Morgunblaðið - 05.11.1966, Page 13

Morgunblaðið - 05.11.1966, Page 13
Laugardagur 5. nóv. 1968 MORGUNBLADIÐ 13 Ég kemst að lokum alltaf aftur heim í horpið en það sé hrifníng í látbragði eru að búa sig undir líkam- Viðtal við Söru Lidman ÞAÐ sem fyrst vekur athygli rnina hjá Söru Lidman er mýktin í Jari hennar. Ég fæ ekki að því gert, að þetta vekur undrun mína, því að þessi kona býr yfir svo mikl- um krafti máls og stíls, að orðin geta orkað sem svipu- högg og skarpskyggni henn- ar á mannlegt eðli er svo hreinskilin og glögg, að hún er næsta óvægileg á köflum. En svo minmst ég ótal kafla í bókum hennar, þar sem ást- in og elskan milli manna er lofsungin ljóðrænu, fögru tungutaki, og mýktin og hiý- leikinn hjá Söru Lidman er ekki lengur framandi. Það er óhætt að fullyrða, að ekkert núlifandi ungt sænskt skáld hafi hlotið svo niikia viðurkenningu og lof fyrir fyrstu bók sína sem Sara Lidman, er bók hennar „Tjárdalen" kom út árið 1953. Hér kom fram svo þroskaður höfundur, að það vakti undr un manna — enn í dag má sjá í ritdómum sænskra blaða, að gagnrýnendur nota þennan viðburð sem mælikvarða á fyrstu bók skálda. Það er mik ið hrós, ef sagt er, að frum- raun þeirra nálgist saman- burð við það er Sara Lid- man kom fyrst fram á sjónar- sviðið. Sara Lidman .nýtur þess vegna þeirrar sérstöðu, að hún var aldrei ,,efnileg“ í ritdómum. Menn hylltu hana sem listamann þá þegar. Og svo mikil áhrif hafði hún strax á bókmenntasviðinu, að sagt var, hálft í gamni og hálft í alvöru, að heill her- skari ungra skálda, sem á eft- ir komu, reyndu að skrifa eins og Sara Lidman. Tjárdalen gerist í Vaster- botten í Norður-Svíþjóð, bernskustöðvum skáldkon- unnar. Næstu bækur hennar, Hjortronlandet (1955), Regn- spiran (1958) og Bára Mistei (1960) gerast einnig á sömu slóðum. Þær segja-frá fátæku almúgafólki í sveitum og þorpum; fákunnandi og hjá- trúarfullt lifir það við bág kjör, glíma þess við siðferði- leg vandamál i sambúðinni er frumstæð, en einlæg og lífs- löngun þess upprunaleg. Næstu skáldsögur hennar, Jag och min Son (1961) og Med Fem Diamanter (1964) gérast í Afríku, en þar dvald ist hún um alllangt skeið. Og nú í haust kom út bókin Sam- tal i Hanoi. Sú bók er rituð að lokinni dvöl skáldkonunn- ar í Viet-nam. Með útkomu fyrsta fjög- urra bóka Söru Lidman mynd aðist nýtt hugtak í sænskri bókmenntasögu: ný-próvinci- alismi. Ég minnist á þetta við hana. — Við vorum nú fleiri, sem skrifuðum í sáma dúr. En þetta hugtak er nú gersam- lega úrelt. Annars forðast rithöfundurinn að skipta sér af slíkum skilgreiningum. Hann vill ekki láta draga sig í dilk eða setja sér skorður — þó fólk segi; hún er strjálbýlishöfund- ur — hún á að skrifa strjál- býlissögur, þá lætur rithöf- undurinn það ekki þafa áhrif á sig. Hins vegar var mér eðli legt að velja þetta sögusvið. Þetta var umhverfi, sem ég þekkti, og líf hinna snauðu í þorpunum er varanlegur grundvöllur fyrir lífssýn mína. Þorpið fylgir mér allt- af.. Ég hef engan áhuga á hinu alþjóðlega, yfirborðs- kennda lífi, sem þróast í stór borgunum. New York, París og London eru allar eins að því leyti, að fólkið hefur glat að sérkennum sínum — ég kemst að lokum alltaf aftur heim í þorpið, því að hinir' fátæku eru alltaf og allsstað- ar eins, hvort sem það er í Afriku, Viet-nam eða Váster botten. Það er sama, hversu langt maður ferðast — alls staðar verða fyrir manni sömu ástvinir og sömu óvinir, sem maður átti í bernsku. — Fannst þér samt ekki nokkuð stórt stökkið milli Vásterbotten og Afríku? — Vissulega var það. Þaf haþði í för með sér algjöra breytingu á lífsviðhorfi mínú og hugsanagangi. Áður var lífsviðhorf mitt mjög trúar- legs eðlis — nú var mér bein- línis þeytt inn í vandamál líð- andi stundar og ég hætti að hugsa um örlögin og fór í stað þess að brjóta heilann um það ævagamla vandamál," hvernig gæðum jarðarinnar mætti bezt skipta milli jarðar innar barna. — Þú dvaldist meðal hinna innfæddu í Afríku, var ekki svo? — Ekki í Suður-Afríku. Þ»ð var erfitt að kynnast Afríkubúum þar vegna að- skiliiaðarstefnunnar í kyn- þáttamálum. En í Kenya leigði ég íbúð í hálft annað ár með afríkönskúm hús- mæðrakennara. Hún hafði hlotið menntun sína í trúboðs skóla og síðan í Englandi. Þá hafði ég tækifæri til að kynn- ast mörgum — þeir komu til hennar til að leita ráða og hún skrifaði eða las sendibréf fyrir þá, sem