Morgunblaðið - 05.11.1966, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 5. nóv. 1966
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
F; amkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar; Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innar.lands.
I lausasölu kr. 7.00 eintakið.
GÆR UPÓLITÍK
KOMMÚNISTA
17'ommúnistaflokkurinn á ís-
landi hefur ekkert lært
og engu gleymt. Hann heldur
áfram þeirri gærupólitík, sem
hann tók upp með stofnun
„Sameiningarflokks alþýðu —
sósíalistaflokksins11 árið 1938.
Þá breiddu umboðsmenn hins
alþjóðlega kommúnisma hér
á landi yfir nafn og númer,
eins og landhelgisbrjótar í
landhelgi. Kommúnista flokks
nafnið var lagt niður, en í
þess stað tekið upp langt og
sakleysislegt nafn, fullt af
hræsni og yfirdrepsskap.
En Héðinn heitinn Valdi-
marsson, sem hjálpað hafði
kommúnistum til þess að
sníða þessa nýju gæru til þess
að breiða yfir úlfshár komm-
únismans, var fljótur að átta
sig á því að ekkert hafði
breytzt nema nafnið. Hann
yfirgaf „Sameiningarflokk al-
þýðu — Sósíalistaflokkinn“,
og vildi enga bagga binda
með honum. En allmargir
þeirra, sem höfðu fylgt hon-
um út í ævintýrið urðu eftir
á fjörum kommúnista.
Síðan liðu allmörg ár. Þá
þurftu kommúnistar skyndi-
lega á nýrri gæru að halda.
Nýtt sprek hafði rekið á fjör-
ur þeirra. Hannibal Valdi-
marsson hafði brotið öll sín
skip í Alþýðuflokknum og
átti nú einskis annars úrkost-
ar en að leita skjóls hjá um-
boðsmönnum Moskvuvalds-
ins á íslandi. Þá var sniðin ný
gæra. Svokallað „Alþýðu-
bandalag" varð til. Nokkru
síðar var „Þjóðvarnarflokkur
inn“ dreginn undir þessa
sömu gæru. Þar hýrist hann
ennþá.
Undanfarið hafa nokkrir af
bandingjum kommúnista haft
uppi stór orð og heitingar um
það að nú skyldi hnekkt yfir-
tökum Moskvuvaldsins, og
„Alþýðubandalagið“ gert að
sjálfstæðum stjórnmálaflokki.
Sá draumur er nú að engu
orðinn. „Alþýðubandalagið“
hefur að vísu haldið „lands-
fund“, en hann hefur engu
getað um þokað. „Alþýðu-
bandalagið“ er áfram sama
gæran og það hefur verið frá
upphafi. Sósíalistaflokkurinn
hefur ekki verið lagður niður,
eins og bandingjarnir ætluðu
sér, og höfðu stór orð um.
Hann er þvert á móti að halda
þing um þessar mundir, og
kommúnistablaðið slær því
upp eins og það sé heimsvið-
burður! „Alþýðubandalagið“
er ennþá í skugganum og
sama gæran, sem aðeins er
ætluð til þess að breiða yfir
hin stríðandi og sundurleitu
öfl við kosningar. Stefnan
verður áfram mörkuð af um-
boðsmönnum Moskvuvalds-
ins.
Þessar höfuðstaðreyndir
eru öllum íslendingum ljósar.
Það er þess vegna hróplegt að
þeir menn innan „Alþýðu-
bandalagsins11, sem vita að
þeir eiga enga samleið með
umboðsmönnum hins alþjóð-
lega kommúnista skuli ekki
hafa manndóm til þess að
draga þá einu réttu ályktun
af dýrkeyptri reynslu sinni,
að segja skilið við þá og
fylkja sér í sveit með lýð-
ræðissinnuðu fólki.
Héðinn Valdimarsson yfir-
gaf kommúnista og Sósíalista
flokkinn þegar hann hafði átt
að sig á því að kommúnistar
geta aldrei orðið lýðræðis-
flokkur. Með þeim er aldrei
hægt að skapa „einingu verka
lýðsins“. Hannibal Valdimars
son hélt að hann gæti það.
Hann hélt líka að hann gæti
alið kommúnista upp til lýð-
ræðistrúar og útrýmt völdum
Moskvumanna innan „Alþýðu
bandalagsins“. Allt þetta hef-
ur misheppnazt. En Alþýðu-
bandalagsgæran á engu að
síður að halda áfram að breiða
yfir það, sem umfram allt
verður að dylja íslenzkt fólk,
að kommúnistarnir eru samir
við sig, ag það eru þeir sem
ráða ferðinni með bandingja
sína í eftirdragi.
