Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 8
e MORGUN BLAÐIÐ Fimmtudagur 25. ágúst 196S Nauðsyn a aukinni hagræðingu Þegar hefur náðst góður árangur * ■ hérlendis — Rætt við Oskar . Guðmundsson, hagráðunaut „Segja má, að þær leiðbein- ingar um undirbúning og fram- kvæmd vinnurannsókna er voru samþykktar í des. 1965 af Aiþýðu sambandi Islands, Félagi ísl. iðn rekenda, Vinnumálasambandi samvinnufélaganna og Vinnu- veitendasambandi Islands, séu grundvöllurinn fyrir samskiptum vinnuveitenda og verkafólks í sambandi við vinnuhagræðingu“, sagði Óskar Guðmundsson hag- ráðunautur er starfar á vegum Fulltrúaráðs verkaiýðsfélaganna, er Morgunblaðið átti viðtal við hann fyrir skömmu. 1 leiðbeiningum segir m.a. svo um tilgang þeirra og for- senur: Þau samtök launþega og atvinnurekenda sem að leiðbein- ingum þessum standa, eru sam- mála um, að varðveizla og efling lífskjara þjóðarinnar, þar með talin trygging fyrir fullri at- vinnu, séu undir samkeppnis- hæfni atvinnuveganna komin. Þar sem samkeppnishæfnin er háð vaxandi framleiðniaukningu er það sameiginlegt hagsmuna- mál allra, að jafnframt nánari samstarfi þeirra aðila, er að fram leiðslunni starfa, sé unnið að stöðugum endurbótum á vinnu- aðferðum og launafyrirkomu- lagi í þvi skyni að bæta nýtingu véla, hráefna og vinnuafls. Það er skoðun samtakanna, að vinnu rannsóknir séu nytsamt og hentugt hjálpartæki til að bæta samstarfið um vinnutilhögun, vinnuaðferðir og launaákvarðan ir, þegar vinnurannsóknir eru framkvæmar og notaðar á réttan hátt. Óskar Guðmundsson sagði m.a. í viðtalinu að hér væru nú starf •Jtndi 7 menntaðir hagráðunautar og áætlað væri að mennta a.m.k. 17 slíka í viðbót á næstu þremur árum. Sagði hann ennfremur, að þær framkvæmdir er nú hefðu verið gerðar í vinnuhagræðingu hefðu borið góðan árangur og skilningur verkalýðsfélaga og vinnuveitenda á nauðsyn hag- ræðingar færi vaxandi. Nám hagráðunauta — Segja má, að forsagan sé sú að þegar Alþingi skipaði svo nefnda Vinnutímanefnd, sem athuga skyldi um úrræði til þess að stytta vinnutíma hjá verka- fólki, var það talið sjálfsagt að í hennar verkahring væri athug un á hvort hagræðing gæti orðið einn af þeim þáttum, sem leiddi tii raunhæfrar styttingar á vinnu tímanum. Var Sveini Björnssyni framkvæmdastjóra Iðnaðarmála- stofnunarinnar falið að gera á- ætlun um menntun hagráðu- nauta og not þeirra hjá sam- tökum launamarkaðarins. Vann Sveinn mjög gott starf að þessum málum og var menntun hag- ráðunautanna ákveðin í grund- vallaratriðum eftir tillögu hans. Var síðan í fyrsta skipti veitt fé á fjárlögum ársins 1964 til menntunar hagráðunauta og var áætlað að mennta skyldi 24 slíka á næstu fjórum árum, og skyldu samtök launamarkaðarins hafa forgangsrétt að því að fá að ráða þessa menn til sín. 1 fyrsta hópnum voru valdir menn til náms frá 7 samtökum þ.e. Al- þýðusambandi íslands, Verka- mannasambandi íslands, Full- trúaráði verkalýðsfélaganna, Iðju Vinnuveitendasambandi íslands, Félagi