Morgunblaðið - 05.11.1966, Qupperneq 8
8
MOKGU N BLAÐIÐ
Laugardagur 5. nðv. 1966
Frumleg og glœsileg
Búfjárfrœði komin út
KOMIN ER út hjá Bókafor-
lagi Odds Björnssonar á Akur
eyri, Búfjárfræði Gunnars
Bjarnasonar kennara og ráðu
nauts á Hvanneyri. Búfjár-
fræði þessi er einkar glæsi-
legt rit og í mjög nýstárlegu
formi, þar sem hér er um
lausblaðabók að ræða. Er því
mjög auðvelt að auka bókina
®g endurbæta, ef þurfa þykir
í framtíðinni, án þess að gefa
hana út að fullu á nýjan leik.
Bók þessi er á sjöunda hundrað
blaðsíður að stærð, en er ekki
með hlaupandi blaðsíðutali, svo
sem venja er til um bækur,
heldur er blaðsíðutalið innan
hvers málaflokks, sem bókin fjall
ar um. Efnisyfirlit er mjög ítar-
legt og einkar aðgengilegt að
finna hvern efnisflokk fyrir sig.
Bók þessi er í stóru broti í 15
köflum, sem heita: Um útgáfuna,
inngangur, erfðafræði, kynbóta-
fræði, lífeðlisfræði, fóðurfræði,
nautgriparækt, sauðfjárrækt,
hrossarækt, svinarækt, hænsna-
rækt, önnur nytjadýr, fóðurgild-
istafla, upplýsingablöð og heim-
ilisskrá.
Bókin er prýdd fjölda mynda
og skýringartafla og með mörg-
um skýrslueyðublöðum, sem
gætu gefið bændum mjög mik-
ilsverðar upplýsingar, ef þeir
í ícrefwd-hóldanaut
Aljcrdcen-Angu* hotáakvr
Hér er litmyndasíða af ýmsum kúastofnum, en þvi miður
getum við ekki sýnt lesendum þessa fallegu síðu i litum.
keypt hana og mun það óvenju-
legt að nemendur kaupi kennslu
bók áður en að því kemur að
þeir þurfi að læra hana.
Það vakti athygli á pósthúsinu
á Akureyri að þegar bókin var
send áskrifendum var það
stærsta póstsending, sem komið
hafði frá einum aðila á pósthúsið
á Akureyri, en þyngd sendingar
innar var eitt og hálft tonn.
Bókin hefst á formála útgef-
anda og segir þar að bókin sé
gefin út til að heiðra Bænda-
skólann á Hvanneyri, sem varð
75 ára árið 1964.
í>á kemur formáli höfundar
og rekur hann tilefni þess að
hann stendur einn að samningu
bókarinnar að mestu. Segir hann
að búfjárfræði verði að vera eins
fræðileg og unnt er, en þó stutt
og ekki af þung.
Við fljóta skoðun bókarinnar
virðist hún sérstaklega aðgengi-
leg sem kennslubók og fræðirit
fyrir alla bændur, sem fylgjast
vilja með nýjungum á sviði bú-
fjárfræði og ómetanlegur hlýtur
sá kostur að vera að ávalt skuli
hægt að hafa bókina sem nýja af
nálinni, þar sem svo auðvelt er
að endurnýja kafla hennar og
færa inn nýjungar og það sem
í ljós kann að koma að sannara
reynist en bókin skýrir frá í
eldra formi.
Ekki er nokkur vafi á því er
hér brotið blað í útgáfu kennslu
bóka, en þær úreldast, sem kunn
ugt er, þó ekki að öllu og ónauð-
synlegt að prenta þær alveg
upp. Séu þær í lausblaðabroti
sem þessi, er jafnan hægt að
láta þær fylgja kröfum tímans.
Margar fallegar litmyndir eru
í bókinni.
Bókaforlag Odds Björnssonar
á Akureyri kostar útgáfu bókar-
innar og hún er prentuð í Prent
verki Odds Björnssonar.
BJARN! BEINTEINSSON
LOGFRCÐINIiUR
AUSTURSTRÆTI 17 (SILLI • VALD®
SlMI IISK
Siui-íhvrníngr
Gunnar Bjarnason kennari og
ráðunautur.
fylltu út og hagnýttu sér. Bókin
kostar 1400 krónur og hefir þegar
verið send áskrifendum, sem
voru fyrirfram um 600 talsins,
en bókin er gefin út í 2500 ein-
tökum. Allir kaupendur bókar-
innar eru skrásettir hjá forlaginu
sem um áskrifendur væri að
ræða. Þegar nýir kaflar verða
prentaðir í framtíðinni verður
hverjum bókareiganda gefinn
kostur á að fá hinn nýja kafla fyr
ir það verð, er ákveðið er hverju
sinni. Sé um hreinar Ieiðrétting
ar að ræða fá kaupendur þær
endurgjaldslaust. Óhætt mun að
fullyrða að engin hliðstæð bú-
fjárfræði hefir verið gefin út á
Norðurlöndum a.m.k.
