Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 25. ágúst 1966 ftvr> rV’ : r i fi MORGUNBLAÐIÐ 2! — Möðruvallamálið Framhald af bls. 10 höfðað. í>að er því miður auð- sætt af grein þeirra félaga, að þeir eru meðal kærandanna og sennilega upphafsmenn að kær- unni. Steinn er formaður sóknar nefndar Bægisársóknar og átti því að sjá um að allt færi lög- lega fram við kosningu þar. Þegar svo kæran kemur um það m.a. að svo hafi ekki verið, hlaut slíkt að verða rannsakað. Þó að ég sé ekki lögfræðingur þá er ég þó læs og hef að undan förnu lesið lög þau, sem um prestkosningar gilda og kosning ar rétt við þær. Er Steinn Snorra son viss um að hann hafi að öllu leyti farið eftir þeim lög- um við kosningarnar á Bægisá 8. maí? Samkvæmt þeim á að leggja kjörskrá fram og á hún að liggja frammi í viku. Þetta gerði Steinn að vísu, en síðan segir orðrétt: „Nú telur einhver sér ranglega sleppt Eif kjörskrá eða einhver ranglega tekin á hana, og skal hann þá kæra bréf lega fyrir sóknarnefnd áður en vika sé liðin frá síðasta sýningar degi skrárinnar. Sóknarnefnd boðar kæranda og kærða, hafi yfir einhverju verið kært, þegar að liðnum kærufresti, á fund með sér, og leggur fullnaðarúrskurð á kæruna á fundinum". Um kosningaréttinn segir svo 1 lagabreytingu frá 29. marz 1965: „Hver sóknarmaður, karl og kona, sem telst til þjóðkirkj- unnar og er lögráða, hefir kosn- ingarétt á safnaðarfundi og er kjörgengur í sóknarnefnd“. Um kosningarrétt við prestskosning- ar er ekki sérstaklega getið þarna en sama hlýtur að gilda um það og kosningar í sóknarnefnd og kjörgengi. — Nú vil ég spyrja formann sóknarnefndar Bægis- ársóknar: Töldust þeir Eiður og Guðmundur á Þúfnavöllum ekki til þjóðkirkjunnar þegar kæru- frestur var útrunninn? Voru þeir ekki lögráða? Sendu þeir ekki skriflega kæru um að vera tekn ir á kjörskrá áður en kærufrest- ur var útrunninn? Voru þeir kallaðir á fund sóknarnefndar- innar og fullnaðarúrskurður lagð ur á kæruna á fundinum? Ef Steinn Snorason svarar ekki þessum spurningum fullnægjandi ætti hann ekki að fordæma séra Ágúst fyrir það að leggja kapp á að þeir Eiður og Guðmundur fengju að kjósa. Ef kjörstjórn sem var andstæð mér í stjórn- málum, hefði ætlað að svifta kjósendur mína atkvæðisrétti er ég hræddur um að ég hefði lagt töluvert kapp á að þeir næðu rétti sínum. Að lokum: Hver er þessi „yfir kjörstjórn", sem þeir félagar tala um og á að hafa lagt úrskurð á atkvæði? Mér skilst að sóknar nefnd eigi að leggja fullnaðar- úrskurð á kærur út af kjörskrá. Samkvæmt því sem blaðið ís- lendingur leiðréttir 11. þ.m. að beiðni Friðjóns Skarphéðins- sonar bæjarfógeta, hefir prests kosningin sjálf ekki verið kærð og ekki séra Sigurður Stefáns- son heldur, eins og sagt var frá — Hér fer oft Framh. af bls. 15 þessa dýrindis rafmagnsvél, útvarp og síma. Og svo hef ég ofn sem maður getur hit að sér við, og ekki veitir af konulaus maðurinn. Það vill fara saman hjá manni kuld inn og kvennmannsleysið, segir Guðmundm- og rekur upp roknahlátur. — Hver eru nú þín helztu áhugamál Guðmundur? — Allra mest gaman hef ég náttúrulega af konum, og svo elska ég skepnur. Köttur inn minn, hann Gusi, sefur alitaf hjá mér. — Ég hef líka fjarskalega gaman af kvæðum og les allan andskotann. Ég hef mik- iðdálæti á Varabálk, sem kveðinn er af Sigurði Guð- mundssyni á Heiði í Göngu- skörðum. Ég held að ég megi segja að ég kunni hann allan utan að, og má segja að hverj um og einum sé gott að kunna sem flest heilræði. „Leitaðu sóma sannleikans safnaðu blómi dyggða neitaðu hjómi hégómans hafnaðu grómi styggða". — Þetta er fyrsta vísan í Varabálki og þær eru fleiri henni líkar.. En af því þú varst nú að grennslast eftir því af hverju ég hef mest gaman, þá er það að vísu rétt að ég hef allra mest gaman af konum en ekki má gleyma því að á hestum hef ég mikið