ísl. iðnrekenda og Vinnu- málasambandi samvinnufélag- anna. — Nám okkar hófst um miðj an október 1964 og kom þá hingað norskur yfirkennari er fór með okkur yfir frum- atriði i vinnurannsóknum. Síðan fórum við til Osló og hófum þar nám í vinnurannsóknum í Stat- ens Teknologiske Institutt auk Óskar Guðmundsson. þess sem við vorum þar á nám- skeiðum í verkstjórn, bókhalds- rannsóknum, kostnaðarreikning- um, vinnusálfræði, verkkennslu og umræðukennslu. Síðan fórum við til Danmerkur og vorum þar m.a. á námskeiði hjá Danska Al- þýðusambandinu er fjallaði um samstarfsnefnir og hvaða mál- efni fulltrúar verkafólks ættu að táka fyrir í þeim. Að lokum fórum við svo í stutta ferð til Svíþjóðar og heimsóttum þar ýmsar stofnanir og komum heim í byrjun maí 1965 og lauk okkar námi hér með námskeiðum en á þeim var aðallega fjallað um öryggismál, hollustuhætti á vinnustöðum og ýmis atriði er sérstæð eru fyrir íslenzkt at- vinnulíf. Markmið vinnuhagræðingar — Eftir nám okkar hófum við síðan störf hjá samtökunum og erum við nú fjórir er störf- um að þessum málum hjá verka- lýðssamtökunum. Segja má, að starf okkar sé í rauninni þrí- þætt. í>að er í fyrsta lagi að annast fræðslu um vinnuhagræð ingu og hvað hún getur fært meðlimum verkalýðshreyfingar- innar í aðra hönd þegar rétt er á málum haldið. í öðru lagi eig um við að annast ráðunautaþjón ustu fyrir verkalýðsfélögin í sambandi við sámninga um á- kvæðisvinnu og ákvæðisvinnu- taxta. í þriðja lagi eigum við svo að taka að okkur einstök hagræðingar- og vinnurann- sóknarverkefni, sem geta sam- rýmst störfum verkalýðsfélag- anna. Til þess að samræma störf ökkar fjórmenninganna ér störf um á vegum verkalýssamtak- anna, hefur verið komið á yfir- stjórn með einum fulltrúa frá hverju samtakanna og var á vegum þeirrar stjórnar haldið í maí s.l. helgarnámskeið að Ölfus borgum, fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum. Segja má, að all- góður árangur hafi náðst af námskeiði þessu. — Markmið vinnuhagræðingar næst fyrst, þegar almenningur veit hvað vinnuhagræðing er og hvernig á að beita henni til að létta störfin og auka framleiðn- ina. Takmark okkar sérfræð- inganna, hlýtur að vera að gera þessa tækni að almenningseign á líkan hátt og t.d. þekking á benzínhreyflum er nú orðin al- menn og kennt er um þá í barna skólum, en um 1940 varð að fara í vélskóla eða iðnskóla til að læra um hann. Það mætti líka orða þetta þannig, að endan legt takmark vinnuhagræðingar- innar sé það, að þörfin fyrir okkur sem eigum nú að heita sérfræðingar, verði ekki fyrir hendi, heldur verði hún sjálf- sagður þáttur í daglegu lífi ein- staklingsins. Hagræðing hefur þegar borið árangur hér — Það er rétt að ekki er auð- velt að koma hagræðingu fyrir í hinum ýmsu atvinnugreinum. Það er mjög auðvelt þar sem vinnan er jöfn allt árið. Öll verk smiðjuvinna fellur þannigsérlega vel við vinnuhagræðingu, en aftur á móti er erfitt að koma henni við svo neinu nemi við sérstök og takmörkuð viðfangs- efni