Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 25. ágúst 1966
MORGUNBLAÐIÐ
27
Slippfélagið í
Reykjavík
vantar verkamenn í timburvinnu.
Einnig vanan mann á lyftara.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Stefáns Sigurðssonar, hdi., og að undan-
gengnu fjárnámi 24. júní s.l. verða nokkrir munir
tilheyrandi Hótel Akranesi, eign Kristjáns R.
Runólfssonar, seldir á opinberu unpboði, sem fer
fram á Hótel Akranesi þriðjudaginn 6. sept. n.k.
kl. 14.
Selt verður:
Hjónarúm, eins manns rúm, bólstraðir svefn-
bekkir og borð úr veitingasal með plastplötu.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn á Akranesi, 22. ágúst 1966.
Þórhallur Ssemundssou.
- BAT
lausar tilraunir Isleifsmanna a3
ná tauginni upp slepptu þeir
endanum og sigldu að Höfrungi
og komu nýrri taug fyrir á milli
bátanna. Síðan hóf ísleifur að
draga Höfrung inn í höfnina,
en eftir nokkrar mínútur slitnaði
taugin. Tók nú Höfrung að
reka í áttina að brimgarðinum.
Enn tókst að koma taug milli
hátanna en hún slitnaði sam-
stundis, enda var þá komið á
grunnsævi og allmikið brot mjög
nálægt bátnum og því mikil á-
reynzla á taugina. Er Isleifsmenn
komu síðustu tauginni um borð
var Höfrungur kominn svo ná-
lægt brimgarðinum, að fárra
mínútna töf eða hik hefði gert
það ókleift. Átökín voru svo
mikil aS heyra mátti brothljóð
til lands er borðstokkar bátanna
brotnuðu undan átökum víranna
En nú hélt taugin og bátarnir
mjökuðust hægt inn í höfnina.
Varð Isleifur að fara aftur á
bak, því ekki vannst timi til að
snúa honum við, svo nálægt voru
þeir brotinu. Ef síðasta dráttar-
taugin hefði ekki haldið er
ekkert liklegra en Þorlákshafnar
búar héfðu mátt horfa þarna
upp á stór slys, því veður er
hið versta, suðvestan stórsjór
rok og riðning. Þar sem Höfrung
bar að landi er útgrynni mikið
og klappir í botninum.
Fjöldi manns hér hofði á þenn
an atburð og ber öllum saman
um að skipstjórinn á Isleifi, Pét
ur Friðriksson og áhöfn hans,
hafi sýnt frábæran dugnað og
snarræði.
f NÝRRI reglugerð frá dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu segir m.a.
að næturvarzla lyfjabúða verði
frá og með 20. ágúst 1966
alltaf á sama stað. En það er
fyrst í kvöld sem unnt er að
framfylgja þessari reglugerð.
Staður sá sem næturvarzlan
verður á er að Stórholti 1.
Apótekarar í Reykjavík, Kópa-
vogi, og Hafnarfirði munu sjá
um næturvörzluna til skiptis.
Auk þessa er í reglugerðinni
greint frá breyttum afgreiðslu-
tíma lyfjabúða.
Á blaðamannafundi síðdegis í
gær greindi Birgir Einarsson
formaður Apótekarafélagsins nán
ar frá reglugerðinni. Hann sagði
m. a.:
„Eins og kunnugt er, hefur
lyfjaverðið hér á landi ætíð ver-
ið ákveðið af heilbrigðisstjórn-
inni og hefur forstjóra Lyfja-
verzlunar rikisins í umboði land-
læknis verið falið að sjá um út-
reikninga lyfjaverðs, þar til
skipuð var nefnd samkv. hinum
nýju lyfsölulögum.
í nefndinni eiga sæti fimm
menn og eru þeir tilnefndir af
Hagstofu íslands, Trygginga-
stofnun ríkisins, landlækni,
Apótekarafélagi íslands og Lyfja
fræðingafélagi íslands. Formað-
ur nefndarinnar er Guðlaugur
Þorvaldsson ráðuneytisstjóri.
Nefnd þessari er falið að finna
grundvöll fyrir eðlilegu lyfja-
verði í landinu á hverjum tíma
og eru henni settar starfsreglur
af ráðherra, sem svo gefur út
lyfjaverðskrá.
