Morgunblaðið - 06.11.1966, Síða 28
28
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 6. nóv. 1966
Ég ætla að reyna stuðarann.
andlitið var tekið af svefnleysi
og það voru rosabaugar undir
innstæðu augunum, en þykkar
varirnar kipruðust, rétt eins og
hann væri með höfuðverk.
Slagæðarnar í Graham höm-
uðust óþægilega. Svo að þetta
var þá böðullinn. Höndin, sem
hélt á hattinum, var sú sama,
sem hafði hleypt á hann skotinu
og sært hann á hendinni, sem
hann rétti nú út eftir viskíglas
inu. f>etta var þá maðurinn, sem
hafði drepið menn fyrir aðra
eins smánarborgun og fimm þús
und franka og ferðakostnað.
— Hann fann, að hann fölnaði
upp. Hann hafði ekki litið á
manninn nema snöggvast, en
hann hafði heildarmynd af hon-
um í huganum — allan manninn,
allt frá rykugum skónum til nýja
bindisins og skítuga lina flibb-
ans og þreytulegs og heimsku-
legs andlitsins. Hann saup á glas
inu sínu og sá, að Kuwetli var
þegar farinn að brosa til komu
manns. Hin gláptu eins og bján-
ar.
Banat gekk hægt yfir að barn
um.
— Gott kvöld, herra, sagði
Kuwetli.
— Gott kvöld. Hann snuggaði
þetta einhvern veginn, líkast
manni, sem vill ekki þiggja eitt-
hvað, sem honum er boðið og
langar ekki i. Hann komst að
barnum og tautaði eitthvað við
þjóninn.
Hann hafði gengið rétt hjá frú
Mathis og Graham sá hana
hleypa brúnum. En um leið
fann hann sjálfur þef af ilm-
vatni. Það var rósaolía og mjög
sterk. Hann minntist spurning-
ar Haki ofursta um það, hvort
hann hefði fundið nokkra lykt
í hótelherberginu, eftir að ráðizt
var á hann þar. Þarna var svar-
ið. Maðurinn þefjaði allur af
ilmvatni. Og þessi þefur mundi
loða við hvað sem hann kynni
að snerta.
— Ætlið þér langt, herra?
sagði hr. Kuwetli.
Maðurinn leit á hann. — Nei,
til Genúa.
— Það er falleg borg.
Banat sneri sér að drykknum,
án þess að svara. Hann hafði
ekki einu sinni litið á Graham.
— Þér lítið ekki vel út, sagði
Josette í áhyggjutón. Ég held
ekki, að þér segið það satt, að
þér séuð bara þreyttur.
— Nú, eruð þér þreyttur?
sagði Kuwetli á frönsku. — Æ,
það er mér að kenna. En maður
þarf alltaf að ganga, ef maður
er að skoða þessar gömlu rústir.
Hann virtist alveg vera búinn
að gefa Banat frá sér, sem von-
lausan viðmælanda.
— Ég hafði ekki nema gaman
af gönguferðinni.
— Þetta er bara loftleysinu að
kenna, hélt frú Mathis áfram
að nauða.
— Það er nú dálítil stybba
hérna, samþykkti maðurinn
hennar. Hann beindi tali sínu
beint að hinum, eins og til þess
að útiloka José úr samtalinu. —
En við hverju er líka hægt að
búast á svona ódýru skipi?
— Ódýru? snuggaði José, ön-
ugur. — Það er sannarlega nógu
dýrt fyrir mig. Ég er engir.n
milljónari.
Mathis roðnaði og reiddist. —
Það er hægt að ferðast dýrar
milli Istambul og Genúa.
— Það er alltaf hægt að gera
allt einhvernveginn dýrara, taut
aði José.
Josette flýtti sér að segja. —
Maðurinn minn gerir nú alltaf
of mikið úr öllu
— Ferðalög eru orðin mjög
dýr nú á dögum, sagði Kuwetli.
— En.......
Svona var malað um þetta
fram og aftur, tilgangslaust og
leiðinlega, til þess að breiða yf-
ir óvildina, sem ríkti milli þeirra
José og Mathishjónanna. Gra-
ham hlustaði ekki nema með
öðru eyranu. Hann vissi, að fyrr
eða síðar mundi Banat gefa hon
um auga, og hann langaði að
sjá það augnatillit. Ekki svo að
skilja, að það mundi segja hon-
um neitt, sem hann vissi ekki
þegar, en hann vildi nú sjá það
samt. Hann gat horft á Mathis
og um leið séð Banat út úr
22
augnakróknum. Banat lyfti glasi
up að vörunum og drakk eitt-
hvað úr því, en svo um leið 'g
hann setti það frá sér, leit hann
beint á Graham.