eins og t.d. við byggingu einbýlishúsa. — Aukin hagræðing getur lækkað byggingakostnaðinn. Sér staklega við byggingu fjölbýlis- húsa, eða húsasamstæðna. Margt getur komið þar til og er vonandi að það skýrist nokkuð þegar til framkvæmda kemur á bygging- um þeim er ríki, borg og verka- lýðsfélögin standa saman að. — í sambandi við árangur af hagræðingu hérlendis má benda á, að Sölumiðstöð hraðfystihús- anna hefur annast uppsetningu á launakerfum (bónus) fyrir nokkur frystihús. Þetta hefur borið mjög góðan árangiu- hvað snertir rekstur þeirra frysti húsa er tekið hafa þetta kerfi upp og lækkað vinnslukostnað inn þeirra um allt að þriðjung. Þetta fyrirkomulag þýðir jafn- framt hækkuð laun fyrir verka- fólk og vissulega kemur til greina við kjarasamninga þá sem fram undan eru að gera fasta samninga um fyrirkomu- lag á greiðslum fyrir ákvæðis- vinnu í frýstihúsum, svo og í sumum greinum verksmiðjuiðn aðar þar sem hægt væri að koma fyrir tímamældri ákvæðisvinnu Annars er rétt að leggja áherzlu á að setning launakerfa á ekki rétt á sér, fyrr en búið er að endurbæta vinnuaðferðir, svo sem kostur er á. — Okkur er skilyrðislaust nauðsyn að auka hagræðinguna að mun. Bæði í rekstri einstakra fyrirtækja svo og í rekstri hins opinbera. Það er ekki síður áríð- andi fyrir verkalýðinn en at- vinurekandann að fyrirtækin séu vel rekin, því að illa rekin fyrir tæki koma í veg fyrir hagkvæma samninga. Það er t.d. eitt af okkar stóru vandamálum hvað fjárfestingin er illa nýtt. Benda má á að fjöldinn allur af vélum standa ónotaðar hluta llöfum kaupanda að 2ja herb. íbúð, nýlegri, í Austurborginni. Útborgun kr. 500 þús. Höfum kaupanda að 3ja herb. íbúð með bílskúr og lítilli íbúð í kjallara. Höfum kaupanda að 3ja og 4ra herb. íbúð í Háa- leitishverfi. Mikil útborgun. 5—6 herb. íbúðum í Háa- leitishverfi, Hlíðunum og Vesturborginm, með miklar útborganir. Einnig höfum við kaupendur að raðhúsum og einbýlis- húsum. Skip og Fasteignir Austurstræti 18. Sími 21735 Eftir lokun simi 36329. ársins. Þess vegna verður fjár- magnsþörf okkar óeðlilega mikil. — Útboð verka getur leitt til mikils sparnaðar og hagræðingar sé slíku rétt beitt. Til þess að útboð komi að fullum notum þarf einkum þrennt að koma til, það að fyrir hendi séu góðar teikningar og verklýsingar, að hæfilegur fjöldi sjálfstæðra verk taka bjóði í verkið og að gott eftirlit sé haft með verktökum og það annist annar aðili en teiknar og gengur frá verklýs- ingum. — Til þess að árangur geti orðið af hagræðingunni er al- gjört skilyrði að allir aðilar hafi jákvæða afstöðu til hennar. í augnablikinu mótast afstaða margra hérlendis af óttanum við hið óþekkta. Menn eru yfirleitt íhaldsmenn gagnvart sjálfum sér Framhald á bls. 21. Ftskverkunarstöðvar til söiu. Höfum til sölumeðferðar glæsilega saltfiskverkunar- stöð í Keflavík. Verð og greiðsluskilmálar mjög hag stætt.' Höfum til sölumeðferðar saltfiskverkunarstöð í Sand gerði. Hagstætt verð. Höfum til sölumeðferðar mjög glæsilega fiskverkunar stöð í Hafnarfirði. Fiskiskip til sölu Nýlegt 200 tonna stálskip með öllum nýtízku útbúnaði. Nýlegt 80 tonna tréskip með öllum útbúnaði til þorsk- og síldveiða. 