Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 24
24 MORCU N BLAÐID Fimmíudagur 25. ágúst 1966 FÁLKAFLUG ••••••••••••• EFTIR DAPHNE DU MAURIER ur með rauðu fóðri undir, og sokkarnir voru svartir. í hjarta- stað bar hann mynd af fálka- höfði. — Er það Armino Donati? spurði hann. Seinna nafnið mitt, sem ekki hafði verið notað síðustu sautján árin, kom mér á óvart. Ég tók við miðanum og renndi mér út úr röðinni áður en foreldrið fyrir aftan mig fengi svigrúm til að hreyfa mót- mælum. Næsta vandamál: Hvar átti ég að éta? Mig langaði ekk- ert til að troða mér inn í yfir- fulla veitingasali borgarinnar — þá fáu, sem til voru — né held- ur að ganga að borðinu hjá Sil- vani. Eg ákvað að freista gæf- unnar í háskóla-matstofunni. Þar voru aðeins stæði, en mér var alveg sama um það. Súpu- skál og pylsubiti, sem var skemmtileg andstæða við fína matinn í gærkvöldi, saddi fljótt mesta hungrið. Fjöldi af stúd- entum var þarna samankom- inn og gerði hvorttveggja í senn að éta og halda hrókaræður um útgöngubannið, svo að ég slapp við alla athygli eða í hæsta lagi hef ég Verið tekinn fyrir ein- hvern ómerkari starfsmann há- skólans. — Mér skildist af því sem ég heyrði, að aðalfyrirætlunin væri að gera allt vitlaust í borginni á fimmtudags- og föstudags- kvöld, í hefndarskyni. Þá skyldi allt komast á vitlausa endann! — Þeir hafa ekki roð við okkur! — Ekki er hægt að reka okfc- ur alla! — Ég er búinn með mitt próf, svo að ég skít á þá alla saman. Einn hinna stórorðu stúdenta stóð fyrir framan mig og sneri að mér baki. Þetta var eins og hver önnur heppni, því að það var einmitt dólgurinn, sem hafði ætlað að kaffæra mig í gos- brunnsskálinni á máudaginn var. — Ég ætla bara ekki að láta bjóða mér þetta, sagði hann. — Pabbi minn getur kippt í spotta, og ef í hart fer, getur hann feng ið alla prófessorana rekna, og háskólaráðið með. Ég er tuttugu og eins og þeir geta ekki farið með mig eins og tíu ára krakka. Ég ætla að gefa fjandann í þetta útgöngubann og vera á göt unni, ef mér sýnist. Og hvað sem öðru líður, þá er þessu banni ekki stefnt gegn V og H stúdentunum, heldur gegn þessum kennaraspírum, sem læra latínu og grísku og eru að hrópa í gluggana í stúdenta- görðunum. Hann leit kring um sig og bjóst við eða vonaði, að þetta vekti ókyrrð,. Ég hafði orðið fyr ir augnatilliti hans á mánudag- inn var og langaði ekkert í það aftur. Ég læddist út úr matstof* unni og gekk niður eftir, áleiðis til hertogahallarinnar. Meiratorg var þegar komið í sparifötin. Enda þótt ekki væri komið nema rökkur, var höllin flóð- lýst og dómkirkjan líka. Rós- rauðu veggirnir á höllinni voru eins og glóandi, og stóru glugg- arnir á austurveggnum lýsandi og marmarahvítir, og urðu snögg lega eins og lifandi. Höllin var ekki lengur safn, með göngum, sem voru þaktir veggteppum og myndum, þar sem skemmtiferða menn gátu reikað kærulausir, heldur var hún orðin eins og lifandi vera. Þannig sáu blysber- arnir hana fyrir fimm hundruð árum í tunglskini og við kyndla ljós. Hófar hestanna glumdu á steinunum og glymurinn bland- aðist glamrinu í sporum. Það hringlaði í aktýgjum og söðlum og gegn um stóra, útskorna hlið ið gekk eða reið hinn heim- komni erfingi Malebranche-ætt- arinnar með hanzkahöndina á sverðinu sínu. Ennþá áttu stúdentarnir eftir einar tuttugu mínútuf þangað til útgöngubannið skyldi hefjast og nú gengu þeir fram og aftur arm í arm við skyldmenni 3Ín, sem komin voru í heimsókn. Hópur