Morgunblaðið - 11.10.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.10.1966, Blaðsíða 17
ÞriSjudagur 11. okt. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 UM BÆKUR Ástandiö endurlýst Gréta Sigfúsdóttir: BAK VIÐ BYRGÐA GLUGGA. 231 bls. Almenna bókafélagið. Reykja- vík, september 1966. STÓKU sinnum ber svo við, að orð, sem haft hefur óljósa og almenna merking, öðlast allt í einu nýtt, ákveðið og ferskt inntak. Ég hef að þessu sinni í huga eitt tiltekið dæmi: orðið ástand. Fram að síðari heimsstyrjöld var það orð ekki sérlega mikið tíðkað í mætlu og rituðu máli, enda var inntak þess næsta hlutlaust og innan- tómt. Talað var um gott ástand eða illt ástand einhvers hlutar; og svo framvegis. Svo gerðist það, að fjölmennt erlent herlið kom til landsms. Þá skapaðist áður óþekkt ásíand Hernámsástandið hafði nát.túr- lega áhrif á allt þjóðlífið. En mest áhrif hafði það á kven- þjóðina. íslenzkt kvenfólk féll eins og skæðadrífa að fótum hinna útlendu hermanna. Það var sann kallað vandræðaástand. Því leið ekki á löngu, þar til þetta útþvælda orð — „ástandið" — venjulega notað með greini — öðlaðist nýja merkin. Almennt talað tók það nú að merkja samlíf íslenzkra kvenna og út- lendra hermanna. Það var meira að segja svo þaulnotað í þess- ari nýju fherking, að við lá, 'að öll eldri merking steingleymdist. Sagt var, að þessi eða hinn k v enmaðurinn væri komin í „ástandið". Talað var um ástandsstelpur, ástandskonur, jafnvel um ástandskerlingar; og — ekki að ástæðulausu. kona, tuttugu og níu ára. Ekki verður með sanni sagt, að hún dragist út í „ástandið" fyrir tii- stuðlan neins konar annarlegra tilviljana. Réttara er að orða það svo, að hún lendi i því af fúsum vilja. Öll athöfn hennar, meðan hún er að gefast á vald „ástandinu'*, er sönn samkvæmt lögmáli sog- unnar. Frásögnin af því er studd þess konar haldkvæmum rök- um, sem óhjákvæmilega hijóta að styrkja innviði slíkrar sögu sem þessarar. Frá sjónarmiði sögunnar er það fullkomlega eðlilegt, að Irma geri það, sem hún gerir. Gagnskiptaleikur or- sakar og afleiðingar heldur þar jafnvægi sínu. I Hér er ekki átt við, að sagan hljóti að vera sönn frá hefð- bundnu raunsæissjónarmiði, | heldur er aðeins átt við orsakar- samhengið innan Verksins sjálfs. Það sem gerist í sögu, verður sem sé að vera eðlilegt sam- | kvæmt. forskrift sjálfrar sögunn ar, hvað sem líður hlutlægu or- sakasambandi utan hennar; það , er annað mál. Ég get ekki stillt mig um að skjóta því hér inn í, að ég tel mörgum skáldsögum kvenhöf- unda helzt áfátt í því, að þær skorti slíkt innra orsakasam- hengi. Af því leiðir meðal ann- ars, að kröfuharður lesandi trú- ir ekki á einlægni höfundarins, en gerir sér í hugarlund, að hann hafi ekki þorað að segja, það sem hann vildi þó einmitt sagt hafa. Grétu Sigfúsdóttur brestur ekki kjark til að segja ástands- sögu. Hún fellur ekki heldur í þá freistni, sem margan kven- höfund hendir, að skjóta sér undan erfiðum, en nauðsynleg- um atriðum með því að dulbúa efnið. Saga hennar verður því engan veginn flokkuð með eld- húsreyfurum, heldur með bók- menntum, meira að segja heið- arlegum bókmenntum. Hins vegar má ekki hlaupast Gréta Sigíúsdóttir yfir þá staðreynd, að saga Grétu Sigfúsdóttur er ekki öll jafn- góð. Gallalaus er hún engan veginn. Til dæmis leynir sér ekki, að undirbygging sögunnar er á ýmsan hátt viðvaningsleg. Og miðhluti hennar minnir um of á væmnar ástarsögur,' svo sem þær hafa leilgi tíðkást, sam i ansettar af lélegum rithöfund- um. Með hliðsjón af samlífi karla og kvenna er Gréta Sigfúsdóttir um of háð úreltum skoðunum. Öldum saman var það viðhorf ríkjandi — kreddu ætti kannski heldur að kalla það — að mök karla og kvenna væri í eðli sínu saurug og helguðust ai engu nema heilögu hjónabandi, sem í framkvæmdinni jafngilti rétti auðs og valds, oft og tíð- um. Skáld og rithöfundar reyndu að hnekkja þvílíkum boðorðum og héldu