Morgunblaðið - 21.10.1966, Side 21

Morgunblaðið - 21.10.1966, Side 21
Föstudagur • okt. Í9S6 21 MORCU N BLADIÐ Sveinn Jónsson útgerðar- maður Sandgerði - Minning F. 21. okt. 1907. D. 15. okt. 1966. í DAG er Sveinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri í Sandgerði, til jmoldar borinn. Hann var fæddur 21. okt. 1907 og hefði því orðið 69 ára í dag. Sveinn fæddist á Bergstaðastræti 20, en fluttist 5 éra á Bergstaðastræti 24. For- eldrar Sveins voru Jón Einar Jónsson, prentari, ættaður úr Skaftafellssýslu, og kona hans, Sigurveig Guðmundsdóttir, fædd í Steinsholti í Reykjavík. Móðir Sveins andaðist 1934, 70 ára að eldri, en faðir hans náði háum •ldri og andaðist 1959 á 91. ald- ursári. Sveinn ólst upp á Bergstaða- •træti 24, gekk í Miðbæjarbarna- íkólann, síðan var hann einn vet- ur í undirbúningsdeild Verzlun- erskóla íslands og var þá jafn- framt og næsta vetur við ensku- «iám o. fl. í tímakennslu. Eftir þetta var hann eitt ár við verzl- unarnám í Englandi. Eftir heimkomuna var'ð Sveinn •tarfsmaður hjá Kjötver'zlun Tómasar Jónssonar, Reykjavík, og við fleiri verzlanir, en árið 1928 réðist hann til Lofts Lofts- eonar, sem rak þá umfangsmikla ú'tgérð og verzlun í Sandgerði og hafði jafnframt skrifstofu í Reykjavík. Hjá Lofti Loftssyni eða Hf. Sandgerði, eins og fyrir- tæki Lofts nefndist þá, var Sveinn til miðs árs 1933, að hann •gerðist meðeigandi ásamt undir- rituðum að útgerðarstöð Harald- ar Böðvarssonar í Sandgerði. Rák um við þrír í félagi útgerðarstöð- ina í Sandgerði undir nafninu Haraldur Böðvarsson & Co til haustsins 1941, að Hf. Miðnes var stofnað og keypti eignir H. B. & Co. Haraldur hætti þá sameign- inni, en Sveinn og Ólafur voru framkvæmdastjórar Hf. Miðness og aðaleigendur. Lét Sveinn Jóns son fyrirtækinu í té krafta sína meðan heilsan entist. Sveinn stóð að stofnun ýmissa •nnarra fyrirtækja og var með- eiga Ragnheiði Einarsdóttur, Ein Dráttarbraut Keflavíkur hf., Fisk »ðjan sf., öll í Keflavík, Sunna hf., Siglufirði, o. fl. 9. júní 1937 gekk Sveinn að eiga Ragnheiði Einarsdóttur, Ein *rs Þorkelssonar, skrifstofustjóra Alþingis, og konu hans, Ólafíu Jónsdóttur. Börn þeirra eru Sigurveig, gift Pálmari Ólasyni, sem er að ljúka námi I Svíþjóð í húsagerðarlist (arkitekur), og Ólafía, 16 ára, ■em er hjá móður sinni á Greni- mel 1. Systkini Sveins voru 5 og eru nú 4 á lífi, þau Jón H. Jónsson, fyrrverandi húsvörður hjá Eim- ekip, Sigríður Hjaltesaed, Jó- hannes Jónsson, gjaldkeri hjá Eimskip, og Einar Jónsson, prent ori í Gutenberg, öll í Reykjavík. Látin er Ragnhildur, sem var næst elzt systkinanna, og nú Sveinn, sem var þeirra yngstur. Sveinn andaðist f Landakots- •pítala aðfaranótt laugardags 15. okt. eftir langa og erfiða sjúk- dómslegu. Er ég fyrst hitti Svein Jónsson ( Sandgerði í byrjun vertiðar 1931, hafði ég heyrt hans getið frá sameiginlegum vinum. Allir bám þeir honum lofsorð, og við nánari bein kynni, skyldi ég, að það var rétt að hér fór óvenju- Jegur, ungur maður. Þar fór saman „gáfur og gjörvi leiki" ásamt prúðmennsku, góð- vild, glaðværð og sérstakri vinnu gieði samfara óvenjulegum af- köstum við erfiðar aðstæður. Á árunum 1928—1933 voru ein hver mestu aflaár á línu við Faxaflóa. AMir bátar komu oftast drekkhlaðnir