Morgunblaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 12
12
MORGUN BLAÐIÐ
Laugardagur 12. nóv. 1966
ERLENDUR JÓNSSON SKRIFAR LIVI
Bókmenntir
Axel Thorsteinsson: HORFT
INN í HREINT HJARTA og
aðrar sögur frá tíma fyrri
heimsstyrjaldarinnar. Rökk-
ur. Reykjavík, 1966.
Axel Thorsteinsson: RÖKK-
TJR. Ljóð, sögur og greinir,
I. 2. útgáfa, aukinn og
breytt. Rökkur. Reykjavík,
1966.
AXEL Thorsteinsson segir i
eftirmála bókar sinnar, Horft
inn í hreint hjarta: „Ég geri
engar kröfur til þess, að þessi
sögukorn mín verði kölluð skáld
skapur, hvað þá mikill skáld-
skapur, en því held ég fram,
að þær séu sannar lýsingar á
mér og félögum mínum og ýms-
um atvikum úr lífi mínu og
þeirra, þennan tíma, sem við
vorum saman í hernum, og ég
vona, að þær varpi nokkru ljósi
á hugsanalíf okkar“.
Þessi orð höfundarins sjálfs
eru að mínum dómi það lang-
jákvæðasta, sem hægt er að
segja um umrædda þætti. Séu
þeir kallaðir skáldskapur, þá er
höfundurinn lélegt skáld. Mest-
megnis er þetta grútvæminn til-
finningavaðall, sömu máttleysis-
legu og meiningarlausu vanga-
velturnar endurteknar með lítt
breyttu orðalagi; söguþráður
haldlítill og sundurtættur, per-
sónumótun fálmkennd, frásögnin
dauf — þar sem á annað borð er
hægt að tala um frásögn —
stíllinn slappur. Lengsta sagan,
samnefnd bókinni, geldur gall-
anna mest, af því hún er lengst.
Að baki þáttanna stendur höf-
undurinn og lætur ljós sitt
skína af tilgerðarlegu lítillæti og
þykist gera ýmsar uppgötvanir
varðandi „alþýðufólk", rétt eins
og hann hafi þurft að fara alla
leið frá íslandi til Ameríku, síð-
an alla leið frá Ameríku til meg-
inlands Evrópu til að fyrirhitta
þess konar fólk.
„Engan okkar grunaði", segir
t.d. á einum stað, „að viðkynn-
ingin við fólkið í Rínarbyggðum
mundi leiða í ljós fyrir okkur,
að hatur er aldrei rótgróin til-
finning í hugum alþýðumanna".
Og síðar:
„Ég yrði nú sannast að segja
ekkert hissa á því, þótt við ætt-
um eftir að komast að raun um,
að alþýðufólkið hérna beri ekk-
ert hatur í brjósti til okkar“.
Og enn:
„Fyrsta kveld okkar, sem vor-
um úr óvinaliði Þjóðverja, sann-
færðumst við um það betur en
nokkur (þannig) sinni og á
þýaku heimili, að i raun og veru
líta alþýðumenn þeim augum á, i
að „allir menn séu bræður“.“
í eftirmála er svo enn hert á
sömu uppgötvun:
„Ég þykist hafa sannfærzt um
það, að flestir alþýðumenn hafi
óbeit á styrjöldum.“
Og um fólk það, sem höfund-
ur kallar hrakningsbörn, segir
hann svo:
„Hroki, skilningsleysi og
hræsni fyrirfinnst ekki á meðal
hrakningsbarnanna".
Þannig staðhæfir höfundur
fullum fetum út í loftið. Alhæf-
ingar af þessu tagi eru vitan-
lega jafnlítt skáldlegar sem þær
eru óvísindalegar.
