Morgunblaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 1
32 siður Gefur Brandt « kost á sér — sem kanzlaraefni? Dregið fram skjal, sem talið er sanna andstöðu Kiesingers við nazistastjórnina Oeimfararnir tveir um borð 1 Gemini 12, þeir James A. Lovell (t.v.) og Edwin E. Aldrin. Síðasta Gemini geim- ferðin hafin Sarnbandslaust var við geimfarið um stund eftir að því var skotið á loft Kennedyhöfða og Houston, 11. nóv. — NTB — AP. KL. 19:46 að ísl. tíma var geim- farinu Gemini 12 með geimför- unum James A. Lovell og Edwin E. Aldrin skotið á loft frá Kennedyhöfða. Nokkru áður, eða kl. 18:08 hafði Agena-eld- flaug verið skotið á braut um- hverfis jörðu, en Agenaflaugin gegnir mikilsverðu hiutverki í þessari síðustu Geminitilraun Bandaríkjamanna. Agenaskotið tókst elns og bezt varð á kosið. Geminiskotið sjáift tókst í fyrstu nákvæmlega eftir áætlun, en nokkru eftir að geimfarið var lagt af stað, rofn- aði radíósamband við það. Var reynt að kalla til geimfaranna um tíma, en nokkru síðar tókst geimferðastöð á Madagaskar að ná sambandi, og heyrðist þá ágætlega til geimfaranna. Ekki er vitað í gærkvöldi hvort bilun liefði orðið í radiótækjum sjálfs geimfarsins eða í fjarskiptastöð á Uppstigningareyju. Að' öðru leyti gekk ferð Gem- ini 32 eítir áætlun er síðast spurðist í gær. Skömmu eftir að Titan-eldflauginni, sem flutti geimfarið á loft, hafði verið skotið, tilkynnti Geimferðastofn un Bandaríkjanna að Gemini væri komið á braut sína um- hverfis jörðu. 45 sekúndum eftir að geimfar inu hafði verið skotið á loft fór Agenaeldflaugin yfir Kennedy- höfða eftir fyrstu umferð sína Bonn, 11. nóv. NTB — AP Jafnaðarmenn í Vestur-Þýzka- iándi gerðu í dag tilraunir í þá átt að breyta afstöðu sinni í þýzk um stjórnmálum með því að vera stjórnarandstöðu við þá, að vera stjórnarflokkur í sam- steypustjórn. Willy Brandt, borg arstjóri í V-Berlín og formaður flokksins, lýsti því þá yfir, að hann væri reiðubúinn að taka að sér kanzlaraembættið í stað Lud wig Erhards. sem borgarstjóri í viðfcali vfð útvarpið í Köiln sagði Brandt, að gæti hann gert landinu meira gagn sem leið- Lyn^ til Moskvu Osló, 11. nóv — NTB JOHN Lyng, utanríkisráðherra Noregs, heldur af stað til Moskvu á sunnudag í opinbera heimsókn, sem standa á í fimm daga. Með ráðherranum fer kona hans og ýmsir embættismenn. Lyng mun tvívegis eiga viðræð- ur við Andrei Gromyko, utan ríkisráðherra, og að auki ræða við ráðherra sovézkra utanríkis- viðskipta, Patolitsjev. kapphlaupið, þar sem Agena og Gemini fara með 8 km. hraða á sekúndu. Ýmsir sendimenn erlendra ríkja hjá Sameinuðu þjóðunum voru viðstaddir geimskotið á Kennedyhöfða, þar á meðal full- trúar frá Póllandi og Rúmeníu, og er þetta í fyrsta sinn, sem fulltrúar kommúnistaríkja eru vðistaddir Geminiskot. Gemini 12 hafði í fyrstu braut sem er 161 km. frá jörðu þá er hún er næst, en 281 km. þá Framhald á bls. .31 48 ár frá lokum heimsstyrjaldar í GÆR voru 48 ár liðin siðan friður var saminn í fyrri heims- styrjöldinni. í gær var einnig haldinn hátíðlegur dagur herafla Bandaríkjamanna, svo skipaður af Dwight D. Eisenhower, fyrr- verandi forseta Bandaríkjanna árið 1958. togi stjórnarinnar 1 Bonn en sem borgarstjóri, væri hann reiðubúinn að takast þá ábyrgð herðar. Samtímis gerði flokksforystan ljóst, að hún muni