Graham hallaði sér aftur á
bak í stólnum.
—..........en, var Mathis að
segja, — berið bara þjónustuna
saman við það, sem hér er að
fá. I lestunum er legubekkur
í klefa, sem maður hefur með
öðrum. Þar sefur maður.........
ef vel gengur. Svo verður að
bíða í Belgrad eftir lestinni frá
Búkarest og í Trieste eftir svefn
vagni frá Budapest. Svo er vega
bréfarannsókn um hánótt og
hræðilegur matur á daginn. Svo
er hávaðinn og svo sótið og ryk-
ið. Ég get aldrei skilið...
Graham tæmdi glasið sitt.
Banat var að athuga hann í
laumi, rétt eins og böðullinn
rannsakar manninn, sem hann
á að taka af að morgni — rétt
eins og vegur hann í huganum,
athugar á honum hálsinn og
reiknar út fallhæðina.
— Ferðalög eru mjög dýr nú
á dögum, sagði Kuwetli aftur.
En í sama bili var bumban
barin til borðhalds. Banat setti
frá sér glasið og gekk út. Mathis
hjónin fóru á eftir honum. Gra-
ham sá, að Josette leit á hann
forvitnum augum. Hann stóð
upp. Það lagði matarlykt úr eld-
húsinu. ítalska konan og sonur
hennar komu inn og settust að
borðinu. Honum leið illa við
þessa matarlykt.
— Eruð þér viss um, að þér sé
uð friskur, sagði Josette, er þau
gengu að matborðinu. — Þér
lítið ekki út fyrir að vera það.
— Já, ég er alveg viss. Hanr.
leitaði í örvæntingu sinni að
einhverju öðru tíl að, segja, og
sagði svo það, sem honum datt
fyrst í hug: — Það er rétt hjá
frú Mathis, að loftið er ekki
gott hérna. Kanski gætum við
gengið úti á þilfari eftir mat?
Hún lyfti brúnum. — Nú veit
ég alveg, að þér eruð ekki vel
frískur. Þér eruð kurteis. En
gott og vel. Ég skal koma að
ganga með yður.
Han brosti ástleitið til hennar
og gekk síðan að borðinu, og
heilsaði ítölsku mæðginunum
lauslega. Það var ekki fyrr en
hann var seztur niður, að hann
tók eftir því, að lagt hafði ver-
ið á borð fyrir einn gest í við-
bót hjá þeim.
Honum datt fyrst í hug að
standa upp og ganga út. Það
var fullslæmt, að Banat vær:
um borð í skipinu, en að eiga
að matast við sama borð og
hann, var óþolandi. En nú var
allt undir því komið, að hann
hagaði sér eðlilega. Hann yrði
að láta eins og ekkert væn og
vera kyrr. Hann varð að hugsa
sér Banat sem hr. Mavrodopoui
os, grískan kaupsýslumann,
sem hann hefði aldrei séð né
heyrt áður. Hann varð að ....
Haller kom inn og settist hjá
honum. — Gott kvöld, hr. Gra-
ham. Og hvernig skemmtuð þér
yður í Aþenu í dag?
— Jú, þakka yður fyrir. Hr.
Kuwetli var afskaplega hrifinn.
— Já, já, auðvitað. Þér hafið
gegnt fylgdarmannshlutverkinu.
Þá hljótið þér að vera orðinn
þreyttur.
— Sannast að segja, missti ég
alveg móðinn. Ég tók leiguvagn,
og svo annaðist bílstjórinn fylgd
armannsstörfin. Og þar sem hr.
Kuwetli talar ágætlega grísku,
gekk þetta allt eins og í sögu.
— Svo hann talar grísku en
hefur samt aldrei komið til
Aþenu?
— Svo virðist; sem hann sé
fæddur í Smyrna. En þess utan
skal ég játa, að ég varð einskis
vísari. Og okkar á milli sagt,
finnst mér hann vera hundleið-
inlegur.
