Morgunblaðið - 11.10.1966, Page 3

Morgunblaðið - 11.10.1966, Page 3
*>riðjudagUT 11. oM. 1996 M0ReUNBl4Ð(D 3 Hæstu vinningur' í Hnppdrætti H.Í. MÁNUDAGINN 10. október var dregið í 10. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 2.400 vinningar að fjárhæð kr. 6.900.000,00. Hæsti vinningurinn, 500.000 kr. kom á heilmiða númer 34913. — Voru báðir heilmiðarnir seldir í umboði Frímanns Frímannsson- ar í Hafnarhúsinu. 100.000 krónur komu einnig á heilmiða. Var það á númerið 40540. Annar heilmiðinn var seld ur í umboðinu í Hveragerði en hinn í umboði Helga Sivertsen í Vesturveri. Þýzk listsýning í Bogasal MARGUR mundi halda, að ekki væri um stórviðburð að ræða, þegar frá því er sagt, að haldin sé í Bogasal Þjóðminjasafnsins sýning á handgerðum póstkortum og myndskreyttum sendibréfum, eftir þýzka listamenn. Samt er það svo, að þessi sýning er tölu- verður viðburður hér í fremur einhæfu listalífi þessa bæjar, og er rétt að minna fólk á í tæka tíð að láta hana ekki fram hjá sér fara. Á sýningu þessari eru 96 mál- verk og teikningar, allt frum- myndir, eftir fjölda þýzkra lista- manna, og eru þar á meðal mörg fræg nöfn, svo sem Nolde, Franz Marc, Pechstein, Kokoscka o.fl. o.fl. Það er naumast ofsögum sagt, að þetta sé fyrsta tækifær- ið, sem gefizt hefur hér á landi Fagii;a stórframkvæmd um við Raufarköfn Raugarhöfn, 10. okt. FUNDUR var haldinn í Vinnu veitendafélagi Raufarhafnar í gær. M.a. ályktaði fundurinn, að um leið og hann fagnaði þeim árangri, sem náðst hefur í sam- göngumálum Raufarhafnar og nágrennis með tilkomu hins nýja og glæsilega flugvallar við Raufarhöfn, færði hann ölium þeim, sem hiut áttu að þessari Stjópróf í dog SJÓPRÓF í strandi Herðu- breiðar á Djúpavogi 2. október sl. hefjast kl. 2 í dag. Á föstu- daginn n.k. er færeyska skipið ^likur væntanlegt til landsins og mun það taka upp nokkurn veginn sömu áætlunarferðir og Herðubreið hafði áður. merku framkvæmd beztu þakk- ir og væntir þess, að flugvöll- urinn verði nýttur til hins ýtr- asta í náinni fraintíð, þannig að hann verði athafna- og atvinnu- lífi á Raufarhöfn iil sem mestra nota og hagræðis. — Einar. til að skoða frummyndir eftir þessa stórmeistara. Allar þessar myndir eru smáar, í póstkortsstærð eða lítið eitt meira, enda eru þær einmitt gerð ar til þess að senda þær sem kveðju til vina og kunningja lista mannanna. í sýningarskrá segir prófessor Gerhard Wietek, for- stjóri Altonaer Museum í Ham- borg, en hann hefur lánað þetta safn hingað: „Stærð hefur aldrei verið mælikvarði á gæði eins listaverks og ekki heldur tilefnið sem olli sköpun þess“. Því mætti þó bæta við, að einmitt tilefnið, ást, vinarhugur og kunningja- glettni, augnablikshughrif, ljái þessum listaverkum sérstakan þokka, sem síður eða ekki kæmi fram í hinum stærri verkum meistaranna, þeim sem eiga að taka sig út í heimsins augum. Svo mun fleirum fara en þeim, er þetta ritar, að þeir muni bæði undrast og gleðjast af að skoða þessa hugtæku og smekklega upp settu þýzku listaverkasýningu í Bogasalnum. Aðgangur áð sýning unni er ókeypis og verður hún opin daglega kl. 2—10 fram á sunnudagskvöld. Sýningargestur. 10.900 krónur: 643 775 1106 1387 2142 3811 5374 6774 8254 8877 10887 11065 12893 13681 14211 14944 16423 18812 18859 19642 20389 23227 23502 23560 25974 27783 29979 33231 34912 34914 35563 36309 36609 37255 37895 39488 39646 40134 40717 43934 44998 45451 46288 48636 49021 50281 50378 50442 51506 52437 53610 54177 56281 57015 57171 57174 59384 59599 (Birt án ábyrðar). Nómskeið í finnsku í H.