ekki halda að sér höndum og verða þannig til þess að ryðja braut kanzl- araefni Kristilegra demókrata, Kurt Kiesinger. Samþykkti mið stjórn jafnaðarmanna í dag að t taka upp samband bæði vi‘ð Kristilega demókrata og frjálsa demókrata um stjórnmálaástand ið í landinu. Tilkynnt var eftir fund mið- stjórnar jafnaðarmanna, að flokk urinn myndi þó að svo stöddu ekki formlega tilnefna kanzlara efni. f dag var 22 ára gamalt skjai dregið fram í dagsljósið í Bonn, i í því segir, að kanzlaraefni Kristilegra demókrata, Kurt Kie singer, hafi eitt sinn verið ávítt- ur harðlega fyrir að hafa lagzt gegn áróðursferð gegn Gyðing- um er hann gegndi embætti í útvarpsdeild utanríkisráðuneyt- is Hitlers. Kiesinger var á fimmtudag kjörinn kanzlaraefni Kristilegra demókrata og er ætlað að taka vfð stöðu Erhards. Kiesinger, sem er 62 ára gamali, hefur orð- ið fyrir ákafri gagnrýni heima og erlendis vegna starfa sinna í Þriðja ríki Hitlers. « Talsmaður Bonnstjórnarinna.r, Karl Gunther von Hase, sagði á blaðamannafundi í dag, að „þeir sem vissu hvað Kiesinger hefði gert fyrir fransk þýzka vin- áttu og fyrir hinn frjálsa heim myndi fátt finnast um mold- viðri um fortíð hans“. Skjalið, sem áður er minnst á, er frá árinu 1944. tveggja margsinnis án árangurs i um jörðu, og var þá hafið geim Wilson ákveður að sækja um aðild Breta að EBE Brezki forsætisráðherrann tekur upp nýja stefnu í málefnum Evrópu — leiðtogar EFTA-ríkja koma U Thant endurtekur Vietnam-tillögurnar Segir Bandaríkjamenn eiga að hætta árásum á N-Vietnam án skilyrða og tímatalmarkana New York, 11. nóv. — AP. I! THANT, framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna, lýsti því yfir í dag að hann teldi að Bandarikin ættu að hætta loft- árásum á N-Vietnam án nokk- urra skilyrða og „timatakmark- ana“, U Thant endurtók síöan tillögu sina í þremur liðum varðandi hversu koma skuli á friðarsamningum um Vietnam. Framhald á bls. 28 saman í London í desember London, París, 11. nóvember — NTB HAFT ER eftir áreiðanleg- um heimildum í London í dag, að leiðtogar þeirra sex ríkja, sem aðild eiga að EFTA, Fríverzlunarbanda- laginu, með Bretum, muni styðja tillögur Harold Wil- sons, forsætisráðherra Breta; þær stefna að því að opna Bretum, og öðrum EFTA- ríkjum, leið til aðildar að Efnahagsbandalagi Evrópu. Leiðtogar ríkja Fríverzlun arsvæðisins koma saman til fundar í London 5. desem- ber, og er, skv. heimildum, gert ráð fyrir því, að tillög- ur Wilsons verði þá sam- þykktar. Ekki er gert ráð fyrir, að opinberar viðræður fari fram milli brezku stjórnarinnar og einstakra EFTA-ríkja, en tal ið er, að desemberfundurinn verði * til þess að styrkja brezku stjórnina í viðræðum hennar við franska ráða- menn. Sömu heimildir herma, að þau fimm ríki, önnur en Frakkland, sem aðild eiga að Efnahagsbandalaginu, muni styðja Wilson í viðleitni hans. Er kunnugt varð um nýja tii- raun brezku stjórnarinnar til áð Framhald á bls. 31 Rufu Rússar tilraun^bannið? -- málið í athugun Washington, 11. nóv. — AP BANDARÍSKA utanríkis- ráðuneytið kvaddi í dag á sinn fund sendiherra Sovét- ríkjanna í Washington, og óskaði eftir því, að hann varp aði ljósi á kjarnorkutilraun sovézkra vísindamanna 27. október sl. Talið er, að sprengja sú, sem var gerð Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.