Morgunblaðið - 11.10.1966, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Þrlðjudajftr !1. okt. 196«
SAMBAND UNGRA SJÁLFST ÆÐISMANNA:
ÆSKAN 06 FRAMTÍÐIN
RITSTJÖRI: ÁRMANN SVEINSSON
Stjórnarslefna — Stefnuleysi Framsóknar og komma
I SÍÐASTA hefti tímaritsins
Stefnis, er Samband ungra sjálf
stæðismanna gefur út, ritar
Árni . Grétar Finnson, form.
sambandsins grein í Viðsjá tíma
ritsins, sem er eins konar for-
ystugrein þess. Ritstjóra síðunn-
ar þykir greinin athygiisverð og
birtast því hér nokkrir kaflar úr
henni.
I upphafi Viðsjár ræðir Árni
úrslit síðustu bæja- og sveita-
stjórnarkosninga og af úrslitum
þeirra megi ráða, að allmikil ó-
vissa sé ríkjandi um úrslit al-
þingiskosninganna að vori. Þá
víkur hann að störfum núver-
andi ríkisstjórnar.
Tl
Ríkisstjórn framfara og upp-
byggingar.
Segja má, að samstarf núver-
andi stjórnarflokka hafi staðið
óslitið frá því í desember 1958,
er vinstri stjórin svonefnda rann
af hólmi og gafst upp við lausn
vandamálanna eftir tveggja ára
ráðaleysi. Þá myndaði Alþýðu-
flokkurinn minnihlutastjórn,
með stuðningi Sjálfstæðisflokks
ins, á meðan nauðsynlegum um-
bótum í kjördæmaskipuninni
var komið í kring. í árslok 1959
mynduðu svo núverandi stjórn-
arflokkar saman ríkisstjórn, sem
farið hefur hér með stjórn síð-
an, enda þótt skipt hafi verið
um einstaka ráðherra á tímabil-
inu.
Fyrsta verkefni ríkisstjórnar-
innar var að leysa úr hinum
miklu efnahagsörðugleikum,
sem vinstri stjórnin, undir for-
ystu Framsóknar hafði leitt yfir
þjóðina. Með viðreisnarráðstöf-
■í, unum ríkisstjórnarinnar 1960
var lagður nýr og frjálsari grund
völlur að atvinnu- og viðskipta
lífi landsmanna, sem markaði
upphaf þess framfaratímabils,
sem síðan hefur staðið með þjóð
inni. Hér er ekki tækifæri til
þess að gera öllum þeim verk-
efnum, sem núverandi ríkis-
stjórn hefur unnið að, fullnægj-
andi skil, en minna má á nokkur
atriði. Myndaður hefur verið
verulegur gjaldeyrissjóður og
gengi krónunnar verið verndað
frá því að viðreisnarrá'ðstafanir
voru gerðar 1960. Frjálsræði i
Árni Grétar Finnsson.
verzlun hefur verið stóraukið
og hið illræmda hafta- og leyfa-
fargan, sem Framsóknarflokkur-
inn hefur alltaf talið sáluhjálpar
atriði fyrir þjóðina, hefur verið
afnumið. í kjölfar frjálsrar verzl
unar hefur vöruval neytenda
stóraukizt og viðskiptakjör orð-
ið mun hagstæðari. Ennfremur
má geta um uppbyggingu fiski-
skipastólsins, endurreisn stofn-
lánasjóða landbúnaðarins, sem
komnar voru í rúst, eflingu iðn-
lánasjó'ðs, stóraukið fé til hús-
næðismála, skólabygginga, sam-
göngumála og almannatrygg-
inga. Og síðast en ekki sízt, skal
minnzt á þær miklu virkjunar-
framkvæmdir, sem nú eru hafn-
ar við Búrfell, sem meðal ann-
ars leggja grundvöllinn að nýrri
stóriðju í landinu — álbræðslu,
sem rísa mun við Straumsvík í
Hafnarfirði á næstu árum.
Allt þetta sýnir vel, að undir
forystu núverandi ríkisstjórnar,
höfum við lifað tímabil mikillar
uppbyggingar og framfara í land
inu.
Ýmis vandamál.
