Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLABIÐ Fimmtudagur 25. ágúst 1966 Nýbygging Suðurlandsvegar vestan Svínahrauns HAFIN er framkvæmd við ný- I við 'hraunið og niður að Lögbergi. byggingu Suðurlandsvegar vest- Hinn nýi vegur beygir til suð- an Svínahrauns og verður byggð- vesturs frá vegarendanum og ur nýr vegur frá vegarendanum liggur nokkuð samsíða gamla Fjölmenn jarðarför séra Torfastöðum Stefánssonar mjög virðulega fram. >ess má geta að ausandi rigning og hvassviðri var austan- fjalls í gær. 1 GffiR fór fram að viðstöddu geysilegu fjölmenni að Torfa- stöðum í Biskupstungum útför séra Eiríks Þ. Stefánssonar prófasts í Ámes'þingi. Athöfn- in hófst með því, að Guðjón Guðjónsson organisti lék forspil. Síðan flutti séra Guðmundur óli Ólafsson, dómkirkjuprestur í Skálholti, ritningarorð og kirkju- kór Skálholtskirkju söng. Þá flutti séra Gunnar Árnason aðal- minningarræðuna, en biskupinn yfir íslandi flutti þarnæst kveðju ísíenzku kirkjunnar og þakklæti. Næst flutti séra Sigurður Pálsson vígslubiskup þakkir Biskups- tungnamanna og Árnesinga fyrir hálfrar aldar mikið og merki- legt starf hins látna. Úr kirkju báru prestar hempu- klæddir, en seinasta spölinn að gröfinni báru vinir og sveitung- ar hins látna. Við gröfina flutti séra Sigurður Pálsson stutta bæn, en séra Ingólfur Guðmundsson jarðsöng. Tíu hempuklæddir prestar voru við jarðarförina og meðal þeirra allir prestar úr Árnes- þingi. Að athöfninni á Torfastöðum lokinni var haldið til félags- heimilisins í Aratungu, en þar voru framreiddar myndarlegar veitingar. Sátu þar mörg hundr- uð manns undir borðum sam- tímis. Öll fór útför séra Eiríks Þ. veginum en talsvert norðar og kemur niður norðan vi'ð Sand- skeið og liggur síðan niður hjá Fóelluvötnum og síðan koma vegirnir saman við Lögberg. fil þessarar vegagerðar og til full- gerðar á Austurvegi um Þrengsli eru til 8 milljónir króna og verð- ur unnið fyrir það fé í haust. Um þessar mundir er verið að vinna í veginum austan við Þrengslin, skammt norðan Sand- fells eða sunnan undir Litla- Meitli. Sá vegur hefur raunar aldrei verið fullbyggður og er því verfð að hækka hann á köfl- um og endurbæta, en þess er þörf allt norður undir Þrengslin. Vegurinn verður því lokaður um tíma á þessu hausti. 7 innbrot framin í borginni í fyrrinótt Einn stal 10 kr. - annar 3. brauðsneiðum þriðji 4 karamellupokuni - sá fjórði verðlausum verðlistum INNBROTSFARALDUR gekk yfir Reykjavik í fyrrinótt, en þá voru framin á víð og dreif um borgina hvorki meira né minna en sjö innbrot. í fyrrinótt um kl. 5 var lög- reglunni tilkynnt um að maður einn væri á ferli inn í verzlun að Háaleitisbraut 58. Lögreglan fór þegar á staðinn og tókst að handsama drukkinn mann í öl- geymslu verzlunarinnar. Hús þetta er í smíðum enn, og voru bakdyr hússins ólæstar, og mun maðurinn hafa farið þar inn. Engu hafði maðurinn stolið úr verzluninni, enda gaf hann rann Myndin er tekin skömmu eftir áreksturinn. ALVARLEGUR árekstur varð í gærdag um kl. 15 í Borgartúni <á móts við útkeyrslu Sindra. Þar hafði vörulyftara verið ekið út á Borgartún úr Sindraportinu, en lítilli sendiferðabifreið ekið vest- ur Borgartún, og skipti engum togum að sendibifreiðin skall á hægri hlið vörulyftarans. Ökumaður sendiferðabifreiðar- innar kastaðist fram á stýrið við áreksturinn, og mun hann hafa meiðzt nokkuð