Morgunblaðið - 05.11.1966, Síða 28

Morgunblaðið - 05.11.1966, Síða 28
28 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 5. nóv. 196ð En þessi skammbyssa var allt annað. Hún var ekki ópersónu- leg. Hún stóð í vissu sambandi við mannlegan iíkama. Ef til vill flutti hún að gagni svo sem 25 metra, eða jafnvel minna. Það þýddi sama sem, að hægt var að sjá andlit mannsins, sem á var skotið, bæði fyrir og eftir, að skotinu var hleypt af. Það var hægt að sjá og heyra kvalir hans. Það var ekki hægt að hugsa um heiður og sigurhrós með skammbyssu í hendinni, heldur aðeins um að drepa eði verða drepinn. Þarna víw engin vél til að stjórna. Líf og dauði var þarna í hendf hanns, í mynd smávélar úr fjöðrum og smáhlut um og fáeinum grömmum af sprengiefni. Hann hafði aldrei yáður hand- leikið skammbyssu. Hann athug aði hana vandlega. Á hans var letrað: „Made in U.S.A.“, og svo kom nafn vel þekkts ritvéla- framleiðanda. Svo voru tveir naddar til að renna til, öðru megin á skeftinu. Annað var ör- yggið. Hinn reyndist opna læs- inguna, ef honum var ýtt til, svo að sjá mátti, að kúlur voru í öll um hlaupum. Þetta var fallega gerður gripur. Hann tók kúlurn- ar úr og hreyfði gikkinn einu sinni eða tvisvar í tilraunaskyni. Það var nú ekki hægt um vik með særðu hendinni, en þó vinn andi vegur. Hann setti kúlurnav aftur á sinn stað. Honum leið strax betur. Það kynni að vera, að Banat væn atvinnumorðingi, en hann var samt jafnveikur fyrir og hver annar. Og hann varð að byrja. Það varð að líta á málið frá hans bæjardyrum. Honum hafði mistekizt í Istambul og nú varð hann að ná sér niðri á fórnar- dýrinu. Honum hafði tekizt að komast um borð í skipið, sem hinn maðurinn var á. En kom honum það að raunverulegu gagni? Það sem hann kynni að hafa afrekað í Rúmeníu sem liðsmaður í Járnverðinum, kom ekki neitt í þessu máli við. Það var litill vandi að vera hugrakk- ur fyrir mann, sem var varinn af heilum hóp giæpadólga, gegn einum hræddum dómara. Satt var það að vísu, að stundum týndust menn fyrir borð í sjó- ferðum — en það voru stór línu skip en ekki tvö þúsund tonna vörudallar. Það yrði í rauninni mjög erfitt að drepa mann um borð í svona skipi, án þess að eftir því yrði tekið. Það væri að vísu hægt, ef maður gæti náð í fórnardýr sitt í einrúmi uppi á þilfari, að næturlagi. Þá var hægt að reka í hann hníf og steypa honum síðan fyrir borð. En fyrst varð að ná honum af- síðis og það var meir en hugs- anlegt, að til manns sæist úr brúnni. Eða þá heyrðist: maður sem hnífur er rekinn í, getur gefið frá sér hljóð áður en hann fer í sjóinn. Og ?iuk þess varð að beita hnífnum með lagi og af kunnáttu. Banat var skamm- byssumaður, en notaði ekki hnif. Þessi déskotans bryti hafði á réttu að standa. Það voru þarna of margir um borð. Meðan hann færi sér varlega, ætti öllu að vera óhætt. Aðalhættan mundi hefjast þegar hann væri kominn í land í Genúa. Sýnilega var það heppilegasta fyrir hann að fara beint til ræð- ismannsins þar, gera grein fyrir sér og ástæðum sínum, og tryggja sér vernd yfir landamær in. Já, þaÁvar einmitt það, sem hann átti að gera. En hann hafði eitt ómetanlegt fram yfir óvin- inn: Banat vissi ekki, að hann þekktist. Hann mundi ganga út frá, að fórnardýr hans grunaði ekki neitt, að hann gæti beðið átekta og framið verk sitt milli Genúa og frönsku landamær- anna. Og um það leyti, sem hann uppgötvaði villu sína, yrði of seint orðið að bæta úr henni. Það, sem nú þurfti að gera, var að sjá til þess, að hann uppgötv aði ekki þessa villu sína of snemma. Setjum til dæmis svo, að Ban- at hefði tekið eftir því, hve fljót ur hann var að hverfa af bil- farinu. Honum rann kalt vatr. milli skinns og hörunds við til- hugsunina. Nei, maðurinn hafði ekki horft neitt á hann. En þetta sýndi honum samt, hve varkár hann þyrfti að vera. En nú kom ekki til nokkurra mála að híma í káetunni sinni það sem eftir væri ferðarinnar. Það myndi strax vekja grun. Hann yrði