Morgunblaðið - 05.11.1966, Side 23

Morgunblaðið - 05.11.1966, Side 23
Laugarðagur 5. nSv. 1966 MORGU N BLAÐIÐ 23 SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA: ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN RITSTJÓRI: ÁRMANN SVEINSSON GlæsiEegt byggðaþing á ísafia’ði: Vestfirzk æska fylkir sér um stefnu Sjálfstæðisfl. — Byggðakjarnar á ísafirði og Patreksfirði — Fiskveiðilandhelgin færð út fyrir Vestfjorðum M E Ð hinum glæsilegu byggðaþingum ungra Sjálfstæðis- inanna um síðustu helgi hafa ungir Sjálfstæðismenn um allt land hafið mikla sókn, sem magnast mun á næstu mánuðum til eflingar Sjálfstæðisflokknum í Alþingiskosningunum næsta vor. Hátt á þriðja hundrað manns sóttu byggðaþingin á ísafirði, Akureyri og í Hafnarfirði, og tókust þau með af- brigðum vel. Á byggðaþingunum voru gerðar ályktanir í hagsmuna- málum landshlutanna og verða þær birtar hér á síðunni á næstunni, en í dag birtast ályktanir byggðaþingsins á ísa- firði. Á sunnudaginn verða byggðaþing á Selfossi, Akranesi og Reyðarfírði. Atvinnu- og saragöngumál Byggðaþing ungra Sjálfstæðis- rnanna á Vestfjörðum, háð á ísa- íirði 30. október 1966, vekur at- Iiygli á þeirri staðreynd, áð und- anfarin 20—30 ár hefur orðið veruleg fólksfækkun á Vestfjörð- «m og leggur áherzlu á nauðsyn þess, að þeirri þróun verði snúið við. Þingið lítur á óeðlilegan til- ílutning fólks utan af landsbyggð inni til höfuðborgarsvæðisins sem vandamál, er brýna nauðsyn beri til að finna skjóta lausn á. Telur þingið að raunhæfasta lefðin til að viðhalda og auka byggðina sé annars vegar að Btuðla að því að framtak ein- staklinga og félaga fái sem bezt notið sín í atvinnurekstri á Vest- fjörðum, og atvinnufyrirtækjum þar verði nú þegar veittur sér- stakur stuðningur með hagkvæm um lánum o. fl. og hins vegar gerð og framkvæmd Vestfjarðar- áætlunar um uppbyggingu og efl- jngu atvinnulífsins á Vestfjörð- um og til þess veitt fullnægjandi fé og samræmdar aðgerðir hins opinbera á sviði samgöngumála og félags- og menningarmála, er stuðli að myndun tveggja megin- Ibyggðakjarna á Vestfjörðum, á ísafirði og Patreksfirði, þar sem fyrir hendi verði nauðsynleg þjónustustarfsemi og helztu op- inberar stofnanir. Lýsir þingið yfir ánægju sinni nrieð þær framkvæmdir, sem nu er unnið að í vegamálum, hafn- armálum og flugmálum sam- kvæmt þeim hluta Vestfjarða- óætlunar, er fjallar um samgöngu mál og veldur þáttaskilum, bæði Ihvað snertir samgöngur innan héraðsins og við aðra lands- hluta. I. Þingið beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnar og Alþingis, að eftirtalin atriði varðandi atvinnu- og samgönugmál á Vestfjörðum verði sem fyrst tekin til sér- stakrar athugunar. 1. Stefnt verði að þvl, að fisk- veiðilandhelgin miðist við landgrunnið allt. Þar til því marki verður náð, verði fisk- veiðilandhelgin úti fyrir Vest- fjörðum færð út svo langt. sem við verður komið og þannig tekið tillit til sérstö'ðu Vestfjarða. 2. Gerðar verði nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja grundvöllinn fyrir útgerð báta með línu, enda fæst með þeirri veiðiaðferð tvimæla- laust bezta hráefnið fyrir fisk- iðnaðinn. 