ÞINGKOSNING-
ARNARí
DANMÖRKU
ing hefur verið rofið í Dan-
mörku og kösningar fara
fram þar hinn 22. nóv. nk.
Akvörðun þessi er tekin
vegna þess að fyrirsjáanlegt
var að skattahækkunarfrum-
varp ríkisstjórnar Jens Otto
Krag mundi ekki ná fram að
ganga á danska þjóðinginu.
Borgaraflokkarnir í Dan-
mörku ættu að standa sæmi-
lega að vígi í þessum kosn-
ingum. Samstarf þeirra hefur
verið gott á undanförnum ár-
um og greinilegt er að jafn-
aðarmenn eiga í verulegum
erfiðleikum á Norður-
löndum. Það var þróun, sem
hófst í Noregi, og hélt áfram
í Svíþjóð í sveitarstjórnar-
kosningunum, sem þar fóru
fram fyrir nokkru.
Hins vegar er staðreyndin
sú að samvinna Vinstri flokks
ins og íhaldsflokksins í Dan-
mörku, sem verið hefur náin
á undanförnum árum, er nú
ekki eins traust og oft áður
og það getur haft einhver á-
Vstó
UTAN ÚR HEIMI
„NJÚSNARINN SEM FÚR
INNIKULDANN
Kalla varð heim fjölda brezkra
njósnara, er uppvíst varð um flótta
Blakes frá Worwood Scrubs
íí
„KÆRI vinur“, var njósn-
arinn Blake vanur að segja
við samfanga sína, „þú
verður aftur frjáls ferða
þinna, áður en þú veizt af“.
Enginn hafði neitt við
slíka kímni að athuga, því
að sjálfur var Blake að af-
plána 42 ára fangelsisdóm
— en það er harður dómur
í Bretlandi.
Fyrir rúmri viku, fimm
árum eftir að dómur var
kveðinn upp yfir Blake,
var hann aftur frjáls ferða
sinna. Sögusagnir hafa síð-
an verið á lofti um, að sov-
ézka leyniþjónustan hafi á
einhvern hátt haft hönd í
bagga, leyst Blake úr
Wormwood Scrubs fang-
elsinu og veitt honum hæli.
Hafi svo veri’ð, þá er hér um
verulegt afrek að ræða. Vissu-
lega hljóta allir, sem fyrir sov
ézku leyniþjónustuna starfa,
að telja sig öruggari en áður
— leggi þeir trúnað á, að hún
hafi staðið fyrir flóttanum.
Hins vegar hefur flóttinn
vakið menn á Vesturlöndum
til enn frekari hugsunar um
öryggismál brezkra fangelsa.
George Blake var ekki
venjulegur njósnari. Hann er
hollenzkur að uppruna, en
gekk í brezka herinn á styrj-
aldarárunum síðari. Síðar
komst hann í mikið álit hjá
MI 6, leyniþjónustunni brezku.
1950 féll Blake í hendur
kommúnista í N-Kóreu. Á
þeim þremur árum, sem hann
var þar 'í haldi, tók hann
kommúnisma. Hins vegar taldi
MI 6 það ekki hættuspil að
sýna honum fyllsta traust, er
hann sneri loks aftur til Bret-
lands. Á næstu árum notaði
hann aðstöðu sína til þess a’ð
vinna gegn Bretlandi, svo að
um munaði. Er loksins var of-
an af honum flett, kom í ljós,
að hann bar ábyrgð á dauða
a.m.k. 40 brezkra stórnjósn-
ara. Auk þess hafði hann lagt
í rúst stóran hluta njósnanets
Breta í Mið-Austurlöndum og
A-Evrópu. Það var hann, sem
kom upp um símahleranir
Bandaríkjamanna í A-Berlín.
manna MI 6, því að þeirra
fyrsta verk, eftir að um flótt-
ann varð kunnugt, var að
kalla heim njósnara sína, þ. e.
a. s. þá, sem talið er, að Blake
gæti enn komi’ð upp um. Er
han.n var handtekinn, hafði
hann með höndum margs kon-
ar upplýsingar, sem honum
hafði ekki enn tekizt að koma
á framfæri við sovézku leyni-
þjónustuna. MI 5, brezka
gagDT\jósnadeildin, lét þegar
hendur standa fram úr erm-
um, og fyrirskipaði flutning 9
stórnjósnara, sem í haldi eru
í Bretlandi, til „öruggra fang-
George Blake.
