Morgunblaðið - 25.08.1966, Blaðsíða 4
MORGU N BLAÐIÐ
' Fimmludagur 25. agust 1966
BÍLALEIGAN
FERÐ
Daggjald kr. 400.
Kr. 3,50 per km.
SÍMI 34406
SENDUM
Bim
LEIGA
IMAGIMUSAR
skipholti21 símar21190
eftirlokun sími 40381
sfM' 3-11-60
mfíwm
Volkswagen 1965 og '66.
3
RAUÐARÁRSTÍG 31
SÍMI 22022
LITLA
bíloleigon
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Sími 14970
BIFREipfLeiGAH
IuJías SIMI 33924
22-1-75
Fjaðrir, fjaðrablóð, hljóðkútar
púströr o.fl. varahlutir
í margar gerðir bifreiða.
Bílavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 16B. — Sími 24180.
Húseigendafélag Reykjavíknr
Skrifstofa á Bergstaðastr. lla.
Sími 15659. Opin kl. 5—7 alla
virka daga nema laugardaga.
BOSCH
Þurrkumótorar
24 volt
Jy 12 VOlt
• volt
/
mt
Brœðurnir Ormsson
Lágmúla 9. — Sími 38820.
Athugasemd vegna
textagagnrýni
Vegna áskorunar frá for-
manni félags kvikmyndahúsa-
eigenda óskar Ragnar Jóhann-
esson að láta þess getið, að
kvikmynd sú, sem hann gagn-
rýndi hér í þættinum sl. laug-
ardag, fyrir textameðferð, hafi
verið sýnd í Stjörnubíó íyrir
skömmu. Hún hét Grunsam-
leg húsmóðir.
^ Nafnlausu bréfin
Hér kemur bréf frá Jóni
Jónssyni, til heimilis, vonandi,
einhversstaðar, og væntanlega
með eitthvert símanúmef, lík-
lega hefir hann, eða hefir hal.t,
einhvern starfa, svo ekki er
með öllu útilokað að manninn
megi kenna á öðru en þessu
gamla og góða nafni og Xöður-
nafni. Og hér kemur brét'ið:
„Velvakandi góður.
Hvernig stendur á því að
dagblöðin birta upphaf margra
greina, í einu og sama blaði,
á fyrstu síðu, en niðurlagið á
þeirri áttundu, eða fjórtándu?
Þetta er til mikilla óþæginda
fyrir lesendur, en aðallega
þeirra vegna munu blöðin
gefin út.
Og svo þetta til viðbótar:
Margir blaðamenn kvarta um
að greinar ,sem blöðunum ber-
ast, séu oft undirskrifaðar með
dulnefni, ellegar nafnlausar,
segjast blaðstjórar vilja fá nöfn
höfunda, þó mega þau ekki
birtast. Hvað varðar þessa
menn um nöfnin?
Blaðagreinar með persónu-
legri áreitni við einstaka
menn, eða órökstudda sleggju-
dóma um fyrirtæki, lenda víst
að jafnaði í ruslakörfunni,
enda eiga þær ekki annars-
staðar heima.
Og hvaða gagn er svo að þvl
fyrir blaðamanninn að fá nafn
mitt? Ég heiti
Jón Jónsson".
Við fórum þess á leit hér i
dálkunum fyrir skömmu að
bréfritarar létu uppi sitt rétta
nafn samfara dulnefninu, en
það hefir um mörg ár verið
venja að gefa ekki upp nöfn
manna hér í dálkunum, hafi
þeir óskað eftir að halda þeim
leyndum. Um réttmæti þess
hafa verið skiptar skoðanir.
Hinsvegar er það rétt að marg-
ir geta borið fram hógværar
aðfinnslur og fyllilega rétt-
mætar, bæði um menn og mál-
efni, án þess nauðsyn sé að
þeir komi sjálfir fram og
standi í frekari orðræðum um
þau efni, sem þeir hafa bent
á. Af þeim sökum er því ekki
ástæða til að birta nöfn þeirra.