Á sömu bókina eru orðræður
þær, sem höfundur leggur í
munn sögupersónum sínum. Að-
alpersóna lengstu sögunnar er,
samkvæmt skilgreiningu höf-
undar, „hinn skyldurækni og
stranglundaði hermaður". Hann
hafði í London komizt í kynni
við stelpu eina, tekið að elska
hana — andlegri ást að sjálf-
sögðu, því „það er fjarri þvi,
sem margur kann að ætla, að
það séu holdlegar þrár, sem séu
mestu ráðandi, er hermennirnir
fara á stjá, til þess að koma sér
í kynni við kvenmenn", segir
höfundur.
Stúlkan í London skrifar her-
manninum elskhuga sínum. Og
hvað ætli verði hinum „strang-
lundaða hermanni" hugstæðast
í bréfum kvenmannsins? Það er
þetta, samkvæmt orðum hans
sjálfs:
„Mér hefur skilizt á bréfum
hennar“, segir hann, „að hún
trúi á framhald lífsins".
Þetta getur maður nú kallað
að leggja sálirnar í himneskt
hveiti. Retur hefði farið, ef all-
ur herskari fyrri heimsstyrjald-
arinnar hefði sýnt í verki allan
þann hjartahreinleika, sem þeir
virðast hafa verið gæddir, dátar
Axels ThorsteinsSonar.
í eftirmálanum víkur höfund-
ur að stíl sínum og segir svo um
hann:
„í mínum augum er hið ein-
faldasta fegurst".
Ekki hefur höfundi tekizt að '
fara að þessum orðum, því stíll
hans er víða þvoglulegur og ó-
skýr og langt frá því að vera ein
faldur. Ég tilfæri hér dæmi, sem
er ekki af betra taginu, að vísu,
en samt alls ekkert einsdæmi:
„Þeir þurfa hjálpar með, sem
stundum kemur í gerfi (þann-
ig) vinsemdar eða ástar, ef til
vill þar, sem ólíklegt kann að
þykja, eða hjálpin kemur inn-
an að — frá manninum sjálfum,
án þess að utankomandi áhrifa
gæti svo sjáanlegt sé, en stund-
um, eins og síðar kom í ljós, að
því er suma okkar snerti, fyrir
áhrif skógareinverunnar, af því
að við bjuggum þar við eins
mikið frelsi og hermenn geta
nokkru sinni vænzt og kyrrðin
og friðurinn í skóginum skapar
skilyrði til þess að hugsa rólega
um eigið líf, komast að niður-
stöðu um það með sjálfum sér,
finna sjálfan sig á ný. . . .
í eftirmálanum gerir höfund-
ur nokkra grein fyrir sjálfum
sér og þáttum sínum. Þar segir
meðal annars:
„Ég fór vestur um haf snemma
árs 1918 til New York City, og
var þar, uns (þannig) ég inn-
ritaðist í kanadiska herinn þá um
vorið. Ég ætla ekki að fjölyrða
um ástæðurnar fyrir þeirri á-
kvörðun minni að þessu sinni.“
Þetta segir nú höfundur. En
hvað kemur ekki á daginn?
Hann er ekki fyrr búinn að
sleppa orðunum en hann tekur
að „fjölyrða um ástæðurnar fyr-
ir þeirri ákvörðun“ sinni, — ein
mitt þeirri, sem hann sagðist
ekki ætla að fjölyrða um, og
gerir þeim málum svo nákvæm
skil, að ekki verður á betra kos-
ið. Það er eins og hann hafi ekki
hugmynd um, hvað hann er að
skrifa. Síðan hverfur hann frá
„ástæðunum", kemur svo að
þeim aftur og segir þá: „Til við-
bótar því, sem minnzt er á í upp
hafi formála þessa . . .“ Þessi orð
væru góð og gild, ef höfundur
væri að skrifa formála. En það
er hann alls ekki að gera: hann
er að skrifa eftirmála. Mistök-
in væru að vísu lítt tiltakanleg,
ef bókin væri að öðru leyti vel
unnin. En því er ekki að heilsa.
