Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 25. ágúst 1965 MORG UNB LAÐIÐ 15 „Hér fer oft saman kuldi og kvenmannsleysi" J sss / • -SV■ ' . , . .. ■■■■-,...y,y Staldrað við h]á einbúanum á Bólu BÆRINN Bóla i Blönduhlíð í Skagafirði er torfbær, einn af um 10 torfbæjum íslands, sem enn er búið í. í Bólu býr að- eins einn maður, Guðmundur Valdimarsson, og hefur hann búið þar um áratuga skeið. í 10 ár, 1833—43 bjó í Bólu eitt sérkennilegasta skáld ís- lands, Hjálmar Jónsson, sem síðan er við bæinn kenndur. Blaðamaður Mbl., sem var á norðurleið nýlega staldraði við hjá Bólu og ræddi þar við bóndann. Það er einn fegursta dag sumarsins á Norðurlandi að við ökum eftir Blönduhlíðinni á leið norður. Það er glamp- andi sólskin og heiður himinn og því undurfagurt að líta Norðurá og Héraðsvötn á hægri hönd, en bæina í hlíð- inni á þá vinstri. Við nemum staðar, þar sem við komum auga á torfbæ einn hátt uppi í hlíðinni, — þetta mun vera Bóla og þar höfum við hugs- að okkur a’ð staldra við til við ræðna við einbúann, sem þar býr. Á túninu við bæinn situr maður á snúningsvél og færir sér í nyt góða veðrið, því sjá má, að hann vinnur vel. Þetta mun vera bóndinn í Bólu, Guðmundur Valdimarsson. — Við göngum í áttina til hans og jafnskjótt stöðvar hann vél ina og kemur til móts við okkur. Við heilsum honum kumpánlega og kynnum okk- ur. — Nú hvað, frá Morgun- blaðinu, og það í þurrki, eru hans fyrstu orð. Við biðjumst afsökunar, segjumst ekki hafa reiknað með góðviðri á Norðurlandi um þessar mundir. — Nú svona, svona, segir hann þá, þetta er allt í bezta lagi, ég hef alltaf tíma fyrir konur! (Við erum þarna tvær reykvískar stúlkur á ferð). Hundurinn flaðrar upp um okkur og bóndinn í Bólu brosir. — Skelfing hef ég gaman af því hvað hann Leddi er góður við ykkur, hann er nefnilega stundum svo hel- víti skæður við ókunnuga. Skyldi hann vita að þið eruð frá Morgunblaðinu? Vfð göngum inn í reitinn, sem helgaður er minningu Bólu-Hjálmars og tyllum okk- ur þar á bak við stóran stein. Öll sveitin baðar í sólskini þennan fagra sumardag og þar sem við sitjum höfum við hið fegursta útsýui yfir fljótin og Mælifellshnjúk. — Þetta er afmarkað og friðað land hér, sem við sitj- um, segir bóndinn í Bólu. — Við létum þetta land undir reitinn á sínum tíma og þá um leið voru þessi fallegu tré gróðursétt. Minnisvarðann um Hjálmar gerði Jónas Jakobs- son og það var Skagfirðinga- félagið, sem lét reisa hann. Ég stend upp til að skoða minnisvarðann og les þá um leið línur úr einu kvæði Hjálm ars, sem eru greiptar í varð- ann: „Flest ég tætti tals í þætti til miðnættis kröpin vóð“. Ég les þær upphátt og bóndi segir: — Það var gott að þú hafðir orð á þessu, því áletrunin er nefnilega röng. Þarna á að standa: „Flest ég tætti tals í hætti t.il miðnættis kröpin vóð“. — Það á að vera hætti en ur, fór þá í sjúkrahús. Ann- ars höfum við búið hér tveir einir frá því 1937 að mamma dó. — Nei, ég hef aldrei gifzt og aldrei eignast börn, en hef þó verið við kvenmann kennd ur, ekki ber að neita því. Við höfðum ráðskonur hér fyrstu árin eftir að mamma dó, en þær fóru flestar í Bretann, svo við gáfumst alveg upp á þeim. Nú er ég aleinn, en fæ hjálp við heyskapinn frá Fremri Kotum, auk þess sem ég nýt