Morgunblaðið - 21.10.1966, Síða 5
■Föstudagur 21. okt. 19Gft
MORCUNBLAÐIÐ
5
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
MATSVEINA- og veitinga-
þjónaskólinn gekkst nýlega
fyrir námskeiði fyrir fram-
reiðslustúlkur í veitingahús-
um, hinu fyrsta sinnar teg-
Nokkrar stúlknanna bera á borð í kennsluhnsnæði Matsveina- og veitingaþjónaskólans í
Sjómannaskólanum.
Framreiðslustúlkur á námskeiði
undar hérlendis. Námskeiðið
hófst fyrir tveimur vikum og
mun standa yfir í átta vikur.
Alls taka 20 stúlkur þátt í
námskeiði þessu, en þær starfa
^ flestar á veitingastöðum hér í
borginni og nágrenni.
Það var Jón Maríasson for-
maður Félags framreiðslu-
Fréttamaður Mbl. hitti að
máli Jón Maríasson í Sjó-
mannaskólanum fyrir fáein-
um dögum og spurði hann
nánar um tildrög námskeiðs-
ins. Sagði Jón, að það hefði
sýnt sig á undanförnum ár-
um, að brýna nauðsyn bæri
til, að kynna stúlkum þeim,
sem fást við framreiðslu á
mat daglega, ýmis atriði varð
andi hana, ekki sízt kurteisi
og snyrtimennsku við fram-
reiðsluna.
Hann sagði, að hingað til
hefðu veitingahús orðið að
ráða stúlkur „eftir hendinni",
kylfa hefði ráðið kasti hvort
Framreiðslustúlkurnar í námskeiðinu.
stúlkurnar væru til starfsins
hæfar. Stúlkurnar hættu
margar fljótlega aftur og
kæmi það niður á þjónust-
unni. Þetta ætti þó sérstak-
lega við um veitingahús úti á
landsbyggðinni.
Með tilliti til þessa, betri
þjónustu við matargesti á veit
ingahúsum og hins sívaxandj
ferðamannastraums var ráð-
ist í þetta fyrirtæki, þó með
hálfum huga, sagði Jón. Inn-
ritunarlisti lá lengi auður í
skólanum og fáeinum klukku
stundum áður en átti að loka
honum létu þessar 20 stúlkur
innrita sig, en það er einmitt
hæfilegur nemendafjöldi.
Jón sagði að lokum, að
námskeiðunum yrði haldið
áfram í vetur svo fremi, að
áhugi komi fram hjá starfandi
framreiðsludömum og þeim
sem á slíkan starfa hyggja, á
því að læra „frétta fram-
reiðslu".
manna, sem stakk upp á því á
fundi skólanefndar Matsveina
og veitingaþjónaskólans, að
námskeið þetta yrði haldið og
fékk hugmyndin þá mjög góð-
ar undirtektir. Námskeiðið er
eingöngu á vegum skólans, og
fer fram í kennslu'húsnæði
þess í Sjómannaskólanum þrjá
daga vikunnar, þegar annir
veitingahúsa höfuðstaðarins
eru hvað minnstar, mánu-
daga, þriðjudaga og miðviku-
daga. Standa námskeiðin yfir
frá kl. 19-2i2 hvert kvöld.
Skólastjóri námskeiðsins er
Tryggvi Þorfinnsson, yfir-
kennari Sigurður Gröndal,
sem kennir bóklega fram-
reiðslu og Kristján Thorla-
cius, sem kennir ensku og
reikning.
Fyrir miðju í hop matsveinalærlinga frá vinstri: VVilhelm Wessman, Tryggvi Þorfinnsson,
skólastjórl og Sigurður Gröndal yfirkennari.
reiöa tvisvar á ári
AÐAL.FUNDUR Féiags íslenzkra
bifreiðaeftirlitsmanna var hald-
inn 1 Reykjavik dagana 14. og
15. október 1966. Á fundinum
voru mættir nálega allir bifreiða
eftirlitsmenn á landinu. Aðalvið
fangsefni fundarins voru launa-
og kjaramál bifreiðaeftirlits-
manna, tækniiegar nýjungar í
©ry ggisútbúnaði ökutækja og
umferðar- og öryggismál.
Friðfinnur Kristinsson flutti er
indi uis tæknilegar nýjungar í
bemlaútbúnaði bifreiða og Björn
Ómar Jónsson um ýmsar gerðir
bifreiðaljósa, en hann hefur ferð
•zt um landið á vegum F.Í.B.,
•tillt bifreiðaljós og leiðbeint um
ljósastillingar ökutækja.
Fundurinn skoraði á stjórn
Félags bifreiðainnflytjenda að
beita sér fyrir því, að naúðsyn-
legustu varahlutir í öryggisút-
búnað bifreiða séu ávallt á boð-
stólum í landinu, svo sem í ljósa
búnað, stýrisbúnað, hemlabúnað
og annan öryggisbúnað, og slí'kir
hlutir væru látnir sitja í fyrir-
rúmi fyrir ýmsum ónauðsyn-
legri hlutum, svo sem skrauti og
þess háitar, sem nóg er af í
mörgum bifreiðavarahlutaverzl-
unum.
