Morgunblaðið - 05.11.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.11.1966, Blaðsíða 31
Laugardagur 5. nóv. 1968 MORCU N BLAÐIÐ 31 Fæðingum fækk ar á Íslandi Johnson um Kennedymorðið : Engin ný sönn unargögn Vestmanna- eyingar í leikferð LEIKFÉL.AG Vestmannaeyja er um þessar mundir í ferðalagi um Suðurland með leikritið Pabba, eftir Howard Lindsay og Russel Crouse. Leikstjóri er Hólm fríður Pálsdóttir. I kvöld verður sýning að Hvoli á sunnudag á Selfossi og á mánu dag í Kópavogi. Allar sýningarn ar hefjast kl. 9 e.h. París, 4. nóvember - AP DeGaulle, Frakklandsforseti, minntist í dag 20 ára afmaelis UNESCO. Fór forsetinn lofsam- legum orðum um stofnunina, og taldi hana Sameinuðu þjóðunum til sóma. Kvað hann starfsemi UNESCO hvarvetna vel þegna, hversu mjög sem menn deildi á um markmið og leiðir í heim- inum. 1 NÝÚTKOMNUM Hagtíð- indum, sem Hagstofa íslands gefur út, komur m.a. fram, að fæðingum hefur fækkað á árunum 1961-’65 frá tímabil- inu 1956-’60. Á fyrra 4 ára tímabilinu eru að meðaltali lifandi fæddir 4.745, en á því seinna 4.725. Þá hefur fæðingum óskil- getinna barna fjölgað. Á tíma bilinu 1956-’60 fæddust 1.198 óskilgetin börn en á næstu fjórum árum fæddust 1.220 óskilgetin börn. Hjónavígslur hafa aukizt á tímabilinu úr 1.327 í 1458. Hjúskaparslit hafa aukizt að sama skapi úr 552 í 650, en stærsti hluti hjúskaparslit- anna orsakast af láti annars hvors makans. Hjúskaparslit með lögskilnaði hafa aukizt úr 131 í 171. Útlendingar, sem fengið hafa íslenzkt ríkisfang með lögum voru á fyrra ári 52, en flestir 1963, þá 72. Miðað við 10.000 íbúa er mannfjölgun alls á fyrra tíma bilinu (1956-’60) 212, en 178 á seinna tímabilinu. Sam- kvæmt hlutfallstölunum hef- ur þá hjúskaparslitum fjölg- að um 2, þar af lögskilnuðum um 1. Lifandi fæddir eru á fyrra tímabilinu 282 en á því seinna 255. Washington, 4. nóvember AP Á FUNDI þeim, sem Johnson, Bandaríkjaforseti, hélt með fréttamönnum í Washington í dag, sagði hann, að hann vissi ekki um nein sönnunargögn, sem varpað gætu skugga á niður stöðu Warren-nefndarinnar, er rannsakaði morð Kennedys, fyrr um forseta. Nefndin komst að þeirri nið- uátöðu, að Lee Harvey Oswald hefði einn borið ábyrgð á morði forsetans. Á fundinum benti einn frétta- manna á, að niðurstöður nefnd- arinnar hefðu verið dregnar í efa í ýmsum nýútkomnum bók- um, auk þess sem blöð fjölluðu tíðum um morðið. Sagði fréttamaðurinn, að ýmis sönnunargögn, þ.á.m. röntgen- myndir, sem teknar voru af líki forsetans, virtust hafa horfið um tíma. Kennedy-fjölskyldan hefði hins nýlega afhént þær þjóð- skjalasafninu bandaríska. Þar fengjust myndirnar ekki sýndar. Síðan spurði fréttamaðurinn, hvers vegna þessara sönnunar- gagna hefði ekki verið getið áð- I ur, og hvers vegna almenningi væri ekki leyft að kynna sér þau. Forsetinn svaraði því til, að opinberir aðilar, þ.á.m. rann- sóknarnefndarmenn, hefðu að- gang að myndunum. Síðan bætti Johnson því við, að hann óskaði eftir því, að allir þeir, sem teldu sig hafa ný eða áður ókunn sönnunargögn með höndum, gæfu sig fram við rétta aðila. Gögn þau, sem Warrennefndin safnaði á sínum tíma, eru nú geymd í þjóðskjalasafninu. Athagasemd vegna Lok dragnótaver- stúdentafundar tíðar í Grundarfirði UNDANFARNA daga hefur get- ið að líta fregnir af skiptum Stúdentafélags Háskóla íslands (S.F.H.