Enda þótt ríkisstjórninni hafi
margt mjög vel tekizt, svo sem
bent hefur verið á hér að fram-
an, þá ber hiklaust að viður-
kenna, að við ýmis vandamál1 er
að etja, og ekki hefur tekizt a'ð
Annað heiti Steínis
1966 komið út
ANNAÐ hefti Stefnis 1966 er
nýkomið út. Ritið _ hefst á rit-
stjórnargrein eftir Árna G. Finns
son, formann S.U.S.. Drepur
hann á úrslit sveitastjórnakosn-
inganna og hugleiðir alþingis-
kosningarnar, sem fram eiga að
fara í síðasta lagi næsta vor.
Þá ræðir hann störf og stefnu
sitjandi ríkisstjórnar og birtist
hluti þeirrar ritsmíðar á síðunni
í dag.
Meginefni ritsins er greinin
Jón Sigurðsson — Brot úr lífs-
sögu eftir Birgi Kjaran, hagfræð
ing. Um hana segir ritstjóri
Stefnis: „Er í þessari grein veitt
^ ýtarlegt yfirlit yfir persónusögu
Jóns Sigúr'ðssonar, og er þar
einkum stuðzt við samtímaheim-
ildir. Bætir þessi yfirgripsmikla
grein úr skorti á handhægu og
aðgengilengu yfirliti yfir lífsferil
þessa mikilhæfa stjórnmálaskör-
ungs“.
Evrópuhugmyndin, hugmyndir
Lord Gladwyns um framtíð Ev-
rópu og friðsamleg samskipti í
heiminum, nefnist grein, er Ólaf
ur Egilsson, lögfræðingur, hefur
♦æVía aaman. Fiallar greinin um
bók, er Gladwyn hefur nýlega
sent frá sér og nefnist „The
European Idea“.
í ágústmánuði 1929 hóf Stefn-
ir, tímarit dr. theol. Magnúsar
Jónssonar göngu sína og kom út
til 1934. Árið 1950 fékk S.U.S.
heimild dr. Magnúsar til að hefja
útgáfu tímarits með sama nafni.
Hefur Stefnir komið út síðan
eða í sautjánda ár. Hann er langt
yfir meðalaldri islenzkra tíma-
rita, lífs og liðinna, og ber höfuð
og herðar yfir tímarit annarra
ungpólitískra samtaka. Efni
Stefnis eru fræðigreinar um inn-
lend og erlend stjórnmál auk
greina um menningarmál og
bókaþátta.
Ár hvert koma út fjögur hefti
og verð árgangsins er aðeins
100 kr. Það er skorað á þá unga
sjálfstæðismenn og aðra, sem
ekki eru ásrifendur, en vilja
fylgjast með innlendum og er-
lendum stjórnmálum, að ger-
ast áskrifendur nú þegar. Öll
félög ungra sjálfstæðismanna
veita áskriftum viðtöku svo og
skrifstofur Sjálfstæðisf'^utsins
og S.U.S. (s. 17100).
Ieysa allan vanda, svo sem vonir
hafa staðið til. Af þessum vanda-
málum ber hæst verðbólguna.
En vandamálin eru líka fleiri.
Hér skal minnzt á erfiðleika þá,
sem ýmsar iðngreinar eiga nú
við að etja. Auk verðbólgunnar
er ljóst, að ástæðurnar fyrir erf-
iðleikum iðnaðarins má fyrst og
fremst rekja til hins aukna
frelsis í innflutningi og lækkun-
ar á innflutningstollum. Ljóst er
þó að vandamál iðnaðárins verða
ekki leyst með því að hverfa aft
ur til þess, sem áður gilti í þess
um efnum, enda munu fáir
æskja þess. En hér er engu að
síður á ferðinni mál, sem krefst
úrlausnar. íslenzkur iðnaður hef
ur þegar þýðingarmiklu hlut-
verki að gegna, bæði sem veru-
legur atvinnugjafi og verðmæt
isskapari.
Efling iðnlánasjóðs er spor i
rétta átt, en fleira þarf til að
koma. Benda má til dæmis á
aukin mismun tolla á hráefni
til iðnaðar og á fullunna vöru,
sem flutt er inn í landið. Fleiri
leiðir koma til greina, sem nauð
synlegt er að ríkisstjórnin láti
kanna til hlítar, svo unnt verði
að skapa þessum unga en þýð-
ingarmikla atvinnuvegi lands-
manna framtíðar starfsskilyrði.