Þessi bók bætir úr brýnni þörf
þar sem Búfjárfræði hefir ekki
verið til nema í fjölrituðu formi
í rúma tvo áratugí.
Áskrifendur allir hafa þegar
fengið bókina og hún er tekin
í notkun við kennslu við bænda
skólana bæði á Hvanneyri og
Hólum. Það þykir vert til frásagn
ar að yngri nemendur við bænda
skólana þurfa ekki að læra þessa
bók fyrr en er fram í námið sæk
ir, en margir þeirra hafa þegar
Haustsýning opnud
í Asgrímssafni
ÁRIÐ 1960 var hús Ásgríms
Jónssonar opnað almenningi, og
hafa myndir þær sem hann á-
nafnaði þjóðinni verið sýndar
þar. í heimili hans og vinnu-
stofu er aðeins hægt að sýna í
einu 30—40 myndir. Var því í
upphafi ákveðið að skipta um
listaverk, og hafa síðan verið 3
sýningar á ári hverju.
Nú er að mestu leyti lokið
sýningu allra vatnslita- og olíu-
málverka, en nokkur stór mál-
verk sem meira rúm þurfa en
gefst í húsi Ásgrims, verða að
bíða rýmri húsakynna.
Fjöldi þjóðsagnateikninga ligg-
ur enn í möppum óinnrammað-
ur. Þegar lokið verður innrömm-
un á þessum myndum er ráð-
gert af forráðamönnum safnsins,
að opna sýningu á teikningum
eingöngu.
Stjórn Ásgrimssafns hefur á-
kveðið að framvegis verði þrjá
sýningar á ári, og vill með því
gefa fólki kost á að skoða mynd-
listargjöf Ásgríms Jónssonar á
nýjan leik.
Á morgun verður opnuð haust-
sýning Ásgrímssafns. Eru m. a.
sýndar vatnslitamyndir sem mál-
aðar eru á Þingvöllum að haustí
til. Þessi sýning nær yfir hálfrar
aldar tímabil.
Eins og undanfarin ár kemur
út á vegum safnsins nýtt jóla-
kort. Er það gert eftir vatnslita-
mynd frá hverasvæðinu í Krýsu-
vík.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti
74, er opið sunnudaga, þriðju-
daga og fimmtudaga frá Kl.
1.30—4. Aðgangur ókeypis.
Kýr ,í Eyjaltýni »R, 0, fcj.)
S«-amk(<>i4ó« iócli Iívt
Kyr nortltu nuðvi kyrxi <N. R, f .>
larry Sítaines
LINOLEUM
flísar í viða
viðarlitum.
Fjölbreytt úrvat.
Söluumboð í Kefla-
vik: Björn og Einar.
iLITAVERSf
byggingavörur
GRENSÁSVEG 22-24IHORNI MÍKLUBRAUTAR) SIMAR 30280 8, 32262
Stundið veiðarnar
með Olympíumeistara
Það er hægt með því að nota ANSCHÚTZ sport-
riffilinn caliber .222, sem byggður er eftir ANS-
CHÚTZ MATCH 54 formúlunni, en með þeim teg-
undum hafa unnizt fleixi alþjóða- og Olympíukeppn
ir fyrir minni hlaupvíddir en með nokkrum öðrum.
Einstiga og tveggja stiga gikkir, sem hægt er að
stilla fullkomlega. Hlaupið er rennt af nákvæmni og
yfirfellt. Rfillskeftið er úr fallega útskorinni
franskri valhnotu.
SPORTVÚIWHÚS REYKJAVÍKUR
Óðinsgötu 7 — Sími 1-64-88.
— Elzta sportvöruverzlun landsins —
Husqvarna 1000
GAGNLEGASTI MUNAÐUR
HEIMILISINS
Nýja Husqvama 2000 er með hagkvæmum nýjungum
sem gerir saumaskapinn enn einfaldari og skemmti-
legri en nokkru sinni áður.
Nýja Husqvarna 2000 hefur alla mynztur og nytja-
sauma sem þér þarfnizt og gerir m. a. alla tímafreka
vinnu, sem þér áður urðuð að gera í höndum.
Nýja Husqvama 2000 sparar yður margan þúsund-
krónaseðilinn í fatakaupum á einu ári.
GUNNIR ÁSGEIRSSON H. F.