Í.) við vararektor Há- skóla íslands í dagblöðum bæj- arins. Þar sem undirritaður hef- ur verið milligöngumaður um þau mál óskast eftirfarandi tekið fram: Stjórn S.F.H.Í. ákvað að leita til rithöfundarins Söru Lidman um fyrirlestur á vegum félags- ins, og fól fundanefnd fram- kvæmdir. Fundanefnd ákvað í samráði við rithöfundinn fyrirlestur um Víetnam í H. í. kl. 5 sd. þrd. 1. nóv. og fékk til þess þau leyfi, er hún taldi nauðsynleg og hefð- bundin. Halldór Halldórsson vararekt- or kvaddi undirritaðan á sinn fund á mánudag áður en fyrir- lesturinn eða efni hans var aug- lýst. Sagði hann, að ekki hefði verið leitað til réttra aðila, enda réði rektor einn með Háskóla- ráði húsnæði skólans, og synjaði slíkri málaleitan, þegar þeim sýndist svo. Væru og engar regl- ur til um rétt stúdenta til af- nota af húsnæði skólans. Var það ósk vararektors, að félagið leit- aði annað, ef það sæi sér fært. Lauk svo þeim fundi. Skömmu síðar var óskað úrskurðar Há- skólaráðs og fékkst hann um kvöldið á þá leið, að félaginu væru óheimil afnot af húsum skólans í greindum tilgangi. Var þá fyrirlestrinum frestað og hlutaðeigandi tilkynnt það og ástæður. Var ekkert frekar að- hafzt í málinu á mánudag. Dag- inn eftir og þá næstu tóku að birtast fréttir af þessari synjun ásamt ummælum vararektors í einu blaði a. m. k. Skal enginn dómur lagður á þau ummæli hér, en stúdentar ræddust við af kappi. Málfundanefnd gerði ráð- stafanir til að fyrirlesturinn gæti orðið á á fimmtudag, en beið með að auglýsa hann þar til stjórnin hefði fjallað um málið aö nýju. Á miðvikudag juku dagblöð söguburð sinn um málið. Var þess meðal annars getið, að „fundurinn yrði settur“ á tröpp- um Háskólans. Síðan hvenær West Ham - Munc- hen í Bæjarbíó Vegna fjölmennra áskoranna verður hin fræga knattspyrnu- mynd West Ham-Munchen end- ursýnd í Bæjarbíói Hafnarfjarð- ar i *iag kl. 3 e.h. Eins og kunnugt er þá er þessi myhd tekin af úrslitaleik Evrópu bikarkeppninnaf í knatíspyrnu 1965, og er myndin talin ein sú bezta sinnar tegundar í heimin- um eru fyrirlestrar „settir“? Vegna þessarar fréttar var undirritaður kallaður á fund vararektors og tjáð, að hann liti svo á, að til útifunda þyrfti leyfi lögregiu- stjóra. Voru ekki bornar brigður á það, enda enginn slíkur fund- ur verið ræddur í stjórninni. Skömmu síðar hófst fundur í stjórn S.F.HÍ. Ákvað hann, að Sara Lidman flytti sinn fyrir- lestur í húsnæði, er fundanefnd ákvæði, utan skólans. Engar til- lögur um tröppufund komu fram. Tröppufundur kom því hvergi til umræðu nema meðal ein- stakra stúdenta. Er bágt að sjá, hvaðan aðilum stúdentum óvið- komandi kemur heimild til að fullyrða slíkt fyrir þeirra hönd, án þess að leita nokkurrar stað- festingar málsvara þeirra, eða »il hvers hafa félög stjórnir? Stjórn S.F.H.