Morgunblaðið - 06.11.1966, Qupperneq 17
Sunnuclagur 8. n6*r. 1966
17
MORGUHBLAÐIÐ
Erlingur Pálsson
Eftir því, sem aldur færist yfir
mann, eru meiri líkur til þess,
ef hann bregður sér á brott þótt
einungis stutta stund sé, að þá
séu einhverjir samstarfsmenn
Ihans og vinir horfnir á braut,
þegar hann kemur heim aftur.
Fleiri en sá, sem þetta ritar,
munu sakria vinar í stað, þegar
þeir mæta aldrei framar Erlingi
Pálssyni á götum Reykjavíkur-
borgar. í marga áratugi var það
hans höfuðstarf, að halda þar
uppi lögum og reglu. Erlingur
vann flest störf sín í almannaug-
sýn, svo að auðvelt var um að
dæma. Hann þurfti heldur aldrei
að fara í felur með athafnir sínar.
Skyldurækni hans var með af-
brigðum, og þegar í odda skarst,
skorti hann ekki áræði. Starf sitt
«em yfirlögregluþjónn Reykjavík
ur á örasta vaxtarskeiði hennar
leysti Erlingur af hendi við verð-
skuldaða aðdáun þeirra, sem bezt
kunnu um að dæma. Þetta var
Akraborg siglir inn í Reykjavíkurhöfn á nöprum haustdegi,
REYKJAVÍKURBRÉF
V)
mikið verk og vandasamt, og
verður þó að draga í efa, áð
nafn hans lifi lengst fyrir þær
sakir. Ættlægur áhugi hans fyrir
sundiþróttinni er öllum kunnur.
Sjálfur vann hann fléiri meiri-
háttar sundafrek en nokkur ann-
ar samtíðarmaður hans hér á
landi. Með þessu skapaði hann
fordæmi, sem um langan aldur
verður vöskum íslendingum
hvatning til dáða.
Aberfanslysið og
Almannagjá
Erfitt er að hugsa sér ömur-
legra slys en það, sem gerðist í
Aberfan í Wales nú fyrir
skemmstu. Walesbúar eru van-
ir slysförum. Þar í landi hafa
menn lengi mátt búast við náma
slysum á hverri stundu, með
svipuðum hætti og sjóslysum við
strendur íslands. Allt annað er
þó, að fullorðnir menn taki á sig
ahættu af starfi, sem þeir sjálfir
velja, eða hvort börn hljóta bana
fyrjr athugunarleysi eða hand-
vömm. Orsakir hins hörmulega
slyss eru nú í rannsókn. Skal
hér sízt nokkuð um það sagt,
hvort þar sé einhvern ákveðinn
að saka. En víst er það, að meiri
fyrirhyggja hefði forðað frá
þessu slysi. Lítum því í okkar
eigin barm, athugum hvort eitt-
hvað svipað gæti komið hér fyr-
ir. Þeim, sem til þekkir á Þing-
völlum, kemur þá strax til hug-
ar hættan á því, að steinn eða
bjarg falli úr vestara barmi Al-
mannagjár ofan á stóran bíl full
an farþegum og valdi þar með
stórslysi. Á meðan ekki er að
gert. og alveg lokað fyrir bif-
reiðaumferð unf gjána, þá er
þessi hætta ætíð yfirvofandi.
Þrátt fyrir mótmæli nokkurra
skammsýnna manna, þá hefur nú
verið ákveðið að færa umferð-
ina úr gjánni. Þess vegna hefur
vegur verið lagður upp á gjár-
brúninni, en ekki er hægt að
mýta hann til fulls fyrr en breikk
aður hefur verið vegurinn frá
Leirum, þar sem nýji vegurinn
kemur ofan af gjárbarminum,
tiiður að vegamótunum, suðaust-
ur af Öxarár-fossi. f fyrra var
um það talað að þessi vegur yrði
iagaður eftir eitt eða tvö ár.
Nú verður að ganga eftir því,
að við það fyrirheit verði stað-
ið. Látum fordæmið frá Wales
verða okkur til varnaðar.