við gosbrunninn tók að blístra og æpa að tveimur stúlk- um, sem trítluðu framhjá, og létust auðvitað ekki vera neitt hrifnar. Einhversstaðar á næstu grösum heyrðist hvæsið í skelli- nöðru, og svo var rekinn upp hás hlátur. Ég gekk að hliðar- dyrunum og hringdi bjöllu, og mér fannst ég vera einhver föru maður milli tveggja heima. Að baki mér var nútíminn strok- inn, rösklegur, tilbreytingarlaus, eins og egg í fjöldaframleiðslu, en fyrir framan mig var fortíð- in, þessi óhugnanlegi og óþekkti heimur með eitur og ránskap, vald og fégurð, óhóf og seyru, þegar hægt var að bera mynd um strætin og auðmennirnir og skríllinn tilbáðu hana, hvorir tveggja jafnt, — þegar menn óttuðust guð og menn og kon- ur tóku drepsóttir og hrundu niður eins og hundar. Dyrnar voru opnaðar, en nú var það ekki næturvörðurinn, heldur piltur, klæddur sem hirð sveinn. Hann spurði eftir að- göngumiðanum mínum. Ég rétti honum plötuna, sem Aldo hafði gefið mér og hann tók við henni orðalaust og greip svo kyndil, úr fæti, sem var þarna hjá hon- um og tók að vísa mér til vegar yfir húsagarðinn. Þarna voru engin ljós. Ég hafði aldrei hugsað með sjálfum mér, hve dimm höll in gæti orðið rafmagnslaus. Ég hafði séð blyslýsta salina uppi um daginn, en þá höfðu venju- legu ljósin verið kveikt hér niðri. En ekki í kvöld. Þegar við gengum upp stigann, gerðu kyndlaljósin skuggana okkar að firöllum. Hirðsveinninn, sem gekk á undan mér, í beltistreyju og háum sokkum, sýndist alls ekki vera neitt óvenjulega klæddur. Það var ég, sem var þarna aðskotadýrið. Svalirnar kring um húsagarðinn voru kol- dimmar. Einn einstakur kynd- ill, sem stungið var í fót, kast- aði óhugnanlegri birtu á gólfið í hástætissalnum. Sveinninn barði tvö högg á hurðina og okkur var hieypt inn. Hásætissalurinn vóir tómur og lýstur á sama hátt og svalirnar fyrir utan, með tveim kyndlum, sem stungið var í fót, og við gengum gegn um salinn og að kerúbasalnum lengst fyrir hand- an, þar sem fundurinn hafði verið haldinn á laugardaginn. Hann var einnig tómur og upp- lýstur með kyndlum. Dyrnar inn í svefnherbergi hertogans og að áheyrnarsalnum voru lok- aðar. Sveinninn barði að fyrr- nefndu dyrunum. Þær voru strax opnaðar af manni, sem ég kannaðist þegar við sem einn gítarleikarann, sem hafði verið svo fjörugur á leikhúsfundinum á mánudaginn. En annað kann- aðist ég ekkert við. Hann var iklæddur flöskugrænum stutt- jakka, en á ermunum voru rif- — Já, svaraði ég hikandi, — en bara stundum þekktur undir nafninu Armino Fabbio. — Hér viljum við heldur hafa það Donati, svaraði hann. Hann gerði mér svo höfuð- bendingu um að ganga inn. Ég gerði svo, og dyrunum var lok- að á eftir mér, en sveinninn, sem með mér hafði verið varð eftir £ kerúbasalnum. Ég leit kring um mig. Svenherbergi hertog- ans var ekki nema helmingur á stærð móts við næsta sal á und- an, og það var lýst með kyndl- um eins og hin, en þarna voru kyndlarnir tveir sinn hvorum megin við heljarstórt málverk á veggnum, svo að meira bæri á því og það yrði allsráðandi í herberginu. Þetta var „Freist- ing Krists" og Kristur var með andlit Claudio hertoga. Inni í herberginu voru tólf menn, að meðtöldum gítarleik- aranum, sem hafði fylgt mér inn. Allir voru þeir klæddir sem hirðmenn á sextándu öld, og all- ir báru Fálkamerkið. Dyraverð- irnir, sem höfðu skoðað aðgöngu miðana okkar á laugardaginn var, voru þarna allir og svo ein- vígismennirnir og aðrir, sem ég hafði séð uppi á