Hinn 18. febrúar I ár voru
undirritaðir nýix kjarasamningar
við Lyfjafræðingafélag íslands
og tóku þeir gildi frá 1. janúar
1966.
Með iþessum nýju samningum
kaup lyfjafræðinga mjög mikíð
frá því sem verið hafði og orsak-
aði það, að kostnaðurinn við
Wemer Panitzki.
- V-ÞYZKALAND
Framhald af bls. 1
samstarfsmann hans, Karl
Gumbel ráðuneytisstjóra.
Vikublaðið „Bayern Kurier"
sem gefið er út á vegum hins
umdeilda Franz Josef Strauss,
fyrrum varnarmálaráðherra V-
Þýzkalands, sagði í dag, miðviku
dag, að ekki verði framhjá
gengið umkvörtunum v-þýzka
kvöld-, nætur- og helgidaga-
vörzlu lyfjabúðanna jókst mjög
mikið.
Þar sem aðeins fimm af lyfja-
búðunum í Reykjavík höfðu
þessa þjónustu á hendi, reyndist
erfitt að finna ráð til þess að
bæta hlutaðeigandi lyfjabúðum
hinn aukna kostnað, því að ekki
var hægt að hækka lyfjaverðið
almennt og varð það því úr, að
lyfjaverðlagsnefnd lagði til, að
sett yrði sérstakt gjald á þá lyf-
seðla, sem afgreiddir væru á
kvöld-, nætur- og helgidaga-
vörzlutíma. Vitað var, að þetta
myndi hafa áhrif á þann fjölda
íyfseðla, sem afgreiddir yrðu á
tilteknum tíma og kom brátt í
Ijós, að lyfseðlum fækkaði, þeg-
ar aukagjald var tekið og kom
þessi greiðsla því ekki að fullu
gagni.
Einnig lagði lyfjaverðskrár-
nefnd til, að reynt yrði að hag-
ræða kvöld- og næturvörzlutíma
á hagkvæmari hátt og að þessi
þjónusta kæmi jafnt á lyfjabúð-
irnar. Um sama leyti var verið
að undirbúa reglugerð þá, sem
yður hefur verið afhent, um lok-
unartíma lyfjabúða og var því
reynt að koma þar á þeirri hag-
ræðingu, sem lyfjaverðskrár-
nefnd fór fram á.
Með þessari nýju reglugerð er
stefnt að því að hagræða af-
greiðslutíma lyfjabúðanna þann-
ig, að sem mest vinna við af-
greiðslu lyfseðla komi á dag-
vinnutíma. Samkvæmt hinni
nýju regluegrð verður nætur-
varzla alltaf á sama stað. Staður
sá, sem næturvarzlan verður á,
er að Stórholti 1. Er mikil bót að
því fyrir (þá, sem þurfa að leita
til næturvörzlunnar, að hún
skuli ætíð vera á sama stað“.
Birgir Einarsson sagði enn-
fremur:
„Á næturvözlustað verða að-
eins afgreidd nauðsynleg lyf sam
neytinu sé stjórnað að hætti
skrifstofuþræla en ekki her-
menntaðra manna. Blaðið bætti
því við að mjög væri um það
rætt innan hersins að vera
mætti að yfirmenn landhers og
sjóhers V-Þýzkalands segðu nú
einnig af sér, en haft er eftir
áreiðanlegum heimildum í
Bonn að tæpast sé þess að
vænta, hvorki Ulrich de Maizi-
ere yfirmaður landhersins eða
Karl Adolf Zenker sjóliðsfor-
ingi, yfirmaður flotans áformi
að segja af sér að svo stöddu.
Talsmaður ríkisstjórnarinnar
sagði í dag, miðvikudag að
stjórnin liti ekki á það sem neitt
sérstakt vandræðaástand í varn-
armálum landsins þótt hershöfð-
ingjarnir þrír segðu af sér en
vildi ekkert um það segja hversu
stjórnin tæki því ef fleiri fylgdu
á eftir.
— íþróttir
Framhald af bls. 26
4x100 m. boðhlaup. Sveit HSÞ
56.9 sek.
Kúluvarp. Emelía Baldurs-
dóttir UMSE 8,93 m.
Kringlukast. Lilja Friðriks-
dóttir UMSE 27,27 m.
Hástökk. Sigrún Sæmunds-
dóttir HSÞ 1.48 m.