að vera eins grunlaus á svipinn og hægt væri, en jafnframt gæta þess, að stofna sér ekki í neina hættu, af árás. Hann yrði að sjá til þess að vera annað hvort í lokaðri káetunni eða þá með ein hverjum öðrum farþega. Hann varð meira að segja að vera al- mennilegur við „herra Mavrodo- poulos". Hann hneppti frá sér jakkan- um og stakk skammbyssunni i bakvasann. Hún bungaði út og var bæði áberandi og til óþæg- inda. Hann tók veskið úr brjóst vasanum og stakk skammbyss- unni þar. Það var líka óþægi- legt og sást auk þess utan á. Banat mátti ekki sjá, að hann væri vopnaður. Skammbyssan gat verið kyrr í káetunni. Hapn stakk henni því aftur í töskuna, rétti sig upp og teygði úr sér. Hann skyldi fara aftur inn í salinn og fá sér eitt glas. Ef Banat væri þar, þá var það bara betra. Eitt glas mundi hjálpa honum yfir áreynsluna af fyrsta fundi þeirra. Því að hann vissi, að það mundi reyna á hann. Hann varð að standa and- spænis manni, sem hafði þegar einu sinni reynt að drepa hann og ætlaði að reyna það aftur, en haga sér eins og hann hefði aldrei séð hann áður. Maginn í honum var strax kominn á ein- hverja hreyfingu. En nú varð hann að vera kaldur. Hann sagði sjálfum sér, að líf hans gæti olt- ið á því, hvort hann væri ró- legur eða ekki. Og því lengur sem hann væri að brjóta heil- ann um þetta, því óeðlilegri yrði hann. Betra að ljúka því af strax. Hann kveikti sér í vindlingi, hratt upp hurðinni og gekk beint upp í salinn. Banat var þar ekki. Hann hefði getað skellihlegið. Josette og José voru þarna, með glös fyrir framan sig, að hlusta á hr. Mathis. — Og þannig heldur þetta áfram, var hann að segja. — Stóru hægriblöðin eru í eigu þeirra, sem hafa áhuga á þvi, að Frakkland eyði auði sínum í vopn, og að óbreyttir borgar- ar skilji, sem allra minnst af því, sem fram fer, að tjaldabaki. Ég hlakka til að koma aftur til Frakklands, af því að það er nú einu sinni mitt iand. En biðjið mig ekki um að fara að elska neitt þessa menn, sem hafa land 21 ið mitt í hendi sér. Nei, sannar- lega ekki! Konan hans hafði hlustað á hann með herptum vörum og vanþóknun og José gerði ekkert til að ieyna geispunum sínum. Josette kinkaði kolli vingjarn- lega til samþykkis, en andlitið á henni ljómaði upp, þegar hún kom auga á Graham. — Og hvar hefur svo Englendingurinn okk- ar verið?, flýtti hún sér að segja. — Hr. Kuwetli hefur verið að segja okkur, hvað þið hafið skemmt ykkur alveg stórkost- lega. — Ég hef nú bara verið í ká- etunni minni að jafna mig eftir allan spenninginn í eftirmiddag. Mathis var ekkert hrifinn af því, að svona væri tekið fram í fyrir honuip, en sagði þó, sæmi- lega kurteislega: — Ég var orð- inn hræddur um, að þér væruð orðinn veikur, herra minn. Eruð þér orðinn skárri? — Já, þakka yður fyrir. — Hafið þér verið veikur? spurði Josette. — Nei, bara þreyttur. — Þetta er loftleysinu að kenna, flýtti frú Mathis sér að segja. — Sjálf hef ég verið með velgju og höfuðverk síðan ég kom hér um borð. Við ættum að kvarta yfir þessu. En. . . . — nú (gníineníal SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar full- komnu sjálfvirku neglingarvél, veita fyllsta öryggi í snjó og hálku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL hjólbarðá, með eða án nagla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. — Hvort það sé annar? Já, já, það er líka þriðji, og fjórði, og fimmti ... gerði hún höfuðbendingu til mannsins síns, eins og móðguð, — meðan honum líður vel, er sjálfsagt allt í lagi. Mathis glotti. — Þetta er ekk; annað en sjóveiki. — Þetta er hlægilegt, svaraði hún. — Ef ég ei með nokkra velgju er það þér að kenna. José smellti með tungunni og hallaði sér aftur í stólnum, og bað til guðs með lokuð augu og stríkkaðar varir, að hann vildi forða honum frá heimilislífi. Graham pantaði sér viskí. — Viskí? José rétti sig upp og blístraði til þess að láta í ljás undrun sína. — Englendingur- inn drekkur viskí! tilkynnti hann, og