Í. hefur ekkert látið frá sér fara opinberlega um þetta mál. Undirritaður getur þó persónulega ekki orða bundizt, þegar orðum hans er rangsnúið, og þau notuð til persónulegra árása á prófessor Halldór Hall- dórsson. Stúdentar munu sennilega ekki sætta sig orðalaust við afstöðu Háskólaráðs. en þeir hafa enn ekkert um það sagt sem heild, og munu ekki láta frýjuorð né óvandaðan söguburð segja sér fyrir verkum. Dýrmætust eign stúdenta er akademískt frelsi og aðstaða til að njóta þess. Þeir áskilja stjórn síns félags, og æðsta valdi í málefnum þess, al- mennum félagsfundi allan rétt til ákvarðana og aðgerða í eigin málum. Framangreindar upplýsingar hafa legið á lausu fyrir hvern sem er, þótt ýmsir hafi kosið að hafa að máli sínu aðrar heim- ildir. Skal þeim ekki meinað það eh á því bera þeir éinir ábyrgð. Aðalstcinn Eiríksson stud. theol. Grundarfirði 4. nóv. Vertíð dragnótabáta er nú ný- lokið. Héðan stunduðu þrír bátar dragnótaveiðar sl. sumar og var aflinn óvenjugóður. Aflahæstur var Sigurfari, skipstjóri Hjálmar Gunnarsson, og aflaði hann u.þ.b. 400 tonn þar af um 100 tonn af flatfiski. Hásetahluturinn úr þessu afla- maðni mun láta nærri að vera 150,000 kr, en veiðarnar stóðu frá 20 júní til októberloka. Aflinn var að mestu leyti lagð- ur á land til frystingar í Grundar firði, eða þangað til Hraðfrysti hús Grundafjarðar hætti starf- semi sinni um mánaðamótin sept. -okt. Allmargar trillur róa héðan með linu og afla vel, þegar gefur á sjó og aflinn er einkum ýsa. Þennan afla selja trillurnar og Saltsíldin : IVorðmenn kvarta Svolvær, 4. nóv. NTB. Framkvæmdastjóri samtaka norskra síldarútflytjenda, Ove Roll, hefur látið hafa eftir sér í viðtali við „Lofotposten”, að Danmörk, Holland og ísland séu á góðri leið með að draga stórlega úr útflutningi Norð- manna. Sé verðmismun um að kenna. Segir Roll, að full ástæða sé til þess fyrir Norðmenn að lækka verð á saltsíld. Það myndi auka söluna, en hins vegar ekki skerða fjárhag sjómanna, þar eð þeir njóta stúðnings ríkisins. Framkvæmdastjórinn benti sérstaklega á, að íslendingar hafi í fyrra selt 400.000 tunnur síldar, en Normenn aðeins 15.000. Bæiarstiórvnn ú Akureyri segir af sér Akureyri, 4. nóv. • Magnús E. Guðjónsson hefur sagt lausu starfi sínu sem bæjar stjóri Akureyrar mcð 3 mánaða fyrirvara, eða frá 1. febrúar 1967. I Lagði hann lausnarbeiðni sína 1 fyrir bæjarráðsfund sem haldinn j var í gær og mun hún koma fyr ir bæjarstjórnarfund nk. þriðju- dag. 1 samtali, sem fréttamaður Mbl. átti við bæjarstjórann af þessu tilefni kom fram, að upp 1 sögnin á alls ekki rót að rekja til neins ágreinings við bæjar- stjórn eða innan bæjarstjórnar heldur er hún eingöngu fram komin af persónulegum ástæð- um. Magnús kvaðst hafa gegnt stöðu bæjarstjóra i nær 9 ár og kjósa nú að skipta um starf. Hann tók sérstaklega fram að aðrar skýringar á lausnarbeiðni sinni væru úr lausu lofti gripnar og ættu ekki við nein rök að styðj ast. Sv. P senda til Reykjavíkur og Akra- ness, en þar kaupa hann fisk- búðirnar. EmiL — Unesco Framhald af bls. 32 annað hvert ár í París, en dag leg stjórn stofnunarinnar er í höndum framkvæmdaráðs, sem skipað er af fulltrúum 30 ríkja og þetta ráð undirbýr fjárhagsáætlun stofnunarinn- ar fyrir næstu tvö ár. Norðurlöndin hafa samstöðu hverju sinni um að kjósa full trúa í þetta framkvæmdaráð, en fulltrúi þeirra þar verður nú Ilmo Hela fiskifræðingur frá Finnlandi. Fjárhagsáætlun UNESCO fyrir næsta ár er um 50 millj. dollara. Mjög er það misjafnt hve mikið aðildarríkin leggja til af þessu fé. Það fer eftir f jölmenni viðkomandi ríkja og þó öllu meir eftir því, hvern ig fjárhag þeirra er farið. Þann ig greiða Bandaríkin um 30% útgjaldanna, Sovétríkin 14% Indland 1,7% og Svíþjóð 1,2% ísland greiðir 0,04% eða 530 þús. kr. Starfsemi