Fátt eitt hefur komið í ljós
við rannsókn á flótta Blekes,
sem varpað getur ljósi á at-
burðinn og aðdraganda hans.
Utan fangelsismúrsins stóð
blómapottur, og mun hann
hafa verið merki um, hvar
bifreiðin, sem notúð var við
flóttann, skyldi bíða. Þar
nærri fannst stigi úr nælon-
efní. Hann hafði verið styrkt-
ur með bandprjónum. Hefur
það komið mörgum á óvart.
Fleiri verksummerki var
ekki að sjá. Það kann að hafa
verið ástæðan til þess, að fyrr
verandi starfsmaður brezku
leyniþjónustunnar sagði við
fréttamenn. „Ég tel ekki neinn
vafa á því leika, að „ákveðinn
hópur manna“ (sovézka leyni-
þjónustan) „stó’ð að baki flótt-
anum. Þeir hafa. vafalaust beð
ið hans með flugfarmiða og
falskt vegabréf“.
MI 6 hefur hvað eftir annað
orðið fyrir marglháttuðum á-
föllum, og má þar nefna m.a.
mál njósnaranna Guy Burg-
ess og Donald Macleans. Flótti
Blakes hefur greinilega vald-
ið miklum ugg meðal ráða-
elsa“. Þaðan á flótti að vera
óhugsandi.
Þessar ráðstafanir nægðu þó
ekki til þess að kveða niður
óánægju- og gagnrýnisraddir í
neðri málstofu brezka þings-
ins, er flótta Blakes bar þar á
góma. Þingmenn fhalds- og
Verkamannaflokksins tóku þar
höndum saman í gagnrýni
sinni. Þótt innanríkisráðherr-
ann, Roy Jenkins, gæfi út yfir
lýsingu þess efnis, að hann
ihefði skipað Mountbatten,
lávafð, yfirmann sérstakrar
nefndar, sem kanna skyldi ör-
yggisráðstafanir í brezkum
fangelsum, kom það ekki í veg
fyrir rpótmælayfirlýsingu þing
manna íhaldsflokksins.
Ein afleiðingin er sú, að nú
er í óða önn verið að breyta
Wormwood Scrubs í „fullkom
lega öruggt fangelsi“.
Er verið að reisa þar vakt-
turna, setja upp kastljós og
sjónvarpstæki, allt að banda-
rískri fyrirmynd. Þessar ráð-
stafanir koma þó of seint til,
því að Blake, einn hættuieg-
asti fángi Breta, var floginn
— „inn í kuldann".
hrif á aðstöðu borgaraflokk-
anna í þessum kosningum.
Þá skapar það einnig
nokkra óvissu að almennt
hafði ekki verið búizt við
þingkosningum fyrr en í vor,
og stjórnmálaflokkarnir því
lítt undir þær búnir.
BREYTINGAR í
AÐSIGI í VESTUR
ÞÝZKALANDI
C*tjórnmálaástandið í Vestur-
^ Þýzkalandi er enn mjög ó-
víst, en þó benda allar líkur
til þess að Ludwig Erhard,
sem verið hefur kanzlari frá
því að dr. Adenauer lét af
völdum, muni hverfa úr kanzl
araembættinu, en allt er enn
á huldu um það, hver við tek-
ur og vafalaust mjög hörð á-
tök um eftirmann Erhards.
Þessar breytingar í vestur-
þýzkum stjórnmálum koma á
sama tíma og öll málefni
Þýzkalands eru mjög í deigl-
unni. Áhrifamiklir forystu-
menn Kristilega demókrata-
flokksins hafa sett fram rót-
tækar skoðanir um lausn
Þýzkalandsmálanna og ýmis-
legt bendir til þess að breytt
viðhorf séu að skapast til
þeirra í austri og vestri.
Þess vegna er ekki ólíklegt
að í kjölfar stjórnarskipta í
Vestur-Þýzkalandi fylgi nokk
ur umbrot í evrópskum stjórn
málum, og að gerðar verði
alvarlegar tilraunir til þess að
finna lausn á Þýzkalandsmál-
inu, sem tryggi frið og öryggi
í Evrópu. En engum dylst að
Erhard hefur unnið mikið og
merkilegt starf í þýzkum
stjórnmálum, og þá fyrst og
fremst á sviði efnahagsmála.