að landi og oft gátu þeir ekki hirt allt af línunni, þótt •tutt væri á nútíma maélikvar'ða. Á þeim árum voru oftast um 40 bátar í viðlegu á stöðvunum í Sandgerði, sem beittu í landi og 'lönduðu daglega, auk þess nokkr ir tugir báta, sem voru í útilegu, beittu u-m borð og söltuðu aflann í bátana, en lögðu lifur og stund- um hrogn og bein á land í Sand- gerði, og fengu þar flest til út- gerðar, síld, kost, veiðarfæri o. s. frv. Viðlegubátar ásamt útilegubát- um færðu því stöðvunum í Sand- gerði (en þær voru þá tvær, eig- endur Loftur Loftsson og Har- aldur Böðvarsson, báðir frá Akranesi) mjög mikil og góð Við- skipti. Eins og séð verður af framan- greindu hafði Loftur mjög um- fangsmikil viðskipti á þessum ár- um. Gerði oftast út 2—3 báta sjálfur og hafði viðskipti við 20—30 báta, verkaði aflann og hafði fjölþætta verzlun. Sveinn var hans aðalskrifstofumaður og var löngum einn eða með litla að- stoð. Vinnudagurinn var því oft langur. Ekki 6—7 túnar eins og nú, heldur oftasit 16—18 tímar. Það var lítill friður á daginn til bókhalds, sífelldur straumur manna að fá peninga og aðra fyrirgrei'ðslu, bókhaldið varð því að færa á nóttunni, og vann Sveinn oftast til kl. 3—4 að nóttu en hóf vinnu aftur kl. 9—10 að morgni. Við fengum okkur oftast um klukkustundar gönguferð, frá 9—10, á morgnana, ef veður leyfði. Sú vinna, er Sveinn af kastaði á þessum árum, þætti áreiðanlega fullt starf fyrir 4—5 menn nú. Eftir að Sveinn fluttist yfir til H. B. & Co, eins og það var kall- að í Sandgerði, var vinnan ekki alveg eins ströng, en gekk þó venjulega nokkuð fram á nótt, enda fengum við okkur ekki að- stoð á skrifstofunni fyrr en nokkru eftir að Hf. Miðnes var stofna'ð. Auk starfsins í Sand- gerði fór Sveinn nokkur fyrstu árin til Akraness til að gera upp fyrir Harald Böðvarsson þar. Ég skýri frá þessu til að sýna dugnað og starfsörku Sveins, en ekki til eftirbreytni, enda er ann- ar aldarandi nú, en var fyrir 25—40 árum. Þótt Sveinn Jónsson næði ekki sextugsaldri, hefur hann unnið a.m.k. tvöfalt starf margra, fullum aldri hafa náð. Sveinn var óvenjulega sterk- byggður maður, bæði líkamlega og andlega. Ég minnist ekki „að honum yrði misdægurt" fram undir fimmtugsaldur, og heldur ekki að hann „skipti skapi" svo á bæri, en „skapmaður" var hann þó, en fór óvenju vel með. Ég held að um Svein megi segja með réttu, að hann hafi veri'ð „hvers manns hugljúfi". Þó var hann „ekki svo aumur að ætti hann eigi öfundarmenn", því veifiskati var hann engi. Þegar Haraldur bauð mér að yfirtaka Sandgerði, eftir að hann hafði þrautreynt að selja eign- irnar einhverjum, sem gat greitt eða yfirtekið skuldir, en án ár- angurs, kvaðst ég mundi gera það, fengi ég Svein Jónsson í fé- lag við okkur. Haraldur kvaðst halda, að „þessi Sveinn hjá Lofti“ væri ágætur maður og sam þykkti það. Við áttum að greiða smáræði hvor, sem hvorugur átti þá til, og var víst ekki greitt fyrr en við keyptum endanlega af Haraldi, en það er önnur saga. Vinátta og samvinna okkar Sveins var með ágætum og hélzt til æviloka. Nú sakna ég því góðs drengs, vinar og félaga. Sveinn Jónsson var að eðlis- fari hlédrægur maður, „hafði sig litt í frammi", tjáði sig helzt ekki úr ræðustól, en var oft hrókur fagnaðar í vinahópi. Sveinn