fram rétti tilfinning- anna. A tímum raunsæisstefn- unnar varð ástin að lokum ofan á; réttur hennar var upp frá því talinn æðri rétti hjónabands ins. Því til sönnunar mætti vitna til ótaimargra skáldverka. En það verður ekki gert hér, þar sem svo mörg þeirra eru vel kunn þorra manna. Raunsæis- stefnumenn litu á ástina sem óviðráðanlegan og algerlega ó- sjálfráðan innblástur, sem fáar mannverur megnuðu að sporna gegn. Og viðhorf þeirra líktust að því leyti hinni gömlu hjóna- bandsskoðun, að nú var samlíf karla og kvenna talið jafnósæmi legt, nema það væri helgað af þessum ósjálfráða innblæstri, sem kallaður var ást. Þar með þóttust skáldin hafa skotið siða- ströngu afturhaldi ref fyrir rass. Óþarft er að taka fram, að eftir daga raunsæisst.efnunnar hafa lélegir rithöfundar og inn- antómir kvikmyndaframleiðend ur tileinkað sér þetta sjónar- mið og ríghaldið í það. Gréta Sigfúsdóttir er ekki lélegur rithöfundur. Hún hefur ólíklega ætlað sér að endur- taka margsagða historíu. Hún lætur Irmu ekki lenda í „ástand inu“ vegna eldhúsreyfhralegrar ástar. Það eru náttúrlegri or- sakir, sem valda þeim gerðum hennar. Og þær gerðir eru full- komega réttlætanlegar sam- I kvæmt orsakasamhengi sögunn- ar, svo sem fyrr er að vikið. Síðan — að fyrsta hlutanum skrifuðum — er ems og tvær grímur renni á höfundinn, eins og hann telji sig knúinn að rélt- læta áframhaldandi samband Irmu og hermannsms meó ein- hverju yfirvarpi. Og hvað er þá nærtækara en gamia bragð- ið — ástin? Ef til vill hyggst höfundur með því bæía rökum ofan á rök. En útkoman verður öfug: rök kollvarpast af rökum. Höf- undur er kominn í sjált'heldu og gerir sér það ijóst, þvi sums staðar reynir hann að bjarga sér á alkunnri orðafroðu eins og þessari: „Hún hafði engan glæp fram- ið, aðeins fylgt rödd hjarta síns.“ ★ En Gréta Sigiúsdóttir lítur al- varlega á verkefni sitt. Hún vill vera fremur en sýnast Und ir lokin tekst henni að greiða svo vel úr efni sinu, að k.ofu- harður lesandi lokar bók hennar j nokkurn veginn ánægður. Endir sögunnar verður samkvæmur upphafi hennar. Þræðirnir koma I saman, þeir sem tvístruðtist í miðhluta sögunnar. Og maður j hlýtur að leggja bókina frá sér í þeirri góðu trú, að höfundi hafi verið alhugað að segja þann sannleika, sem liggur í með og undir efni rogunnar. Um hæfni Grétu til persönu- sköpunar er ekki að efast Skyit er þó að geta þess, að henni tekst mun betur að skapa kvcn- persónur heldur en karlpersnn- ur. Aðalkvenpersónurnar, Imia og Vesla, bera af. Alóis, elsk- huga Irmu, er tæpast nógu ljós- lega lýst. Og Óli, eiginmaður hennar er helzti ótrúlegur, væg ast sagt. Sögunnar vegna bar enga nauðsyn að gera harin að þeirri dómadags gungu, sern hann er. Um aðrar persónur, sem minna koma við sögu, gegnir sama máli: að konum er betur lýst en körlum. Þegar öll kurl koma til graf- ar, hljóta dómar um sögu þessa að verða jákvæðir. Gréta Sig- fúsdóttir á skilið að vera lesin og gagnrýnd eins og rithöfund- ur, sem mark er tekið á. Erlendur Jónsson. Yngismeyj ar, vart komnar af barnsaldri, gjafvaxta meyjar, giftar konur sumar meira að segja margra barna mæður, jafn vel kerlingar frá elliheimilum — allir lentu þessir aldursflokk ar meira og minna í „ástand- inu.“ ★ Þeir, sem muna stríðsárin, gleyma seint hugblæ þeim, sem fylgdi þessu orði. En stríðið mjakast æ fjær. Og hinum fjölg ar, sem ekki muna þá tíð. Vera má, að einhverjir þeirra skilji ekki hina tímabundnu merking orðsins, nema grein sé fyrir henni gerð. Og því aðeins tel ég óhjá- kvæmilegt að gera þessa grein fyrir orðinu, að út er komin skáldsaga, sem ég vil kalla ástandssögu, enda þó hún segi ekki frá „ástandi“ íslenzks kven- fólks og brezkra eða bandarískra hermanna, heldur frá „ástand- inu“ í Noregi, þar sem norskar stúlkur samlöguðust þýzkum hermönnum. Sá var munurinn á „ástand- inu“ í þessum tveim löndum, að íslenzkt kvenfólk varð að vísu fyrir ámæli þjóðhollra