Hvað er framundan?
Þegar mat er lagt á störf og
stefnu núverandi ríkisstjórnar,
bæði það sem henni hefur vel
tekizt, og eins hitt, sem ekki
hefur farið sem skyldi, þá er
ekki síður nauðsynlegt fyrir
menn að gera sér grein fyrir
því, hver hefur afstaða stjórnar-
andstöðunnar — Framsóknar-
manna og kommúnista — verið
til þessara sömu mála. Hvers
mega menn vænta úr þeirri átt,
ef niðurstaða alþingiskosning-
anna næsta vor yrði nú sú, að
þessir flokkar mynduðu ríkis-
stjórn. Þessi spurning verður á-
leitin hjá kjósendum fram til
alþingiskosninga. Énn hafa for-
ystumenn þessarra fíokka ekki
komið fram með neina fastmót-
aða stefnu um lausn vandamál-
anna, aðra en þá að vera bara
á móti. Þeir hafa valið þá ó-
dýru leið að mæla fram hálf-
kveðnar vísur, talað um „hina
leiðina11, eða önnur ámóta þoku-
kennd hugtök. Svör um áform
og úrræði, ef svo kynni fara,
að þeir tækju hér við stjórnar-
forystu að kosningum loknum,
fást ekki. Eftir hverju á þá að
fara. Menn hafa reynsluna af
stjórn þessara flokka frá fyrri
tíð, til dæmis frá vinstristjórnar
árunum. Er það sú stjórnar-
stefna, sem Framsókna'rmenn og
kommúnistar vilja taka hér upp
að nýju? Fyllst ástæða er til
þess að ætla að svo sé, að
minnsta kosti virðist Framsókn-
arflokkurinn ekkert hafa lært
og engu hafa gleymt þau 8 ár,
sem liðin eru síðan hann var
síðast í ríkisstjórn.
Það er rík ástæða fyrir Siálf-
stæðismenn að gera þjóðinni
ljósa þá baráttu, sem er fram-
undan. Annars vegar stendur val
ið milli núverandi stjórnarstefnu
og hins vegar stefnu, eða réttara
sagt stefnuleysis Framsóknar-
manna og kommúnista, sem bezt
verður skýrö með reynslu þeirri,
sem fékkst af vinstri stjórninni.
Um þetta snýst baráttan í næstu
alþingiskosningum. Það ætti ekki
að vera erfitt val fyrir sérhvern
hugsandi mann og konu að á-
kveða, hvora leiðina hann vel-
ur fyrir framtíð þjóðarinnar
næsta kjörtímabil.
My-ndin sýnir hluta feróahops.iis, en ekki reyndist unnt að na honum öllum saman.
SkemmtiferÖ FUS Árnez-
sýslu og FUS Kjósarsýslu
FYRIR skömmu efndi Félag
ungra sjálfstæðismanna í Árnes
sýslu til sumarferðar eins og
undanfarin ár. Að þessu sinni
var farið um uppsveitir Rangár
þings.
Frá Selfossi var lagt af stað
brugðið
leik.
eun
var
Þegar tjöld höfðu verið tekin upp
Tveir farkostir ferðafolksins í baksýn
kl 3. á laugardegi. Félagar úr
F.U.S. Kjósarsýslu voru þá kornn
ir að Selfossi, en þeir tóku einn
ig þátt í þessari ferð. Haldið var
upp í Landssveit og var tjald-
að í Drætti meðan enn var . 61
á lofti, en ve'ður var hið fe ;-
ursta, sólskin og hiti. Þáttta -
endur skemmtu sér síðan við
útileiki.
Á sunnudeginum var ekið um
nágrennið og m. a. komið að
Keldum á Rangárvöllum. Þar
voru skoðuð híbýli genginna
kynslóða. Að Selfossi var kom-
ið á sunnudagskvöld.
Ferðin gekk í alla staði vel
og var þátttakendum til mikiUar
ánægju. Þetta er í fimmta sinn,
sem F.U.S. Árnessýslu eínir til
slíkrar ferðar. Var Sigurður Guð
mundsson, húsasmíðameistari,
Selfossi , fararstjóri eins og und
anfarin ár.