UNESCO í heim inum er margvísleg. Eitt helzta verkefnið er að útrýma ólæsi, en einnig er veitt marg vísleg aðstoð á sviði menn- ingarmála og vísinda. Aðstoð sú, sem UNESCO lætur i té skiptist með þrennum hætti. I fyrsta lagi eru hinir ýmsu sérsjóðir Sþ. sem UNESCO á aðild að ,er veita styrki tU alls konar verkefna. Úr þessum sjóðum hefur verið veitt um 90 miljónir dollara frá byrjun í öðru lagi á UNESCO aðild að ráðstöfuninni á tækniað- stoð Sameinuðu þjóðanna og hefur verið varið um 70 millj dollara í því skyni frá upp- hafi. f þriðja lagi eru almennir styrkir til aðildarríkjanna, sem UNESCO ráðstafar eitt. Nema þeir á ári hverju um 3 milj. dollara. Á fyrsta fjár- hagstímabili stofnunarinnar, frá því að ísland gerðist aðili að henni, hefur ísland hlotið tvo slíka styrki. Annar þeirra sem var að upphæð 4000 doll- arar, var veittur í því skyni að vinna að skráningu ís- lenzkra handrita í erlendum bókasöfnum og einnig til kaupa á tækjum til þess að ljósmynda ísl. handrit, sem eru í söfnum erlendis. Jónas Kristjánsson skjalavörður er nú í Noregi til þess að vinna að skráningu ísl. handrita í Moskva, 4. nóvember - NTB Sovétríkin skutu í október á loft sérstakri geimrannsóknastöð, „Jantar“, og mun tilgangur henn ar vera að kanna aðstæður í ionosferunni. Geimstöðin fer í 100—400 km hæð yfir jörðu. söfnum þar fyrir tilstilli þpssa styrks. Sagði ráðherrann, að í Ijós hefði komið, að miklu meira væri af handritum héðan í norskum söfnum, en áður hafði verið talið og væru þessi handrit frá síðari öld- um. Hinn styrkurinn hefði ver- ig fjárhag þeirra er farið. Þann bækling hér á landi um UNESCO og kæmi hann út á næsta ári. Eitt af verkefnum ís- lenzku fulltrúanna á aðal- fundi UNESCO nú væri að bera fram tillögur um fjár- framlög til íslands frá stofn- uninni. í þeim væri farið fram á fjárveitingu, sem næmi 27.000 doUurum, er ætti að skipta niður á verkefni, sem væru í sex Iiðum. Þau væru þessi: 1. Framhald á skrán- ingu íslenzkra handrita í söfn- um erlendis. 2. Áætlunargerð og endurskoðun á sviði skóla- mála. 3. Menntun æskulýðs- leiðtoga. 4. Vernd og varð- veizla dýrmætra safngripa. 5. Ferðastyrkir til listamanna og 6. Rannsókn á áhrifum fjölmiðlunartækja og þá sér- staklega sjónvarps á íslandi Hefur það komið fram erlend- is, að ísland er talið mjög heppilegt til rannsókna á því sviði með tilliti til þess, hve þjóðin er fámenn, og að hér er sjónvarp að hefjast. Menntamálaráðherra g a t þess hins vegar, að ekki væri talið líklegt, að íslendihgar fengju svo hátt fjárframlag og farið væri fram á, en sennilegast myndi fást aðstoð til þess að halda áfram hand- ritaskráningu og til rann- sókna á áhrifum fjölmiðlunar- tækja hér. UNESCO-nefnd var komið á fót hér á landi, eftir að ís- land gerðist aðili að stofnun- inni. Formaður hennar er Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra, en ritari er Andri ísaksson. Þá er enn- fremur starfandi framkvæmda nefnd og eiga sæti í henni auk menntamálaráðherra þeir Þórður Einarsson og Þorleifur Thorlacius, en Andri ísaksson er ritari. Þess má geta, sem lesend- um blaðsins mun raunar mörgum kunnugt, að í gær- kvöldi átti að sýna í íslenzka sjónvarpinu í tilefni dagsms, fréttamynd frá UNESCO. sem nefnist „Horft fram á við“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.