manna, en norskt kvenfólk varð ekki aðeins fyrir ámæli, heldur sætti það fullkominni fyrirlitn- ing og að lokum ofsóknum landa sinna, sem áttu í yfirlýstri styrj- öld við hernámsliðið í landi sínu. Bak við byrgða glugga heitir skáldsaga sú, sem hér um ræð- ir; höfundur Gréta Sigfúsdótt- ir. Ég kalla söguna ástandssögu. Nákvæmara er þó að segja, að hún hefjist sem ástandssaga, verði síðan að ástarsögu, en endi að lokum sem sálfræðileg skáldsaga. Innan þeirrar trílóg- íu er fyrsti hlutinn, ástandsþátt- urinn, að mínum dómi beztur. Sagan gerist á síðustu vikum heimsstyrj aldarinnar og fyrstu vikunum, eftir að henm lauk. Irma heitir aðalsöguhetjan, gift James Reston: Svartsýni á Allsherjarþinginu SAMEINUÐU þjóðirnar hófu 21. starfsár sitt með frekar dauflcgum orðum frá U Thant framkvæmdastjóra þeirra Hann sagði: „Samskiptin milli stórveld- anna hafa sjaldan verið minni. Að því er mér er bezt kunnugt, hafa mjög fáar þýð- ingarmiklar samræður verið á milli Washington og Moskvu í langan tíma. Mér finnst þetta mjög miður.” U Thant hefur ástæðu til að kvarta. Hann er góður mað ur í vondu starfi. Sameinuðu þjóðirnar eru félausar. Rúss- ar eru að reyna að koma honum á goðastall, eins og hann segir sjálfur, og til þess að bæta gráu ofan á svart, getur aumingja maðurinn ekki einu sinni hætt starfi sínu. Þetta afskiptaleysi stórveld- anna hvers af öðru er vissu- lega slæmt, en það er samt of djúpt í árina tekið að segja að ástandið hafi vart verið verra áður. Það hefur nefni- lega verið mjög slæmt áðnr. Fyrir ekki mörgum árum skelfdu marga menn „þýðing- armiklu umræðurnar“ milli Rússa og Bandarikjamanna. Vietnammálið er slæmt. og verður vart betra þegar Alls- herjarþingið tekur það til um- ræðu nú í vikunni, en samt var sú tið geigvænlegri þegar Rússar voru að hampa flug- skeytum sinum og berja borð Sameinuðu þjóðanna með skóm sínum. Þýzkaland er enn stærsta óleysta vandamálið í heiniin- um í dag; það minnist enginn á það. Það veldur erfiðleikum, um það eru skiptar skoðanir, en eígi að síður hljótt um það, ekki vcgna þess, að samskipti milli Moskvu og Washington hafi minnkað svo mjög, heldur vegna þess, að nýr raunvevu- leiki hefur þróazt i maiinu á síðustu tuttugu árunt. Bandarikin og Sovétríkin áttu sínar síðustu „þýðingar- miklu viðræður" í Vin ár- ið 1961. Þá var rifist um Berlín og Krúsjeff hótaði styrjöld. Fundurinn var svo „þýðingar- mikill“, að þegar Kennedy kom heim, jók hann fjárfram- laga til varnarmála um 6 mill- jarda dollara og sendir aðra her Ho-Chi-Minh, forseti Norður Víetnam. Tekst S.Þ. að fá hann til að trúa friðarvilja Banda- rikjastjórnar. sveit til Evrópu. Það sem mest einkennir sam búð stórveldanna í dag er, að þrátt fyrir allt það sem er að gerast og getur gerzt í Suð- Austur Asíu, halda þau valdi sínu í skefjum, og halda illdeil um sinum innan ákveðinna takmarka. Víetnam má heita andsk... heimskuleg deila, U Thant, framkvæmdastjóri S.Þ. „Góður maður í vondu starfi“. eins og flestir á Allsherjar- þinginu virðast halda, en samt sem áður skipta stórveldin sem hlut eiga í máli sér ekki meira af henni en svo, að valdajafn- vægi þeirra raskist ekki. U Thant sagði, að „sam- komulagið milli Austurs og Vesturs hafi farið batuandi Johnson Bandaríkjaforseti: Vill á brott frá Víetnam. þar til 1963“. En er þetta satt? Það var 1962, sem Rússar voru að senda flugskeyti til Kúbu, nægilega langdræg til að hitta næstum hverja einustu borg í Bandarikjunum. Öll kjarn- orkuveldin voru að menga andrúmsloftið geislavirku ryki og Bandaríkjamenn héldu enn að þeir gætu unnið styrjöld tiu þúsund milur að heiman án alltof mikilla þrauta. Nú vita allir betur en svo, — að vísu ekki miklu betur, en bet- ur þó. Það vantar ekki viðræður milli stórveldanna um Víet- nam. Utanríkisráðherra Banda rikjanna, Dean Rusk, talaði við utanrikisráðherra SoVétríkj- Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.