Hitt er Velvakanda oft nauð-
synlegt að vita deili á bréfrit-
ara og geta haft samband við
hann. Oft vantar frekari upp-
lýsingar i sambandi við þau
mál er bréfið fjallar um, og
þarf þá að bæta þeim við.
Stundum eru aðfinnslurnar
eða athugasemdirnar á mis-
skilningi byggðar, sem Vel-
vakandi getur leiðrétt með því
að hafa samband við bréfrit-
ara. Kasti hann bréfi hans 1
körfuna, lítur bréfritari eflaust
svo á að athugasemd hans hafi
ekki verið þess virði að hún
væri birt. Þetta getur oft ver-
ið hreinn misskilningur, held-
ur vantar frekari skýringar.
Velvakandi hefir oft birt at-
hugasemdabréf og í sama
mund svar við því, eftir að
hafa talað nánar við bréfritara
og jafnvel fleiri, er málið kann
að varða. Þessir dálkar eiga að
vera nokkurskonar „samvizku-
bit þjóðarinnar“, eins og Speg-
illinn kallaði sig forðum, vett-
vangur, þar sem menn geta
komið fram athugasemdum
um það sem miður fer bæði í
borgarlífi og þjóðlífi, einnig
ábendingar um það sem gott er
og vel gert, til þess að það
megi verða öðrum til fyrir-
myndar. Fyrirtæki hafa ekki
farið varhluta af þessum at-
hugasemdum og margur hefir
fengið leiðréttingu og lagfær-
ingu sinna mála gegnum Vel-
vakanda. Það hvílir því mikil
ábyrgð á þessum dálkum og
því er nauðsynlegt að ekki sé
flanað að neinu með birtingu
athugasemdanna og nauðsyn-
legt að enginn sé hér hafður
fyrir rangri sök. Vona ég að
Jóni Jónssyni skiljist með þessu
tilgangur sá er liggur að baki
þess að nauðsynlegt sé að vita
deili á bréfritara.
Um framhaldsgreinar er það
að segja, að margar þeirra eru
svo langar að lítið annað kæm-
ist á forsíðu blaðsins, ef ein
grein væri birt þar í heild.
Hinsvegar á lesandinn að geta
við skjóta yfirsýn séð hvað
markverðast er á döfinni í það
og það sinni og því er fyrirsögn
og nokkur inngangur birtur á
útsíðu, eftir því sem kostur er.
Einn hefir áhuga á þessu máli
og vill komast fljótt að því,
annar vill vita um hitt. Þetta
forðar blaðamanninum frá því
að þurfa að gera það upp
hverju sinni hvað birtast skal
á forsíðu og hvað á hinni 8. og
14., eins og bréfritari segir.
Umbrot blaða um allan heim
er með þessum hætti í dag,
en niður er lagt fyrirkomulag
það, sem haft var á umbroti
Klausturpóstsins.
í von um að Jón Jónsson
hafi fundið sér stað í tilver-
unni, næst þegar hann sendir
okkur línur, biðjum við hann
vel að lifa.
^ Gamalt og gott
tímarit
Og svo er hér bréf frá
Árna Helgasyni í Stykkis-
hólmi:
„Mig langar til að vekja
athygli á góðu blaði sem lengi
hefir komið út á íslandi en
veit að er ekki í eins margra
höndum og æskilegt er. Þetta
blað er Heimilisblaðið sem nú
hefir komið út í 53 ár. Það
kemur út annan hvern mánuð
og flytur mjög fróðlegt og gott
efni, sögur og myndir af ýms-
um viðburðum úti í heim og
yfirleitt er blaðið mjög fjöl-
breytt. Verðið er ótrúlega lágt
50 krónur árgangurinn. Jón sál.
Helgason prentari stofnaði
þetta blað og hélt því úti með-
an hann lifði en síðan hafa
synir hans haldið merkinu á
lofti og fetað í fótspor föður
síns. Ég keypti blað þetta lengi
og þykir vænt um það og vildi
gjarna að aðrir fengju a'5
njóta þess og í þeim tilgangi
eru þessar línur ritaðar.
Árni Helgason".