3. Gerðar verði skipula^ðar ráð- stafanir til að koma í veg fyr- ir að gengið verði á fiski- stofninn á Breiðafirði og úti fyrir Vestfjörðum með ofveiði í- þorskanet eða önnur veið- arfæri, enda er það forsenda fyrir því að byggð haldist á Vestfjörðum, að takast megi a'ð nýta fiskimiðin umhverfis Vestfjarðakjálkann á eðlileg- an og skynsamlegan hátt. Má þar nefna tímabundna friðun ókveðinna fiskimiða og stór- aukinn verðmun á fyrsta flokks og annars flokks hrá- efni. Fiskirannsóknir og vísinda- legt eftirlit með nýtingu fiski- xniðanna verði aukið með fiski rækt fyrir augum, sem beinist ekki síður að nýjum hráefn- um, svo sem skelfiski. 4. Athugaðir vei'ði möguleikar á sölu fullunninna iðnaðarvara úr landbúnaðar- og sjávaraf- urðum á heimsmarkaði í sam- vinnu við erlend stórfyrir- tæki. 5. Rannsókn fari fram á þvi hvaða iðngreirtar helzt komi til greina á Vestfjörðum með það fyrir augum að hin nýja bylting í atvinnumálum, er felst í stórvirkum og orku- frekum iðnaði, nái einnig til Vestfjarða og þannig megi takast að auka öryggi og fjöl- breytni atvinnulífsins. Stuðl- áð verði að eflingu þess iðn- aðar sem þegar er fyrir hendi á Vestfjörðum. 6. Lög um hafnargerðir og lend- ingabætur verði endurskoðuð sem fyrst og þátttaka ríkis- sjóðs í stofnkostnaði hafnar- mannvirkja verði aukin. 7. Samgöngur á sjó við Vestfirði verði endurskipulagðar og logð áherzla á hagkvæma og greiða vöruflutninga. 8. Unnið verði áfram a'ð rafvæð- ingu sveitarbýla á Vestfjörð- um með línúm frá samveitum þar sem því verður við komið vegna vegalengdar og diésel- vélum, þar sem vegalengdir eru miklar á milli bæja. 9. Nauðsyn ber til að auka rækt- un og efla landbúnað á Vest- fjörðum svo fullnægt verði þörf á mjólk og öðrum búvör- um fyrir ísafjörð og kauptún- in í kjördæminu. Byggðaþingið vekur athygli Vestfirðinga á skeleggri for- ystu Sjálfstæ'ðisflokksins í mál efnum fjórðungsins í ríkis- stjórn og á Alþingi á því kjör- tímabili sem nú er að líða. Þingið skorar á vestfirzka æsku að fylkja sér um stefnu Sjálfstæðisflokksins í málefn um Vestfjarða, stefnu upp- byggingar og framfara i byggð arlaginu. Félags- og menntamál 1. Byggðaþing ungra Sjálfstæðis manna, haldið á ísafirði, vill benda á hvort ekki sé rétt að íhuga möguleika á stofnsetn ingu skóla, sem hefði þann aðaltilgang að kenna undir fsafirði. Þingið bendir á að kennsla er þegar hafin í fyrstu bekkjardeild menntaskólastigs ins og leggur áherzlu á, að hraðað vei'ði undirbúningi og framkvæmdum við fyrirhug- aðan menntaskóla á ísafirði. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir hinum miklu framkvæmd um, sem átt hafa sér stað við héraðsskólana að Núpi og Reykjanesi á liðnum árum og lætur í ljós þá von, að með sama stórhug og framkvæmda hraða verði hægt að vinna á- fram. Einnig vill fundurinn lýsa yfir fyllsta stuðningi sínum við þær fyrirætlanir sem fram eru komnar um stofnun heima vistar barna- og unglinga- skóla að Reykhólum, fyrir Austur-Bar'ðastrandarsýslu og telur, að sú lausn á þessum vanda geti verið öðrum byggð arlögum á Vestfjörðum til fyr irmyndar. Eðlilegast er að hverjum barnaskóla í kauptúnum Vest- fjarða fylgi kennsla sú, sem krafist er til skyldunáms ungl inga og heimavist verði stofn sett við barnaskóla í kauptún- um, svo ekki þurfi að stofna og reka heimavistarskóla í fá- mennum hreppum, sem eru nærri. Ennfremur verði unnið að því að bæta aðstöðu til sundkennslu og íþróttaiðkana vfð skólana. Iðnskóla á ísafirði þarf að endurskipuleggja á þann hátt, að hann komi öllum Vestfirð- ingum að gagni, þ. e., að náms tími sé ekki teygður meir en nauðsynlegt er, svo iðnnemar á Vestfjörðum sjái sér fært að sækja hann frekar en að sækja iðnskóla til Reykjavík- ur, sem nú er mun hagkvæm- ara fyrir nemendur utan ísa- fjarðar og næsta nágrennis. Fagna ber því undirbúnings- námi undir tækniskóla, sem komið hefur verið á fót við sem aðstaða og húsnæ’ði leyfa. 