— Það eru mér vonbrigði. Ég
hafði vonað, að....... En það
er nú ekkert við því að gera. Yð-
ur að segja, þá óskaði ég þess
á eftir, að ég hefði komið með
ykkur. Þið hafið auðvitað skoð-
að Parthenon?
— Já.
Haller brosti eins og afsak-
andi. — Þegar þér eruð kom-
inn á minn aldur farið þér
stundum að hugsa um dauðann.
Mér datt í hug í dag, hvað það
hefði getað verið gaman fyrir
mig að sjá Parthenon, bara einu
sinni enn. Það er vafasamt, að
ég fái aftur tækifæri til þess.
Ég gat stundum staðið tínum-
um saman í súlnagöngunum og
horft á það og reynt að skil.ia
mennina, sem byggðu það. Ég
var nú ungur þá og vissi ekki,
hve erfitt það er Vesturlanda-
búum að skilja þessa draum-
þungu sál fornmanna. Hún er svo
fjarlæg. Guð hins fullkomna
sköpulags hefur vikið fyrir guði
hins óbeizlaða kraftar og milli
þessara tveggja öfga er allt tóm-
ið. Forlagahugmyndin kemur
fram í dórisku súlunum og er
óskiljanleg börnum Fásts. En ..
.... afsakið. Ég sé, að við höf-
um fengið nýjan farþega og
hann á víst að sitja hér.
Graham píndi sig til að líta
upp.
Banat var kominn inn og var
að athuga borðin. Þjónninn, með
súpudisk I hendi kom aftan að
honum og benti honum síðan á
sætið við hliðina á ítölsku kon-
urxni. Banat nálgaðist, horfði
kringum allt borðið, og settist
svo niður. Hann kinkaði kolii til
fólksins og brosti ofurlítið.
— Mavrodopoulos, sagði hann.
— Ég tala ofurlítið frönsku.
Rödin var tónlaus og hás og
hann var ofurlítið blestur á
máli. Ilmurinn af rósaolíunni
barst um allt borðið.
Graham kinkaði kolli, af-
skiptalaust. Nú, þegar stundin
var komin, var han fullkomlega
rólegur.
Niðurbældur óbeitarsvipurinn á
Haller var næstum skrítinn.
Hann svaraði hátíðlega: — Hall-
er. Við hliðina á yður eru hr.
og frú Beronelli. Og þetta er hr.
Graham.
Banat kinkaði aftur kolli til
þeirra og sagði með talsverðri
fyrirhöfn: — Ég er langt að kom
inn. Frá Saloniki.
Graham tók á öllum kröftum
sínum. — Ég hefði haldið, að
það væri auðveldara að fara
með lest frá Saloniki til Genúa.
Það var eins og hann væri hálf-
móður og hans eigin rödd hljóm
aði einkennilega í eyrum hans.
Á miðju borðinu var skál með
rúsínum í og Banat stakk nokkr
um þeirra up í sig, áður en
hann svaraði: — Ég kann ekki
við járnbrautarlestir, sagði harrn
snöggt. Hann leit á Haller. — Þér
eruð Þjóðverji, herra minn?
Haller hleypti brúnum. — Já,
það er ég.
— Það er gott land, Þýzka-
land. Hann sneri síðan athygli
sinni að frú Beronelli. — Ítalía
er líka gott land. Svo fékk hann
sér meiri rúsínur.
Konan brosti ok kinkaði kolli.
Piiturinn setti upp reiðisvip.
— Og hvað finnst yður þá ura
England? spurði Graham.
Litlu, þreytulegu augun
mættu hans augum, kuldalega.
— Ég hef aldrei séð England.
Augun gengu hringinn kring
um borðið. — Þegar ég var sein
ast í Róm, sagði hann, — sá ég
glæsilega skrautsýningu hjá
ítalska hernum, með fallbyssum
■
Sannreynið með DATO
á öll hvít gerfiefni
Skyrfur, gardmur, undirföt ofl,
halda sínum hvíta lit,
jafnvel það sem er orðið gult
hvítnar attur,
ef þvegið er með DATO.
OPEL REKORD
Nýtt glæsilegt útlit — 12 volta rafkerfi.
Stærri vél — aukin hæð frá vegi.
Stærri vagn — og fjöldi annarra nýjunga.
Komið og sjáið þessa glæsilegu hifreið
sem er til sýnis í anddyri Háskólabios.
Véladeild SÍS, Ármúla 3. Sími 38900.
9
.O