leiksviðinu á mánudag. Mér fannst ég vera — og sýndist líka sjálfsagt vera — eins og einhver bjáni í nútíma- klæðnaðinum mínum og til þess að hressa upp hugann, gekk ég yfir að málverkinu til að skoða það. Enginn virtist gefa mér minnsta gaum. Allir vissu af mér þarna, en kusu heldur — kannski af feimni — að láta sem þeir sæju mig ekki. Claudio-Kristurinn, sem var lýstur af kyndlum, starði nú fram fyrir sig af meira krafti □---------------□ 50 □---------------□ en við dagsbirtu. Grófleikinn í myndinni kom ekki eins fram og klaufalega stellingin, með höndina á beltinu og klunna- legu fæturnir voru nú minna áberandi. Þung augnalokin og fjarræn augu, sem störðu fram til róetusamrar framtíðar, hefði getað sýnzt hafa verið of- arlega í huga málarans — ógn- andi heiminum, eða kannski róleg í bili, til þess svo að gjósa upp öldum síðar. Freistarinn, Satan, var sami Kristurinn á vangasvipinn, og gaf til kynna, ekki skort á fyrirsætum, heldur djarflega leit eftir sannleikan- um. Ef til vill var myndin ekki ægileg lengur, en vel gat hún gert áhorfandann órólegan. Ég furðaði mig á því, að hún skyldi geta lifað af fimm hundruð ár til að rugla Vandalana og gera gys að kirkjunni. í dag mundi ferðamaðurinn með annað aug- að á úrinu sínu, fara framhjá henni, án þess að spyrja frekar. Ég fann að hönd var lögð á öxlina á mér. Bróðir minn stóð fyrir aftan mig. Hann hlaut að hafa komið inn úr skrúðherberg inu litla og kapellunni, sem var fyrir handan. — Jæja, hvemig lízt þér á það? spurði hann. — Þú manst eftir, að einusinni lék ég hann, alveg eins og ég hvert sem þér fariö/hvenær sem þér farið hvernig sem þer ferðist BHmb; SIMI17700 ferðaslysatrygging V — Þetta er í síðasta skipti sem ég bið þig um að renna upp rennilásnum. lék Lazarus. En aldrei af frjáls- um vilja. — Þú gætir nú samt gert það aftur, sagði hann. Hann sneri mér í hring og sýndi mig hinum tólf félögum sínum. Einn þeirra greip saffran gula skikkju, sem lá á stól, rétt hjá kapelludyrunum og færði mig í hana. Annar greip hrokkna, gullna hárkollu og hlammaði henni niður á höfuðið á mér. Þriðji kom með spegil til mín. Ég skynjaði engan tíma lengur. Hvorki nútímann né held ur tímann fyrir mörgum öldum. Ég var kominn aftur til bernsku minnar, í svefnherbergi mitt í íQraumagötu, og stóð þar og hlýddi skipunum bróður míns. Mennirnir þarna kring um hann, voru skólabræður hans frá þeim tíma. Eins og þá, sagðist ég ekki vilja leika, og nú stam- aði ég með fullorðinsrómi, sem ég vonaði, að væri: — Aldo, ég vildi helzt vera laus við að leika Claudio hertoga. Ég kom hingað bara til að sjá ykkur. Alls ekki til að taka þátt í leikn um. — Það er nú eitt og það sama, sagði Aldo. yið erum allir í þetta flæktir. Ég er að bjóða þér að velja um tvennt. Hlutverk Fálkans — eina stutta klukku- stund dýrðar og valds í lífi þínu, sem kemur aldrei aftur, eða þá, að þér verður sleppt vegabréfs- lausum út á strætin í Ruffano, og þá verðurðu tekinn og yfir- heyrður af lögreglu staðarins, en hún hefur eins og ég hef sagt þér, verið í stöðugu sambandi við Rómarlögregluna. Ekkert hinna ungu andlita kring um mig virtist vera fjand- samlegt. Þeir voru vingjarnleg- ir, en þar fyrir svifust þeir einskis. Þeir stóðu þarna bara og biðu svars míns. — Hér er þér ðhætt, sagði Aldo, — hvort heldur með mér eða með þeim. Allir þessir tólf piltar hafa svarið að vernda þig, hvað, sem fyrir kemur. En farirðu einn út úr höllinni, er ekki að vita, hvað