hafði mikla söngrödd og yndi af söng. Hann hafði næma, viðkvæma lund, vildi ölium vel og hjálpaði mörgum, en var og misskilinn af ýmsum. Trúmaður var Sveinn, þótt hann flíkaði því lítt. Ég trúi því, að sál hans fái góðar vi'ðtökur í heimkynnum þeim, er hún hefur nú gist. Sveinn var Kvæntur ágætis konu — Dalla — er hún venju- lega nefnd af vinum. Hún bjó þeim yndislegt heimili, fyrst í Sandgerði, síðan í Reykjaví'k, þar hefur ávallt verið gott að koma og margir vinir og ættingjar átt þar ótal gleðistundir. Dalla reynd ist manni sínum frábærlega vel í hinum löngu og þungbæru veik- indum hans. Dætur Sveins eru yndislegar stúlkur, Sigurveig fulltíða, gift kona, og Ólafía — 16 ára — auga- steinn föður síns og unni honum mjög. Nú þegar Sveinn er allur hér, eiga þær mæðgur mjög um sárt að binda. Ég votta þeim, tengda syninum og öðrum aðstandendum mínar og barna minna innileg ustu samúð. Guð styrki ykkur og verndi. Ólafur Jónsson. ÞEGAR ég kveð vin minn, Svein Jónsson, minnist ég margra sam- verustunda — frá léttum leik Þingholtunum, samleiðar í við- skiptalífinu og tryggrar vináttu — þar til að nú skilur á milli, í bili. Sveinn var mikill drengskapar maður, réttsýnn og raunsær, við- kvæmur í lund, en hélt fast en góðlátlega á sínum málum. Góð- ir eiginleikar — framsýni, fram tak og sanngirni í samskiptum við náungann — mörkuðu hon- um þegar á unga aldri farsæla braut til stórra athafna. Vegna mannkosta sinna reynd- ist honum létt að brjótast áfram úr litlum efnum til góðrar vel megunar. Þeir eru ótaldir sem Sveinn, í hlédrægni sinni, létti lífsróðurinn. Heimili okkar voru nátengd Margra ára sambýli og vinátta skilja eftir góðar endurminningar um hei'lsteyptan dáðadreng. Tómas Pétursson SVEINN Jónsson, framkvæmda- stjóri frá Sandgerði, var fæddur í Reykjavík 21. október 1907 sonur hjónanna Jóns Einars Jóns sonar, prentara, og Sigurveigar Sveinsdóttur, sem lengst af bjuggu á Bergstaðastræti 24. Þar ólst Sveinn upp í glaðlyndum barnahóp, yngstur sex séstkina Vil ég hér minnast Sveins, vinar míns, með nokkrum orðum. Örlagaþræðir okkar mannanna eru úr misjöfnu spunnir. Nokk- urra spinnst þráðurinn snurðu- laust en annarra hnökrótt. Sveinn var úr þeli spunninn. Hann var skapmikill en hans farsælu gáfur voru þannig, að hann hugsaði áður en hann lét álit sitt í ljós. Þegar Sveinn þreytti skóla- próf varð hann oftast efstur. Hann stundaði nám í undirbún- ingsdeild Verzlunarskóla íslands og stóðs próf inn í þann skóla vorið 1924. Ekki settist þó Sveinn í Verzlunarskólann, en lærði ensku og reikning í einkatímum veturinn 1924—25. Haustið eftir fór Sveinn til Englands, var (hann um hríð á Ruskin College Oxford en síðan í Pitman’s Sehool of Commerce í London og lauk þaða’n prófi með ágætis- einkunn haustið 1926. Sveinn var mjög góður ensku- maður, enda hafði hann haft góða enskukennara, t.d. hér heima þá Snæbjörn Jónsson, Boga Ólafsson og Howard Little. Kom það sér vel síðar, þegar hann var fulltrúi við fisksölu- samninga í Englandi og Rúss- landi. Á yngri árum fðkaði Sveinn mikið íþróttir, svo sem fimleik* og gríska glímu. Á sumrum stundaði hann útilegur. Fór hann þá á reiðhjóli með bakpoka sinn, og þá oft vegleysur. Sem dæmi >um dugnað Sveins og hörku við sjálfan