gretti sig svo til þess að gefa til kynna meðfætt aðals mannsbrjálæði, og bætti við: — Some viskí pliz, oh boy! Svo ieit hann kringum sig og bjóst við undirtektum undir þessa fyndni sína. — Svona heldul hann, að Eng lendingar séu, sagði Josette. — Hann er svo heimskur. — Það held ég ekki, sagði Graham, — hann hefur bara aldrei komið til Englands. Marg- ir, sem hafa aidrei komið til Spánar, halda, að allir Spánverj ar þefji af hvítlauk. Mathis skríkti. Jose reis upp í stólnum til hálfs. — Er það ætlun yðar að móðga mig? spurði hann. — Alls ekki, en ég vildi bara benda á algengan misskilning. Þér til dæmis, pefjið ails ekxí af hvítlauk. José hneig niður í stólinn aft- ur. — Ég er feginn, að þér sku!- ið segja það, sagði hann, skugga legur á svip. — Ef ég héldi, að — Haltu þér saman, sagði Jos- ette. Þú heimskar þig bara á þessu. Graham til mikillar gleði fór málið út af dagskrá er Kuwetli kom inn. Hann Ijómaði allur í framan. — Ég kom nú til þess að bjóða yður upp á glas, hr. Graham. — Það var fallegt af yður, en ég er bara búinn að panta. Þér ættuð heldur að fá eitt með mér. — Þakka yður fyrir, Það væri þá helzt einn vermút. Hann sett ist niður. — Þér hafið séð nýja farþegann, er ekki svo? — Jú, hr. Mathis var að benda mér á hann. Hann sneri sér að þjóninum, sem kom með viskí- ið og bað um vermút handa hr. Kuwetli. — Þetta er grískur herra. Heitir Mavrodopoulos. Hann er kaupsýslumaður. — Hvað ætli hann verzli með? Graham fann, sér til mikillar huggunar, að hann gat talað al- veg blátt áfram og rólegur um manninn. — Það veit ég ekki. — Og kæri mig ekki um að vita, bætti Josette við. — Ég var rétt að sjá hann. Fý! — Hvað er að honum? — Henni lízt ekki á aðra menn en þá, sem eru hreinir og blátt áfram, sagði José í hefndartón. — Þessi Grikki er skítugur. Og mundi sennilega þefja af skítn- um líka, en hann notar billegt ilmvatn. Hann kyssti á fingur út í loftið. — Nuit de Petits Gars! Númer 69. Fimm franka glasið! Andlitið á frú Mathis stirðn- aði upp. — Þú ert andstyggilegur, José, sagði Josette. — Auk þess kostar þitt eigið ilmvatn ekki meira en fimmtíu franka glasið. Og það er viðbjóðslegt. Og svona máttu ekki tala. Þú móðgar frúna hérna, sem er óvön fyndn inni þinni. En frú Mathis var þegar orð- in móðguð. — Það er skammar- legt að nota svona orðbragð, þegar dömur eru viðstaddar, sagði hún. — Og gæti varla þótt kurteisi í karlmannahópi. — Já, rétt, sagði Mathis. — Við konan mín erum nú engir hræsnarar, en samt eru vissir hlutir, sem eru betur ósagðir. Hann var á svipinn eins og hann væri feginn að geta einu sinni samsinnt konu sinni, enda varð undrun hennar næstum áber- andi. Og nú reyndu þau að gera sem mest úr þessu tilefni. Hún sagði: — Herra Gallindo verður að biðjast afsökunar. — Ég verð að heimta, að þér biðjið konuna mína afsökunar, sagði Mathis. José glápti, steinhissa. — Af- sökunar? Fyrir hvað? — Hann skal biðjast afsökun- ar, sagði Josette. Hún sneri sér að honum og sló yfir í spænsku. Biddu afsökunar, bölvaður asn- inn þinn. Viltu fá vandræði út úr þessu? Sérðu ekki, að hann er að reyna að slá sér upp fyrir kellingunni? Hann mundi mala þig mélinu smærra. José yppti öxlum. — Gott og vel! Hann leit ósvífnislega á Mathis-hjónin. — Ég biðst afsök unar. Á hverju, veit ég ekki, en ég geri það samt. — Konan mín tekur afsökun- arbeiðni yðar gilda, sagði Mathis og var merkilegur á svipinn. — Hún kom ekki með góðu, en ég tek hana gilda samt. Nú greip Kuwetli fram í, svo sem eins og ti! að lægja öld- urnar: — Stýrimaðurinn segir mér, að við munum ekki geta séð Messina vegna dimmu. En þessi klunnalega tilraun hans var óþörf, því að í þessu sama bili kom Banat inn í sal- inn, utan af þilfarinu. Hann stóð þarna andartak og horfði á fólkið og regnkápan hans flakti frá honum, og hann var með hattinn í hendinni, lík astur manni, sem flýr undan rigningunni inn í listasafn. Fölt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.