hvorki voru læsir né skrifandi. Vegna at- vinnu sinnar ferðaðist hún mikið um héruðin og ég fór oft í þessi ferðalög með henni. —- f bókum þínum, bæði frá Vásterbotten og Afríku, er mikið um hjátrú, hindur- vitni og forboð. — Ég held, að þetta sé svo ríkt í öllum kynþáttum og öllum þjóðum, að vart verði hjá því kornizt. Allar þjóð- ir eiga sína guði og túlka á sinn hátt fyrirbæri lífs og dauða. Þetta fylgir mannkyn inu. Bæði á íslandi og í Afríku eru til sögur um trú á fjöll — hér á íslandi gengu menn í fjöll til að deyja — í Kenya trúa men á Kenya- fjallið. Þar byrja menn dag- inn með að heilsa fjallinu, menn mega ekki horfa þang- að að nauðsynjalausu — það er fjallið, sem hefur sívak- andi auga á fólkinu. Og for- feðradýrkunin — þeir trúa því, að Iátnir forfeður séu alltaf nálægb og fylgist mcð í einu og öllu. Og þeir verða að varast að styggja þá og friðþægja fyrir brot sín, hafi þeim örðið slíkt á. Hins vegar hef ég ékki áhuga á sekt og friðþægingu í metafysiskum, skilningi — í þeim skilningi er hjátrúin og hjáguðadýrkun- in í bókum mínum ekki tákn ræn. Ég álít, að hjátrúin sé skaðleg og haldi fólkinu í viðjum. — I þessu sambandi berst tal okkar að kafla í bók-. inni „Med fem diamanter“, þar sem Thiongo, eldri bróð- Sara Lidman irinn, heilsar fjallinu að morgni dags. Thiongo er mað ur nýs tíma i Afríku, nám- fús, róttækur og þráir fram- farir í landinu Samt heilsar hann fjallinu með hinni æva gömlu helgiþulu ættfeðra sinna, að vísu leyfir hann sér svolítið guðlast á eftir bæninni með því að brosa góðlátlega að sjálfum sér. Sara Lidman stendru1 upp og fer með bænina á áfríkönsku — og ég fæ ekki betur séð hennar, og jafnvel nokkur virðing, þótt hún sé nvbúin að lýsa skaðsemi slíkra bæna. — Minnir þetta ekki á Gamla Testamentið, segir hún svo. í þýðingu er þetta svona: Guð er mikill og elsk- ar þjóð sína, lofaður sé hinn hæsti. — Þú hefur notað minni úr Gamla testamentínu í leikrit um þínum? — Við skulum ekki tala um leikritin mín. Þau voru ekki góð. Mér fannst á sín- um tíma, að gaman gæti ver- ið að spreyta sig á þessu — en það er erfitt og krefst alft annarra vinnubragða. Nei, við skulum ekki tala um leikritin mín. — Bækur þinar frá Vaster- botten eiga það m.a. sameig- inlegt, að þær fjalla um þann, sem stendur utan við heild- ina — það er alltaf andstaða milli einstaklings og heildar innár eða þorpsandans eins og þú nefnir það í Regnspir- an. Byggist þetta á persónu- legri reynslu? — Ekki nema að litlu leyti. Þarna ber kannske þrennt til. Það byggist á persónulegri reynslu að því leyti, að ég var ákveðin í því strax frá barnæsku að verða rithöfund ur og það skapar manni vissa sérstöðu þar sem allir aðrir leg- störf og gera ekki ráð fyr- ir öðru en starfa með öðrum eða í samvinnu við aðra. Með þessu á ég ekki við, að starf rithöfundar eða skálds sé æðra eða betra, en það er öðruvísi. Og það hefur óneit- anlega áhrif á mann. En í eðli mínu er ég siður en svo einræn — frekar hið gagn- stæða — fyrir mér er það mikilvægast áð vera í sam- félagi við aðra. — Nú — og í öðru lagi mætti tala þarna •um bókmenntalega hefð. Sú stefna hafði lengi verið ríkj- andi í bókmenntunum, að ör- lög einstaklingsins skiptu mestu máli, einstaklingurinn, sem getur ekki samlagazt heildinni var algengt yrkis- efni og maður verður svo auð veldlega fyrir áhrifum Ef til vill kemur þarna einnig við sögu samnorræn hefð eða til- hneiging að syngja einmana- kenndinni lof. Kierkegaard hefur haft geysileg áhrif 1 þessa átt. Menn gera einver- una að dyggð. Fyrir mér er meiri og dýrlegri sannleikur fólginn í íslenzka spakmæl- inu „Maður er manns gam- an.“ Nei — bækur mínar eru ekki sjálfsævisögur, þótt þær gerist á bernskustöðvum mín um. í Hjortronlandet t.d. er Framhald á bls. 12. Veggflísar IMýjar gerðir Verzlunin Álfhóll Álfhólsvegur 9, Kópavogi. Opið til kl. 10 e.h. Snyrtilegir menn nota ávallt BRYLCREEM Þeir vita að útlitið skiptir miklu máli og því nola þeir Brylcreem til að halda hárinu sléttu og mjúku allan daginn. NOTKUNARREGLUR Berið Brylcreem í hárið á hverjum morgni. Það gef ur því mýkt og fallegan glans. Augnabbks greiðsla er allt sem méð þarf til að halda útliti yðar snyrti- legu. Veljið þvi Brylcreem strax í dag. BRYLCREEM THE PERFECT HAIRDRESSOtG BRYLCREEM Mest selda hárkremið á heimsmarkaðinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.