sig er það, að handleggsbrotinn hjólaði hana eitt sinn úr Kjósinni um Hæk- ingsdal og Stíflisdal að Kárastöð- um í Þingvallasveit. Ungur réðst Sveinn til starfa hjá Lofti Loftssyni, útgerðar- manni í Sandgerði, og þar varð vettvangur lífsstarfs hans. Árið 1937 kvæntist Sveinn eft- irlifandi konu sinni, Ragnheiði Einarsdóttur. Eignuðust þau tvær dætu-r, Sigurveigu, sem gift er Pálmari Ólasyni, og Ólafíu, í foreldrahúsum. Sveinn Jónsson gekk ekki heiU til skógar undanfarin ár og var nú síðast lengi mjög þungt hald- inn. Kona hans og dætur veittu honum einstaka umönnun í veik- indunum. Hann lézt í Landakots- spítala hinn 15. október. Karl Kristinsson. Magnús Asmundsson úrsmíðumeistari IWinning M A G N Ú S Ásmundsson, úr- smíðameistari,, andaðist í Heilsu- verndarstöðinni, laugardaginn 15. þ.m., og er jarðsettur í dag. Magnús var fæddur að Kietti Geiradal, Barðastrandarsýslu, 27. ágúst 1914, sonur hjónanna Jósefínu Sveinsdóttur og Ásmund ar Magnússonar, en fluttist ung- ur í Húnavatnssýslu, þar sem hann ólst upp. Eftir fermingu fluttist hann að Bessastöðum í Miðfirði og fyrir tilstilli þess ágæta fólks, sem þar bjó, komst hann að við úrsmíða- nám 'hjá Magnúsi Benjamínssyni & Co., í Reykjavík, þá tvitugur að aldri. Hjá því fyrirtæki vann svo Magnús í nokkur ár, að loknu námi unz hann stofnaði ásamt tveimur öðrum úrsmiðum fyrir- tæki, en síðan sitt eigi'ð, sem hann rak með dugnaði til dauða- dags. Magnús kvæntist eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Sigurðar- dóttur, árið 1944 og eignuðust þau 4 börn, 2 dætur og 2 syni. Það er vissulega erfitt að fella sig við, að slíkur ágætis drengur sé horfinn af sjónarsviðinu, á bezta aldri, þegar haft er í huga hversu heilbrigður hann var, unz hann tók seint á sl. ári þann sjúk dóm sem leiddi hann ti’l dauða. Magnús var alla tíð hvers manns hugljúfi, og ávann sér traust og vináttu al'lra, sem ein- hver kynni höfðu af honum. Hann var félagslyndur maður og hafði yndi af að umgangast gó’ða félaga, en vandur að vali þeirra. Það sem einkenndi einna mest var einstök prúð- mennska í dagfari og æðruleysi, Aldrei heyrðist hann segja orð, sem nokkrum gæti til niðrunar orðið og vildi eigi á slíkt hlusta. í augum samferðamannanna var hann ævinlega hið sanna prúðmenni, sem aldrei vildi vamm sitt vita og á engan halla í viðskiptum, hvorki í orði eða verki. Um það bera allir þeir mörgu, sem honum kynntust á lífs'leið- inni, að þar fór vammlaus maður og góður drengur í þessa or’ð* beztu merkingu. Magnús fór of fljótt úr þess- um heimi. Hann átti mikið starf óunnið fyrir fjölskyldu sína og ástvini og fyrir heimili sitt, sem var honum kært og al'lt han* starf miðaði að að fegra og prýða. Vinir og samferðamenn Magtv- úsar votta konu hans og börnum innilega samúð og biðja þeim Magnús allrar blessunar. Vinir. BILAR Komið og skoðið það mikla úrval sem við höfnm til söiu af nýlegum noluóum bíium. Ifagstæð kjör. CRYSLER UMBOÐIÐ VÖKULL HF. Hringbraut 121 — Sími 10 600. Atvinna óskast Maður sem hefur meirapróf og er vanur akstri stórra vörubifreiða einnig vélstjóraréttindi fyrir 500 ha. óskar eftir starfi sem fyrst. Tilboð sendist Mbl. fyrir 25/10. merkt: „Meirapróf -— 4760“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.