6. Opinber rannsókn fari fram á því hvort ekki er hægt að leysa húsnæðismál fyrir félags starfsemina á ódýrari hátt, en nú mun tíðkast, en bygging félagsheimila í þeirri mynd sem nú tíðkast er hverjum Ihinna fámennari hreppa of- raun, þrátt fyrir væntanlegar greiðslur úr félagsheimila- sjóði. Með betri samgöngum á milli byggða má gera ráð fyr- ir brýnni þörf á húsnæði til félagsstarfsemi, svo þróunin á Vestfjörðum verði örari úr fá- mennum byggðarlögum í fjöl- menna heild. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir tolllækkun þeirri er ríkisstjórnin veitti á kvik- myndasýningarvélum til smærri byggðarlaga, en með þeim var fjölda byggðarlaga gert kleift að eignast fullkom- in kvikmyndasýningartæki, sem ella hefði ekki orðið. Tel- ur fundurinn að með ráðstöf- un þessari hafi ríkisstjórnin á mjög raunhæfan hátt stuðlað að bættri félagslegri aðstöðu íbúa strjálbýlisins. Lögð verði áherzla á aukna æskulýðs- starfsemi. 7. Fundurinn telur hugmynd- ina að læknami'ðstöð á ísafirði og á Patreksfirði mjög góða og með henni muni heilbrigðis þjónustu héraðanna í kjör- dæminu batna stórum, en jafnframt verði að gera starfs- skilyrði héraðslækna betri en nú er með byggingu góðra læknabústaða og lagfæringu og stækkun sjúkraihúsa og sjúkraskýla. Hverju héraði verði gert kleift að eignast tæki til tann viðgei'ðá og jafnan séð svo um að tannlæknar fáist til að ferðast milli héraða og veita nauðsynlega þjónustu. Athuga þyrfti sérstaklega hvort ekki kæmi til greina að stofnsetja Hluti þátttakenda byggðaþingsins á ísafirði. hin minni skipstjórnar- og vél- stjórnarpróf, ásamt því að þar væru haldin námskeið um fisk iðnað, meðferð og gerð veiðar- færa, meðhöndlun og notkun fiskileitartækja og fleira varð- andi sjósókn og fiskvinnslu. Þar sem aðalundirstáða byggða á Vestfjörðum er sjó- sókn og vinnsla sjávarafurða liggur í augum uppi hvilikt hagræði og hvílík not væru því samfara, að í kjördæminu væri staðsett stofnun, þar sem nauðsynleg fræðsla væri veitt varðandi hin ýmsu starfsvið þessara undirstöðuatvinnu- greina. 2. Byggðaþingið fagnar auknum fjárveitingum til undirbún- ings stofnun menntaskóla á Iðnskóla ísafjarðar, og reynt verði áð efla þann þátt skól- ans sem kostur er á. Aukin áherzla verði 'lögð á verklega kennslu í skólanum. Fundurinn viil beina þeim til- mælum til stjórnarvaldanna, að athugað verði með hverju móti íbúar þéttbýlissvæðisins gætu í ríkari mæli en nú er notið hinna ýmsu listgreina og þeirra listastarfsemi, sem að- setur hefur í Reykjavík. Eink- um kemur þá til greina aukin starfsemi Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitarinnar úti á landsbyggðinni. Einnig mætti telja mjög æskilegt að Listasafn ríkisins stæði reglu- lega fyrir myndlistarkynning- um á nokkrum stöðum þar embætti svæðisbundins tann- læknis. Byggingarþingið bendir á, að hlustunarskilyrði útvarps eru óviðunandi víða á Vestfjörð- um, og gerir þingið mjög ein- dregnar kröfur til þess, að úr því ástandi verði bætt hið skjótasta. Þá telur þingið,- a'ð hraða verði uppbyggingu sjónvarps um land allt og stefnt verði að því, að sjónvarpskerfið nái til allra landsmanna innan þriggja ára. Þingið skorar á stjórnarvöld in að hraða sem mest fram- kvæmdum við uppsetningu sjálfvirkra símstööva á Vest- fjörðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.