Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 28
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 192. tbl. — Fimmtudagur 25. ágúst 1966 Langstærsta og íjölbreyttasta blað landsins Stórrigning um SV-land í gær f GÆR var stórrigning hér á Suður- og Vesturlandi. I fyrri- nótt var úrkoma allmikil en óx verulega í gærdag. í fyrrinótt mældist úrkoman 35 mm. í Vest mannaeyjum og 34 mm. á Þing- völlum. í gær var rigningin hér um slóðir svo enn meiri, en við- ast úrkomulaust á norðan og austanverðu landinu. Rigningin var víðast 15-30 mm þá 9 tíma sem hún var mæld í gærdag, eða frá 9 í gærmorgun til kl. 18 í gærkvöldi. Mest mældist úrkoma á Keflavíkurflugvelli, 53 mm., 36 mm. mældust á Stórhöfða, 35 á Reykjanesi. í Reykjavík var úrkoman á sama tíma 20 mm., en á Hólmi, hér rétt innan við hæinn, 42 mm. Þar mældist alls 67 mm. úrkoma yfir sólarhring- inn og er það óvanalega mikið. Hiti var yfir meðalag eða um 12 stig hér á Suðvesturlandi, en mestur á Akureyri. Hvasst var samfara allri þess- ari rigningu. Vegna veðurs varð að fresta kappleik, sem halda átti hér í Reykjavík. Einhverjar skemmdir urðu af völdum veðursins t.d. löskuðust vinnupallar við Háa- leitisbraut og talsvert var um árekstra og er skýrt frá þeim á öðrum stað í blaðinu. Ekki verður sagt að haustrign ingar séu seztar að með þessu vatnsviðri, því ágúst getur oft verið drjúgur með rigningar. Vegir spilltust mjög austan- fjalls í gær svo og á heiðunum að austan, svo ástand þeirra varð vægt sagt mjög bágborið. Hér í borg komst vatn inn í kjallara og olli skemmdum og vegarkafl- ar skemmdust, en um suma vegi féllu heil fljót í rigningunni. í Hafnarfirði fuku plötur af hús- um og tveir litlir bótar, tveggja og þriggja tonna, sukku þar í höfninni. Gert var ráð fyrir að Vesturlandsvegur væri eitthvað farinn að spillast í gærkvöldi og illfær litlum bílum, en ná- ■kvæmar fregnir voru ekki komn ar af því. Við björgun vélbátsins Höfrungs AK, sem nær var kominn upp á grynningar rétt við höfn ina í Þorlákshöfn í gær. fsleifur (t.h.) er þarna að draga Höfrung og brotin sjást milli bát- anna. fsleifur varð að fara afturábak, því ekki vannst tími til að snúa honum. Þriðji bátur- inn sést milli hinna utan við brotin á leið til hafnar í Þorlákshöfn. Ljósm. St. E. Sig. Bát naumlega bjargað til Þorlákshafnar í gær — Var með bilada vél i roki og stórsjó — Dráttartaugar margslitnuðu Þorlákshöfn 24. ágúst. I bilaða vél út af Eyrarbakka. Um hádegið í dag barst sú Vélbáturinn ísleifur frá Þor- frétt hingað að vélbáturinn lákshöfn var nýkominn að Höfrungur AK 91 væri með j landi úr humarveiðiferð og Bátar selja fyrir geysi- hátt verð í Bretlandi Vinnupallar ganga úr skorðum á nýbyggingu við Háaleitisbraut. TVEIR bátar hafa selt afla í Bretlandi í þessari viku og fengið geysihátt verð fyrir hann. Sjóhæfni Reykjaborgar meiri eftir yfirbygginguna * — segir Haraldur Agústsson skipstjóri — Bræla • komin á síldarmiðunum í gær f gærkvöldi var komin bræla á öllu veiðisvæðinu fyrir Norðausturlandi og ISlýja verksmiðj j an sprengdi spennistóðina j Eskifirði. 24. ágúst. ; HÉR hefir nú verið saltað á j 5 söltunarstöðvum alls í; 10.805 tunnur. Skiptist söltun- j in þannig milli stöðva: Bára; 1800 tunnur, Söltunarstöð j Sigfúsar Baldvinssonar 400.: Askja 2000, F.vri 2001 og Auð j björg 4604. Z Síðastliðið laugardag.sk völd j var búið að landa í bræðslu : Framhald á bls. 27 ; Austurlandi. Blaðið hafði sam band við Harald Ágústsson skipstjóra á Reykjaborginni Skipið var þá statt 70 mílur austur af landinu en hafði í fyrrinótt verið að veiðum 110 sjómílur ASA af Dalatanga. Fengu nokkur skip síld þar, en