Þessi klaufaskapur er raunar al-
gilt dæmi um vinnubrögð höfund
ar og útgefanda. Bókin er t.d.
morandi af prentvillum, svo til
fádæma má telja.
Þess skal að lokum geta, að
aftan á bókarkápu eru prentaðar
glefsur úr gömlum ritdómum
um sögur þessar, því þær hafa
áður birzt á prenti. Þessir bókar
kápudómar eru svo lofsamlegir,
að þeir hljóta að koma fyrir sjón
ir sem háð, en eigi lof.
— ★ —
Aðra bók sendir Axel frá sér,
safnritið Rökkur, sem einnig er
endurútgefið. Allmikill hluti
þess er skáldskapur, frumsaminn
og þýddur. Um frumsamda skáld
skapinn, bæði ljóð og sögur, gegn
ir sama máli og þættina í hinni
bókinni. Væmnin keyrir þar allt
á bólakaf.
Hins vegar eru í Rökkri rit-
gerðir, sem eru í alla staði góðra
Framhald á bls. 31
Haukur Hauks-
son skrifar um
sjónvarp
EINS og við var að búast
hafa þingmenn frá öðrum
landsfjórðungum staðið upp
á þingi, flutt fyrirspurnir og
hvatt til þess að sjónvarpinu
verði dreift sem fyrst þann-
ig að það nái til allra lands-
manna. Að sjálfsögðu er það
réttmæt krafa, úr því ríkið
sjálft stendur fyrir sjónvarp-
inu. Hitt er svo annað mál
hversu að hlutunum á að
ara. Einn þingmanna Norð-
lendinga hefur þannig lagt til,
að reksturskostnaði verði
haldið niðri með því að halda
sjónvarpssendingum í lág-
marki. Orðrétt er haft eftir
þingmanninum í Mbl. sl.
fimmtudag: „Tel ég því eðli-
legt að ekki verði sjónvarpað
á hverjum degi, og þannig
dregið úr rekstrarkostnaði
því þá ætti að vera unnt að
leggja meira fé í fram-
kvæmdir við stækkun sjón-
varpsins". Hér mun þingmað-
urinn eiga við útfærzlu dreif-
ingarkerfsins um landið.
Sem sagt, lagt til að fé
sjónvarpsins til hins ejgin-
lega sendingareksturs verði
skert, og það notað til þess
að byggja upp kerfið. Ég get
ómögulega séð skynsemi þess
að dreifa litlu og lélegu sjón-
varpi um allar jarðir, og held
að Norðlendingar yrðu iitlu
bættari á þann hátt. Væri
nær að haldið yrði við hina
upprunalegu ráðagerð, þ.e.
að allar tekjur sjónvarpsins
af afnotagjöldum og auglýs-
ingum þess rynnu beint til
hins eiginlega reksturs, en
hinsvegar væru aðflutnings-
gjöldin af sjónvarpstækjun-
um sjálfum látin renna til
uppbyggingar dreifingarkerf-
isins. Ég hygg að þeir. sem
greiða munu afnotagjöld
muni og heldur kjósa að pau
renni til sjónvarpsefnisins
sjálfs, til aukningar dag-
skrár, fjölgunar sendinga
o.s.frv., fremur en þau gengju
til dreifingarkerfisins,
enda öðrum tekjustofni ætlað
það hlutverk. En ekki var
annað á orðum menntarnála-
ráðherra að heyra á sama
þingfundi, en til mála gæti
komið að víkja út af uppruna
legu reglunni. Verður nú
fróðlegt að sjá hvað gerizt.
Sjónvarpið hefur látið
þrjár sendingar frá sér fara
síðan síðasta sjónvarpsspjall-
ið birtist hér í blaðinu. Mið-
vikudaginn 2. nóvember
vakti þátturinn „Ennþá
brennur mér í muna“ —
spjaU við Tómas Guðmunds-
son skáld, mesta athygli. Þar
brá fyrir skemmtilegri til-
raun til þess að blása nýja
lífi í flutning ljóða með ti,-
stilli sjónvarpsins — hins
nýja leikfangs íslendinga.