■LaugarcL 29. október
Fa«;ur siður
Eitt af því, sem skilur fslend-
inga á þeirra fámenna eylandi
frá fjölmennari þjóðum, er áhugi
okkar fyrir hverjum ein-
stakling. Þetta er mikill kostur
og ætti að stuðla að því að ís-
lendingar yrðu aldrei múgmenni.
En einmitt óttinn við múg-
mennsku og hvarf hvers ein-
staks í mannmergðina, er eitt
helzta áhyggjuefni margra á með
al stórþjóðanna. Eitt af því, sem
við, gagnstætt flestum eða öll-
um öðrum þjóðum, höfum nú
efnt til, er þjóðskrár allt frá upp
hafi íslandsbyggðar. Að þessu er
unnið fyrir atbeina Jóns á
Reynistað og fleiri fróðleiks-
manna. Að sjálfsögðu verður slík
þjóðskrá ekki fullkomin en engu
að síður ómetanleg heimild og
uppistaða í sögu þjóðarinnar.
Þessu náskylt er það, að minnast
látinna manna með minningar-
greinum í blöðum. Slíkt sýnir
hollustu við látna vini, og getur
verið ómetanleg uppspretta til
fróðleiks fyrir síðari kynslóðir.
En 'hér er mjótt mundangshófið.
Það er fagurt og gott, að vinir
minnast látins vinar en þegar
fleiri en einn skrifa um sama
mann í sama blað, þá er nóg, að
í einni grein sé sagt frá helztu
staðreyndum og æviatriðum. Eng
um er til góðs, en öllum til leið-
inda, að lesa sömu upptalning-
una, ætt, ártöl, staðarnöfn og
annað slíkt, aftur og aftur á
sömu síðunni. Þetta er við-
kvæmt mál, en ef rétt er með
farið, þarf sízt að óttast aðstand-
endur, sem auðvitað fýsir um-
fram allt, að ástvina þeirra sé
minnst með smekklegum hætti,
en ekki ósmekklegum.
„Ekki neitt
feimnismál44
Fáir menn eru vinsælli en góð
ir læknar. Á erfiðum stundum
kemst enginn nær manni en
skilningsríkur læknir. Starf hans
verður þess vegna samofnara
þjóðarvitundinni en flest önnur.
Almenningur hér hefur og ætíð
skilið gildi læknismenntunar.
Læknaskóli var hin fyrsta
kennslustofnun í æðri vísindum,
sem hér var sett, næst presta-
skóla á meðan þjóðin bjó við
allsleysi. Læknar eru ölium mönn
um viðbundnari og oft reynir
meira á þá en aðra. Þess vegna
hefur ætíð verið reynt að búa
vel að læknum hér, og reynslan
sýnir, að í heild hafa þeir kom-
izt betur af en nokkur önnur
stétt svokallaðra láerðra manna,
eða a.m.k. jafn vel og þeir, sem
bezt máttu hverju sinni, í þeim
efnum er raunar allur metingur
óviðeigandi, því að enginn tel-
ur góða afkomu eftir lækni sín-
um.
Metingur óviðeig-
andi
Hingað til hafa menn þó tal-
ið sjálfsagt, að læknar gættu
þess í hvaða þjóðfélagi þeir ættu
heima, og sættu sig við sam-
bærileg lífskjör við þá aðra, er
þar kæmust bezt af, eða a.m.k.
hefðu hliðsjón af þeim. Á síð-
ustu misserum hafa menn því
miður þótzt verða annars var-
ir. Nú í vikunni var það berum
orðum sagt af ungum lækni i
grein, sem birtist hér í blaðinu.
Dr. Frosti Sigurjónsson segir i
Morgunblaðinu 2. nóvember m.
a. svo:
„Það er algjörlega út i hött
að bera laun lækna saman við
laun annarra stétta hérlendis,
það eru tvö óskyld mál.
Hér er það eftirspurn og að-
staða utanlands sem sníður þjóð
inni stakkinn. Þetta er staðreynd
sem Islendingar verða að sætta
sig við hvort sem þeim líkar bet-
ur eða verr, og á ekki að vera
neitt feimnismál“.