ÍT Gagnsemi
aurhlífa
Stykkishólmsbúi segir:
„Undanfarin ár hefir það
verið gert að skilyrði fyrir að
fá heila skoðun, sem kallað er
á bifreiðar, að fyrir báðum
hjólum að aftan séu aurhlífar,
en engar til að skýla framhjól-
um. Margra reynsla virðist
mér vera sú að það sem þessar
aurhlífar hafi átt að verja hafi
ekki náð tilgangi þannig að
grjót aftur undan bifreiðum hef
ir eins og áður marga rúðuna
brotið og veit ég mörg dæmi
um þetta. Fleiri og fleiri eru
komnir á þá skoðun að þetta
sé tflgangslaust og bezt að vera
ekki að kosta til að útvega sér
og endurnýja þessar aurhlífar
í bifreiðum, auk þess sem aið
þetta sé engin prýði og oft vill
þetta losna og þá eykur það
aðeins á skröltið, sem kannska
er nóg fyrir. Hver er nu
reynsla Bifreiðaeftirlits ríkis-
ins af þessu. Vill það halda
þessu áfram, eða verður þetta
afnumið?“.
Velvakandi er sammála bréf-
ritara um gagnsleysi aurhlíf-
anna og margir líta svo á, að
þær séu oft og einatt hættu-
legar og valdi fremur tjóni en
að þær hamli gegn þeim. Það
er vitað að oft kastast stein-
vala í aurhlífina og síðan út
frá henni og þvert í veg fyrir
bifreið, sem á móti kemur og
veldur skemmdum á henni.
Sama gildir er bifreið er að aka
fram úr annarri. Grjótkastið
stendur út frá aurhlífinni og
rignir yfir bifreiðina, sem fram
úr ekur. Hinsvegar væri eink-
ar fróðlegt að fá um þetta nán
ari skýringar hjá bifreiðaeftir-
litinu og rök fyrir þessarl
framkvæmd. í sjálfu sér er
verðmæti þessara aurhlífa
ekki það sem skiptir máli og
öllum á að vera vorkunnar-
laust að hafa þær í lagi. Hitt
er aðalatriðið. Eru þær til bóta
eða ekki?
Tollskráraukar II
I. júhl 965 — I. júní 1966
fást í skrifstofu ríkisféhirðis í Nýja-Arnarhvoli við
Lindargötu og erskrifstofa ríkisféhirðis opin kl.
W- 10—12 f.h. og 1—3 e.h., nema laugardaga kL
10—12 f.h.
í Tollskrárauka II eru viðaukar, nýmæli og
aðrar breytingar gerða á tímabilinu 1. júlí 1965 til
1. júní 1966 á tollskrárlögum, tollafgreiðslugjöldum,
leyfisvörum og öðrum atriðum, er varða innflutn-
ing vara og getið er í Tollskrárútgáfunni 1963 og
Tollskráraukum I, sem einnig fást hjá ríkisféhirði,
og er þannig gengið frá tollskráraukunum, áð
textinn er aðeins prentaður öðrumegin á hvert blað
og má þannig, með því að líma breytingarnar í
toliskráraukunum báðum inn í Tollskrárútgáfuna
1963, láta þá útgáfu bera með sér gjöldin og önnur
innflutningsatriði, eins og þau eru i dag.
í Tollskrárauka II eru hinar nýju reglur frá því
i vor um tollfrjálsan farangur ferðamanna og far-
manna frá útlöndum, með síðari breytingum.
Þá fæst einnig í skrifstofu ríkisféhirðis þýðing
á Tollskránni 1963 á ensku og 3 viðaukar, og er
þýðingin frá 1963 með viðaukunum þremur í sam-
ræmi við gildandi tollskrá.
N auðungaruppboð
Eftir kröfu lögfræðings Hafnarfjarðarbæjar fer
fram nauðungaruppboð fimmtudaginn 1. septem-
ber 1966 kl. 10,30 árdegis að Lækjargötu 26, Hafn-
arfirði. Seld verður Stenbergs trésmíðavél (sam-
byggð) talin eign Reimars Sigurðsson.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.