Um margt var þessi þáttur
skemmtilegur, þrátt fyrir
einkar furðulegar spurningar
sem bornar voru upp við
skáldið á köflum.
Enda þótt ég beri harla lít-
ið skynbragð á ljóðlist sem
slíka, þá hygg ég að sjón-
varpið geti á ýmsan hátt unn-
ið þessari listgrein mikið
gagn, raunar opnað henni
nýjar leiðir til almennings.
Hér á ég ekki við einfaldan
Ijóðalestur manns á skermin-
um. Með tilkomu sjónvarps-
ins hafa opnazt nýjar og stór-
kostlegir möguleikar í þess-
um efnum sem öðrum. Það er
hægt að setja ljóðlist fram i
sjónvarpi — og raunar út-
varpi líka — á annan hátt en
að leikkona eða leikari lesi
þau beint í hljóðnemann eða
myndavélina. Hér má mörgu
beita, t.d. fella inn tónlist,
jafnvel kvikmyndir hæfandi
viðkomandi ljóði, o.s.frv.
Slíkt er hinsvegar list að gera
svo vel fari, en vonandi væri
að einhverjar tilraunir verði
gerðar í þessa átt, og skiptir
þá ekki máli hvort ljóð eru
í bundnu eða óbundnu máíi.
Hver veit nema sjónvarpið
eigi eftir að vekja meiri
áhuga almennings á ljóðum,
en í þeim efnum hefur mer
skilizt að mikið skorti a.
Stendur það kannske ekki
ljóðskáldum landsins sjálfum
fjærst að hafa uppi einhverj-
ar tilraunir í þessum efnum.
Umrætt miðvikudagskvöld
var sýnd 3ja kvikmynd sjón
varpsins, „Þjófurinn frá Bag-
dad“. Vel má vera að þessi
mynd hæfi ágætlega í kvik-
myndahúsi kl. 3 á sunnudegi.
Satt að segja hafa allar kvik-
myndirnar, sem sjónvarpið
hefur sýnt til þessa, verið
hreinar þvælur, ellegar svo
hrútleiðinlegar að það hefur
verið þjáning að horfa á þær.
Væri vonandi að kvikmynda-
valið tækist betur á næst-
unni.
Föstudaginn 4. nóvember
var sjónvarpið ágætt. Viðial
Steinunnar S. Briem við
systurnar fimm var skemmti-
legt sjónvarpsefni. Steinunn
sýnist ágætur spyriandi og
stjórnandi slíkra þátta, og
efnið var að þessu sinni bæði
skemmtilegt og óvenjulegt.
Tveir skemmtiþættir voru
sýndir þetta kvöld, af þrem-
ur föstum, sem sjónvarpið hef
ur boðið okkur til þessa. Sak-
aði raunar ekki að fjölga
þeim eilítið.
Sl. miðvikudagskvöld þóttl
mér sjónvarpið heldur bragð-
dauft. Að frátöldum Stein-
aldarmönnunum og frétta-
kvikmyndum, var kvöldið
fremur fátæklegt, spurninga-
þáttur, fræðslukvikmynd uru
blindrafræðslu og hálftíma
dansmúsíkþáttur.
Framhald á bls. 20
íý-ííý-éSS-iívS &:$::v::::::$vv::::::::::í::ííi
Nælan og crepesokkar ■ tízkulitum
20 denier net Útsöluverð: 26,00 60 denier slétt lykkja Útsöluverð: 37,00
30 denier net Útsöluverð: 30,00 20 denier crepe Útsöluverð: 45,00
30 denier slétt lykkja Útsöluverð: 30,00 40 denier crepe Útsöluverð: 60,00
Útsölustaðir: SIS Austurstrœti og
Kaupfélögin um allt land