á brjósti. Var hann fluttur í Slysavarðstofuna, en þaðan á Landspítalann til frekari rannsóknar. Bifreiðin skemmdist mjög mikið, en litlar sem engar skemmdir urðu á vörulyftaranum. sóknarlögreglunni þá skýringu á ferðum sínum þarna, að hann hefði aðeins farið inn til þess að kasta af sér vatni. Þá var brotizt inn í Vélsmiðj- una Bjarg, Höfðatúni. Hafði þar verið brotinn upp gluggi, og þjófurinn farið þar inn. Braut hann upp skrifborðsskúffu, þar sem hann fann lykil, er gekk að miklum peningaskáp þarna á skrifstofunni. Opnaði þjófurinn hann, en fann ekkert fémætt, nema tvær bækur með nokkurri upphæð í sparimerkjum. Brotizt var inn í bifreiðaverk- stæði Kr. Kristjánssonar. Voru þar brotnar upp tvær rúður og komst maðurinn inn í skrifstof- una í gegnum litla sveiflu- lúgu. Þar rakst þjófur- inn á lítinn peningakassa á einni hillunni, og hafði hann á brott með sér. Og óvænt hlýtur gleði mannsins að hafa orðið, þegar hann opnaði kass- ann, því að hann hafði að geyma — einn tíu krónu seðil. Brotizt var inn í byggingar- fyrirtæki eitt í bænum. Hafði þjófurinn brotið rúðu og komizt inn. Hann rótaði til í öllu hús- inu, braut upp hverja einustu hirzlu fyrirtækisins, og braut annað og bramlaði, nema pen- ingaskáp einn, sem hann hefur þurft að gefazt upp við. En ein- hverntima um nóttina mun þjói- urinn þó hafa tekið sér matar- hvíld, því að eina sem saknað er, eru þrjár brauðsneiðar. Á hinn bóginn hefur hann skemmt mikið í húsinu. Myndin sýnlr Moskvitsblfreið ina eftir áreksturinn. Köstuðust út úr bíl HARÐUR árekstur varð í gær um kl. 13.20 á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu. Þar var leigubifreið ekið inn og suður gatnamótin af Hofsvalla- götu á grænu ljósi að því er ökumaðurinn staðhæfir, en sam- timis var Moskvitsbifreið á leið vestur Hringbraut ekið inn á gatnamótin. Fariþegi og ökumaður sem I Moskvitsbifreiðinni voru, köst- uðust báðir út úr bifreiðinni er hún rann upp á gangstéttina. Hlaut ökumaðurinn meiðsl á enni og farþeginn skrámaðist á höfði. Voru báðir fluttir í Slysavarð- stofuna, þar sem gert var að sár- um þeirra. - BANNAÐ Framh. af bls. 1 mikið var fest upp við hlið skemmtigarðsins Peihai í borginni og var þar gagnrýnt harðlega framferði ungra elskenda í skemmtigarðinum og sagt að það næði ekki nokk urri átt að ástfangið fólk væri þar að dufla sem skuggsælt væri og fátt fólk á ferli, slíkt væri hrein viðurstyggð. Þá sagði og á spjaldinu að ekki væri síður ámælisvert að vaka um nætur og skrifa ástar bréf. „Rauða varðliðið“ réðist til inngöngu í fjölda einkaheim- ila í höfuðborginni og bar mönnum á brýn andstöðu gegn hugmyndafræði Maos og „hinni miklu próletarís'ku menningarbyltingu'1. Fjöldi fólks fylgdist með aðförum unglinganna og fagnaði ákaft er brotnar voru rúður, bröml uð húsgögn og öllu lauslegu sem kalla mátti að bæri „vest rænan“ svip, s.s. skartgrip- um, skóm og fatnaði var kast að út á götuna og haft að háði og spotti. Sums staðar létu rauðliðarnir ungu sér nægja Fleiri virðazt hafa orðið svang ir þessa nótt, því að þá var einn- ig brotizt inn í sælgætisverzlun eina í borginni. Munu þar hafa verið að verki ungir piltar, sem höfðu upp úr krafsinu fjóra poka fulla af karmellum að verð- mæti um 1800 krónur. Loks var hringt til lögregl- unnar frá tveimur skipafyrir- tækjum hér í borg, og tilkynnti annað um að frá því hefði