Í. FINNSKI sendikennarinn við Háskóla íslands, Juha Peura hum kand., mun hafa byrjendanám- skeið í finnsku fyrir almenning í vetur. Þeir, sem vilja taka þátt í námskeiði þessu, eru beðn- ir að koma til viðtals við sendi kennarann fimmtudag 13. októ ber kl. 20:15 í II. kennslustofu Háskólans (fyrstu hæð í suður álmu). Síðar í vetur mun sendikenn- arinn halda fyrirlestur um finnska menningu. Nánari til kynning um það verður birt síðar. „Uppsfignirag" Nordals frumsýnd á fimmtudag Vetrarstarf ÞjóðBeikhússins að hefjast S1 \KSIIl\Mi Kommúnistor og atburðirnir í Kína Fáir heimsviðburðir hafa vak ið jafn mikla athygli á undan- förnum mánuðum og það umrót, sem staðið hefur á meginlandi Kína. „Menningarbyltingin" geysist áfram með sívaxandi hraða, og kommúnistar um allan heim hafa tekið afstöðu til henn ar með eða móti, fleiri þó á móti. En athyglisvert er að kommúnistar hér á íslandi hafa reynzt furðu fáorðir um atburð- ina í Kína, og þegar Morgun- blaðið leitaði álits nokkurra helztu kommúnistafrömuðanna hér á landi á ákveðnum þáttum þeirra, reyndust þeir upp til hópa ófáanlegir til þess að láta uppi nokkra skoðun á þeim. Afstaða Þjóðviljans Afstaða Þjóðviljans til máls- ins hefur ekki sízt vakið nokkra undrun, þar sem greinilegt er, að blaðið hefur lagt áherzlu á ^ að birta eins lítið af fréttum frá Kína undanfarna mánuði og það hefur talið sér fært. Athug- un leiddi t.d. í ljós, að um fjögurra vikna skeið, þegar at- burðirnir í Kína voru forsíðu- efni blaða um heim allan, birt- ust einungis þrjár litlar fréttir í Þjóðviljanum um þá atburði. Á þessari afstöðu Þjóðviljans hefur engin breyting orðið enn. Þegar höfð er í huga sú stað- reynd, að einn ritstjóri Þjóð- viljans hefur haft náin kynni af kínverskum málum vegna langrar dvalar þar í landi, og hefur ritað bók um þá lífs- reynslu sína hlýtur þetta af- skiptaleysi Þjóðviljans að vekja enn meiri undrun. Þegar þess er jafnframt gætt, að þessi sami maður lýsti því yfir í viðtali við Mbl. að hann hefði svo ágætan vettvang til þess að skrifa um Kínamálin þar sem væri Þjóð- viljinn, að hann sæi ekki ástæðu , til að svara spurningum Morg- unblaðsins um það efni, hljóta menn að undrast hversu djúpt virðist ætla að verða á skrifum þessa ritstjóra um „menningar byltinguna" í Kína. Náms- o<í ferða- styrkir til USA MENNTASTOFNUN Bandaríkj- anna hér á landi, Fulbright-stofn unin, tilkynnir, að hún muni veita náms- og ferðastyrki ís- lendingum, sem þegar hafa lokið háskólaprófi og hyggja -á frekara nám við bandaríska háskóla á skólaárinu 1967-68. Umsækjendur um styrki þessa verða að vera íslenzkir ríkis- borgarar og hafa lokið háskóia- prófi, annaðhvort hér á landi eða annars staðar utan Bandaríkj- anna. Þeir, sem eru ekki eldri en 35 ára að aldri, verða að öðru jöfnu látnir ganga fyrir um styrkveitingar. Nauðsynlegt er, að umsækjendur hafi gott vald á enskri tungu. Þeir, sem sjálfir kunna að hafa aflað sér námsvistar við bandarískan háskóla, geta sótt um sérstaka ferðastyrki, sem stofnunin mun auglýsa til um- sóknar í aprílmánuði næsta ár. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu Menntastofnunar- innar Kirkjutorgi 6 og skulu umsóknir hafa borizt fyrir 15. þessa mánaðar. ÞJÓÐLEXKHÚSIÐ frumsýnir 13., þ.m. „Uppstigninguna“ eftir prófessor Sigurð Nordal. Er það ! 