Hreinskilnin er ætíð lofsverð,
því áð þá vita menn þó um
hvað er að ræða, og i hverju
vandamálið er fálgið. En eftir
slíka yfirlýsingu hljóta menn að
spyrja, hvort ástæða sé til að
verja hér ærnu fé til læknis-
náms. Hvort ekki sé ódýrara,
þegar á allt er litið, að leigja
menn erlendis frá til starfa hér
fyrir það verð, sem alþjóðamark-
aður segir til um. Um leið og
þessi hugsun er sett fram, sjá
allir, að hún er fjarstæða. En
er þá ekki hugsunin, sem hún
er svar við, jafn mikil fjarstæða?
Er ekki nauðsynlegt, að í þessu
sem öðru minnumst við þess, að
umfram allt erum við íslending-
ar og ætlum að vera?
Ville Vi udmærke
ham som en for-
tjent Man“
í sáttanefridatilskipun frá 1797
fyrir strjálbýlið í Noregi, sem
talin var gilda hér á íslandi.
allt fram á fullorðinsár Skúla
Guðmundssonar stóð i 39. grein.:
..Nár Nogen með uafbrudt
Vinksomhed og Retskaffenhed
har vedblevet at arbeide som
Forligelses-Commisarius i 8 aar,
villi. Vi utmærke hann, son en
fortjent Mand, med en passende
Rang, eller et andet Agtelses
Tegn“.
Skúli Guðmundsson hefur nú
verið þingmaður í nær 30 ár ó-
slfðtið, ráðherra um skeið, for-
maður Innflutnings- og gjald-
eyrisnefndar, kaupfélagsstjóri og
gengt mörgum öðrum trúnaðar-
stöðum ólíkt veigameiri en þótt
hann hefði orðið sáttanefndar-
maður fyrri. Hann á því að baki
a.m.k. fjórum sinnum átta ára
„uafbrudt Virksomhed" og þyk-
ist áreiðanlega á sinn veg hafa
sýnt „Retskaffenhed". En „pass-
ende Rang eller et andent Agt-
elses-Tegn“ hefur honum ekki
hlotnast. Enda hefur Skúli nú
eftir þessa nær 30 ára þingsetu
öðlast nýtt áhugamáL
Lenp;i beðið
S.l. fimmtudag var á Alþingi
útbýtt svohljóðandi þingskjali:
Tillaga til þingsályktunar um
afnám fálkaorðunnar.
Flm.: Skúli Guðmundsson.
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að beita sér fyrir því,
að öll ákvæði um hina íslenzku
fálkaoi'ðu og orðunefnd verði
numin úr gildi. Þó skulu þeir,
sem hlotið hafa fálkaorðuna,
halda þeim heiðursmerkjum.
Greinargerð.
Hér er farið fram á það að
fella niður orðuveitingar og
spara útgjöldin sem til þess
fara.
Orðan barzt frá grönnum okk-
ar, eins og fleira þarflaust tild-
ur. Þeir eru vanir þessu, t.a.m.
Danir. Og sagt er, að Rússar
sæmi ýmsa svpna skrauti. Það er
hengt á vildarvini valdhafanna
í heiðursskyni.
Þó að sumir fái krossa, þá
munu fleiri mæla, að enginn ís-
lendingur ætti að dýrka þannig
glingur".
Þau eru súr, sagði refurinn,
þegar hann náði ekki í vínber-
in.
38 á einum degi
Framsóknarmenn eru ósinkir
á a‘ð bera fram tillögur um ýmis
konar útgjöld. Þegar þeir eru að
þvf spurðir, hvernig afla eigi
fjár til þessa eða hins, er svar-
ið oftast á þá leið, að ríkisbákn-
ið sé orðið svo mikið, að með
því að skera það niður megi
spara stórfé. Þá gleyma þeir því
raunar, að engir hafa átt meiri
hlut að en sjálfir þeir á löngum
valdaferli, að móta þetta ríkis-
bákn. Látum það vera, og víst
hafa þeir ekki verið þar einir
að verki. En ætla mætti, að nú
þegar þeir hafa frí frá stjórnar-
störfum gætu þeir þó bent á
eitthvað ákveðið, sem spara
mætti. Úr því vill verða lítið.