dálæti, enda á ég þó nokkra fallega gæðinga. — En er ekki dýrt að eiga hesta nú á tímum? — Maður getur allt se maður vill. Og þar með kveðjum við einbúann í Bólu eftir skemmti legar viðræður. — S. Ól. — Nauðsyn Framhald af bls. 8 og vilja ekki breyta til, ef þeir eru ekki vissir um að breytingin verði þeim til hagnaðar. Á þess um ótta verður ekki unnið bug nema að fræðslustarfsemi sú er nú er hafin beri árangur og þau fyrirtæki sem náð hafa jákvæð um árangri láti vitneskjuna berast svo að verkafólk og vinnu um við að annast ráðunautaþjón veitendur sannfærist um að hag ræðing sé hagur beggja. í blöðum, heldur séra Ágúst einn. Með ö.o. kosningin er þá lög- mæt að dómi kæranda (þó annað virðist vera uppi á teningnum hjá þeim Steini og Bggert) en séra Ágúst á bara að vera ó- hæfur til að vera prestur, þó hann sé vígður til þess og hafi gengt prestsembætti í heilt ár af skyldurækni og myndarskap. Það má ekki minna kosta: Það á að reyna að eyðileggja fram- tíð ungs manns. Ekki skil ég í öðru en sjálfir kærendurnir finni það síðar, að þeir eru að vinna illt verk og síst af öllu í anda Krists. Bernharð Stefánsson. — Ur ýmsum Framhald af bls. 14 verkasýningu Sveins Björns- sonar og þótti mikið til henn- ar koma. — Þá vil ég geta þess, að áður en ég fór til Helsinki átti ég viðtal við ræðismanns skrifstofuna þar og fékk hjá henni fynrmyndar fyrir- greiðslu í Finnlandsferðinni. — En það er yndislegt að vera loksins kominn heim til ættjarðarinnar. Sem gamall sjómaður finnst mér ég sækja vel heim hvað síldina snert- ir. Fósturjörðin hefur ætíð sterkasta afiið og hingað kem ég með kveðjur frá vinum ís- lands og íslendingum vestan- hafs. Mercedez Benz dieselvélar Eigum 1 stk. Mercedes complett með gírkassa Verð kr. 63.000.00. Benz dieselvél 145 hp. og öllu utanáliggjandi. Ennfremur 1 stk. Mercedes Benz 180-D hp. ný uppgerða kr. 30.000.00. Erum jafnframt að fá vélar af öllum stærðum af Mercedes Benz gerð. Stilliverkstæðið DIESILL Vesturgötu 2 (Tryggvagötumegin) sími 20940. íbúð - Kennsla - Húshjálp Tvær háskólastúdínur óskast eftir 2—3 herbergj* íbúð, helzt sem næst Háskólanum. Lestur með skóla- fólki og/eða nokkur húshjálp kemur til greina. Upplýsingar í síma 93-1534 í dag og næstu daga. Afgreiðslustúlka óskast í snyrtivöruverzlun um n.k. mánaðamót. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 30. þ.m. merkt: „Snyrtivörur — 8983“. Skrifstofur vorar Skúlagötu 20, verða lokaðar fimrntudaginn, 25. ágúst, kl. 13—15 vegna útfarar. Sláturfélag Suðurlands Vestur-Þýzku hjólbörurnar eru komnar aftur, liprar og sterkar, 85 lítra á kr. 1321.— og 100 lítra á kr. 1751.— Loftfylltur hjól- barði 16x4”, kúlulegur. — Sendum gegn x>óstkröfu. ÍNGÞÓR HARALDSSON H.F„ Snorrabraut 22 — Sími 14245. JAMES BOND James Bond BY IAN FLEM1N6 DRAWINC BY JOHN McLUSXV — >f- — ■ FLEMING ANDAS X K»T BEAPY Ti? PUY WITH MER IN MY NSW ROLS A9 DlAMONO SMUSSLER... Meðan Tiffany Case undirbjó sig undir Amerikuferðina . . . og meðan ég bjó mig að fylgja henni í hinu nýja hlutverki minu sem demantasmyglari . . . .. . gerðu aðalstöðvar leyniþjónustunnar spjaldskrá yfir hina nýju vini mína. J Ú M B Ö —~K— -X- X- Það kom í ljós, að þeir voru allir tegnd- ir óaldarflokki amerískra glæpamanna. Teiknari: J. M O R A — Nú er að duga eða drepast, segir Júmbó þá. Hann gripur til bareflis og kastar sér hugrakkur niður í vafasama holuna, sem Álfur hefur e.t.v. gert. Skip- stjórinu fylgir honum eftir. En þarna inni er ekki annað að sjá en nokkur blys. Skipstjóranum finnst hann næstum því hafa verið svikinn — hann hafði hálft í hvoru gert sér vonir um bar- daga, eins og þeir gerðust fyrr á tinvuna. Baunaslóð Spora heldur áfram inn ■ fjallið. Vinlrnir tveir taka sér blys í hönd og á tánum halda þeir áfram eftirför sinnL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.