2. verkið sem Þ.ióðleikhúsið tekur fyrir á þessum vetri, það fyrra er „Ó þetta er indælt stríö“, sem sýnt hefur verið 16 sinnum. Upp- stigningin er nú sýnd i tilefni af 80 ára afmæli höfundar, sem var í s.I. mánuði. Leikstjóri er Bald- vin Ilalldórsson, en leikmyndir eru gerðar af Gnnnari Bjarna- syni. Leikendur í lciknum eru alls 14, en með helztu hlutverkin fara Erlingur Gíslason, Bríet Héðinsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Anna Guðmundsdóttir, Róbert Arnfinnsson og Helga Valtýs- dóttir. Tónljst i leiknum er sam- in af syni höfundarins Jóni Nordal. Leikúrmn gerist að mestu í litíll þorpi árið 1945. Uppstigningin var frumflutt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 8. nóv. 1945 og urðu sýningar alls 14. Ekki hefur leikurinn verið fluttur síðan nema hvað Þjóð- leikhúsið sýndi úr honum einn þátt á 70 ára afmæli höfundar. Þessar upplýsingar komu fram á fundi hjá Guðlaugi Rósinkranz með fréttamönnum síðdegis í gær. Þá gat leikhússtjóri þess að sunnudaginn 15. þ.m yrði frum- sýndur leikurinn „Næst skal ég syngja fyrir þig“ eftir James Saunder á litla sviðinu í Lind- arbæ. l.eikstjóri er Kevin Palmer. Leikarar í því leikriti eru Gunnar Eyjólfsson, Sverrir Guðmundsson, Anna Herskin, Ævar Kvaran og Sigurður Skúla son. Byrjað er að æfa „Kæri lyg- ari“, leikurinn sem byggt er á bréfaviðskiptum Bernhards Shaws og ensku leikkonunnar Patrick Cambei. Með hlutverkin tvö fara Herdís Þorvaldsdóttir og Rúrik Haraldsson. Leikstjóri er Gerda Rmg, aðstoðarleikstjóri Brynja Benediktsdóttir. Þá verð- ur sýndur einþáttungurinn „Með grasið í skónum“ eftir Bernhard Shaws í þýðingu Karls Guð- Guðmundssonar. Leikstjóri verð- ur Brynja Benediktsdóttir. Þá mun Þjóðleikhúsið sýna „Play- boy og tho Western World“ eftir írska leikritahöfundinn John Millington Gynge. Leikurinn er þýddur af Jónasi Árnasyni og mun á íslenzku heita „Lukku- Kevin Palmer. Þá gat Þjóðieikhússtjóri þess að fyrir jólin yrðu sýridir á litla sviðinu í Lindarbæ tveir ein- þáttungar eftir Matthías Johann- essen, ritstjóra. Leikstjóri er Benedikt Árnason. Einþáttungar þessir eru það fyrsta eftir Mattliías sem sýnt er á sviði. Jólaleikrit Þjóðleikhússins verður óperan Marta eftir Friedrich van Flotow. Titilhlut- verkið syngur Mattevilde Dobs, þ. e. á frumsýningu og nokkrum fyrstu sýningunum, en síðan tekur Svala Nielsen við hlutverk inu. Guðmundur Jónsson óperu- söngvari hefur þýtt óperutextann og syngur einnig í óperunni. Eftir jólin verður sýnt barna- leikritið „Galdakarlinn í Ós“ eftir John Heimat. Leikstjóri er Klemenz Jónsson. Þýðendur eru Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk. Að lokum gat Þjóðleikhús- stjóri þess, að á þessum vetri myndi Þióðleikhúsið ráðast í að sýna hið vandasama leikrit Marat eftir Peter Weiss. Leikrit- ið var frumsýnt í Berlín fyrir hálfu þriðja ári og fékk strax lofsamlega dóma. Mao Tse-Tung Hvað tefur? Menn hljóta því óhjákvæmi- lega að velta því fyrir sér hvort það sé sök ritstjórans eins að Þjóðviljinn hefur enn ekkert mat lagt á „menningarbylting- una“, eða fleira komi þar til. Er t.d. hugsanlegt að einhverjar hömlur séu settar á frelsi Magn- úsar Kjartanssonar, til þess að skrifa það sem honum helzt lyst- ir um „menningarbyltinguna" í Kína. Er ritstjóranum kannski bannað að láta í ljós álit sitt á þessum merku viðburðum? Ef Þjóðviljinn heldur áfram að þegja um þessa mikilsverðu við- burði í sögu kommúnismans, hljóta menn að draga þá ályktun að svo sé, og að æðsta ráð kommúnistaflokksins á íslandi telji af einhverjum ástæðum óheppilegt, að Magnús beiti penna sínum að hinum sögulegu viðburðum í Kina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.