verið stolið bifreiðarafgeymi, sem þar var í vörzlu. Hitt fyrirtækið tilkynnti um að brotin hefði verið rúða í bifreið, sem stóð fyrir utan hús fyrirtækisins, og hafði þjófurinn tekið úr henni pappakassa, sem hafði að geyma verðlista — verðlausa þó. að^hrópa slagorð og tilvitnan ir í verk Maos, þrátta og stæla við húseigenduf, draga að hún rauða fána og líma á húsveggi kröfuspiöld og hvatningar gegn „borgaralegum“ háttum, en víða var gengið töluvert harðar fram. Ekki munu margir hafa fengið slíkar heimsóknir ef miðað er við hinn gífurlega íbúafjölda í Peking, en hitt fer ekki milli mála, að ungl- ingarnir njóta stuðnings yfir- valdanna til herferðar sinnar gegn öllum andstæðingum „menningarbyltingarinnar" og þeim sem ekki teljast nægi- lega dyggir stuðningsmenn hennar. Sumir þeirra sem orð- ið hafa fyrir aðkasti ungling- anna hafa verið reknir á göt- ur út með yfirlýsingaspjöld sér til háðungar og gerð önn- ur minnkun. Frá borginni Kanton í S- Kína berast þær fregnir að þar hafi stúdentar og skóla- fólk farið að fordæmi Peking og stofnað með sér „rautt varðlið" og hafi þegar verið breytt þar í borg fjölda nafna á götum, kvikmyndahúsum og fyrir helgina. Peking-útvarpið skýrði frá því í dag að hreinsanir þær sem nú gengu yfir Kina hefðu nú náð til kvenfélaga- samtaka landsins og nefði ungfrú Tung Tien aðalru- stjóri kvennablaðsins „Chung Kou Fu Nu“, sem kvenfélaga- sambandið gefur út, veri'ð fordæmd fyrir „óflokkslegan og ófélagslegan þankagang og andsnúin Mao í þokka- bót“. Við af ungfrúnni hefur tekið frú Tsai Chang. Þá skýrði japanska blaðið Sankei Shimbun frá því í dag, að „Rauða varðliðið“ unglinganna hefði veitt öll- um stjórnmálaflokkum ulan kommúnistaflokknum kín- verska 72 stunda frest til þess að leggja niður starfsemi sína. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Tjarnargötu Laugaveg frá 1—32 Selás Br æðra borgarstígur Efstasund Meðalholt Nökkvavogur Akurgeiði Hofteigur Talið við afgreiðsluna simi 22480. Stiklaði á strigaskóm yfir nýja hraunið BLAÐIU átti í gær tal við Árna .Tohnsen gæzlumann í Surtsey. Hann kvað þaðan lítið nytt að frétta. Gosið væri svipað og veðrið væri suðaustan rigning með 8 vind stiga siormi. Árni sagði að hraunið hefði aukizt mikið í gærkvöldi og hefði þá runn- ið bæði til austurs, og í sjó fram, og til norðurs. Hraunið hefir ekki breytt um farvegi, en sezt ofan á fyrri farveg og hækkar sig. Ekki er hætta af þessu hraunrennsli fyrir þá sem dveljast í eynni. Þar dvelur nú, auk gæzlu- manns, Þorlijörn Broddason og vinna þeir að ýmsum rann sóknum t. d. bakteríurann- sóknum o. fl. í gær var svo slæmt veður við eyna að enginn komst þangað til eða frá. María Júlía hefir komið þangað dag lega að undanförnu, en þar um borð eru menn við rann- sóknir á s.iónum kringum eyjarnar. Þeir, sem út í eyj- una hafa farið, hafa ýmist komið með bátum úr Vest- mannaeyjum, með Maríu Júlíu eða með þyrlu land- helgisgæzlunnar. Flugvöllur- inn, sem var í Surtsey, hefir spillzt af sjávargangi, en þó taldi Árni að þar myndi lend andi fyrir flugvél, sem þyrfti litla brautarlengd t. d. Cessna 180. í fyrradag fór Árni yfir nýja hraunið og sagði að sér hefði nokkuð hitnað við það. Hann befði verið á striga- skóm og þeir bráðnuðu nokk- uð að neðan. Árni fór yfir kvísl þá sem rennur til sjáv- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.