Langflestar tillögur þeirra fara
þvert á móti fram á útgjöld og
aftur útgjöld og nýjar uppbætur
við ríkisbáknið á flestan hugs-
anlegan veg.
S.l. miðvikudag taldi^ Ingólfur
Jónsson t.d. saman, að sam-
kvæmt framsóknartillögunum á
dagskrá þennan eina dag ætti
að skipa nýjar nefndir með
hvorki fleiri né færri en 38 mönn
um! Minna mátti ekki gagn gera.
„Innlendur iðnað-
ur lífsnauðsyn66
Þórarinn Þórarinsson hefur nú
tvo mfðvikudaga í röð gert að
umtalsefni orð Bjarna Benedikts
sonar í flokksráðsræðu hans um
islenzkan iðnað. Þórarinn telur
stjórnina ekki sýna íslenzkum
iðnaði nægan skilning eða stuðn
ing og sagði á miðvikudag-
inn orðrétt:
„Ég gaf li'ka skýringu á því á
seinasta fundi, af hverju þetta
skilningsleysi ríkisstj. stafar.
Það er að finna í mjög sva
merkilegri ræðu, sem hæstv.for-
srh. flutti að því að mig minnir
á flokksráðsfundi hjá Sjálfstfl.
fyrir nokkru sfðan, þar sem
hann tekur það beint fram, og
það oftar en einu sinni, að ís-
lenzkur iðnaður sé alls ekki sam
keppnisfær við erlenda iðnaðar-
framleiðslu".
Síðan las Þórarinn á strjálingi
nokkur ummæli Bjarna Bene-
diktssonar, lagði út af þeim jafn
óðum og sagði síðan: „Er þetta
ekki fullkomin staðfesting á því,
sem ég sagði, að hæstv. fosrh.
hefði haldið því fram, að ís-
lenzkur iðnaður væri ekki sam-
'keppnisfær við erlenda fram-
leiðslu".
í upphafi þess, sem Þórarinn
las eftir Bjarna Benediktssyni
voru þessar setningar: „Það gef-
ur auga leið, að hinn íslenzki
smáiðna'ður á mjög erfitt með
að standast samkeppni við er-
lenda fjöldaframleiðslu. Menn
verða að gera upp sinn hug um,
hvort þeir styðji hinn íslenzka
smáiðnað, til þess að halda lífi
gegn þessari erlendu fjöldafram-
leiðslu“.
Það er sannarlega íhugunar-
vert fyrirbæri, að maður sem
hefur þessar setningar fyrir aug
unum og les þær sjálfur upp á
milli sinna eigin orða, skuli leyfa
sér að halda því fram, að Bjarni
Benediktsson taki það beint
fram, og þáð oftar en einu sinni
að „íslenzkur iðnaður sé alls ekki
samkeppnisfær við erlenda iðn-
aðarframleiðslu".
Bjarni margtekur fram,
að hann er að bera saman er-
lenda fjöldaframleiðslu „og ís-
lenzkan smáiðnað“, sem ‘ við
hana verði að keppa en ekki ann
an íslenzkan fðnað. En einnig um
smáiðnaðinn á það við sem
Þórarinn sleppti í upplestri sín-
um, að Bjarni taldi að hann yrði
að styrkja vegna „atvinnuörygg-
is“ og til þess að halda verðlagi á
erlendum iðnaðarvörum niðri.
Bjarni kvað svo sterkt að orði,
áð slíkur iðnaður gæti verið okk
ur lífsnauðsyn og einn þátturinn
í því að halda hér uppi „sér-
stöku og sjálfstæðu þjóðfélagi“.
Það þarf meira en litla bíræfni
til þess að halda því fram, að
"slík ummæli sýni skilningsleysi
í garð iðnaðarins.