Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 25. ágúst 1968 12 SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN RITSTJÓRAR: SIGURÐUR HAFSTEIN OG VALUR VALSSON Fjúlmenni í Viöeyjar- ferð Heimdallar HEIMDALLUR FUS efndi til 1 er óhætt að fullyrða, að þátt- ferðar í Viðey síðastliðinn takendur hafi almennt haft sunnudag, og var mikið fjöl- mikla ánægju af ferðinni, en .menni í ferðinni. Veður var þótt Viðey liggi rétt utan við svo sem bezt var á kosið og I Reykjavík munu þeir Reyk- víkingar margir, sem þangað hafa aldrei komið. Þetta kom glögglega fram í því, að margt eldra fólk tók þátt í ferðinni, sem ekki hefur áður haft tækifæri til að koma í Viðey. Árni Óla, ritstjóri, var leið- söguma'ður í ferðinni og þegar komið var í Viðey flutti hann fróðlegt og ítarlegt erindi um jí'áV^' ?■ Pessa. fallegu mynd tók Ámi Lá russon, formaður ferðanefndar H eimdallar, þegar siglt var til baka írá Viðey síðastliðið sunnudagsk völd. Ljósm. Árni Lárusson. Fiskkaupendur Þeir sem vildu tryggja sér fisk af góðum BÁT í lengri eða skemmri tíma leggi inn til Morgun- blaðsins tilboð merkt: „Fiskur 100“, fyrir 29. ágúst 1966. Laus staða Staða forstjóra Elli og hjúkrunarheimilisins Sól- vangs er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. september næslkomandi. Bæjarstjórinn í Ilafnarfirði. NauBungaruppboð Eftir kröfu lögfræðings Hafnarfjarðarbæjar fer fram nauðungaruppboð fimmtudagmn 1. septem- ber 1966 kl. 11,30 árdegis að Reykjavíkurvegi 74, Hafnarfirði. Seld verður límpressa, talin eign Forms s.f. — Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. sögu eyjarinnar, af tröppum hinnar sögufrægu Viðeyjar- stofu, sem Skúli Magnússon, landfógeti, og Magnús Stephen- sen, dómstjóri, gerðu fraega. I sögu Viðeyjar skiptast á skin pg skúrir. Reisn hennar hefur verið mikil en hún hefur einnig átt sína niðurlægingartíma. Þessa sögu rakti Árni Óla ítarlega þátt takendum til fróðleiks og á- nægju, en síðan gengu ferða- langar um eyjuna og skoðuðu hana. Þar eru margir staðir sem margvíslegar minningar eru bundnar við úr sögu hennar fyrr á öldum. í Viðey var um tíma mikill fjöldi fólks, og mun láta nærri að þar hafi verið um 200 manns þegar mest var. Milljónafélagið ætlaði að koma þar upp umfangsmiklum atvinnurekstri, en minna varð úr því en til stóð og Kárafélagið svonefnda hafði þar einnig mikil umsvif um skeið. Um tíma var mikið æðavarp í Viðey, en nú er það allt horfið. -v. Eigandi Viðeyjar hefur nú gef- ið þjóðkirkjunni kirkjuna í Við- ey, sem Skúli landfógeti lét byggja, og sér þjóðkirkjan nú um viðhald hennar. Hefur kirkj- an verið lagfærð og er nú í hinu bezta ásigkomulagi. Dyrnar á kirkjunni eru jafnan opnar, en sagt er áð lokist kirkjudyrnar verði jafnan dauðaslys á sund- inu fyrir framan Viðeyjarstofu. Ekkert skal um það sagt hve Þátttakendur í Viðeyjarferð Heimdallar fyrir framan hina sögu- frægu Viðeyjarstofu en á tröppum hennar stendur Árni Óla, rit- stjóri, sem flutti ítarlegt og fróðlegt erindi um sögu Viðeyjar. mikið er til í þeirri sögu, en staðreynd er þó að dauðsföJl hafa orðið á sundihu undan Við- ey, bæði á þessari öld og síðustu öld, og höfðu dyr kirkjunnar þá lokazt, líklega vegna vindkviða. Þessi ferð í Viðey var öll hin ánægjulegasta og þátttakendur munu vafalaust sammála um að að því muni koma a'ð Viðey verði fundið það hlutverk, sem sæmir sögu hennar. Aðalfundur Nemendasambands Samvinnuskólans verður hald- mn að Bifröst sunnudaginn 28. águst. STJÓRNIN. Ifláskóli íslands óskar eftir 2—4 herb. íbúð fyrir kennara. Upplýsingar í símum 16138 og 13372. Húsnæði óskast Óskum að taka til leigu húsnæði fyrir hárgreiðslu- stofu ca. 70—100 ferm., helzt í nýju húsi. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir mánud. merkt: „Hár- greiðslustofa — 8984“. Motað mótatimbur Viljum selja notað mótatimbur 1x6 og uppistöður 2x4 í 14 og 15 feta lengdum. Timbnð selst órifið sem er á húsi okkar Auðbrekku 44—46 í Kópa- vogi. Vinsamlegast haíið samband við Verk hf. símar 11380 og 10385.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.