Langstökk. Sigrún Sæmunds-
dóttir HSÞ 4,65 m.
HEILD ARÚRSLIT:
Héraðssamband S-Þingeyinga
10414 stig.
Ungmennasamband Eyjafjarð-
ar 86 % stig.
Sigrún Sæmundsdóttir setti
Þingeyskt met í hástökki.
Sveit UMSE setti Eyfirzkt met
í 4x100 m boðhlaupi karla.
kvæmt lista, sem saminn er í sam
ráði við Félag heimilislækna.
Næturvarzla skal vera opin,
sem hér segir:
Mánudaga til föstudaga kl. 21
—9 næsta morgun.
Laugardaga kl. 16—10 næsta
morgun.
Helgidaga og almenna frídaga
kl. 16—10 næsta morgun.
Aðfangadag og gamlársdag kl.
16—10 næsta morgun.
Kvöldvarzla, laugardagsvarzla
og helgidagavarzla verður í
tveim lyfjabúðum eina viku í
senn, sem hér segir:
Mánudaga til fimmtudaga kl.
18—21.
Föstudaga kl. 19—21.
Laugardaga kl. 12—16.
Helgidaga og almenna frídaga
kl. 10—16.
Aðfangadag og gamlársdag kl.
12—16.
Næturvörzluna reka apótekar-
ar í Reykjavik, Kópavogi og
Hafnarfirði. Kópavogs Apótek
og Hafnarfjarðar Apótek taka
ekki þátt í kvöldvözlu í Reykja-
vík, en hafa opið sem hér segir:
Mánudaga til föstudaga kl.
18—19.
Laugardaga kl. 12—14.
Helgidaga og almenna frídaga
2 klst.
Aðfangadag og gamlársdag kl.
12—14.
Hinir ýmsu og mismunandi af-
greiðslutímar lyfjabú'ða utan
Reykjavíkur eru mjög í sam-
ræmi við það sem verið hefur
undanfarið og eru ekki miklar
breytingar á þeim.
Takmarkið á að vera að úti-
loka óþarfa lyfjaafgreiðslu að
kvöld- og næturlagi og má benda
á, að sama þróun á sér stað á
hinum Norðurlöndunum. í Kaup-
mannahöfn eru t.d. aðeins tvær
lyfjabúðir opnar i senn að nætur-
lagi og í Stokkhólmi aðeins ein“.
- FUNDI
Framhald af bls. 1
urnar aðallega um aliþjóðamál,
enda eru fundir utanríkisráð-
herra Norðurlandanna venjulega
haldnir í þvi skyni að samræma
stefnur landanna á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna. Mikið var
rætt um ástandið i Víetnam, og
um það mál segir svo í sameigin-
legu yfirlýsingunni:
Utanrikisráðherrarnir ræddu
ástandið í heiminum. Þróunin í
Víetnam á undanförnum mánuð-
um hefur ekki orðið til þess að
færa nær þá samningalausn, sem
að áliti ráðttierranna er sú eina,
sem leitt getur til varanlegs frið-
ar í Vietnam. Vígbúnaðurinn
eykst og þjáningar íbúanna fara
stöðugt vaxandi. Utanríkisráð-
herrarnir láta í ljós von um að
aðilar forðist hverjar þær að-
gerðir, er dregið gætu úr mögu-
Serstæðu
útvarpstæki
stolið
ÞAÐ skeði aðfaranótt þriðju-
dagsins hinn 16. þ.m. að stolið
var útvarpstæki úr bifreiðinni
R-10290, sem stóð við Bollagötu
1 hér í borg. Hér var um að ræða
transistortæki af Radionette-gerð
í teak-kassa og er það eina tækið
sem þannig búið hefir verið flutt
hingað til lands á vegum um-
boðs þessara tækja.
Ef einhver skyldi hafa orðið
var við tæki þetta, eða séð þegar
það var tekið, er hann beðinn að
hafa samband við rannsóknar-
lögregluna.
Sovézk tungl-
flaug, Luna -11
SOVÉTRÍKIN skutu í dag á loft
tunglflauginni Lunull, 1.640
kíló að þyngd. Var henni skotið
á loft stundu fyrir hádegi að
Moskvu-tímá og tilgangurinn
sagður að gera nýjar tilraunir
með að kon.a gervihnetti á braut
umhverfis tunglið og gera vis-
indalegar rannsóknir á himin-
geimnum í námunda við tunglið.