100 tonna tréskip með nýlegri vél og tækjum. Hagkvæmt verð. Mikið úrval fiskiskipa af flestum stærðum. íbúðir óskast Sterkur kaupandi óskar eftir 5—7 herb. íbúð. Góður kaupandi óskar eftir húseign með 3—4 íbúðum. Má þarfnast viðgerðar. Uppl. í síma 18106 og í skrif- stofunni Hafnarstræti 22. FASTEIGNIR &FISKISKIP FASTEIGNAVIOSKIPTI : BJÖRGVIN JÖNSSON Vontnr íbúðir Hef kaupendur með mjög góðar útborganir að: 2ja herb. íbúðum, fullgerð- um og ókláruðum. 3ja og 4ra herb. íbúðum, til- búnum undir tréverk. Skemmtilegum 2ja og 3ja her bergja ris- eða kjallaraíbúð um. t mörgum tilfellum getur ver ið um að ræða útborgun að fullu. Ragnar Tómasson héraðsdómslögmaður Austurstræti 17 (hús Silla og Vaida) Sími 2-46-45. Til sölu 2ja herb. góð risíbúð við Nökkvavog. íbúðin er ný- máluð. 3ja herb. íbúð á 2. hæð við Skipasund. Útb. 500—550 þús. kr. Góð íbúð. 3ja herb. (90 ferm) kjallara- íbúð við Bugðulæk. 3ja herb. stór jarðhæð við Rauðagerði. Tvær 3ja herb. íbúðir í há- hýsi við Sólheima. 4ra herb. íbúð á 1. hæð við Njálsgötu. 5 herb. 130 ferm. íbúð, ásamt stóru óinnréttuðu risi við Lönguhlíð. Sérhitaveita. Út borgun 600—700 þús. kr. 5—6 herb. íbúð, ásamt herb. í kjallara, við Hvassaleiti. Bílskúrsréttur. Sanngjarnt verð og útborgun. íbúðir i smiðum við Hraunbæ 4ra herb. suðurendaibúð með sérþvottahúsi á 2. hæð (109 ferm.). Tvær glæsilegar 4ra herb. íb. á 2. og 3. hæð (111 ferm) Tvær 6 herb. stórglæsilegar endaíbúðir á 2. og 3. hæð. í íbúðunum er baðherbergi og W.C. (135 ferm.). íbúðirnar verða afhentar I febrúar, til'búnar undir tré- verk. öll sameign verður frágengin. Bæði Þessi stiga- hús verða húðuð með Keni- tex (10 ára ábyrgð). Glæsileg 5 herb. endaíbúð á 3. hæð, til afhendingar í desember (115 ferm.). 3ja og 4ra herb. íbúðir á 1. hæð, til afhendingar í okt. Húsið er kjallari og þrjár hæðir (stærðir 109 og 83 ferm.). Ath., að húsnæðis- málalán eru tekin inn 1 söluverð. I smíðum í bænum 3ja herb. íbúð á 2. hæð við Reynimel. 4ra herb. fokheld 1 .hæð, á- samt bílskúr, við Sæviðar- sund (í fjórbýlishúsi). 5 herb. íbúð á 3. hæð við Framnesveg. íbúðin er með búri inn af eldhúsi og með sérhitaveitu. Til afhending- ar í sept. Fasteignasala Sigurðar Pálssonar byggingameistara og Gunnars Jonssonar lögmanns. Kambsvegi 32. Simar 34472 og 38414. 25. Til sölu i Kópavogi Höfum fengið til sölu, vegna óvæntra breytinga hjá fjöl- skyldu, 5 herb. raðhús (endaíbúð) á mjög góðum stað í Kópavogi. Harðviðar innréttingar. Tvöfalt gler í gluggum. Sjálfvirk kynding, lóð girt og ræktuð. Á lóð- inni er sólskýli úr gleri og plasti. Fylgt geta hagkvæm lán. Hagkvæmir greiðslu- skilmálar ef samið er strax. Skipti á einbýlishúsi koma til greina. [íiM illl liallllíi SKJÓLBRAUT 1 *SÍMl 41230 KVQLDSÍMI 40647

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.