hún var stygg og erfitt að eiga við hana. Þeir á Reykja- borgu fengu 100 lestir. Við spurð um Harald hvernig þeim likaði nýbreytni sú um borð þar sem þilfarið er yfirbyggt að mestu. — Það er allt útlit fyrir að þetta sé mjög gott, sagði Harald- ur, — einkum er þetta betra hvað alla vinnu um borð snertir Skipið er yfirbyggt fram að spil inu aftan við framsiglu og vantar ekki nema tvo metra á að byggt sé yfir það allt. Það vannst ekki tími til að ljúka verkinu. Þegar hrotan var komin var ekki til setu boðið lengur. Mér virðist sjóhæfni skipsins hafa - batnað við þetta, og þetta á sennilega enn betur eftir að koma í ljós þegar mikið er í skipinu, sagði Haraldur að lokum. Skipin voru á leið til lands og búizt var við vaxandi SV brælu á miðunum. Sæmilegt veður var á síldar- miðunum fyrri sólarhring. Veiði svæðin voru þau sömu og næsta sólarhring á undan, það er 150 mílur NA af austri frá Raufar höfn og 100-110 mílur ASA af Dalatanga. Sæfaxi frá Neskaupstað seldi sl. mánudag í Grimsby, alls 30,4 tonn fyrir 5.035 sterlings- pund. Er þetta sérstaklega hátt verð, eða um 20 kr. fyrir kg. Þá seldi Magnús IV. frá Reykjavík í Grimsby \5 tonn fyrir 4.510 sterlingspi.nd, en það samsvarar kr. 18.35 fyrir hvert kg. Tveir togarar hafa einnig selt erlendis í þessari viku, en þeir voru ekki eins heppnir. Surprise seldi í Cuxhaven sl. mánudag, alls 172 tonn fyrir 111.574 mörk. Það hafði áhrif til lækkunar á markaðsverðið, að heitt var í veðri í borginni þennan dag. Karlsefni seldi í Hull sl. mánu dag, alls 111 tonn fyrir 7.844 sterlingspund. Var hann með smáfisk. undan Eyrarbakka fór hann Höfrungi þegar til aðstoðar. Um 4 mílur út af Eyrarbakka hitti Isleifur Höfrung og gekk vel að koma dráttartaug milli bátanna. Var svo haldið áleiðis til Þorlákshafnar. Um kl. 16 voru bátarnir komnir í námunda við höfnina hér, en þá festist dráttar taugin í botni. Eftir árangurs- Framhald á bls. 27. Sjónvarps- málinu frestaÖ í viku Vestmannaeyjum, 24. ágúst. SVO sem kunnugt er hefir orð- ið mikið þref um svokallað sjónvarpsmál hér í Vestmanna- eyjum og er nú málið komið á það stig, að taka átti það fyrir með pomp og prakt í fógetarétt- inum hér í dag og þar með lík- lega að eilífu að hindra eyja- skeggja í að horfa á sjónvarps- skerminn. Minna varð úr högginu en til var reitt, því að málsaðilar höfðu komið sér saman um að fresta málinu í eina viku. Bæði var, að ekki var flugveður í dag, og gátu þar af leiðandi lögfræð- ingar og aðrir fyrirmenn menn- ingaryfirvalda syðra, ekki mætt, svo og að formaður Félags áhugamanna um sjónvarp í Eyj- um, Bragi Björnsson, var í sum- arleyfi. Bíða því allar aðgerðir þar til næstkomandi miðviku- dags. — Bj. Guðm. Aflaverðmæti 102 millj. kr. miðað við bræðslusíldarverð 1 ÞESSARI síðustu aflahrotu hefur íslenzki síldveiðiflot- inn fyrir norðan og austan veitt alls 60.132 tonn sam- kvæmt skýrslum fyrir dag- ana 19.-24. ágúst. Verðmæti þessa afla miðað við bræðslu- síldarverð er rúmlega 102.2 milljónir króna. Þann 19. ágúst tilkynntu 64 skip um afla, alls 13.276 tonn, þann 20. ágúst 52 skip með 10.395 tonn, þann Zl. ágúst 20 skip með 2.530 tonn, þann 22. ágúst 48 skip með 7.550 tonn, þann 23. ágúst 82 skip með 16.116 tonn og 24. ágúst 51. skip með 10.265 tonn. Bræðslusíidarverðið cr kr. 1.70 fyrir hvert kíló og verð- mæti þessara 60.132 tonna verður því 102.224.400 krón- ur. Þess ber þó að geta, að I mjög mikið hefur farið t* i söltunar, en mun hærra verð er greitt fyrir söltunarsíld, svo og hafa síldarflutninga- skip tekið við drjúgum hluta aflans, sem lægra verð er greitt fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.