góðs af gæðafólkinu á Kúskerpi. — Ég fæddist í Fremri- Kotum í Norðurárdal 7. nóv. árið 1911 og er því orðinn alltof gamall. Foreldrar mínir bjuggu þá þar, en fluttust ár- ið 1924 hingað að Bólu, íað- ir minn keypti þá jörðina. Hann heitir Valdimar Guð- mundsson, en móðir mín hét Arnbjörg Guðmundsdóttir, svo segja má að ég heiti Guð- mundur Guðmundur. — Þessi bær, sem nú er hér, var hér þegar sr við fluttum hingað ’24. Hann var byggður árið 1906 af Jóni Jónssyni, tengdasyni stór- Einbúinn á Bólu Guðmundur Valdimarsson — Hann stóð þar sem fjár- húsin mín standa, ofar í brekkunni, en það sjást eng- ar menjar eftir hann lengur. Baldvin Bárdal, kaupamaður — Jú, það held ég nú, ekki vil ég missa af tækifærinu. Einhvers staðar undan rúm inu dró Guðmundur síðan fram brennivínsflösku og Fjárhúsin á Bólu. Fyrir framan þau má sjá Guðmund bónda ásamt heimaganginum sínum. Þar sem fjárhúsin standa stóð áður bær Bólu-Hjálmars. Ljósm. Steinunn Ólafsdóttir. ekki þætti, ég man bara ekki hvar ég sá það. — Þú situr náttúrlega oft hér, Gúðmundur, og virðir fyrir þér útsýnið, er það ekki? — O, sei sei nei, ég hef aldrei tíma til að sitja, ég bý hér einn. Frá því 17. ágúst í fyrra hef ég búið hér einn. Faðir minn, sem núær níræð- bóndans á Uppsölum, Stefáns Stefánssonar. Nú finnst mér að það eigi að fara að byggja upp hér. Það á að endurnýja gamla bæinn, því þetta er merkur og fallegur staöur. En svo á auðvitað að vera hér íbúðarhús í nýjum stil. — Hvar stóð bær Bólu- Hjálmars? Bærinn Bóla í Blönduhlíð, sem byggður var árið 1906. Er hann íslandi, sem enn er búið í torfbæum bóndans á Uppsölum, sagði mér að baðstofan hefði verið lítil og hefðu stafnarnir snúið í austur og vestur. Glugginn var mót suðri og í stofunni voru tvö rúmstæði. Baldvin sagðist ætíð hafa verið smeykur að ganga fram með suðurglugganum, er tekið var að skyggja, og ekki þykir mér ósennilegt, að Hjálmar hafi verið þar á rjálti því nauðugur yfirgaf hann Bólu á sínum tíma, vænst þótti honum um Bólu af þeim bæjum sem hann bjó á. Þegar hér var komið sögu bauð Guðmundur oþkur heim, upp á kaffi og tvíbök- ur. Húsið er lítið, ekki nema ein stofa, eldhús og búr. — Þú gerir ekkert veður út af draslinu hjá mér, ég er nú kvenmanslaus eins og allir vita. — Er ekki leiðinlegt að búa svona aleinn? — Jú, það er leiðinlegt að vera kvenmannslaus. — Ætlarðu ekki að fá þér kaffisopa með okkur Guð- mundur. bauð okkur að súpa á. Við þökkum fyrir, en förum var- lega í þær sakirnar, og bíl- stjórinn kveður það óleyfi- legt þeim er bifreiðum aka. — Já, já, það er brot á ellefta boðorðinu að vera drukkinn við stýrið, segir bóndi. — Hvernig gengur búskap- urinn? — Ágætlega, ég er með 60 kindur, 5 nautgripi og nokk- uð af hestum, og þó húsið sé gamalt þá er það ekki af því ég hafi eitthvað á móti ný- sköpuninni það er dýrt að byggja og einnig hef ég verið með pabba rúmliggjandi lengi og léði hreppurinn mér þá lið með því að auka alltaf við mig útsvörin. Þeir vita eins og er, að ég eyði ekki pen- ingum í kvenfólk og þá er sjálfsagt að taka af mér sem mest í útsvar. — Hvenær kom rafmagn- ið til þín? — Það kom fyrir jólin ‘57 og þá varð mikil breyting á högum mínum. Nú hef ég FrSmhaid á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.