Tass-fréttastofan sagði að
tunglflaugin héldi sem næst
áætlaðri stefnu og hefði sent
hljóðmerki til jarðar. Ekki var
neitt um það sagt hvort Luna-11
ætti að reyna að lenda á tungl-
inu eða komast á braut umhverf-
is það. Þessi tunglflaug sovézkra
geinavísindamanna er hin ellefta
í röðinni síðan 1959 og síðastar
á undan henni voru Luna 10. sem
komið var á braut umhverfis
tunglið 3. apríl sl. og Luna 9.
sem lenti hægri lendingu á tungl
inu 3. febrúar og sendi myndir
til jarðar.
leikum á friðsamlegri lausn, og
að allir áðilar geri það sem þeiin
er unnt til að skapa grundvöll
fyrir samninga, er komið gætu á
friði á ný og tryggt rétt íbúa
Víetnam til þess sjálfir að á-
kveða framtíð sína.
Varðandi ástandið í Evrópu
láta ráðherrarnir í ljós ánægj i
sína yfir þeirri jákvæðu þróun,
sem orðið hefur á sambandinu
við löndin i Austur-Evrópu.
Leggja ráðherrarnir áherzlu á
þýðingu vaxandi samskipta aust-
urs og vesturs til betrunar á-
standinu í heiminum.
Ráðherrarnir lýstu yfir fullum
stuðningi Noiðurlandanna við
samtök Sameinuðu þjóðanna,
sem hafa mjög þýðingarmiklu
hlutverki að gegna til verndar
friðar í heiminum og sem sam-
eiginlegur vettvangur til að
vinna að lausn alþjóðavanda-
mála. Benda þeir I þessu sam-
bandi á nauðsyn þess að öll að-
ildarríki SÞ leggi sem fyrst
fram sinn skerf til lausnar efna-
hagsvandamálum samtakanna. í
því sambandi leggja ráðherrarn-
ir áherzlu á þýðingu þess að
háfa gæzlulið SÞ á Kýpur, en
skora á deiluaðila þar að reyna
áð leysa málið méð samningum.
Nokkuð var rætt um afvopnun
armál, og vonuðust ráðherrarnir
til þess að árangur næðist á 18
ríkja afvopnunarráðstefnunni í
Genf, sérstaklega að því er varð-
ar stoðvun á útbreiðslu kjarn-
orkuvopna, og á tilraunum með
kjarnorkuvopn.
Ráðherrarnir ræddu ítarlega
ástandið í Rhodesíu og í Suð-
vestur-Afríku, og Apartheid-
stefnu stjórnarinnar í Suður-
Afríku. Telja þeir mjög mikils-
vert að aðgerðir Sameinuðu þjóð
anna gegn stjórn Ian Smiths í
Rihodesíu beri tilætlaðan árang-
ur. Með tilliti til úrskurðar Al-
þjóðadómstólsins frá árinu 1950
þar sem SÞ er falið að áfoyrgjast
framtíð Suð-vestur-Afríku, telja
ráðherrarnir nauðsynlegt að at-
hugað verði nánar hvort Suður-
Afríka skuli áfram fara með
stjórn landsins. Og vai'ðandi Ap-
artheid-stefnu stjórnar Suður-
Afríku telja ráðherrarnir að SÞ
beri skylda til að berjast fyrir
afnámi þeirra kynþáttofsókna,
sem stefnunni fylgja.
Fundinn í Álaborg sátu utan-
ríkisráðherrarnir Per Hækkerup
frá Danmörku, A'hti Karjalainen
frá Finnlandi, Emil Jónsson frá
íslandi, John Lyng frá Noregi og
Torsten Nilsson frá Svíþjóð.
- NYJA
Framhald af bls. 28
alls 18019 tonnum bræðsln-
sildar í eina verksmiðju.
Nýja verksmiðjan tók til
starfa i gær, en hún þurfti
þá svo mikið rafmagn aS hún
sprengdi spennistöðina og var
rafmagnslaust héi um tíma.
— G. W.
Næturapótek fyrlr alla
Reykjavík í Stórholti 1
IMýtt fyrirkomulag á þjónustu
apótekanna tekur gildi