fyrir þig get- ur komið. Einhversstaðar í miðbænum eða á gangi í venjulegum fötum gat hann verið, lögreglumaður- inn frá Róm, eða á verði í Ross- inigötu eða við Malebranchehlið ið, og biði eftir að yfirheyra mig. Það þýddi ekkert að segja sjálf- um mér, að hann gæti ekki sannað á mig sök. Spurningin var: gæti ég sannað sakleysi mitt? Röddin, sem kom upp úr mér, var ekki fullorðinsrödd, heldur eitthvert draugalegt berg mál frá sjö ára krakka, sem var íklæddur líkklæðum Lazarussar og lét ýta sér inn í gröfina lif- andi. — Hvað viltu að ég geri? spurði ég bróður minn. 16. kafli. Við gengum nú gegn um áheyrnarsalinn. Það var þar, sem teppið á vesturveggnum huldi dyrnar, sem lágu að öðrum hall- arturninum, þar sem vörðurinn hafði rekið mig öfugan til baka, er ég kom þar fyrir nokkrum dögum. f kvöld var þarna eng- inn vörður, aðeins Aldo og líf- vörður hans, og teppið hékk á sínum stað, og gaf sízt til kynna, að að baki þess leyndist leyni- hurð og snúinn stigi handan við hana. Áheyrnarsalurinn var einnig lýstur með kyndlum, og til vinstri á grind, stóð málverkið af aðalsfrúnni, sem faðir minn hafði verið svo hrifinn af, og minnti mig á frú Butali. Ein- hver hafði sett langt tréborð á mitt gólf og þar á glös og borð- flösku með víni L Aldo gefck fram og hellti í glös handa hverj um okkar. — Þú þarft ekkert að gera, svaraði hann síðustu spurning- wnni minni, sem ég hafði lagt fyrir hann í hinum salnum, — annað en það að fara eftir því, sem ég segi þér, þagar þar að kemur. Þú þarft engan leik að sýna. Þú, sem ert fyrrveranöi fararstjóri, kannt allt, sem til þarf og það kemur allt eðlilega. Hann lyfti glasinu og sagði: — Skálið þið við hann bróður minn! Sem einn maður lyftu þeir glösum sínum og æptu „Arm- ino!“ og sneru allir að mér. Síð- an kynnti Aldo þá hvern fyrir sig með því að ganga kring um borðið og klappa á öxlina á hverjum einum um leið og hann sagði nafn hans. — Giorgio, fæddur nálægt Cassinofjalli .... missti báða foreldra sína í sprengjuárás, uppalinn hjá skyldfólki ..... Domenico, fæddur í Napólí, for- eldrarnir dóu úr berklum, upp- alinn á sama hátt .... Tomano fannst yfirgefinn uppi í fjöllum, eftir flótta Þjóðverja .... upp- alinn meðal skæruliða .... Ant- onio .... sömuleiðis Roberto sömuleiðis .... Guido, sikileyskur, faðirinn drepinn af Mafíunni .... strauk að heiman alinn upp af Líknarsystrunum .... Pietro, foreldrarnir drukkn uðu í flóðum í Pódalnum, alinn upp hjá nágrönnum sínum .... Sergio, fæddur í fangabúðum, (móðirin á Mfi .... Federico sömuleiðis, en foreldrarnir dánir, alinn upp hjá frænda sínum .... Giovanni, fæddur I Róm, skilinn eftir við kirkjudyr, alinn upp hjá fósturforeldrum .... Lorenzo, fæddur í Milano, faðirinn dáinn, móðirin gift aftur og stjúpinn kynvillingur, hljóp að heiman, vann í verk- smiðju og sparaði sér nóg sam- an til að fara í háskólann .... Cesare, faðirinn drukknaði og móðirin dó að honum, alinn upp í munaðarleysingjahæli. Aldo gekk að borðsendanum og lagði höndina á öxlina á mér. — Armino, þekktur heima fyrir undir nafninu Beo, eða H Beato, vegna liðaða hársins og engla- skapsins. Fæddur í Ruffano, fað- irinn dó í fangabúðum Banda- manna, móðirin flúði til Þýzka- lands með þýzkum herforingja á undanhaldi, og tók drenginn með sér, giftist seinna í Torina Og nú þekkizt þið allir, eða eig- um við heldur að segja, nú kann izt þið aftur hver við annaní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.