dóttir á 14.1 en Barbara Hemm- elskamp frá A-Þýzkalandi hljóp á 14.9. Snorri Ásgeirsson ÍR sigraði í tveim hlaupargeinum sveina, vann 100 m á 13.0 og 200 m á 26.4 sek. Hástökkið var „aðalgrein“ mótsirxs Því þar mættust Austur- Þjóðverjinn J. Kirst sem á bezt 2.09 m og Jón Þ. Ólafsson. Þjóð- verjinn gat lítið aðhafst við veð- uraðstæðurnar og fór ekki hærra en 1.90. Jón Þ. ólafsson ÍR vann því létt og auðveldlega og notaði gamla lagið — „saxstílinn" — og stökk þannig 2 m. í köstunum var árangur góður á isl mælikvarða. Þorsteinn Al- freðsson frá Breiðabliki vann með 49,18 en annar varð Þor- steinn Löwe með 47,02 og Jón Þ. Ólafsson þriðji með 45,96. í kúluvarpi sigraði Guðmund- ur Hermannsson, varpaði 16,22. Langstökkið varð jafnasta keppnin. Þar sigraði Úlfar Teits- son KR með 6,85 m, 2. ólafur Guðmundsson 6,72 og 3. Kjartan Guðjónsson ÍR 6,64. • ~ "i" ii» — i Systurnar verða aí gullunum Sovézku systurnar frægu Tamara og Irena Press verða ekki meðal þátttakenda á EM í frjálsíþróttum, sem hefst í Budapest í næstu viku. Hafa þær forfallazt á siðustu stund Tamara Press á heimsmet- in í kringlukasti og kúluvarpi var talin örugg um Evrópu- meistaratitil í þeim greinum og systir hennar Irena, sem á heimsmetin í 80 m. grinda- hlaupi og fimmtarþraut, var talin viss um sigur í þeim greinum. Þriðja sovézka stúlkan T. Schelkanova, fyrrum heims- methafi í langstökki, verður heldur ekki með vegna meiðsla á fætL Dágóður árangur samt KR getur unnið 1. deild á 12 stigum Íróttasíðunni barst eftirfarandi bréf í gær: Herra ritstjóri. Á Íþróttasíðunni í dag, mið- vikudag, er sagt, að „KR, Akur- nesingar og Þróttarar reki lest- ina og hafi misst af sigurmögu- leiknum“ í 1. deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu. Það er rétt, Þróttur hefur misst af strætisvagninum og litl ar líkur til að KR og Akranesi takist að sigra, en það er alls ekki útilokað — og „allt getur gerzt í knattspyrnu“. Sá hugsanlegi möguleiki er enn fyrir hendi, að 5 félög verði jöfn með 11 stig, eða þá að 4 félög verði jöfn með 12 stig. Og til að kóróna allt saman getur KR hreinlega sigrað í mótinu með 12 stigum. Segja má að heldur ólíklegt sé að slík ,,taflstaða“ komi upp í lokin, en knattspyrnan er óút- reiknanleg og einmitt það á svo mikinn þátt í því að gera hana skemmtilega. (Innan sviga má t.d. benda á, að Fram, sem vann Víking samanlagt 20:0 í tveimur leikum, tapaði þeim þriðja 0:1). ★ Við þökkum bréfritaranum bréíið og leiðréttum fúslega mis tökin. Gleðjumst aðeins yfir að við búum við svo jafnt íslands- mót að félag sem er í 4. sæti þegar 2 umferðum er ólokið geti sigrað. Möguleikarnir eru sem sagt enn fleiri en við reiknuð- um með í gær. heimsmet um 17 sek. MIKE Burton, 19 ára gamall skólanemi bandarískur, kem- ur hér að marki eftir 1500 m. skriðsund sl. sunnudag, en þar bætti hann gildandi heimsmet um heilar 17 sek- úndur. Hann er einn í hópi þeirra er slegið hafa neims- metin á bandaríska sund- meistaramótinu. Tími Burt- ons var 16.41.6 — og hafa framfarirnar á þessari vega- lengd verið ótrúlega stórstíg- ar. Fyrrum methafi var annar í sundinu — en hann varð að sjá af mettitliuum þótt hann synti á 7 min. skemmri tima en heimsmetstimi hans var. I Sænska knattspyrnusam- bandið hefur ákveðið að u.a þátt í Evrópukeppni ungh..áa í knattspyrnu, sem háð Vci u ur i Tyrklandi 5—13 maí 1967. Þorsteinn Alfreðsson kastar kringlunni. Ensko knnttspyrnan ÚRSLIT í 1. deild ensku deildarkeppninnar á mánudag og þriðjudag: Aston Villa — Sheffield W. 0-1 Blackpool — Leicester City 1-1 Arsenal — West Ham Utd. 2-1 Burnley — Fulham 3-0 Everton — Manchester Utd. 1-2 Sheffield U. — Newcastle 0-1 2. deild Bristol C. —Crystal Palace 0-1 Carlisle Utd. Derby C. 0-0 Ipswich — Huddersfield Tn. 3-0 SYIMDIÐ 200metrana Halldóra Helgadóttir sigrar þá austur-þýzku í 100 m. hlaupi. Góður árangur á móti UMSE og HSÞ TVÖ AF stærstu og öflugustu héraðssamböndum Norðurlands UMS Eyjafjarðar og Héraðssamb. Suður-Þingeyinga háðu keppni í frjálsum íþróttum á leikvangin- um að Laugalandi s.l. laugardag. Sá UMSE um mótið en móts- stjóri var Halldór Gunnarsson. Góður árangur náðist í ýmsum greinum m.a. stókk Sigrún Sæmundsdóttir HSÞ 1.48 i há- stökki. Sigurvegarar urðu. KARLAGREINAR: 100 m. hlaup. Haukur Ingi- bergsson HSÞ 11,2 sek. 400 m. hlaup, Gunnar Krist- insson HSÞ 53,3 sek. 1500 m. hlaup. Gunnar Krist- insson HSÞ 4.28.8 min. 4x100 m. boðhlaup. Sveit UMSE 46,5 sek. Kúluvarp. Guðmundur Hall- grímsson HSÞ 13,82 m. Kringlukast. Guðmundur Hall- grímsson HSÞ 42,15 m. Spjótkast. Jóhann Jónsson UMSE 41.16 m. Langstökk. Friðrik Friðbjörns- son, UMSE 6,27 m. Stangarstökk. Sigurður Friðr- iksson HSÞ 3.00 m. Þristökk. Sigurður Sigmuisds- son UMSE 13,20 m. Hástökk. Haukur Ingibergsson HSÞ 1,70 m. KVENNAGREINAR: 100 m. hlaup. Lilja Sigurðar- dóttir HSÞ 13.2 sek. i'ramh&ld a bis. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.