Þá beindi fundurinn þeim til-
mælum ti'l stjórnar Félags bif-
bifvélavirkjum að kynna sér
reglugerð um gerð og búnað
ökutækja o. fl., frá 15. maí 1964,
og benti þá sérstaklega á nokk-
ur ákvæði reglugerðarinnar.
Enn fremur voru samþykktar
á fundinum ýmsar ályktanir, er
sérstaklega varða störf bifreiða-
ef'tirlitsmanna.
Fundurinn beindi þeirri áskor
un til allra ökumanna, að þeir
láti stilla ljós ökutækja sinna,
þar eð rétt stillt ljós veita öryggi
í umferð. Talið er nauðsymlegt
að láta stilla ljós bifreiða a.m.k.
tvisvar á ári. Þá brýndi fundur-
inn ökumenn alla á þessum al-
mennu varúðarreglum:
Haldið ökutækjum í fullkomnu
lagi. Ef bilanir verða, látið lag-
færa þær strax. Virðið rétt ann
arra í umferð. Hagið akstri þann
ig, að hann valdi öðrum ekki
hættu. Kynnið ýður vel heml-
unarvegalengdir á ýmsum hraða.
Farið eftir umferðarmerkjum og
öðrum leiðbeiningum, er verða
á leið yðar, akið rétt þar, sem
akgreinamerking er á vegum.
vélavirkja, að hún brýndi fyrirLátið yður aldrei liggja svo mjög
á, að þér teflið á tæpasta vað,
sýnið tillitssemi og prúðmennsku
í umferð. Hafið vakandi athygli
á akbraut og umfer'ð, hafið fulla
stjórn á ökutækinu, og látið það
ekki ná stjórninni af yður. Mun-
ið, að hraður og ógætilegur akst
ur veldur flestum umférðarslys-
um.
Stjórn félagsins var öl*l endur
kjörin, en hana skipa: Gestur
Ólafsson formaður, Svavar Jó
hannsson varaformaður, Sigurð
ur Indriðason ritari, Sverrir
Samúelsson gjaldkeri og Viggó
Eyjólfsson meðstjórnandi. í
stjóm NBF (Nordisk Bilinspekt
ör-Forbund) voru kosnir: Gestur
Ólafsson og Geir G. Bachmann
Til vara: Sigurður Indriðason og
Ágúst Geir Kornelíusson.
(Frá Félagi ísl. bifreiðaeftirlits-
manna).
ATHUGIÐ
Þegar miðað er við útbreiðslu.
er iangtum ódýrara að auglýsa
i Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
ALLT MEÐ
EIMSKIP
A NÆSTUNNI ferma skip
vor til íslands, sem hér segir:
Brottfarardagar:
ANTWERPEN:
Mánafoss 22. okt. *
Skógafoss 27. okt.
Tungufoss 5. nóv.
Mánafoss 15. nóv. *
Skógafoss 24. nóv.
HAMBORG:
Dux 22. okt.
Skógafoss 1. nóv.
Goðafoss 10. nóv.
Askja 16. nóv.**
Dux 19. nóv.
Skógafoss 29. nóv.
ROTTERDAM:
Askja 22. okt. **
Skógafoss 28. okt.
Skip 7. nóv.
Dux 15. nóv.
Askja 18. nóv.**
Skógafoss 25. nóv.
LEITH
Gullfoss 4. nóv.
Gullfoss 25. nóv.
Gullfoss 16. des.
LONDON:
Mánafoss 25. okt. *
Agrotai 31. okt.
Tungufoss 8. nóv.
Mánafoss 18. nóv.
Agrotai 28. nóv.
HULL:
Askja 24. okt. **
Agrotai 3. nóv.
Tungufoss 11. nóv.
Askja 21. nóv.**
Agrotai 1. des.
GAUTABORG:
Dettifoss 31. okt.
Bakkafoss 10. nóv.**
Skip um 18. nóv.
KAUPMANNAHÖFN:
Gunvör Strömer 24. okt.
GuIIfoss
Bakkafoss
Skip
Gullfoss
NEW YORK:
Brúarfoss
Selfoss
Fjallfoss
2. nóv.
8. nóv.**
um 16. nóv.
23. nóv.
2. nóv.
16. nóv.
25. nóv.
Brúarfoss um 10. des.
KRISTIANS AND:
Gunvör Strömer 27. okt.
Bakkafoss 12. nóv.**
Gullfoss 24. nóv.
KOTKA:
Lagarfoss 1. nóv.
Rannö 2. nóv.
Dettifoss 28. nóv.
LENINGRAD:
Dettifoss 27. ókt.
VENTSPILS:
Lagarfoss 30. okt.
Dettifoss 25. nóv.
GDYNIA:
Lagarfoss 4. nóv.
Dettifoss 30. nóv.
OSLO:
Dettifoss 1. nóv.
* Skipið losar á öllum aðal-
höfnum, Reykjavík, ísa-
firði. Akureyri og Reyðar-
firði.
** Skipið losar á öllum aðal-
höfnum og auk þess í
Vestmannaeyjum, Siglu-
firði, Húsavík, Seyðisfirði
og Norðfirði.
Skip, sem ekki eru merkt
með stjörnu, losa í Reykja-
vík.
IMSKIP